Morgunblaðið - 11.05.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.05.2020, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 1. M A Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  110. tölublað  108. árgangur  ÖLL PLÖN UM AFMÆLISFAGN- AÐ SETT Á SALT FRAMÚR- SKARANDI MYNDIR TAKI HÁLFTÍMA Á DAG TIL AÐ LESA LJÓÐ LJÓSMYNDAVERÐLAUN 10 MÆLT MEÐ Í KÓFINU 29SUNNA GUNNLAUGS 24-25 Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Til að forða Icelandair frá gjaldþroti verða flugfreyjur og flugmenn fé- lagsins að taka á sig launalækkun á bilinu 50-60%. Þá verður nýr kjarasamningur að gilda til fimm ára og vera auk þess uppsegjanlegur að hálfu Icelandair að samningstíma loknum. Þetta seg- ir ráðgjafi eins af stóru hluthöfum Icelandair. Að hans sögn er ekkert annað í stöðunni en að setja félagið í þrot og hefja endurreisn á nýrri kennitölu náist ekki samningar þar sem skera tekst niður einingarkostn- að um framangreindar prósentutöl- ur. Að auki þurfi að fjarlægja fjölda annarra takmarkandi atriði úr samn- ingunum. Þá verði stjórnendur Ice- landair að gera starfsmönnum fyrir- tækisins grein fyrir alvarleika stöðunnar. Það sé einungis hægt með því að sýna að þeir séu reiðu- búnir að setja félagið í þrot. Lítil- legar skerðingar muni jafnframt engu skipta fyrir félagið, sem nú standi frammi fyrir því að safna fjár- hæð er nemi um þreföldu markaðs- virði þess. Samkvæmt upplýsingum frá for- svarsmönnum hluthafa sem Morgunblaðið hefur rætt við er hugsanlegt að væntanlegt hlutafjár- útboð Icelandair geti tekið breyting- um. Ekki sé hægt að útiloka að félag- ið muni þess í stað reyna að safna fjármagni með útgáfu breytanlegra skuldabréfa, en með því er fjárfest- um veitt trygging af einhverju tagi gegn því að leggja félaginu til fé. Staðan orðin grafalvarleg  Óhjákvæmilegt að laun hjá Icelandair lækki um 50-60%  Gjörbreyta verður kjarasamningum til að gera félagið samkeppnishæft  Útboð geti tekið breytingum MLauna verða að lækka verulega »4 Þessum fjörugu stúlkum virtist ekki leiðast það að leika sér sundlauginni í Reykjarfirði í Árneshreppi í sólskini og sumarveðri á laugardag. Nú styttist í að börn sem og fullorðnir annars staðar af landinu geti farið í sund, því til stendur að aflétta takmörkunum á því 18. maí næstkomandi. Sundlaugin í Reykjarfirði er í einkaeigu. Hún var byggð árið 1938 og er 20 metra löng. Einn, tveir og hoppa Ljósmynd/Guðlaugur J. Albertsson Krakkar nutu veðurblíðu í Reykjarfirði og fóru í sund  Alls bárust 57 umsóknir til um- boðsmanns skuldara í aprílmánuði, talsvert færri en bárust í mars. Um- boðsmaður skuldara telur þó lík- legt að umsóknum eigi eftir að fjölga eftir því sem líður á sumarið og haustið, þegar uppsagnarfrestir taka að renna út. Hún segir að í kjölfar bankahrunsins hafi umsókn- ir ekki tekið að berast til embættis- ins fyrr en mörgum mánuðum síð- ar. Það sé því viðbúið að afleiðingar kórónuveirufaraldursins taki tíma að koma inn á borð embættisins. Því sé mikilvægt að undirbúa sig fram í tímann og finna lausnir til að takmarka þann fjölda sem eigi í greiðsluvanda fyrir fram. „Ég hef það á tilfinningunni að þetta sé lognið á undan storminum,“ segir umboðsmaður. »6 Telur að umsóknum fjölgi með haustinu Útkljá þarf fyrir Félagsdómi ágrein- ing sem uppi er á milli ríkisins og Fé- lags íslenskra náttúrufræðinga um at- kvæðagreiðslu meðal náttúrufræðinga um nýlegan kjarasamning félagsins. Félag íslenska náttúrufræðinga birti á dögunum niðurstöður atkvæða- greiðslu félagsmanna um kjarasamn- inginn sem gerður var í byrjun apríl og greindi frá því að samningurinn hefði verið felldur. 51,2% sögðu nei, 48,8% já og 21 skilaði auðu. Samninganefnd ríkisins er hins veg- ar á þeirri skoðun að samningurinn hafi í reynd verið samþykktur og hefur nú verið ákveðið að vísa deilunni til úr- skurðar Félagsdóms. Heldur SNR því fram að ef hlutfall þeirra er kusu gegn samningnum sé vegið á móti heildar- fjölda greiddra atkvæða nemi það ein- ungis 49,3% og nái ekki hlutfalli sem tilskilið er í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Hliðstæður ágreiningur kom upp árið 2015 þegar lögreglumenn greiddu atkvæði um nýjan kjarasamning. Þá sögðu 48,5% já, 49,6% nei en 11 skiluðu auðu. Varð niðurstaða lögfræðinga samt sú að sá samningur hefði ekki verið felldur. »14 Félagsdómur greiði úr deilu um kosningu Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Umfang ábyrgðar ríkissjóðs á stuðningslánum til fyrirtækja sem orðið hafa fyrir tímabundnu tekju- falli sökum áhrifa og útbreiðslu kórónuveirunnar gæti numið 40 milljörðum króna að mati mat fjár- mála- og efnahagsráðuneytisins. Tillaga um breytingar á frum- varpi til fjárstuðnings minni fyrir- tækja var afgreidd í efnahags- og viðskiptanefnd um helgina. Ágæt samstaða var um málið að sögn Óla Björns Kárasonar, formanns nefndarinnar. Ráðgera má að breytt frumvarp verði tekið fyrir á Alþingi á þriðjudag. Nýtt frumvarp felur í sér umtalsverðar breytingar en upphaflega var gert ráð fyrir 100% ríkisábyrgð á að hámarki sex milljón króna stuðningslánum til fyrirtækja. Verði frumvarpið sam- þykkt með breytingum verður há- markslánsfjárhæðin tíu milljónir króna með 100% ríkisábyrgð auk þess sem 85% ríkisábyrgð verður á lánum á bilinu 10-40 milljónir króna. » 11 40 milljarða ríkisábyrgð  Umfang ábyrgðar ríkissjóðs á stuðningslánum eykst Morgunblaðið/Styrmir Kári Alþingi Frumvarpið er til umfjöll- unar í efnahags- og viðskiptanefnd. Samninganefnd Eflingar undirrit- aði í gærkvöldi kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) eftir tæplega 14 klukku- stunda viðræður. Verkfalli Eflingar gagnvart SÍS var þar með aflýst og ganga félagsmenn til starfa með venjubundnum hætti í dag. Verk- fall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarn- arnesbæ, Mosfellsbæ, Ölfusi og Hveragerðisbæ hafði staðið yfir frá því á þriðjudag. Í tilkynningu frá Eflingu segir að kveðið sé á um hækkun lægstu launa með sérstakri aukagreiðslu að fyrirmynd kjarasamnings Efl- ingar við Reykjavíkurborg. Önnur meginatriði samningsins eru sam- tals 90 þúsund króna hækkun grunnlauna í grunnþrepi yfir samningstímann, stytting vinnuvik- unnar, 61 þúsund króna árlegt framlag í nýjan félagsmannasjóð og fleira. »6 Efling og SÍS ná samningi  Verkfalli aflýst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.