Feykir


Feykir - 18.12.2019, Blaðsíða 8

Feykir - 18.12.2019, Blaðsíða 8
8 48/2019 Andlega nærandi viðburðir á aðventu Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi Síðastliðinn sunnudag, þann 15. desember, voru haldnir Stofutónleikar í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Í þetta sinn voru það hjónin Hugrún Sif Hallgrímsdóttir og Jón Ólafur Sigurjónsson sem báru hitann og þungann af tónleikunum en þeim til aðstoðar voru hjónin Sigríður Stefánsdóttir og Halldór Ólafsson. Efnisskráin var fjölbreytt og seinni hluti hennar með jólalegu ívafi. Tónleikarnir voru sérstaklega vel sóttir og skapaðist náinn samhljómur milli flytjenda og gesta sem er einmitt einkenni góðra stofutónleika. Í upphafs og lokaorðum Elínar safnstjóra kom fram m.a. að það væri með Stofu- tónelikana eins og Sumarsýn- ingarnar að þeir væru ólíkir á milli ára. Einnig að oft á tíðum hafi þjóðþekkt fólk stigið á stokk í safninu en ekki væri síður ánægjulegt að fá heima- fólk sem væri í raun ríkidæmi í héraði Þess skal getið að Uppbygg- ingarsjóður styrkti Stofutón- leikana en án þess stuðnings væri safninu vart gerlegt að standa fyrir þeirri nýbreytni og frumkvæði í menningarlífi héraðsins og jafnframt þjóna þeim markmiðum að vera lifandi og fjölþætt menningar- stofnun. Laugardaginn 7. desember fór fram viðburðurinn Upp- lestur á aðventu í Heimilis- iðnaðarsafninu. Þetta er árlegur viðburður þar sem kynntar eru og lesið upp úr nýútkomnum bókum. Sr. Sigurður Ægisson kynnti og las upp úr bók sinn Gústi – alþýðuhetjan, fiski- maðurinn og kristniboðinn. Þetta er ævisaga Gústa sem gjarnan var kallaður „guðs- maður“. Þá kynnti Sigurður Péturs- son, fyrrum dýralæknir, og las upp úr bók sinni Innbrotið sem er sjálfstætt framhald af bókinni Út í nóttina sem kom út í fyrra. Sigurjón Guðmundsson, TEXTI & MYNDIR Elín S. Sigurðardóttir einn af lestrarvinum safnsins, las upp úr bókinni Kindasög- ur. Höfundar eru Aðalsteinn Eyþórsson og Guðjón Ragnar Jónasson. Í bókinni eru rifj- aðar upp sögur af íslenskum kindum og ýmsum afrekum þeirra. Þá las Kolbrún Zophonías- dóttir sem einnig er lestrar- vinur safnsins upp úr bókinni Uppskriftir stríðsáranna eftir Önnu Dóru Antonsdóttur og meðhöfundur hennar er Krist- rún Guðmundsdóttir. Um er að ræða mjög svo sérstaka uppskriftarbók sem byggir á handskrifuðum matreiðslu- bókum systranna Sigurlaugar, móður Önnu Dóru, og Guð- bjargar Sveinsdætra frá Tjörn á Skaga en þær stunduðu báðar nám við Kvennaskólann á Blönduósi á stríðsárunum. Góður rómur var gerður að kynningu og upplestri sem var í senn áhugaverður og skemmtilegur enda um afar ólíkar bækur að ræða. Í lok beggja þessara viðburða var gestum boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur og áttu þeir notalega samverustund í kaffirými safnsins í vetrarhúminu hér á Blöndubökkum. Ástrós, Halldór og Sigga, (Ástrós Elísdóttir var kölluð til liðs í lokalaginu). Stofutónleikar. Frá vinstri, Halldór, Sigga, Hugrún og Jonni. Upplestur á aðventu - hluti hlustenda. Hugrún og Jonni. Upplestur á aðventu, frá vinstri: Sigurður Pétursson, Kolbrún Zophoníasdóttir, Sigur- jón Guðmundsson og Sr. Sigurður Ægisson.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.