Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2009, Blaðsíða 24

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2009, Blaðsíða 24
24 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 7. JÚNÍ 2009 Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á hátíðisdegi þeirra Fiskur hátíðar hafsins: Steinbítur Ákveðið hefur verið gera steinbítinn að fiski hátíðar hafsins í ár. Steinbítur finnst allt í kringum landið, en hann er þó algengastur við Vestfirði. Einnig er talsvert um hann í sunnanverðum Faxaflóa á vorin og sumrin og við SA-land á sumrin. Steinbít er einnig að finna í öllu N-Atlantshafi, bæði austan og vestanmegin. Steinbíturinn lifir á 10-300 metra dýpi og hann kann best við sig á leir- eða sandbotni. Steinbíturinn hrygnir hér við land á haustin og snemma vetrar, í október og nóvember. Aðalhrygningarstöðvarnar eru á 160-200 metra dýpi undan Vesturlandi og Vestfjörðum. Á hrygningartímanum missir hann tennurnar og er tannlaus um tíma og tekur þá ekki til sín fæðu. Síðan vaxa nýjar tennur og er hann þá orðinn rýr og sækir upp á grunnslóð í leit að fæðu, sem er fyrst og fremst alls konar botndýr, einkum skeljar, eins og aða og kúfiskur, krabbadýr, sniglar, ígulker, en einnig étur steinbíturinn töluvert af öðrum fiski og þá einkum loðnu. Steinbíturinn er oftast um 50-80 cm langur en getur orðið allt að 120 cm. Hann getur orðið yfir 20 ára, en vöxtur hans er frekar hægur. Veiðarfæri Steinbíturinn er að langmestu leyti veiddur á línu eða rúmlega helmingur alls aflans. Steinbítsveiðar Veiðar íslenskra skipa hafa verið á bilinu tæp 12 til 15 þúsund tonn síðan 1995. Á Íslandsmiðum varð steinbítsaflinn mestur árið 1963 eða 29,5 þús tonn og af því magni veiddu Íslendingar 17,3 þúsund tonn. (Heimild: Íslenskir fiskar eftir Gunnar Jónsson, Fjölvi 1992). Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á hátíðisdegi þeirra GARÐABÆR

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.