Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2009, Blaðsíða 19

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2009, Blaðsíða 19
197. JÚNÍ 2009 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Afltækni Báran – stéttarfélag Dalvíkurbyggð – Hafnasjóður Efling – stéttafélag Egersund Ísland ehf. Eimskip Frostfiskur Gullberg ehf. Gúmmísteypa Þ. Lárusson ehf. Hafnarfjarðarhöfn Hafnarsjóður Skagafjarðar Hafnarsjóður Þorlákshafnar Hafnir Vesturbyggðar Ísfiskur ehf. Kaupfélag Skagfirðinga Klaki – stálsmiðja Loðnuvinnslan hf. Löndun hf. MD vélar hf. Nesskip hf. Ó. Johnson & Kaaber hf. Ólafur Þorsteinsson ehf. Raftíðni ehf. Ráðgarður – skiparáðgjöf Reykjaneshöfn Sandgerðishöfn Síldarvinslan hf. Sjómanna- og vélstjf. Grindavíkur Sjómannafélag Eyjafjarðar Sjómannasamband Íslands Spennubreytar ehf. Sveitarfélagið Garður Útflutningsráð Vestmannaeyjahöfn Véla- og bílaþj. Kristjáns ehf. Vélaverkstæði Jóhanns Ólafs ehf. Vélsmiðjan Foss ehf. Viking – björgunarbúnaður ehf. Vistor hf. Þórsberg ehf. Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á hátíðisdegi þeirra viðhaldið Allt fyrir 515 4001 í viðhaldssíma BYKO Hringdu Opið virka daga frá 10-18 vidhald@byko.is EXPO · w w w .expo.is Andrés Guðjónsson, fyrrverandi skólameistari Vélskóla Íslands, lést 22. janúar á Landakoti áttatíu og átta ára að aldri. Andrés fæddist í Hafnarfirði 13. júní 1921. Hann lærði rennismíði hjá Vélsmiðju Hafnarfjarðar og tók sveinspróf í greininni 1942. Hann lauk vélstjóraprófi tveimur árum síðar og rafmagnsdeildarprófi 1945. Andrés lauk æðsta vélstjóraprófi frá Köbenhavns Maskinmesterskole 1949 og varð tæknifræðingur frá Odense Maskinbygnings teknikum 1950. Hann kynnti sér meðferð og notkun vatns fyrir gufukatla í Newcastle á Englandi. Einnig sótti Andrés námskeið hjá Shell í London í meðferð á smurolíum og efnagreiningu þeirra og fór reglulega í kynnis- og námsferðir til að afla sér aukinnar þekkingar á menntun vélstjóra og vélfræðinga, aðallega til Norðurlandanna. Andrés var kyndari og vélstjóri á síldveiðibátum og togurum. Þá var hann vélstjóri í síldarverksmiðjunni á Djúpuvík, síðast sumarið 1956. Hann starfaði einnig sem verksmiðjustjóri hjá Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunni að Kletti á árunum 1950 til 1953, eða þar til hann hvarf til starfa á teiknistofu Vélsmiðjunnar Héðins í Reykjavík, þar sem hann starfaði sem tæknifræðingur til 1955. Andrés kenndi á mótornámskeiðum Fiskifélags Íslands og hjá Bréfaskóla SÍS og ASÍ frá 1961 allt þar til að slíkt kennsluform var lagt niður. Andrés var kennari við Vélskóla Íslands frá 1955 til 1971 en þá tók hann við sem skólastjóri og síðar skólameistari. Því starfi gegndi hann til ársins 1991. Hann var árið 1978 skipaður í nefnd um endurskoðun laga um atvinnuréttindi vélfræðinga, vélstjóra og vélavarða á íslenskum skipum. Ný lög um atvinnuréttindi tóku síðan gildi í desember 1984. Andrés var eftirlitsmaður hvalveiðiskipa Hvals hf. og yfirvélstjóri á þeim í viðlögum. hann var meðdómari í sjórétti sem og skipaskoðunarmaður fyrir American Bureau of Shipping á árunum 1967 til 1981. Andrés var meðal stofnenda Skátafélags Hafnarfjarðar 1937 og formaður Iðnfræðingafélags Íslands 1955 til 1956. Hlaut íslensku fálkaorðuna 1992. Andrés skrifaði kennslubækur, m.a. fyrir nema í vélstjórnarfræðum sem notaðar voru í mörg ár. Andrés kvæntist 9. desember 1950 eftirlifandi eiginkonu sinni, Ellen Margrethe Guðjónsson hjúkrunarfræðingi frá Lumby á Fjóni í Danmörku. Þau eignuðust þrjá syni; Jens, Ívar og Grím. Við leiðarlok þakkar Sjómannadagsráð Andrési Guðjónssyni fyrir margvísleg og óeigingjörn störf í þágu íslensku sjómannastéttarinnar. Minning Andrés Guðjónsson

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.