Feykir


Feykir - 18.12.2019, Blaðsíða 22

Feykir - 18.12.2019, Blaðsíða 22
22 48/2019 Hvernig er eggið best? Spælt með stökkum brúnum. Ég þoli ekki eggjahræru (ekki að það hafi verið spurt um það). Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Ég er mjög óþolinmóð og óhandlagin sem fer illa saman. Enda get ég aldrei hengt neitt upp eða lagað á heimilinu nema eyðileggja eitthvað í leiðinni. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Níska, ókurteisi og óheiðarleiki. Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Þetta reddast. Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Chris Martin og ég væri vonandi í miðju tónleikaferðalagi. Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Þetta er galið. Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í drauma- kvöldverð? Ég sakna systra minna mjög mikið þar sem við búum langt í burtu frá hver annarri svo þær fengju boðið. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Úps. Framlenging: Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... til Nýja Sjálands. Á marga góða vini þar sem væri gaman að sækja heim. Hvernig nemandi varstu? Stressaður. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Ég söng í fermingunni sem gekk hálf illa af því að oblátan festist í hálsinum á mér, sat þar föst. Hef átt betri daga. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Tón- listarmaður. Hvert var uppáhalds leik- fangið þitt þegar þú varst krakki? Man það ekki – var alltaf úti að leika mér. Besti ilmurinn? Nýþvegið hár og heimalöguð marinarasósa frá grunni (ekki á sama tíma). Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Mjög líklega Gullbylgjuna. Hvernig slakarðu á? Fer í göngutúr með voffann minn og svo sjóðheita sturtu eftir á. Besta bíómyndin? Gladiator einhverra hluta vegna. Tón- listin virkilega góð. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Ég bý ein þannig ég geri allt best þangað til stóra systir mín kemur í heimsókn og sýnir mér hvernig á að gera hlutina. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Sósur í öllum birtingarmyndum. Hættulegasta helgarnamm- ið? Kók og súkkulaði. NAFN: Alexandra Jóhannesdóttir. ÁRGANGUR: 1988. FJÖLSKYLDUHAGIR: Einhleyp. BÚSETA: Sveitarfélagið Skagaströnd. STARF / NÁM: Sveitarstjóri á Skagaströnd / Lögfræðingur. HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Allt of margt. ( RABB-A-BABB ) oli@feykir.is Alexandra 8 Húnavatnshreppur óskar íbúum sínum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og heilla á nýju ári Húnavatnshreppur 132 01 8 MUNUM HÁTTATÍMA KERTA UM HÁTÍÐARNAR VÍS óskar landsmönnum öllum slysalausrar hátíðar ljóss og friðar. HELGIHALD UM JÓL OG ÁRAMÓT 2018 Í MIKLABÆJAR- OG MÆLIFELLSPRESTAKALLI. 2. desember: - Aðventuhátíð prestakallsins í Miklabæjarkirkju kl. 15. Jón Sigurðsson á Stóru – Ökrum segir frá myndum Huldu Ásgrímsdóttur á altaristöflu kirkjunnar. Kirkjukórinn syngur jólalög. Börnin syngja. Aðventukaffi í Héðinsminni er í boði Hofsstaðasóknar og Flugumýrarsóknar. 16. desember: - Sunnudagaskóli á Löngumýri kl. 11.30. 24. desember, aðfangadagur jóla: - Messa í Miklabæjarkirkju kl. 23. 25. desember, jóladagur: - Messa í Goðdalakirkju kl. 13. 25. desember, jóladagur: - Messa í Silfrastaðakirkju kl. 16. 26. desember, annar dagur jóla: - Messa í Hofsstaðakirkju kl. 14. 26. desember, annar dagur jóla: - Messa í Flugumýrarkirkju kl. 16. 31. desember, gamlársdagur: - Messa í Mælifellskirkju kl. 14. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki óskar íbúum Norðurlands vestra, nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á ári komandi Innritun í dagskóla fyrir vorönn 2019 stendur yfir og lýkur 30. nóvember. Innritun í fjarnám lýkur 7. janúar. Sótt er um á heimasíðu skólans www.fnv.is. Hagstæð heimavist í boði Nánari upplýsingar á heimasíðu skólans: www.fnv.is og á skrifstofu í síma 455 8000. FJÖLBRAUTASKÓLI NORÐURLAND VESTRA Á SAUÐÁRKRÓKI Nánari upplýsingar á www.fnv.is eða í síma 455 8000 Gleðileg jól Sólgarðar í Fljótum Miðsvæðis milli Hofsóss og Siglufjarðar Gisting - kaffihús - ferðir með leiðsögn - handverk - Kaffi húsið verður opið öðru hvoru í vetur (sjá Facebook) Einnig opið í gistingu fyrir hópa í vetur Hagstæður möguleiki fyrir hvers konar hópa. Starfsmannahópar - veisluhöld - fjölskyldu- og ættarmót - hestaferðir - gönguhópar - skíðafólk - kórar - kl bbar Frábær aðstaða fyrir allt að 50 manna hópa. Gisting í 20 uppbúnum rúmum eða svefnpoka-plá sum og góð elduna aðstaða. Hvetjum hópa sem vilja bóka allt húsið í sumar til að hafa samband fyrir 1. febrúar. Facebook: Sólgarðar í Fljótum s. 867-3164 gagnvegur@gmail.com Olli og mamma. AÐSEND MYND

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.