Feykir - 18.12.2019, Blaðsíða 5
48/2019 5
Óboðleg staða
Gagnrýna fyrirhyggjuleysi
Sveitarstjórn Húnaþings
vestra kom saman þann 12.
desember, og fór yfir atburði
síðustu sólarhringanna þar á
undan. Ljóst var talið að allir
helstu opinberu innviðir
samfélagsins hafi brugðust í
því veðuráhlaupi sem gekk
yfir. Í sama streng tóku
sveitarstjórnir Sveitarfél-
agsins Skagafjarðar og
Húnavatnshrepps.
„Það er algerlega óviðun-
andi að grunnstofnanir sam-
félagsins, RARIK, Landsnet og
fjarskiptafyrirtækin, hafi ekki
verið betur undirbúin og mönnuð á
svæðinu en raun ber vitni. Aftur á móti
voru Björgunarsveitirnar og Rauði
krossinn, sem rekin eru í sjálfboðavinnu,
vel undirbúin og komin með tæki og
fólk á staðinn áður en veðrið skall á,“
segir í bókun sveitarstjórnar Húnaþings
vestra en einnig er talið að óásættanlegt
sé að tengivirkið í Hrútatungu hafi verið
ómannað þrátt fyrir yfirlýsingar Lands-
nets um annað. Sveitarstjórn Húnaþings
vestra gerir þá grundvallarkröfu að á
svæðinu sé mannafli sem getur brugðist
við með skömmum fyrirvara.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skaga-
fjarðar kom saman þann 12. desember
og sagði í bókun sinni að það væri
óviðunandi á árinu 2019 að í kjölfar
óveðurs skuli tugþúsundir manna verða
innlyksa án rafmagns og hita sólar-
hringum saman, auk þess að njóta
bágborinna fjarskipta og upplýsinga um
hvað endurbótum og lagfæringum liði.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skaga-
fjarðar skorar á stjórnvöld að fara
rækilega ofan í atburði liðinna daga og
byggja upp nauðsynlegar áætlanir við
hamförum sem þessum. „Jafnframt er
mikilvægt að ráðast þurfi í við- og
endurbætur á Sauðárkrókshöfn svo
Gleðileg jól
og farsælt komandi ár
IÐNSVEINAFÉLAG SKAGAFJARÐAR
Sögusetur íslenska hestsins ses | Hólum í Hjaltadal | www.sogusetur.is
Gleðileg jól
Sögusetur íslenska hestsins óskar landsmönnum
gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
152 01 8
Skagfirðingar, Húnvetningar
og aðrir nærsveitamenn
Við óskum ykkur gleðilegra jóla og
farsældar á komandi ári.
Þökkum viðskiptin á árinu.
Skoðunarstöðvar okkar eru á Blönduósi,
Hvammstanga, Sauðárkróki og Siglufirði.
Minnum á tímapantanir.
Nánari upplýsingar eru á heimasíðu
Frumherja www.frumherji.is
s: 570-9090 eða 570-9000
Gleðileg jól
og farsælt
komandi ár
Þökkum
viðskiptin á
árinu
Jólakveðja
VINNUSTAÐASKÍRTEINI
Grétar Þór Þorsteinsson
Starfsmaður
kt. 300583 4749
Gilstúni 30, 550 Sauðárkrókur
Kt. 600106 - 2280
Borgarteigur 10, 55 Sauðárkrókur
Sjóvá
sjova.is
440 2000
Gleðilega hátíð
Við óskum landsmönnum öllum gleðilegrar
hátíðar og farsældar á komandi ári. Þökkum
viðskiptin á árinu sem er að líða.
Jólamarkaður
í Árgarði 2. desember.
Alls konar dýrindis varningur og
handverk til sölu, kaffi og
vöfflur með rjóma á 1000 kr.
Frítt fyrir 12 ára og yngri.
Opið frá kl. 14 - 17.
Höfum gaman saman.
Kvenfélag Lýtingsstaðahrepps
Guðbjörg tekur við
pöntunum á borðum
eftir kl. 16:00 á daginn
í síma 8677280
EFTIRMINNILEGASTA JÓLAGJÖFIN
Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir Hólum í Hjaltadal
Dóttirin er eftirminni-
legasta jólagjöfin
Ég get auðvitað ekki sagt annað en
að dóttir mín, hún Anna Guðrún,
sé eftirminnilegasta jólagjöfin en
hún fæddist um hálf þrjúleytið á
aðfangadag fyrir rétt að verða 22
árum síðan
Þó það sé ekki langt um liðið hafa
tímarnir breyst ansi mikið. Fyrir náð
og miskunn fékk ég að fara heim á
þriðja degi jóla en í dag hefði sennilega
eitthvað annað verið uppi á teningnum.
Ef ég ætti hins vegar að nefna veraldlega gjöf myndi ég segja að fyrsta Bubbaplatan
sem ég fékk í jólagjöf frá foreldrum mínum árið 1986 hafi verið eftirminnilegasta gjöfin
en Bubbi hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér frá því ég man eftir mér.
Ingunn Reynisdóttir, dýralæknir í
Húnavatnssýslu, sagðist í viðtali við RÚV
telja að tugir hrossa hefðu drepist vegna
óveðursins sem reið yfir í síðustu viku og
líklega væru yfir hundrað týnd.
Hún segir fjölda hrossa hafa drepist.
„Já, því miður. Þetta eru, ef ég skýt laust á
það núna, þá eru þetta einhverjir tugir sem
eru dauðir. Yfir hundrað hross í Austur-
sýslunni, segja mér björgunarsveitarmenn,
eru óvís, ekki fundin ennþá. Þetta er á
tugum bæja sem hross hafa grafist í fönn
og svona eitt til sex dauð,“ sagði Ingunn á
Morgunvaktinni á Rás 1 í gærmorgun og
sagt er frá á Ruv.is. Hún sagði mörg hross
örmagna og hefðu ekki getu til að sinna
líkamlegum þörfum sínum eins og kasta
af sér þvagi eða koma frá sér taði. /PF
Hross drápust í óveðrinu
Dýralæknir telur tugi hrossa hafa drepist
Miklar skemmdir urðu á dreifikerfi Landsnets í óveðrinu sem
geisaði í síðustu viku. MYND: RÓSBERG OTTÓSSON
höfnin geti staðið áhlaup sem þessi. Þá
er nauðsynlegt að ráðast án tafar í
stórfellt átak uppbyggingar raforku- og
fjarskiptainnviða á Norðurlandi og í
fleiri landshlutum sem nái til allra
sveita og bæja landsins. Það ástand sem
enn varir í mörgum byggðarlögum
landsins er óboðlegt með öllu,“ segir
m.a. í bókuninni.
Þá kom sveitarstjórn Húnavatns-
hrepps saman þann 13. desember og
sagði ástandið með öllu óboðlegt og
lýsti yfir miklum áhyggjum af þeirri
stöðu sem upp kom í Húnavatnssýslum
og víðar á landinu í óveðrinu. „Ekki er
boðlegt að stefna hundruðum manna
út í mannskaðaveður, með tilheyrandi
hættu, til að ráðast í lagfæringar á
innviðum sem hefði þegar átt að vera
búið að byggja upp með því öryggi sem
tilheyrir. Skorar sveitarstjórn á stjórn-
völd að fara rækilega ofan í atburði
liðinna daga. Þá sé nauðsynlegt að
ráðast tafarlaust í stórfellt átak til
uppbyggingar raforku- og fjarskipta-
innviða í Húnavatnssýslum og í fleiri
landshlutum sem nái til allra sveita og
bæja landsins. Það ástand sem enn vari
í mörgum byggðalögum landsins sé
óboðlegt með öllu.“ /PF