Feykir


Feykir - 18.12.2019, Blaðsíða 16

Feykir - 18.12.2019, Blaðsíða 16
16 48/2019 Í seinni hluta bókarinnar er höf- undur kominn til Vesturheims. Lesandinn fer þar með Sigurði bæ af bæ og kynnist þjóð sem ferð- ast með „treini“ eða „kar“ en ber nöfn eins og Borgfjörð, Dalmann, Suðfjörð og Goodmann. Sjálfur veiðir Sigurður „rabita“ í skóginum en „kattfiska“ í vötnum. Bókin kom upphaflega út frá hendi höfundar í þremur bindum á árunum frá 1913-33. Árið 1957 voru fyrstu tvö bindin endur- prentuð og hafði Freysteinn Gunnarssonar umsjón með út- gáfunni. Sagan öll er nú í fyrsta UMSJÓN Fríða Eyjólfsdóttir sinn prentuð í einni bók en skrif þessi hafa í meira en öld hlotið afburðadóma allt frá því skrifað var í tímaritið Bjarma við frum- útgáfu fyrsta hluta hennar árið 1913: Bók þessi hefur í meira en öld hlotið afburðadóma allt frá því skrifað var í tímaritið Bjarma við frumútgáfu fyrsta hluta hennar árið 1913: Vér höfum lesið hana með ánægju og vonum að það geri fleiri. Feykir grípur hér ofan í sögu Sigurðar þar sem hann fer fótgangandi úr Húnaþingi norður á Hofsós eftir jóla- brennivíni. Nokkru áður hefur þeim sinnast, honum og föður hans og Sigurður yfirgefið bernskuheimilið. Brennvínstúr Sigurðar frá Balaskarði norður í Hofsós Eyrun á mér voru eins og mannshnefar borða um morguninn, og að því búnu kveð ég hjónin með þakklæti, og svo fólkið, fæ svo hjálp til að lyfta á mig bagganum og legg af stað. Nú var ófærðin svo mikil, að ég var alveg hissa, og má geta nærri hvernig mér hefir gengið með byrðina, en það dugði ekki annað en að herða sig, og það reyndi ég. Aldrei var fóthvíld, svo ég varð oft að hvíla mig, en þá var að koma á mig bagganum, það gekk mér illa. Svona hélt ég áfram allan daginn, og alltaf var drífa, en þó hæg, og um kveldið komst ég að Brimnesi og var ég þá alveg uppgefinn; þar baðst ég gistingar og fékk hana, og átti ég þar allgóða nótt. Daginn eftir var bjart veður og mikið frost. Nú legg ég af stað, og les eins og ég var vanur, það gerði ég ætíð; held ég nú áfram slíkt sem af tekur, en þegar ég er kominn yfir austur vötnin, á Eylendið, sem kallað var, þá mæti ég Gísla Brandssyni frá Balaskarði, og ætlar hann norður í Hofsós að sækja til jólanna. Hann segir afleita færð á fjöllunum, og biður mig að bíða eftir sér svo við getum orðið samferða yfir fjöllin, það sé skemmtilegra og betra í alla staði, ég fái að vera á Hellulandi meðan ég biði eftir sér, segist verða svo sem tvo daga. Ég segi að tíminn sé orðinn naumur til að komast heim fyrir jól. Hann segir: „Það er satt, en ég vona að við komumst það samt; en hvað ertu að hugsa að leggja á þig þessa byrði, sem er of mikil fyrir hvern fullorðinn mann?“ „Ég var nú svona vitlaus,“ sagði ég. „Ég hélt þú hefðir oftast vit fyrir þér,“ „En það var ekki núna,“ segi ég. Dimmviðri á aðfangadag Svo lofaði ég að bíða eftir honum, og kvöddumst við svo, og lyfti hann á mig bagganum. Hélt ég svo áfram og komst að Keflavík, þar bjó þá Filipía Hannesdóttir, ekkja með mörg börn, þar bað ég að lofa mér að vera, og var það gert með glöðu geði, þó ekki væri auðlegðin mikil, hún þekkti líka vel foreldra mína, og átti ég þar afbragðs góða nótt. Daginn eftir var gott veður, og þá fór ég að Hellulandi og bað að lofa mér að vera þangað til Gísli kæmi, og var það velkomið, ég reyndi að skemmta fólkinu, því alltaf var ég kátur, hvað sem á gekk. Svo kom Gísli eftir tvo daga, og var hann nóttina, en um morg- uninn var logndrífa og útlit skuggalegt mjög, og þá var farið að tala um, að það væri ekkert vit fyrir mig að fara með þessa byrði lengra, heldur skyldi ég létta á mér með því að skilja eftir kvartilið, ég gæti tekið eitthvað úr því, svo það verður, að ég skil eftir kvartilið með fjórtán pottum í, en fékk Ævisaga Sigurðar Ingjaldssonar (1845–1933) er hetjusaga alþýðumanns þar sem segir frá miklum mannhættum og erfiðleikum til sjós og lands. Þar njóta sín vel tilþrif og frásagnargleði höfundar sem kallaður hefur verið Münchhausen Íslands. Sigurður lýsir hversdagslegum atburðum sinnar tíðar af nákvæmni naívistans sem slær hér einstakan tón fegurðar og tærleika í skrifum sínum. Sigurður frá Balaskraði. MYND: Ævisaga Sigurðar Ingjaldssonar. MYND: Þegar ég kom norður í Skaga- fjörð, þá voru menn búnir að heyra af mér söguna, sumstaðar sem ég kom, og öllum þótti ég hafa verið kjarkmikill, að drífa mig í burtu. Ég kom að Hellulandi og gisti þar, og þar varð ég að segja sögu mína, eins og hún gekk. Nú held ég áfram ferð minni, og út í Hofsós, og kaupi þar kvartilið og á það og á átta potta kútinn og fjórtán pund af sykri. Með 45 kg byrði á bakinu En þegar búið er að afhenda mér þetta, þá segir Óli Havsteen: „Þú ert víst með hest, drengur minn?“ Hann var stilltur og aðgætinn. Ég neita því. „Ætlarðu að bera þetta allt? Svona lítill! Þetta er ekkert vit, þú drepur þig á því í þessari færð.“ Þá segir einhver: „Harðgerðir unglingar láta sig ekki fyrr en þeir detta niður dauðir.“ „Mig langar til að vita hvað byrðin er þung, sem þú ætlar að bera,“ segir Óli, og vigtar hana, og var hún níu fjórðungar [45 kg]. Þá segir hann: „Þetta væri nú ekkert, ef þetta væri mjúkt, en það er eftir því hart, sem það er þungt. Ég sárkenni í brjósti um þig, og ég held að þú komist ekki heim með þetta lifandi, þvílíka leið.“ Þetta var líka það vitlausasta, sem ég hefi nokkurn tíma gert. Svo kveð ég búðarmennina, og Óli lyfti á mig byrðinni, og var þá komin logndrífa, og orðið mjög áliðið dags, og þá fann ég að þessi byrði var mér mikið um megn, en það tjáði nú ekki að tala um það. Ég hugsaði að ég skyldi reyna að komast að Gröf, þar bjó þá Jón ríki, orðinn mjög gamall. Ég bjóst við að eiga þar góða nótt, og vissi líka að hann var vinur föður míns. Ég komst þangað í myrkri, og bað að lofa mér að vera, og fékk ég það; ég bað að læsa pokann minn inni í skemmu og var það gert, og þótti byrðin mikil. Svo var ég látinn fara inn, og sá ég þá Jón gamla og konu hans, bæði mjög gömul, hann var ekki ríkmannlega búinn, og hún ekki heldur, þó var hún betur búin en hann; hann hafði á höfðinu röndóttan skotthúfugarm og var í ákafa að spinna band á rokk. Ég heilsa þeim báðum kurteislega, og tóku þau því glaðlega, og spyr karl mig að heiti og hvers son ég sé, ég segi honum það allt greinilega, og sýndist mér þá glaðna yfir honum, og segir: „Ég og faðir þinn vorum góðir vinir, og það er mikilhæfur maður, hann faðir þinn.“ Stendur nú gamla konan upp til að sækja mér mat, og var hann bæði góður og mikill. Ég átti þar bestu nótt, og var karl allt kveldið að tala við mig og spyrja mig að vestan, helst um efnahag og ástæður föður míns. Ég er nú svona vitlaus! Um morguninn þegar ég kom út, leist mér ekki á, því það var sama veður, logndrífa, og var því kominn mjög mikill snjór og leit út fyrir að gera mundi enn meiri snjó. Ég fékk að Frásögn Sigurðar frá Balaskarði

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.