Feykir


Feykir - 18.12.2019, Blaðsíða 6

Feykir - 18.12.2019, Blaðsíða 6
6 48/2019 Ótraustir innviðir og orka AÐSENT : Guðjón S. Brjánsson skrifar Landsmenn allir hafa á nýliðnum dögum upplifað fátíðar afleiðingar vetrarveðurs. Óveðrið hefur opinberað gríðarlega veikleika í grunn innviðum landsins. Þúsundir íbúa hafa verið án án rafmagns og fjarskiptasam- band verið í lamasessi og er ekki að fullu komið í eðlilegt horf enn þegar þetta er ritað. Yfir 800 björgunarsveitarmenn hafa sinnt um 1000 útköllum vítt og breitt um landið og sem fyrr staðið vaktina með miklum sóma, hafa unnið gott starf sem gerir hvern Íslending stoltan. Rafmagnsleysið og slitrótt fjarskipti hafa gífurleg áhrif á öryggi og líf fólks. Það er óásættanlegt að fólk og fyrirtæki þurfi að búa við slík skilyrði. Það er grundvallaratriði að raforkuöryggi sé tryggt bæði í þéttbýli og dreifbýli. Í því felst að stjórnvöld í fyrsta lagi tryggi að fjármunum sé varið í uppbyggingu raforkukerf is ins og að fjármunum fengnum, þá sé í öðru lagi greiðlega og hindrunarlaust hægt að vinna að úrbótum á flutningskerfi raf- orku og tryggja, a.m.k. að því leyti, öryggi fólks um landið allt. Á þessu hefur verið mikill misbrestur. Eftir þá reynslu sem við erum enn að vinna úr virðist harla ljóst að endurskoða þurfi landsskipulag það sem snýr að viðhaldi innviða og uppbyggingu þeirra. Þetta á við um flutningskerfi raforku, fjarskiptin, vegi, hafnir og flugvelli svo eitthvað sé nefnt. Þetta er sameiginlegt verkefni okkar allra sem við eigum að nálgast yfirvegað og af þeirri alvöru sem tilefnið sannarlega gefur. Við þurfum að yfirfara ýmsa þá lagaþætti sem snúa að umhverfisvernd, skipulagi og úrskurðamálum, gera úr- vinnsluna markvissari og horfa hiklaust til þjóðaröryggis í því sambandi, til almannahags- muna og hlutskiptis íbúa lands- byggðar sérstaklega. Mikilvægt er að árétta að með þessu er ekki sneitt að núverandi umhverfis- og skipulagsákvæðum eða verndarsjónarmiðum. Vistvæn- ar aðgerðir og sjálfbærni á og þarf að vera stöðugt leiðarljós en við höfum ekki haldið vöku okkar og breytinga er þörf. Innviðir, hvort sem átt er við raforku, menntakerfi, sam- göngur eða heilbrigðisþjónustu, eiga að vera með þeim hætti að sem minnstu máli skipti hvar fólk kýs að búa. Það hefur ekkert skort á loforð og fyrirheit en niðurstaðan er enn sem fyrr; íbúum á landsbyggðinni er haldið í stöðugri óvissu með hver staðan verði til framtíðar. Það er samdóma álit þing- flokks Samfylkingarinnar að það skuli vera forgangsverkefni stjórnvalda að jafna búsetu- skilyrði og stuðla að velferð og öryggi fólks um allt land. Ég leyfi mér einnig sem almennur borgari að koma hér í lokin á framfæri þökk- um til viðbragðsaðila, björg- unarsveitarfólks, heilbrigðis- starfsmanna, hjálparsamtaka og allra þeirra sem lagt hafa hönd á plóg marga undanfarna sólar- hringa og eru jafnvel enn að störfum á landssvæðum sem illa urðu úti, með ósk um gleðilega jólahátíð, Guðjón S. Brjánsson alþingismaður NV kjördæmis Sérfræðikomur í janúar 2020 www.hsn.is 16.–17. JANÚAR Orri Ingþórsson kvensjúkdómalæknir 20.–21. JANÚAR Sigurður Albertsson alm. skurðlæknir Tímapantanir í síma 432 4200

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.