Harmonikublaðið - 01.12.2018, Page 12

Harmonikublaðið - 01.12.2018, Page 12
Laugarbakki 2018 Harmonikuunnendur í Húnavatnssýslum og Nikkólína úr Dölum héldu sína árlegu harmonikuhátíð í Asbyrgi á Laugarbakka í Miðfirði helgina 15.-17. júní sl. Þetta er orðinn fastur og ómissandi liður í starfi félaganna, auðvitað allnokkur vinna en þetta er bara svo skemmtilegt og góður félagsskapur. Föstudagurinn rann upp frekar þungbúinn og kuldaleg veðurspá. En sannir harmonikuunn- endur láta það ekkert á sig fá og tjaldstæðið fylltist óðfluga. Þegar ritstjóri Harmoniku- blaðsins mætti á Laugarbakka á nýlegum Skóda með nýlegt hjólhýsi í eftirdragi um kvöldmatarleytið föstudaginn 15. júní, varð Mývetningnum Friðriki Steingrímssyni að orði: Þolir hvorki vol né víl, veifar tólum fínum. Nýjum vagni, nýjum bíl, nú er stœll á mínum! Það blés nokkuð á gesti og lofthiti var alls ekki mikill nema síður sé, en veðrið var þurrt, bjart og fallegt. En harmonikuunendur láta veðrið ekki stjórna sér og ekki var að spyrja að gleðinni sem ríkti, menn komnir víða að og skemmtilegir dagar framundan. Það var að vanda stórsveit Nikkólínu spilaði fyrir dansi á föstudagskvöldið frá klukkan níu til eitt. Hljómsveitina skipuðu að þessu sinni á harmoniku Halldór Þ. Þórðarson stjórnandi sveitarinnar, Steinþór Logi Arnarsson, Kristján Ingi Arnarsson, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Ingimar Einarsson, Jóhann Elísson, Asgerður Jónsdóttir, Melkorka Benediktsdóttir, Jóhanna Omarsdóttir og Sigrún Halldórsdóttir, á gítar Hafliði Ólafsson, á bassa Haraldur Reynisson og við trommurnar sat Jóhann Ríkarðsson, en Ríkarður Jóhannsson spilaði á hin ýmsu ásláttarhljóðfæri. Já ballið byrjaði kl. 21:00 og allt var sett á fullt og ballgestir teknir.til kostanna. Dansgólfið fylltist eins og hendi væri velfað. Það var dan^að, spilað og sungið af miklum móð. Og þannig leið kvöldið, alveg rífandi stemming allt fram til kl. 1. Þá þökkuðum við öllum góða mætingu og frábært ball og að lokum sungu svo allir saman af miklum krafti lagið Eg er kominn heim, til stuðnings karlalandsliðinu okkar í knattspyrnu sem átti að leika við Argentínu á heimsmeistaramótinu daginn eftir. Það var bara eins og þakið lyftist af húsinu og þetta hefur örugglega skilað sér alla leið til strákanna Þarna eru þrír af stofnfélögum Nikkóltnu að rifja upp góðar minningar. Fv. Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Jóhann Elísson og Kristján Olafison jyrsti formaður Nikkólínu því þeir náðu jafntefli í þessum fyrsta leik Islands á heimsmeistaramóti. Svo var sungið áfram við undirleik Halldórs Þórðarsonar dágóða stund, enda miklir söngmenn í salnum. Já það var gaman. Laugardagurinn rann upp bjartur og fagur. Aldrei þessu vant svaf skáldið til tíu, hann sem er vanur að vakna klukkan sjö án klukku, síðustu áratugina. Og Friðrik orti: Glóey björt með geislaval, gyllir himinbauginn. En morgunhaninn með sitt gal, mœtti ekki á hauginn. Menn tóku það rólega framan af, það var spjallað og spilað og margir bjuggust til að horfa á landsleikinn Ísland/Argentína ýmist í vel útbúnum ferðahýsum eða þá með öðrum andlega skyldum á Hvammstanga. Skemmtidagskráin hófst kl. 14 og það var bara ansi vel mætt þrátt íyrir fótbolta. Melkorka bauð gesti velkomna og flutti kveðju frá Sólveigu sem var nýkomin úr bakaðgerð og þurfti að hafa sig hæga. Hún kynnti til leiks Ragnar Inga Aðalsteinsson sem flutti vísnaþátt eins og honum einum er lagið. Minnisstæð er afhenda ein um prest sem var ekki ofarlega á vinsældarlistanum. Kirkjunni Drottinn burtu blés í brœði sinni. Því var presturinn pá ekki inni? Svo var það þegar Káinn, vesturíslenska skáldið, var skammaður fyrir drykkju af konu nokkurri úr kvenfélaginu: Gamli Bakkus gafmér smakka gæðin bestu öl og vín. Honum á égpað aðpakka aðpú ert ekki konan mín. Svo var komið að árlegum þætti Þorvaldar á Bjargi, hann er orðinn ómissandi. Þorvaldur og Valgerður Alda Heiðarsdóttir léku saman á harmonikur tvö lög og svo eitt lag á harmoniku og eitthvað ónefnt hljóðfæri sem Þorvaldur flutti inn og kynnti sjálfur. Svo kom tríó Þorvaldar og flutti 4 lög af nýútkomnum geisladiski hans. Tríóið skipa auk Þorvaldar, Sigurður Ingvi Björnsson á gítar og Sigurður Helgi Oddsson á píanó. Þeir voru frábærir að vanda og fengu dynjandi lófaklapp að launum. Ragnar Ingi sló svo botninn í þessa dagskrá með skemmtilegum lausavísum og ljóðskýringum þar að lútandi. Þá var kominn tími á kaffihlaðborðið árlega, heimagerðum kræsingum af bestu gerð sem freistuðu þar tónleikagesta og knattspyrnu- áhugamanna og gerðu menn veitingunum góð skil. A meðan á borðhaldi stóð var líka veisla fyrir andann því að undir borðum spiluðu Guðmundur Jóhannesson, Sveinn Sigurjóns- son og Friðjón Hallgrímsson. Kaffið og meðlætið rann ljúflega niður og menn gáfu sér góðan tíma til að njóta veitinganna og tónlistarinnar, það gerist ekki betra. Jú leikurinn fór 1:1, alveg frábært! Dansað afmiklum móð, gólfiðþéttskipað 12 Og dansinn dunar, svensk maskerade

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.