Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 05.06.2015, Blaðsíða 5

Sjómannadagsblaðið - 05.06.2015, Blaðsíða 5
8 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 5. júní 2015 95. júní 2015 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á Sjómannadaginn BRAGÐGOTT FERÐALAG Komdu í Kjötríku grillpylsurnar frá Kjarnafæði hafa allar hlotið gullverðlaun og nú síðast nýja Gríska ostapylsan, í fagkeppni Meistarafélags Kjötiðnaðarmanna 2014. Leyfðu bragðlaukunum að ferðast til fjarlægra landa! K J A R N A F Æ Ð I H F . | F J Ö L N I S G A T A 1 | 6 0 3 A K U R E Y R I | S Í M I 4 6 0 7 4 0 0 | W W W . K J A R N A F A E D I . I S …með pylsunum frá Kjarnafæði KJÖTRÍKAR- P Y L S U R - Ofsaveður í febrúar 1959 markaði endalokin á veiðum Íslendinga á gjöfulum karfamiðum við Ný- fundnaland. Þangað höfðu nýsköp- unartogararnir sótt um nokkurn tíma og þrátt fyrir langa siglingu á miðin þóttu túrarnir borga sig því ekki tók nema þrjá til sex daga að jafnaði fyrir þá að fylla sig. Nýfundnalandsveðrið tók sinn toll. Togarinn Júlí fórst með allri áhöfn, 30 manns. Togarinn Þorkell máni lenti í verulegum erfiðleikum og reyndar ótrúlegt að hann skyldi standa veðrið af sér og skila áhöfn- inni heilli til hafnar. Valdimar Tryggvason var loft- skeytamaður á Þorkatli mána. Hann skráði atburðarásina jafnóðum í dagbók sína sem hann fletti með Sjómannadagsblaðinu um leið og hann sagði frá þessum ótrúlegu erfiðleikum sem skipverjar gengu í gegnum. Hann sagði túrinn hafa verið erfiðan frá upphafi. „Það lætur nærri að það sé nálægt 1200 sjómílna stím á miðin og við fengum storm alla leiðina yfir hafið. Sjólagið var erfitt og okkur sóttist ferðin hægt. Við vorum eina sex sólarhringa á leiðinni vestur, komum á miðin síðari hluta dags miðvikudaginn 4. febrúar og var veðrið sæmilegt. Við hófum veiðar syðst á Ritubanka en fengum lítið í tveimur fyrstu hölunum og jafn- vel má segja að okkur hafi gengið frekar illa fyrsta sólarhringinn. Trollið rifnaði hvað eftir annað og við slitum vír. En síðan fór þetta að ganga og við fengum mikinn og góðan karfa, hreinlega fylltum skipið á tæplega tveimur og hálfum sólarhring. Við vorum með um 400 tonn og mesta veiðin var síðustu átján tímana og þá hafði mann- skapurinn ekki undan við að ganga frá aflanum. Eftir að veiðum var hlætt vann öll skipshöfnin á dekki að undanskildum fyrsta matsveini og tveimur mönnum í vélarrúmi. Um klukkan 18.00 laugardaginn 7. febrúar var skipið gert sjóklárt til heimferðar.“ Eins og hendi væri veifað Að sögn Valdimars gerðu veður- spár ráð fyrir því að veðrið yrði leiðinlegt en ekkert í líkingu við það sem varð. „Það var engin viðvörun gefin út og veðrið skall á, eins og hendi væri veifað, um klukkan 22.00 á laugardagskvöldið. Þá var skipinu strax snúið upp í sjó og vind. Vindurinn var að NNV og veðurhæðin jókst stöðugt. Um miðnætti voru að kosti 10-12 vind- stig, haugasjór, frost og blindbylur. Upp úr miðnætti herti frostið til muna og þá fór ísing að hlaðast á skipið sentimetra eftir sentimetra, tonn fyrir tonn. Um klukkan 2 eftir miðnætti sunnudaginn 8. febrúar kom mikill halli á togarann og hann lagðist nánast á bakborðshliðina. Þá voru allir skipverjar kallaðir út til þess að höggva ís og létta þar með skipið. Öll aðstaða var mjög erfið í foráttuveðri, frosti og haugasjó. Það bætti ekki ástandið að skipið var nánast á hliðinni og áhöld til að vinna á ísnum voru af skornum skammti.“ Björgunarbátunum fórnað Þegar mikill ís safnast á skip þyngjast þau verulega. Stöðugleiki minnkar og mikil hætta er á að þau fari á hliðina og sökkvi á skammri stundu. Valdimar segir að menn hafi verið að höggva ís alla nóttina „og niðri í vélarrúmi var unnið við að smíða verkfæri sem gætu komið að gagni í baráttunni við ísinguna. Mikill ís settist á björgunarbát- ana og ég heyrði á tal Marteins Jónassonar skipstjóra og Karls Magnússonar, fyrsta stýrimanns, um hvort væri ekki rétt að losa sig við björgunarbátinn bakborðsmegin til að freista þess að rétta togarann af því eins og staðan var komu þeir ekki að nokkrum notum og klaka- brynjan sem hlóðst á skipið skapaði sífellt meiri hættu. Karl fór ásamt Magnúsi Friðriks- syni bátsmanni og tveimur hásetum aftur á bátadekk og þeim tókst að losa bátinn. Þegar við horfðum á eftir björgunarbátnum, marrandi hálffullum af ís og sjó, aftur með skipinu varð einhverjum að orði: „Lítið gagn höfum við af björgunar- bátnum úr þessu.“ Eftir að bakborðsbáturinn fór rétti skipið sig aftur um stund en litlu síðar lagðist það á stjórn- borðshliðina og þá var ekkert að gera annað en sleppa stjórn- borðsbátnum. Það var vægast sagt einkennilegt að þurfa að sleppa björgunarbátunum til þess að reyna að bjarga sér við erfiðar aðstæður í vonsku veðri.“ Neyðarkall Seinni björgunarbáturinn var látinn fara um klukkan fimm á sunnudagsmorgninum, að sögn Valdimars. „Nokkrum af áhöfn- inni tókst að hreinsa töluverðan ís af bátadekkinu aftur að reiða og einnig af brúnni. Ekki var þorandi að láta menn vinna frammi á skipinu um nóttina vegna myrkurs og hríðarbyls en það mun láta nærri að lofthiti hafi verið mínus 12 gráður og sjávarhiti sennilega undir frostmarki.“ Valdimar segir að erfitt hafi verið að gera sér grein fyrir ástandinu. „Ekkert sást sökum myrkurs og nóttin var svo sannarlega lengi að líða. Þegar birti og við fórum að sjá stafna á milli gerðum við okkur grein fyrir því að ástandið var jafnvel enn verra en við höfðum búist við. Skipið var bókstaflega ein íshella yfir að líta. Um klukkan 8 þá um morguninn spurði ég Martein Jónasson skip- stjóra hvort ekki væri rétt að senda út neyðarkall. Hann var ekki sam- mála því, taldi að með neyðarkallinu gætum við komið af stað alvarlegum umræðum í loftinu. „Það hafa allir nóg með sig,“ sagði hann. Skömmu síðar kallaði Marteinn og mætti ég þá fram í brú með blað og blýant og hripaði niður það sem hann óskaði eftir að ég segði. Þetta blað hefi ég varðveitt fram á þennan dag en sem sagt, klukkan 8.30 kallaði ég samkvæmt fyrirmælum skipstjórans á 2182 kHz, neyðarbylgju til allra skipa. Höfum átt í miklum erfiðleikum í alla nótt. Sleppt báðum björgunarbátunum. Valdimar Tryggvason, fyrrverandi loftskeytamaður, var einn skipverjanna á Þorkatli Mána sem lenti í miklum hremmingum í veðrinu sem kennt er við Nýfundnaland. Nýfundnalandsveðrið

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.