Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Dec 2020, Page 38

Læknablaðið - Dec 2020, Page 38
596 L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 vinnu.“ Farið sé yfir verkferla og þeim breytt í takti við tímann í vísindavinnu, meðal annars læknanema og sérnáms­ lækna. Þessi gæðavinna sé nauðsynleg. „Heilbrigðiskerfi án vísindavinnu er non grata. Það er ekki neitt. Við þurfum að geta breytt og bætt vinnu okkar út frá vísindalegum niðurstöðum og uppgötva nýjar leiðir til greininga, meðferðar og eftirlits.“ Margir læknar komi heim með þekk­ ingu á vísindavinnu. „Ef þetta fólk á ekki að fá að halda áfram að blómstra er þetta svolítið eins og að taka túlípanana úr vatninu og leggja þá á borðið.“ Vísindin byggi einnig undir alþjóðlegt samstarf sem sé ómetanlegt fyrir sjúklinga þegar læknar þeirra þurfa annað álit í flóknum tilvikum og til framfara. „Alþjóðlegt samstarf verður aldrei metið til fjár. Sérfræðiálit erlendis frá kallar á reikninga sem aldrei eru skrifað­ ir þegar tengslin eru fyrir hendi.“ Þessi sérfræðiþekking og samvinna við erlenda samstarfsmenn á stærri sjúkrahúsum er ókeypis fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi. Helga segir vera ákveðinn skilning á þessu hjá heilbrigðisyfirvöldum en svona hafi þetta gengið ár eftir ár, læknar sinni þessu samstarfi í frítímanum sínum. „En það gengur ekki til lengdar að vísindavinna sé eingöngu stunduð á kvöldin og um helgar þegar hefðbundinni klínískri vinnu sé lokið og upplifun mín er að ný kynslóð lækna láti ekki bjóða sér þetta. Ungt fólk vill geta sinnt börnunum sínum, áhugamálum og hreyfingu. Eiga frítíma utan vinnutímans. Við þurfum hreinlega að skipuleggja okkur betur og fá fjármagn í rannsóknir.“ Borgarbúi fædd á Skaganum Helga er fædd á Akranesi en hefur frá tveggja ára aldri búið á höfuðborgarsvæð­ inu fyrir utan árin 12 erlendis. Móður­ ættin af malbikinu en föðurættin úr Borg­ arfirði og teygir anga sína til Flateyjar á Breiðafirði. Spurð hvort hana langi aftur til starfa ytra, bendir hún á að Gunnar Stefánsson maður hennar stundi enn hálft starf í Svíþjóð við Chalmers­tækniháskólann í Gautaborg auk þess sem hann er prófess­ or við HÍ. Sahlgrenska hafi haldið opnu fyrir hana og hún verið í 8 ára launalausu leyfi. „En þetta er alltaf spurning um að vera þar sem stórfjölskyldan býr. Þar sem ræturnar eru.“ Helga segir að breyta þurfi vinnumenn- ingu spítalans svo vísindin njóti sín. L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 559 L Æ K N A B L A Ð IÐ • 12. tbl. 106. árg. • D esem ber 2020 2020; 106: 559-614 T H E I C E L A N D I C M E D I C A L J O U R N A L Læknablaðið 1 2 / 2 0 2 0 1 0 6 . á r g a n g u r : 5 5 9 - 6 1 4 Raddir lækna erlendis: Guðrún G. Björnsdóttir, Helgi Jóhannsson, Jón Atli Árnason Le iða ra r Helga Ágústa Sigurjónsdóttir Nýr ritstjóri brýtur glerþak frá 1915 Erna Sif Arnardóttir Fékk 2,5 miljarða til svefnrannsókna Davíð O. Arnar Erfðavísindi og snjalltækni Magnús Gottfreðsson Kamilla Sigríður Jósefsdóttir Stoðnet í ristli og endaþarmi Áhrif lungnasjúkdóma og reykinga á greiningu COVID-19 MS: meðganga og fæðing Læknablaðið á sér mörg líf og birtingarform: hér er kápan af desemberblaðinu, hlaðvarpssíða blaðsins og heimasíðan. Það er gæðastimpill að ritrýnt efni og leiðarar í Læknablaðinu séu skráðir á PubMed og það er mjög mikilvægt fyrir íslenska lækna og lesendur. – Greinin Lifrarbólguveira E: Umræða um tvö íslensk tilfelli úr nóvemberblaðinu 2020 komin á PubMed. Tafla úr ScholarOne sem sýnir fjölda og tegundir ritrýndra greina blaðsins á árinu 2020. Rannsóknargreinar vega þyngst. Google Analytics bregður ljósi á umferð um heimasíðu blaðsins, – í skífuritinu sést hvaðan umferð inn á síðuna hefur komið árið 2020.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.