Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2009, Blaðsíða 11

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2009, Blaðsíða 11
117. JÚNÍ 2009 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Hvalveiðiskipin eru engir unglingar lengur. Í raun eru þau þjóðargersemi. Skipin voru smíðuð í Noregi, nánar tiltekið í skipasmíðastöðinni í Trönsberg. Hvalur 8, sem tekinn var í slipp í vor eftir 21 ár við bryggju, er næst yngstur, smíðaður árið 1948. Hann er því 61 árs gamall. Skipið er búið 1800 hestafla gufuvél. Hvalur 9 er yngstur, smíðaður 1952. Hann er með 1900 hestafla gufuvél og fór til veiða 2006 eftir að hafa legið óhreyfður við bryggju í 17 ár. Hin hvalveiðiskipin tvö, Hvalur 6 og Hvalur 7, sem sökkt var á sínum tíma af félagsmönnum Paul Watson, eru elstir. Hvalur 6 er elstur, smíðaður við lok síðari heimsstyrjaldarinnar árið 1945 og Hvalur 7 er frá 1946. Hægt að gera við 6 og 7 Enda þótt ólíklegt sé að Hvalur 6 og 7 fari á sjó framar er vel gerlegt að gera við þau að sögn Kristjáns Loftssonar. „Gufuvélar skipanna eru í góðu lagi en til að koma þeim í stand þyrfti að skipta um allar innréttingar og raflagnir, sem eyðilögðust í söltum sjónum,“ segir Kristján. Hrefnuspjót Skerið kjötið í gúllasbita (ekki of stóra). Setjið í skál og hellið Cajp’s grillolíu (þessi í áttstrendu flöskunum) yfir og látið marinerast yfir nótt eða frá morgni til kvölds. Leggið grillpinna í bleyti í ca 2 klst. Rúllið upp baconlengjum. Skerið papriku, rauðlauk eða sveppi í fremur grófa bita. Þessu er síðan þrætt upp á grillpinnana til skiptis. Kjöt + paprika + bacon + kjöt + rauðlaukur + kjöt o.s.frv. Þetta er svo grillað á útigrilli. Passið að grilla ekki of lengi því þannig þornar kjötið. Borið fram með kartöflum, grilluðum eða soðnum eftir smekk, grænum baunum, hrásalati eða annað sem fólk þykir gott. Piparsósa úr pakka er góð með. Hrefnusteik Skerið kjötið í 1 - 1.5 cm þykkar sneiðar. Penslið með BBQ sósu og grillið í ca 3-4 mín á hvorri hlið (á vel heitu grilli). Borið fram með léttsoðnu fersku grænmeti, kartöflum og grænpiparsósu. Pönnusteik Skerið kjötið í 1 cm þykkar sneiðar. Veltið sneiðunum upp úr pískuðu eggi og uxahalasúpudufti (fæst frá Erin). Steikið kjötið í ca 3 mín á hvorri hlið og hellið rjóma yfir og látið liggja í rjómanum í smá stund. Hrefnuforréttur Fljótlegur skyndibiti sem er ótrúlega góður. Mikið notaði í Japan. Skerið hrefnukjötið niður í örþunnar og litlar sneiðar. Dæmi: 5x5 cm sneiðar sem eru 3-5 millimetrar á þykkt. Veltið sneiðunum upp úr sojasósu og borðið hrátt. SJÓMANNADAGURINN 2009 hedinn. is tvær milljónir tonna (mt) af fiskmeti. Talið var að hrefnan innbyrti um 2 mt alls og þar af væri um helmingur fiskur. Takmörkuð fæðugögn bentu til að árlegt loðnuát hrefnunnar gæti numið um 600 þúsund tonnum og þorskátið um 60 þúsund tonnum. Það er mat vísindamanna að óheftur vöxtur hvalastofnanna gæti til lengri tíma litið haft mikil áhrif á vöxt og viðgang þorskstofnsins og skynsamlegt sé að nýta þá á sjálfbæran hátt með því að halda þeim í um 60-70 prósentum af hámarksstærð. Hafrannsóknastofnunin hefur á undanförnum árum talið óhætt að veiða árlega um 400 hrefnur og 150-200 langreyðar. Þess má geta að Norðmenn hófu hrefnuveiðar í atvinnuskyni að nýju árið 1993, sjö árum eftir að alþjóðlegu hvalveiðibanni var komið á. Þeir heimiluðu í desember sl. veiðar á tæplega 900 hrefnum í norsku lögsögunni á þessu ári. Þörf á frekari rannsóknum Gísli Víkingsson, hvalasérfræð- ingur hjá Hafrannsókna- stofnuninni, segir aðspurður ávallt matsatriði hvað teljist nægilegt fjármagn til rannsókna og vissulega finni stofnunin fyrir núverandi efnahagssamdrætti eins og aðrir. „En sé tekið mið af undanförnum tveimur áratugum má segja að okkur hafi tekist vel að halda úti nauðsynlegu eftirliti með stærð og ástandi hvalastofna m.a. með reglulegum talningum sem eru mjög dýrar í framkvæmd. Auk þess hefur á síðustu árum verið gert mikið átak í rannsóknum á fæðuvistfræði og öðrum þáttum í líffræði hrefnu sem er líklega mikilvægasta hvalategundin í vistkerfi landgrunnssvæðisins við Ísland. Þrátt fyrir að færa megi rök fyrir því að Íslendingar hafi sinnt hvalrannsóknum vel á undanförnum áratugum í samanburði við aðrar þjóðir eru ýmsir mikilvægir þætti í líffræði ýmissa hvala hér við land sem ekki hefur verið unnt að sinna hingað til,“ segir Gísli. Hvalur 8 gerður klár í Slippnum í vor. Elsta hvalveiði- skipið 64 ára Uppskrift að veislu - af vef hrefnuveiðimanna

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.