Harmonikublaðið - 01.12.2018, Side 25

Harmonikublaðið - 01.12.2018, Side 25
Þekkið þið þessa? í haust stóð yfir í Þjóðminjasafninu í Reykjavík sýning á Ijósmyndum Alfreðs D. Jónssonar ljósmyndara, sem starfaði í Reykjavík á árunum 1931 til 1952. Gestum sýningarinnar gafst kostur á að þekkja fólkið á myndunum og miðla þeim upplýsingum til safnsins á þar til gerðum miðum. Safnið sér síðan um að skrá þessar upplýsingar um myndirnar, sem eru í eigu safnsins. Á meðal myndanna voru þessar fjórar skemmtilegu myndir af harmonikuleikurum, sem síðast þegar ég vissi hafði engum tekist að þekkja. Miðað við fyrri reynslu fangar mig að biðla til áskrifenda blaðsins að skoða þær vel og síðan að senda upplýsingarnar um þessa gleðigjafa til fridjonoggudny@internet.is. Þeim verður síðan komið ril Þjóðminjasafnsins. Einnig má hringja í síma blaðsins 696 6422.

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.