Feykir


Feykir - 18.12.2019, Blaðsíða 10

Feykir - 18.12.2019, Blaðsíða 10
10 48/2019 Fastur kjarni er rúmlega 30 manns og skiptist kórinn í tvennt við hefðbundnar messur þar sem Víðimýrarhlutinn syngur við sína kirkju en hinir á Reynistað og í Glaumbæ. Saman eru svo kórarnir við allar afhafnir á Löngumýri. Þessi samheldni hópur á að baki allnokkrar utanlandsferðir, þá síðustu mjög svo eftirminnilega til Kanada 2012 svo nú þótti kominn tími til að bregða sér aftur út fyrir landsteinana. Séra Gísli í Glaum- bæ stundaði nám í Edinborg í byrjun prestskapar og hefur haldið þar góðum tengslum síðan. Hann var því sjálfkjörinn að útvega okkur stað til að syngja á og sjá um fararstjórn ásamt TEXTI & MYNDIR Gunnar Rögnvaldsson Evelyn á Lýtingsstöðum sem auðvitað er svo atvinnumaður í skipulagningu ferða svo hún tók að sér að finna hagstæðan ferðamáta og gistingu. Þetta var um sumarmálin síðustu og á fáum dögum var búið að ganga frá öllu og fimmtíu manns komnir á lista, eða sá hópur sem mætti á völlinn Kirkjukór Glaumbæjarprestakalls í söngferð til Skotlands Svangar ferðatöskur en tilhlökkunarglampi í augum 14. nóvember með svangar ferðatöskur en tilhlökkunar- glampa í augum. Það er hentugt að fara til Skotlands, veðurfar líkt og heima og enginn tímamunur að vetrinum. Eftir stuttan akstur frá Glasgow fengum við inni á ágætu hóteli í miðborginni og hinir fyrstu komnir í kaupaham upp úr hádegi á fimmtudegi með alla helgina framundan. Edinborg er falleg og aðgengileg borg með kastalann fræga við endann á götunni The Royal Mile þar sem hann gnæfir yfir dalnum sem skiptir borginni í gamla og nýja hlutann. Samhliða dalnum ligg- ur svo Prinsess Street sem er aðal verslunargatan og þar var nokkuð tryggt að rekast á Íslendinga þessa helgi og ekki bara úr okkar hópi því borgin var full af ferðafólki. Bar m.a. til að þessa dagana opnaði hinn árlegi jólamarkaður sem stað- settur er í dalnum og dregur til sín fjölmenni ár hvert með tívolí, Þessir kunna til verka, organistarnir Stefán Gíslason og Graham. Um miðjan nóvember tóku félagar í kirkjukór Glaumbæjarprestakalls ásamt mökum sér ferð á hendur til höfuðstaðar nágranna okkar í Skotlandi, hinnar vinalegu Edinborgar sem margir Íslendingar þekkja. Kórinn, sem skipaður er söngfólki úr Víðimýrar-, Reynistaðar- og Glaumbæjarsóknum og stjórnað af Stefáni Gíslasyni, æfir alla jafna reglulega frá veturnóttum til jóla og eftir þörfum þess utan nema einhver stórvirki séu í undirbúningi s.s. plötuútgáfa eða sérstakar athafnir. Gengið til messu. Kórinn gerir sig kláran.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.