Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2020, Síða 13

Læknablaðið - des. 2020, Síða 13
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 571 R A N N S Ó K N sem fékk meðal annars langa geislameðferð fyrir aðgerð. Sé þess­ um sjúklingi sleppt úr útreikningum var meðaltími frá stoðnets­ lagningu að aðgerð 12,6 dagar. Stoðnet sem líknandi meðferð Tuttugu og sjö sjúklingar fengu stoðnet sem LM. Af þeim þurftu 10 (37,0%) að fara í aðgerð, þar af fjórir vegna rofs á ristli eft­ ir stoðnetslagningu. Aðgerðir hjá hinum 6 voru af eftirfarandi ástæðum: Stoðnet ekki virkt (n= 4), tilfærsla á stoðneti (n=1) og þrenging í öðrum hluta ristils vegna framgangs sjúkdóms (n=1). Þrír af ofangreindum 6 sjúklingum fengu stóma, varanlegt í öll­ um tilvikum. Hjá þremur sjúklingum var gerð endurtenging eftir hlutabrottnám á ristli. Heildarhlutfall sjúklinga í LM­hópi sem fengu varanlegt stóma var 22,2% (6/27). Einn sjúklingur lést <30 dögum frá stoðnetslagningu. Sá sjúk­ lingur greindist með mjög útbreitt krabbamein og var sjúkdómur­ inn það langt genginn að sjúklingurinn fékk líknandi meðferð eingöngu. Ekkert dauðsfall varð innan sólarhrings frá stoðnets­ lagningu. Fimm (11,6%) sjúklingar fengu rof á ristli í kjölfar stoðnetslagn­ ingar. Tveir fengu brátt rof, skilgreint sem innan 30 daga eftir að stoðnet var lagt (í báðum tilvikum innan sama sólarhrings). Hjá öðrum þeirra var þrengingin útvíkkuð þegar stoðnetið var lagt en upplýsingar um slíkt voru ekki til staðar fyrir hinn sjúklinginn. Hjá þremur sjúklingum varð rofið að minnsta kosti 30 dögum seinna (síðbúið rof). Fjórir af þessum fimm sjúklingum tilheyrðu LM­hópi og fengu þrír þeirra varanlegt stóma en hjá einum var lagður keri þar sem ekki reyndist unnt að leggja stóma. Sá sjúk­ lingur sem tilheyrði BíA­hópi og fékk brátt rof fékk stóma sem ekki reyndist varanlegt. Stoðnet sem brú yfir í aðgerð Sextán sjúklingar fengu stoðnet sem BíA. Þar af fóru 15 (93,7%) í aðgerð síðar (brottnám á ristli/endaþarmi að hluta eða öllu leyti) en einn sjúklingur fékk brátt rof á fyrsta sólarhring eftir að stoðnet var lagt og var tekinn samdægurs til aðgerðar. Ellefu sjúklingar (11/16; 68,7%) fengu beina endurtengingu. Tvær aðgerðir af 15 voru kviðsjáraðgerðir. Fjórir af 15 sjúklingum (26,6%) fengu stóma, öll varanleg. Þrír þeirra voru eldri en 75 ára auk þess sem staðsetn­ ing endurtengingar var í aðgerð metin óhagstæð (n=1), lekapróf í aðgerð reyndist ítrekað jákvætt (n=1) og viðkomandi sjúklingur var með sögu um fyrri ristilaðgerðir og talsverða heilsufarsbyrði (n=1). Einn sjúklingur af fjórum var yngri en 25 ára en með mikla æxlisbyrði og reyndist ekki unnt að fjarlægja æxlið í aðgerð. Meðalfjöldi legudaga þegar stoðnet var lagt, óháð því hvort sjúklingur fór í aðgerð í sömu legu eða ekki, voru 8,4 dagar (bil 2­18 dagar, miðgildi 5,5). Að meðaltali liðu 20,1 dagur frá því að stoðnet var lagt og þar til aðgerð var gerð (miðgildi 8 dagar, bil: 3­125). Í því tilviki þegar 125 dagar liðu frá stoðnetslagningu að aðgerð var um að ræða sjúkling Mynd 1. Fjöldi sjúklinga og stoðneta sem sett voru vegna krabbameins í ristli eða endaþarmi á árunum 2005-2018. Tafla I. Fylgikvillar og fjöldi sjúklinga fyrstu 30 dagana eftir stoðnetslagningu. Fylgikvilli <30 daga Fjöldi sjúklinga Blæðing um endaþarm 4 Tilfærsla á stoðneti 1 Hægðatregða/-stopp 2 Hægðalosunarþörf 1 Niðurgangur/þunnar hægðir 11 Tíðar hægðir 1 Verkir (í kvið/endaþarmi) 6 Ógleði 2 Garnastíflueinkenni 1 Endurþrenging 3 Rof 2 Alls skráningar 34

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.