Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2009, Blaðsíða 17

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2009, Blaðsíða 17
177. JÚNÍ 2009 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Árleg Sjómannadagsmessa verður í Dómkirkjunni kl. 11.00 að morgni Sjómannadagsins. Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, predikar og séra Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur við athöfnina, organisti er Marteinn H. Friðriksson og Einar Örn Einarsson stýrimaður syngur einsöng. Að venju sér Sjómannadagsráð um gerð messuskrár. Forsíðumynd messukrárinnar er af altaristöflunni í Grindavíkurkirkju og sýnir Jesú kyrra vind og sjó. Altaristaflan er endurgerð af málverki eftir Ásgrím Jónsson. Sjómannamessa í Dómkirkjunni Á undanförnum mánuðum hafa staðið yfir umfangsmiklar framkvæmdir í húsnæði Hrafnistu í Reykjavík. Þeim er ekki lokið en markmið þeirra er að mæta vaxandi kröfum nútímans um bættan aðbúnað aldraðra og framfylgja, eins og hingað til, yfirlýstri gæðakröfu Hrafnistu um að vera leiðandi í þjónustu og umönnun aldraðra. Breytingarnar eru margháttaðar. Miðrými hafa verið stækkuð og endurnýjuð auk þess sem unnið er að stækkun allra herbergja. Framkvæmdirnar hófust strax að loknum sjómannadegi árið 2007 er byrjað var að grafa fyrir grunni að stækkun miðrýma á göngum E, F og G. Gangar E2 og E3 voru teknir í notkun í júní 2008 með samtals fimmtán hjúkrunarrýmum, þar sem öll herbergi eru einbýli með salerni. Á deild E2 voru áður 17 einbýli með sameiginlegum salernum en þar verða nú 7 einbýli með salerni. Á deild E3 voru áður 18 einbýli með sameiginlegu salerni. Þar verða nú 8 einbýli með salerni. Áætlaður kostnaður við þessar breytingar er um 110 milljónir króna. Samhliða áðurnefndum breytingum var miðrými annarrar, þriðju og fjórðu hæðar stækkað og bætt við svölum. Áætlaður kostnaður við þær breytingar er um 45 milljónir króna fyrir utan uppsteypu. Tvíbýlum breytt í einbýli Í nóvember 2008 hófust fram- kvæmdir við annan áfanga vegna breytinga á deild G2, G3 og G4. Þeim verður senn fulllokið. Reiknað er með að á deild G2 verði hvíldarinnlagnir með 16 rýmum, þar sem áður voru 24 rými í tvíbýli. Á G3 og G4 var tólf tvíbýlum breytt í annars vegar níu einbýli og hins vegar tíu einbýli. Áætlaður kostnaður við breytingar á deildunum er áætlaður um 130 milljónir króna. Í nóvember hófust jafnframt framkvæmdir í porti við norðurenda hússins með gerð aðkeyrslu og inntaks fyrir vatnsúðakerfi (brunakerfi). Þessum framkvæmdum lauk snemma á þessu ári og er áætlaður kostnaður um 35 milljónir króna. Kostnaður um milljarður Áætlað er að heildarkostnaður við ofangreindar breytingarnar, sem taka munu á bilinu þrjú til sjö ár, verði nálægt einum milljarði, sem gera um átta milljónir króna á hvert hjúkrunarrými. Breytingar á Hrafnistu í Reykjavík Fyrir breytingu Eftir breytingu Lífið á Hrafnistu

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.