Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 05.06.2015, Blaðsíða 2

Sjómannadagsblaðið - 05.06.2015, Blaðsíða 2
2 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 5. júní 2015 35. júní 2015 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Forsíðumynd: Björn Pálsson Útgefandi: Sjómannadagsráð, Hrafnistu, Laugarási, 104 Reykjavík. Framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs: Sigurður Garðarsson. Ritnefnd: Harald S. Holsvik, Hjálmar Baldursson og Sigurður Steinar Ketilsson. Umsjón: KOM Almannatengsl ehf. Ritstjóri: Þorsteinn G. Gunnarsson Umbrot: J&Co. ehf. Ljósmyndir: Hreinn Magnússon o. fl. Sala auglýsinga: Birna Sigurðardóttir. bsig@bsig.is. Prentvinnsla: Landsprent Upplag: 67.000 eintök. Að Sjómannadagsráði höfuðborgarsvæðisins standa eftirtalin stéttarfélög sjómanna: Félag skipstjórnarmanna, Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Sjómannafélag Íslands, Félag íslenskra loftskeytamanna, Sjómannafélag Hafnarfjarðar og Félag bryta. Tilgangur og markmið Sjómannadagsráðs eru m.a.: Að efla samhug meðal sjómanna og hinna ýmsu starfsgreina sjómanna- stéttarinnar og vinna að nánu samstarfi þeirra. Að heiðra minningu látinna sjómanna og sérstaklega þeirra sem látið hafa líf sitt vegna slysfara í starfi. Að kynna þjóðinni áhættusöm störf sjómannsins og hin mikilvægu störf sjó- mannastéttarinnar í þágu þjóðfélagsins. Að beita sér fyrir menningarmálum er sjómannastéttina varða og vinna að vel- ferðar- og öryggismálum hennar. Að afla fjár til þess að reisa og reka dvalarheimili, hjúkrunarheimili, vistunar- og endurhæfingaraðstöðu, íbúðir og leiguíbúðir, einkum fyrir aldraða sjómenn og sjómannsekkjur. Að stuðla að byggingu og rekstri orlofshúsa, sumardvalarheimila og alhliða orlofsstarfsemi fyrir sjómenn, fjöl- skyldur þeirra og starfsmenn samtaka þeirra. Að beita áhrifum sínum á stjórnvöld til setningar löggjafar til styrktar framgangi markmiða Sjómannadagsráðs. Sjómannadagsráð rekur fimm Hrafn- istuheimili í fjórum sveitarfélögum sem veita meira en 600 Íslendingum öldr- unarþjónustu. Auk þess rekur félagið leiguíbúðir Naus- tavarar ehf í þremur sveitarfélögum, sem veita meira en 300 öldruðum búsetu á eigin vegum, sem studd er með samstarfi við Hrafnistu. Þá rekur félagið einnig Happdrætti DAS sem styður við uppbyggingu öldrunarþjónustunnar, ásamt Laugarásbíó og sumarhúsavæði í Hraunborgum Grímsnesi. Stjórn Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins skipa: Guðmundur Hallvarðsson formaður, Sjómannafélagi Íslands. Hálfdan Henrysson varaformaður, Félagi Skipstjórnarmanna. Guðjón Ármann Einarsson gjaldkeri, Félagi skipstjórnarmanna. Sigurður Ólafsson ritari, Félagi vélstjóra og málmtæknimanna. Jónas Garðarsson varagjaldkeri, Sjómannafélagi Íslands. Aðildarfélög Sjómannadagsráðs Sjómannadagurinn mun fyrst hafa verið haldin hátíðlegur 1938, annan í hvítasunnu. Má lesa um hátíðahöld sjómanna í blöðum þess tíma. Það dylst engum við þann lestur að hetjur hafsins nutu virðingar. Sjómenn sem látist höfðu í baráttunni fyrir „… bættum högum þjóðar vorrar“ var jafnað til þjóðhetja. Ég hygg að sjómenn njóti virðingar í samfélaginu í dag, þótt oft megi annað ráða af almennri umræðu um sjávarútveginn í heild. Í þeim efnum er ekki við sjómenn að sakast. En nóg um það. Íslendingar hafa verið svo lánsamir að hafa náð tökum á sinni sjósókn, fiskistofnar hér við land eru sjálfbærir, íslenskur fiskur er úrvalsvara sem hátt verð fæst fyrir á erlendum markaði og síðast en ekki síst; íslenskur sjávar- útvegur greiðir háar upphæðir til ríkisins, en er ekki á framfæri hins opinbera eins og víða finn- ast dæmi um. Því er freistandi að spyrja hvort ekkert hafi verið gert hér rétt og verið sé að endurtaka sömu mistökin aftur og aftur? Í ljósi stöðu sjávarútvegsins er skýrt í mínum huga að við erum að gera hlutina með réttum hætti sem tryggir sjálfbærni og arðsemi. En að veiða fisk úr sjó og koma á markað gerist ekki síst fyrir tilstilli sjómanna. Fiskurinn er veiddur, verkaður og seldur af fólki sem kann til verka. Það er ekki þannig að hver sem er getur farið á sjó og tryggt sömu verðmæti fyrir land og þjóð, og þið sjómenn gerið. Kunnátta skiptir máli, reynsla skiptir máli, dugnaður skiptir máli. Allt eru þetta eiginleikar sem íslenskir sjómenn eru gæddir. Verulegur hluti fjöreggs þjóðarinnar er daglega í ykkar höndum. Þótt ýmislegt annað hafi rekið á fjörur þjóðarbúsins á undanförnum árum og ætlað er að standa undir efnahags- legri hagsæld, hefur sjávarútvegurinn verið ein meginstoð hagsældar hér landi um langa hríð. Og allt er í heiminum hverfult; ferðamenn geta miss áhugann á Íslandi, kannski verður álið ekki málið í framtíðinni, en fiskurinn hefur svamlað hér um ómunatíð og fólk þarf mat; prótín. Svo mikið vitum við. Þjóðin hefur treyst á þolgæði sjómanna og allra sem næstir þeim standa og mun gera það áfram. Ég tel að það verði best gert með því að byggja áfram á því fyrirkomulagi sem við höfum haft við veiðar og vinnslu. Það fyrirkomulag tryggir arðsemi veiða og vinnslu til hagsbóta fyrir alla sem hér á landi búa. Að sjálfsögðu er kerfið ekki hafið yfir gagnrýni og sjálfsagt að sníða af vankanta, en kollsteypur munu koma niður á sam- eiginlegum hagsmunum; einnig hagsmunum sjómanna. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Sæmd er hverri þjóð að eiga sægarpa enn Hátíðarhöld Sjómannadagsins hafa undanfarin ár farið fram á Grandagarði. Sú staðsetning nýtur vaxandi vinsælda meðal almenn- ings sem best sést af fjölgun hátíðargesta á milli ára. Þá er mikil ásókn í hverskonar verslunar- og veitingahúsarekstur sem er í gömlu verbúðunum við Suðurbugt og tengist Grandagarði, enda ekki nema nokkurra mínútna gangur á milli þessara staða. Frábært samstarf hefur verið á milli Faxaflóahafna og Sjómanna- dagsráðs á umliðnum árum um þessa helgi, laugardaginn sem er hafnardagur og hinn lögskipaða Sjómannadag. Undarleg er umræða fárra sem tauta um það að Sjó- mannadagurinn hafi horfið með samstarfi þessara aðila með því að tengjast undir nafninu Hátíð hafsins. Sjómannadagurinn í höfuð- borginni hefur gengið í endurnýjun lífdaga, líkt og sjóarinn síkáti í Grindavík, þótt því miður halli veru- lega á í rótgrónum sjávarplássum varðandi hátíðahöld Sjómannadags- ins. En því má heldur ekki gleyma að Reykjavík er ein af stærstu vertíðarstöðum landsins þegar litið er til landaðs afla. Við þessi 77 ára tímamót Sjómannadagsins í Reykjavík er rétt og eðlilegt að þakka Ríkisútvarpinu fyrir samfylgdina í öll þessi ár með beinni útsendingu frá hátíðarhöldunum sem enn verður gert á Sjómannadaginn 7. júní n.k. Er það af hinu vonda ef fiskiskipa- flotinn verður endurnýjaður? Saga íslenskrar sjómannastéttar er samofin lífsafkomu þjóðarinnar þótt á stundum sé því lítill gaumur gefinn, a.m.k. hin síðari ár. Það hefur oftar en ekki gerst að gjöful mið við Íslandsstrendur hafi aukið tekjur sjómanna um stundarsakir, að ýmsar starfsstéttir í landi hafi þá krafist launa sem taki mið af launum sjómannastéttarinnar. Þá er enginn samanburður gerður á lengd vinnu- tímans, fjarveru að heiman eða ork- unnar sem sjómenn beita umfram þá sem hafa fast land undir fótum. Þessi upptalning nær ekki eyrum margra í dag og kannski ekki undarlegt í ljósi þess að sjómenn eru nú um 3,5% þeirra sem eru á vinnumarkaðnum en voru 5% fyrir um áratug. Sjómennskan og sjávarútvegur er sem fyrr mikilvæg grunnstoð þjóðar- innar, þótt því hafi verið haldið fram af fullri alvöru fyrir nokkrum árum að undirstaða efnahagslegrar velferðar Íslendinga væri bankastarf- semi og áliðnaður. Ekki skal lítið gert úr ferðaþjónustunni sem mikilvægs þáttar í gjaldeyrisöflun og auðvitað á að efla þá atvinnugrein sem mest má innan skynsamlegra marka. En það sem er sameiginlegt með þessum starfsgreinum er að hvorki er hægt að sækja takmarkalaust í auðlindir hafsins né náttúru landsins. Sama má segja um aðra starf- semi hér á landi sem byggð hefur verið upp til gjaldeyrisöflunar fyrir þjóðina. Með áratuga þolinmæði við uppbyggingu fiskistofna við Ísland sýnist sem svo að flestir fiskistofnar hér við land séu á uppleið og er það vel. Við þessar aðstæður koma menn, sem varla hafa dýft hendi í kalt vatn, fram á ritvöllinn og vilja hamla gegn endurnýjun fiskiskipa- flotans og hafa veruleg áhrif á tekjur sjómanna með því að heimta hærri álögur í formi skatta á útgerðina. Nú er loksins komin hreyfing á endur- nýjun fiskiskipaflotans en mestu aflaskipin voru orðin yfir 50 ára gömul. Endurnýjun er því nauðsyn- leg með öryggi og aðbúnað sjó- manna í huga og stórlega bætt gæði og geymsluþol aflans. Getur það verið að þeim sem vilja meiri álögur á útgerðina láti sér í léttu rúmi liggja öryggi og aðbúnaður sjómanna? Svifið seglum þöndum Siglingasaga Sjómannadagsráðs er athyglisverð saga eins og m.a. má sjá árið 1939 þegar ákveðið var að sameinast um byggingu dvalar- heimilis fyrir aldraðra sjómenn. En athyglisverð er sú staðreynd að þegar hafist var handa um bygginguna í Laugarásnum bjó stórhugur að baki og fyrr en varði voru dyrnar einnig opnaðar upp á gátt fyrir aðra aldna Íslendinga. Alltaf var það þó svo ef aldraður sjómaður bankaði upp á var allt gert til þess að búa honum áhyggjulaust ævikvöld og ekkert við það að athuga enda gerðu sjó- mannafélögin enga arðsemiskröfu af verkum sínum nema að fá inni fyrir aldraðan sjómann eða sjómanns- ekkju ef svo bar undir. Undarlegt má það teljast hve Hrafnista var afsett þegar lesið er um þær deilur sem upp komu um ákvörðun ríkisvaldsins á daggjöldum til hjúkrunarheimila í upphafi 8. áratugarins. Hrafnista fékk þá rúmlega helmingi lægri dag- gjöld en önnur hjúkrunarheimili (að Gund undanskilinni). Hart var tekist á og átti Sjómannadagsráð í vök að verjast um nokkurra ára skeið en stóð af sér mikinn ólgusjó. Sjómannadagsráð hefur sett út siglingarstefnu sína að nýju og ætlar að halda áfram sem næst á sömu braut með aðlögun að nútímanum, með utanumhald Sjómannadagsins og víð- tækari þjónustu við aldraða sjómenn og aðra eldri borgara þessa lands. Fyrir hönd Sjómanndagsráðs og fyrirtækja þess þakka ég öllum þeim fjölmörgu aðilum, einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum sem hafa veitt samtökunum góðan stuðning. Starfsfólki er þökkuð ein- stök og góð störf sem leiða í átt til markmiða Sjómannadagsráðs, Hrafnistuheimilanna, Happdrættis DAS, byggingafélagsins Naustavarar og frístundabyggðar Hraunborga. Sjó- mönnum og fjölskyldum þeirra sendi ég árnaðaróskir í tilefni Sjómanna- dagsins og óska þeim gæfu og gengis. Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjómannadagsráðs. Sjómannadagurinn í Reykjavík í samfellt 77 ár 6

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.