Feykir


Feykir - 18.12.2019, Blaðsíða 25

Feykir - 18.12.2019, Blaðsíða 25
48/2019 25 Halla Signý Kristjánsdóttir hefur agaðan lífstíl að leiðarljósi og er heiðarleg gagnvart atvinnu og fjár- málum. Hún setur hluti fram á skýran og hnitmiðaðan hátt og leiðréttir misskilning eins fljótt og auðið er. Ákvarðanataka vefst ekki fyrir henni og ekki óttast Halla ný viðfangsefni þó ekki sé ljóst hvernig best sé að nálgast þau í fyrstu. Halla mætti stundum brýna hjá sér þolgæði og seiglu og klára hluti sem hefur verið byrjað á en vilja stundum sitja á hakanum. Þú finnur fyrir hægfara en öruggum framförum á flestum sviðum og persónuleg sam- skipti ganga vel. Þú ert umlukin ást og kærleika. Sigurður Páll Jónsson getur verið af- kastamikill, hugrakkur og áræðinn ef sá gállinn er á honum. Hindrunum er rutt úr vegi með ákveðnum hætti og andstæðingar eiga erfitt uppdráttar. Leiðtogahæfileikar Sigurðar eru miklir og þeim beitt af þekkingu, innsæi og andagift. Sigurður mætti samt forðast óþarfa tortryggni og taugaveiklun sem oft getur leitt til órökréttra ákvarðana og óþarfa orkueyðslu. Gefðu eðlishvötinni lausan taum- inn, vertu hugrakkur og láttu ekki hindranir stöðva þig. Leitaðu inn á við og notfærðu kraftinn sem býr innra með þér til framkvæmda. Beittu þér á pólitíska sviðinu með þínu næma innsæi til að láta í ljós vilja þinn og skoðanir þjóðfélaginu til heilla. Haraldur Benediktsson hefur lengi notið velgengni í sínum störfum, er heppinn og tekur yfirleitt skynsamlega á þeirri áhættu sem hann stendur frammi fyrir. Styrkur, þrautseigja og þolinmæði er hans helsti styrkur sem kemur sér vel þegar ráðist er í stór verkefni. Haraldur ætti að hafa augun opin fyrir farsælum tækifærum á árinu en jafnframt að passa sig á öðrum sem gætu skapað óþarfa áhættu og því þarf að sýna fyrirhyggju. Annað gæti orðið dýkeypt. Gættu þín á græðgi, öfund, rógburði, óhófi og óreiðu, bæði í eigin ranni eða hjá þeim sem þú átt í samskiptum við. Forðastu mútur og vafasamar gjafir! Þjóðarhagur Þrátt fyrir bölmóð á samfélagsmiðlum standa Íslendingar með báða fætur á jörðinni og þjóðin nýtur trúnaðar- trausts heimsins. Vel gengur í uppeldi barna okkar þó hægt sé að finna ýmsar brotalamir á öllum sviðum. Dvínandi lesskilningur barna gæti verið vís- bending um ákveðnar breytingar sem munu eiga sér stað í framtíðinni. Gamli tíminn, með strangar reglur málfræð- innar og orðaforða þeirra sem komnir eru yfir miðjan aldur, er á undanhaldi og nýr tími með auðveldari orð og styttri texta tekur við og allir sáttir sem það lifa. Íslendingar ættu að rækta jákvæða hugsun en of oft er púkinn á fjós- bitanum nærður á neikvæðni og ill- kvittni, sérstaklega á samfélagsmiðl- um. Vertu börnum þessa lands góð fyrirmynd og skrifaðu aldrei neitt á netið sem þú getur ekki staðið við eða sagt andspænis viðmælandanum. Enn eitt hneykslismálið kemur upp hjá stóru fyrirtæki og vilja menn tengja það Sjálfstæðisflokknum þó það sé í raun ansi langsótt. Stjórnendur sýna gamalkunna takta og mæta örlögum sínum af æðruleysi og fullkominni lítilsvirðingu við sannleikann. Hagur landans verður góður á komandi ári og alltaf eru fleiri og fleiri sem hafa það betra. En gleymum ekki að það er fólk á meðal okkar sem hefur það skítt og því þarf að rétta hjálpar- hönd. Þurfandi fólki fækkar ekki á Íslandi á árinu og megum við ekki bregðast því. Uppskera verður til fyrirmyndar og aflabrestur enginn líkt og fyrra ár. Útflutningur blómstrar og verðbólgan lág. Ferðamenn halda áfram að heims- ækja landið og verða sem fyrr ein af undirstöðum hagsældar landsins. Formenn flokkanna Mikið hefur verið rætt um einhverjir efast um hvort allir formenn stjórnar- flokkanna sitji út kjörtímabilið. Seið- skratti okkar segir breytingar verða en ekki eins miklar og sumir hafa spáð og aðrir vonist til. Mikið mæðir á Katrínu Jakobsdóttur sem heldur ríkisstjórninni saman og tekst iðulega að sætta ólík sjónarmið flokkanna sem stjórnina mynda. Margir hafa bent á að hún þurfi ekki einungis að eiga við andstæðinga heldur sína eigin flokksmenn. Það sýndi útganga Andrésar Inga Jónssonar fyrir stuttu og má búast við því að kollegi hans Rósa Björk Brynjólfsdóttir geri hið sama. Þrátt fyrir mikla gagnrýni og andstöðu úr eigin flokki mun Katrín halda um stjórnartaumana áfram og það með sóma enda er enginn vegur grýttur alla leið. Bjarni Benediktsson hefur líkt og Katrín mætt óvild úr eigin röðum og þá sérstaklega eldri Sjálfstæðismanna. Þar hafa þungavigtarmenn verið fremstir í flokki eins og Davíð Oddsson og Styrmir Gunnarsson svo einhverjir séu nefndir. Seiðskrattinn er dulur á svip er hann tjáir blaðamanni að líklega stígi hann til hliðar úr formannsstólnum. „Það mætti segja að hann stígi hliðar saman hliðar þar sem hann fer langt frá stjórnmálunum og tekur sér langþráð frí. Hann er búinn að fá nóg!“ Við keflinu tekur kona, ekki þó nein af þeim sem nú sitja í ríkisstjórn. Hart verður sótt að Sigurði Inga Jóhannssyni að fara að fordæmi Bjarna og hleypa konu í formannsstólinn hjá Framsóknarflokknum. Þar skín stjarna Lilju Alfreðsdóttur skært en óvíst er að þessi umskipti eigi sér stað á árinu 2020. „En þetta mun gerast!“ segir seiðskratti ákveðinn. „Örlögin eru þegar farin að undirbúa þessa breyt- ingu.“ Fyrst farið er að spá í hverjir munu væntanlega hætta er freistandi að spyrja um örlög sjávarútvegsráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, sem margir hafa bent á að sé vanhæfur vegna tengsla sinna við sjávarútvegsfyrirtækið Samherja sem nú sætir rannsókn á frægu mútumáli í Namibíu. „Nei, hann mun ekki segja af sér. Hann er eins og kletturinn í hafinu sem brimið brýtur á. Ekki verður hægt að bendla hann við hina meintu spillingu sem verið er að rannsaka og ekki eru íslenskir stjórn- málamenn vanir að segja af sér þó óþægileg mál komi upp og verði þeim og þeirra flokki til trafala. Frekar er aldan stigin þangað til óveðrinu slotar.“ Íþróttir Íslendingar halda áfram að gera það gott í íþróttum en því miður kemst karlalandsliðið í fótbolta ekki á Evrópumótið eins og stefnt var að þó að litlu megi muna. Annað verður uppi á teningnum hjá stelpunum sem fara á EM 2021. Kvennalið Tindastóls í körfunni stendur sig einkar vel og gerir góða atlögu að deild hinna bestu. Það dugar þó ekki til að færa sig upp um deild að þessu sinni en það er í kortunum. Á næstu árum mega aðdáendur Tinda- stóls vænta þess að eiga tvö lið í efstu deild. Karlalið Tindastóls heldur áfram að vera í toppbaráttu Dominos deildar í körfubolta. Þeir náðu ekki að verja bikarmeistaratitilinn í ár og ná ekki að fanga hanna á þessu tímabili þrátt fyrir að ná að klára Þórsara í átta liða úrslitunum í janúar. Betur mun ganga í deildinni en því miður ná þeir ekki að verða deildar- meistarar þessa tímabils því seið- skrattinn pírir augun og segir með bros á vör: „Mér sýnist að þeir komist í úrslitaleikinn og það kæmi mér ekki á óvart að titillinn verði þeirra.“ Þá höfum við það. Þegar öllu er á botninn hvolft segir seiðskratti að árið 2020 verði að megninu til gott og hagsælt en vill beina því til lesenda Feykis að hver sé sinnar gæfu smiður. „Góð er ára landsins og hvet ég alla til þess að finna kraftinn sem í henni býr og nota sér og sínum til heilla,“ segir seiðskratti sem í lokin óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á ári komandi. Heyskapur verður góður og sóldýrkendur fá gott sumar. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, og þingflokksformaðurinn, Birgir Ármannsson.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.