Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 05.06.2015, Blaðsíða 9

Sjómannadagsblaðið - 05.06.2015, Blaðsíða 9
16 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 5. júní 2015 175. júní 2015 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Hann segir það landlægt viðhorf í íslensku samfélagi að menntun sé fólgin í bóknámi og enginn nái árangri í lífinu nema vera með háskólapróf. „Þetta er ekki bara rangt viðhorf heldur vinnur það gegn samfélaginu sem sannarlega þarf á verk- og tæknimenntuðu fólki að halda. Þetta viðhorf er það sterkt að oft eru krakkar, sem hafa mikinn áhuga á iðnnámi, hvattir til þess af foreldrum sínum að „ganga frekar menntaveginn“ og leggja stund á bóknám og fara síðan í háskóla.“ Verknám er flókið Hjálmar segir það ekki góða þróun „þegar fólk í stjórnunarstöðum í iðnnámsskólunum sé fyrst og fremst skólafólk sem lagt hefur áherslu á bóknám, stjórnendur sem hvorki búa að iðnnámi né reynslu af verknámi. Þetta getur unnið gegn eðlilegri þróun skólanna. Verknám er flókið og það getur verið erfitt að fá skólastjórnendur, sem lítið þekkja til verknáms, til að skilja þörfina á nauðsynlegum tækjakaupum. Viðkvæðið er gjarnan að tækja- kaup séu kostnaðarsöm og skól- arnir verði að forgangsraða og nýta hverja krónu sem best. Þetta er rétt hvað kostnaðinn varðar. Iðnnám er dýrara en bóknám en það skilar meiri verðmætum til samfélagsins. Borgarholtsskóli er 15 ára gam- all. Á þessum árum hefur ekkert verið keypt inn fyrir aflvéladeild- ina, svo dæmi sé tekið. Upphaflega voru fluttar í skólann gamlar vélar úr Iðnskólanum. Auðvitað hefur orðið endurnýjun en hún felst öll í gjöfum frá fyrirtækjum og um- boðsaðilum. Þessar gjafir höfum við kennararnir útvegað, beinlínis beðið um að fá að gjöf. Við höfum sem sagt betlað fyrir skólann og nemendur. Það er ekki hægt að byggja upp nám til framtíðar með þessum aðferðum. Ég hef beðið um að keyptir verði nýir vélahermar og sitthvað fleira en fjárveiting til þess hefur aldrei fengist. Skólunum er sniðinn þröngur stakkur og þeir þurfa auð- vitað að forgangsraða. En forsenda þess að skólastjórnendur geri verknáminu nægilega hátt undir höfði er að þeir séu sjálfir með sinn grunn úr verkmenntun og skilji mikilvægi hennar fyrir íslenskt samfélag.“ Upplýsa þarf um fjölbreytileika námsins Hjálmar telur brýnt að auka markvissa kynningu á verknámi og hann er með ákveðnar hug- myndir um hvernig best verði staðið að þeirri kynningu. „Fyrst og fremst á að fá fólk með 15 til 20 ára fagtengda reynslu til þess að fara í grunnskólana og kynna kosti iðn- og tæknináms fyrir elstu nemendum skólanna. Einungis þeir sem búa að fagþekk- ingu geta upplýst nemendurna um fjölbreytileika námsins, mögu- leikana sem það gefur og launa- kjörin sem oft geta verið ansi góð. Mér finnst líka að þeir sem taka að sér þessa kynningu gefi sér tíma í skólunum og verði þar til viðtals bæði við áhugasama nem- endur og forráðamenn þeirra.“ Þessa hugmynd sína hefur Hjálmar rætt við áhrifafólk hjá Samtökum atvinnulífsins, Sam- tökum iðnaðarins og mennta- málaráðuneytinu. „Hugmyndirnar hafa fengið hljómgrunn og það er mikilvægt að hrinda þeim í fram- kvæmd sem fyrst því við erum þegar orðin aftarlega á merinni hvað iðn- og tækninám varðar. Við verðum að breytar hugarfarinu hjá þjóðinni og hefja iðnnám til vegs og virðingar enda getur samfélagið ekki verið án þess,“ segir Hjálmar Þ. Baldurs- son. Því hefur oft verið haldið fram að ekki sé talað um mikilvægi verknáms fyrir íslenskt samfélag nema á tyllidögum og þá af fólki sem hefur yfirleitt ekki stundað verknám. Hjálmar Þ. Baldursson, kennari í málm- og véltæknideild Borgarholtsskóla, er þeirrar skoðunar og bætir við að oft sé um að ræða orðin tóm. Efla þarf iðnnám í landinu

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.