Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2009, Blaðsíða 21

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2009, Blaðsíða 21
217. JÚNÍ 2009 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ www.tskoli.is Mótaðu eigin framtíð Fjölbreytt og hagnýtt nám í einum öflugasta framhaldsskóla landsins. Hvort sem markið er sett á frekara nám eftir framhaldsskóla eða starfsréttindi hefur Tækniskólinn eftirsóknarverða möguleika til náms. Kynntu þér námsframboðið á www.tskoli.is. Innritun eldri nema stendur til 3. júní, en grunnskólanemar geta innritað sig til 11. júní. 1967 voru undir íslenskum fána 37 farþega- og flutningaskip, samtals 50.170 rúmlestir að stærð, 777 togarar og fiskiskip, samtals 84.718 rúmlestir að stærð að hvalveiðiskipum meðtöldum, 5 olíubátar, samtals 161 rúmlest, og 7 olíuflutningaskip, samtals 8.361 rúmlest að stærð. Þá gerðu Íslendingar út 11 björgunar- og varðskip, samtals 2.886 rúmlestir, 1 hafrannsóknaskip, 499 rúmlestir að stærð auk 9 hafsögubáta, tollbáta, pramma og fl., samtals 696 rúmlestir, 3 dráttarskip, samtals 294 rúmlestir, og 5 dýpkunar- og sanddæluskip, samtals 1.885 rúmlestir. 2009 er ekkert farþega- og flutningaskip í utanlandssiglingum skráð undir íslenskum fána. Hér eru skráðir 60 skuttogarar og 770 fiskiskip, samtals 161.551 brúttótonn, 2 olíubátar, samtals 431 brúttótonn (ekkert olíuflutningaskip), 18 björgunarbátar (Landsbjörg), samtals 675 brúttótonn, 2 varðskip, samtals 2.500 brúttótonn, 2 hafrannsóknaskip, samtals 4.000 brúttótonn, og 1 skólaskip, samtals 1.200 brúttótonn. Einnig 11 hafsögubátar, samtals 285 brúttótonn, 10 dráttarskip, samtals 511 brúttótonn, 5 dýpkunar- og sanddæluskip, samtals 2.220 brúttótonn og 37 ferjur og hvalaskoðunarbátar, samtals 7.457 brúttótonn, auk 118 skemmtibáta, samtals 1.281 brúttótonn að stærð. Flotkvíar, prammar og önnur ótilgreind skip eru ekki talin með í þessari upptalningu. Þess skal getið að samkvæmt upplýsingum Fiskistofu frá 1. september 2008 hafa u.þ.b. 700 íslensk fiskiskip veiðileyfi við Ísland. Auk upptalinna skipa eru nokkur hundruð opnir bátar (ekki þilfarsskip) skráðir á Íslandi. Fjölmörg skip á íslenskri skipaskrá hafa ekki haffæri og eru ekki gerð út. Sjá fjölda skipa með veiðileyfi. Haffæri er skilyrði útgáfu veiðileyfis. Þilfarsskip Íslendinga 2009 samanborið við 1967 Togarar Fiskiskip yfir 100 rúmlestir Olíubátar og olíuflutningaskip Fiskiskip undir 100 rúmlestum Björgunar- og varðskip Hafnsögubátar, tollbátar, prammar, drát- tarskip, dýpkunar- og sanddæluskip. Farþega- og flutningaskip Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á hátíðisdegi þeirra

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.