Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - dec. 2020, Side 37

Læknablaðið - dec. 2020, Side 37
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 595 V I Ð T A L af öðru,“ segir Helga. Tilfellið hafi ratað á síður Læknablaðsins, orðið að vísindarann­ sókn sem leiddi af sér frekari rannsóknir og loks doktorsritgerð. Hún hafi í kjölfarið skoðað hormónadrifinn háþrýsting. „Þar með var ég komin inn í nýrna­ hettuna sem leiðir mig áfram í kortisól­ skortinn og rannsóknir á honum og en líka offramleiðslu kortisóls og síðan að heiladinglinum, sem er stjórnstöð nýrna­ hettanna.“ Hún hafi sérhæft sig í þessum málum á Sahlgrenska og haft áhuga á því sem skaðaði heiladingulinn. „Ef heiladingullinn bilar getum við gef­ ið öll hormón sem vantar,“ segir hún. „Það getur breytt lífi einstaklingsins.“ Höfuð­ áverkarnir komu því sem afleiðing af þessu starfi hennar. Hún rannsakaði með samstarfsfólki sínu alla sem sem komu á rúmu ári á Landspítala með höfuðáverka. Það leiddi af sér tvær mastersritgerðir og grein og önnur er á leiðinni. Þessi vinna leiddi Hafrúnu Kristjánsdóttur sálfræðing og Maríu Jónsdóttur taugasálfræðing á fund Helgu og þær hófu saman stóra vísinda rannsókn á höfuðáverkum í íþrótt­ um. „Ég trúi að sú rannsókn muni hafa verulega þýðingu fyrir framtíðina,“ segir Helga. „Það var ánægjulegt að umræða um rannsókn okkar leiddi til þess að íþróttafélagið Breiðablik hætti með skalla­ æfingar barna undir 12 ára aldri. Sem móðir á hliðarlínunni, hafandi átt þrjú börn í fótbolta, er ég mjög sátt við það,“ segir hún. Yfir 500 konur óskuðu eftir því að taka þátt í rannsókninni en ekki 40 eins og þær reiknuðu með í upphafi. Rannsóknin er meðal annars styrkt af Rannís og hefur vakið athygli hérlendis og erlendis. „Við þrjár erum stoltar af því og ekki síst af doktorsnemunum okkar,“ segir Helga. „Svona gerast vísindin.“ Vísindin þurfa sitt pláss Helga leggur áherslu á að læknar þurfi tíma til að sinna vísindunum. „Pabbi segir að vísindavinnan mín sé hobbí, helsta áhugamálið mitt. Þannig á þetta náttúru­ lega ekki að vera. Vísindamenn í læknis­ fræði þurfa að geta sest með ferskt höfuð klukkan 8 að morgni og stundað vísindi rétt eins og þeir sinna sjúklingum.“ Eyrna­ merkja þarf hluta af fjármagni til vísinda­ starfa. „Við komumst ekki með tærnar þar sem nágrannalöndin okkar hafa hælana.“ Læknar þurfi að hjálpa stjórnendum á spítalanum að breyta vinnumenningunni sem hér hafi skapast, þar sem áherslan sé fyrst og fremst á klíníkina. Blaðamaður spyr hvort ekki megi sækja þekkingu úr vísindastarfi annarra hingað heim? „Já og nei, Svíar segja að til þess að halda uppi góðu heilbrigðiskerfi þurfi ⅓ lækna sem útskrifast að stunda vísindi. Heilbrigðisþjónusta byggir á vísinda­ Helga Ágústa stefnir að því að efla enn Læknablaðið sem hún segir sameiningartákn lækna. Mynd/gag „Pabbi segir að vísindavinnan mín sé hobbí, helsta áhugamálið mitt. Þannig á þetta náttúrulega ekki að vera. Vísindamenn í læknisfræði þurfa að geta sest með ferskt höfuð klukkan 8 að morgni og stundað vísindi rétt eins og þeir sinna sjúklingum.“

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.