Morgunblaðið - 11.05.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.05.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2020 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í 60 ára Hanna ólst upp að mestu á Akranesi en býr í Kópavogi. Hún er læknaritari að mennt og er læknarit- ari á geislameðferð Landspítalans. Maki: Ólafur Jensson, f. 1959, sölustjóri hjá Ískraft rafiðn- aðarverslun. Börn: Jens, f. 1978, Erna Hrönn, f. 1981, og Brynjar, f. 1985. Barnabörnin eru orð- in sjö og eitt langömmubarn. Foreldrar: Sigurður Jónsson, f. 1925, d. 2000, verkamaður, og Karen Guðlaugs- dóttir, f. 1929, d. 2012, húsmóðir. Þau voru síðast búsett á Húsavík. Hanna Maídís Sigurðardóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Taktu þér tak því nauðsynlegt er að þú hafir fulla yfirsýn yfir fjármálin svo þau fari ekki í rugl. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú hefur það réttilega á tilfinning- unni að draumar þínir séu að rætast. Láttu þínar eigin þarfir njóta forgangs, það er nauðsynlegt annað veifið. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ef þér finnst brotið á þér áttu ekki að hika við að standa á rétti þínum og láta í þér heyra. Þú færð boð í brúðkaup. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þótt þú hafir sett markið hátt er engin ástæða til að ætla annað en þér tak- ist að ná því. Hafðu ekki áhyggjur af því að þú sért of bjartsýn/n, einmitt það breytir öllu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert gædd/ur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Leitaðu aðstoðar vegna þessa. Gamlir vinir munu hafa samband. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú þarft að venja þig af því að vera alltaf á síðustu stundu með alla hluti. Sinntu þínu vel og af samviskusemi. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er engin minnkun fólgin í því að leita sér hjálpar þegar verkefnin eru að vaxa manni yfir höfuð. Byrjaðu á því að koma skipulagi á heimilisbókhaldið. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert sérlega kraftmikil/l í dag og vilt leggja þig alla/n fram við það sem þú ert að gera. Þér gengur illa að standa við loforð þitt um hreyfingu á hverjum degi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Reyndu að hemja fljótfærni þína í dag. Gömul sár ýfast upp þegar þú hittir gamlan vin, en ekki hafa áhyggjur, hlutirnir verða betri á eftir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert góður í að hlusta á aðra og vera öxlin sem þeir geta grátið við. Þolinmæði þrautir vinnur allar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Heimili, fjölskylda, fasteignir og málefni því tengd eru aðalverkefni þín þessa dagana. Að staðna er ekki til í þinni orðabók. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ef þú segir meiningu þína máttu eiga von á að einhver valdabarátta komi upp á vinnustað. Gefðu þér tíma til að sinna áhugamáli þínu. á íslensku tónlistarverðlaunum og var valin flytjandi ársins 2015. Sunna hlaut viðurkenningu úr minning- arsjóði Kristáns Eldjárns 2014. Tríó- ið hefur verið iðið við að koma fram erlendis og ætíð fengið mjög jákvæða dóma í erlendum djassmiðlum. Sunna kenndi við Tónskóla Eddu Borg og í Tónheimum þegar hún flutti til Íslands en tók hlé frá tónlist- inni í eitt ár er hún starfaði sem graf- ískur hönnuður hjá HM Markaðs- samskiptum. Sunna sneri sér aftur að tónlistinni 2007 og kenndi við Tón- tríó Sunnu gaf frá sér diskinn Long Pair Bond 2011 og fékk hann frábæra dóma víða um heim. Distilled kom út 2013, Cielito Lindo 2015 og Ancestry með gestaleikaranum Verneri Pohjola 2018. Árið 2016 gerði Sunna diskinn Unspoken með Hollend- ingnum Maarten Ornstein. Tríóið var Tónlistarhópur Reykjavíkur 2013 og einn af fulltrúum Íslands á Nordic Cool hátíðinni í Kennedy Center í Bandaríkjunum. Sunna hefur hlotið ótal tilnefn- ingar fyrir tónsmíðar og hljóðritanir S unna Gunnlaugsdóttir fæddist í Reykjavík 11. maí 1970 og ólst upp á Seltjarnarnesi. Hún gekk í Mýrarhúsaskóla og Val- húsaskóla og varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1990. Sunna stundaði tónlistarnám við Tónskóla Emils en fékk inngöngu í FÍH 1988. Þar hóf hún nám í djass- píanóleik undir leiðsögn Carls Möller. Árið 1993 hélt Sunna vestur um haf og stundaði nám í djasstónlist við William Paterson College í New Jer- sey og lauk bachelorgráðu árið 1996. Hún stundaði einkanám hjá Jim McNealy í eitt ár. 2003 hóf Sunna nám í Communication Design við Pratt Institute í New York og út- skrifaðist með meistaragráðu í faginu 2005. Hún hlaut gullverðlaun í hönn- unarkeppni Morgunblaðsins, Prent- tæknistofnunar, Samtaka iðnaðarins og Félags bókagerðarmanna 2004. Gifti sig í lok tónleikaferðar Sunna gaf út fyrsta disk sinn, Far far away, árið 1997. „Ég fór síðan í tónleikaferð hringinn í kringum Ís- land með tríói mínu og endaði á að giftast trommuleikaranum í tríóinu í Seltjarnarneskirkju.“ Árið 2000 kom út diskurinn Mindful, sem var valinn af stórblaðinu Washington Post sem einn af 10 bestu diskum ársins. Árið 2002 fór kvartett hennar í fyrstu tón- leikaferð sína um Evrópu og lék 19 tónleika á 21 degi, sama ár léku þau á stærstu djasshátíðum Kanada: Van- couver, Victoria, Toronto og Mont- réal. „Að þeirri ferð lokinni hafði ég á orði við Scott eiginmanninn minn að nú ættum við bara eftir að fara til Japan. Næsta morgun var kominn tölvupóstur með boði um að koma fram í Tókýó. Ég hélt að Scott væri að gera at í mér en svo var ekki og kvartettinn fór til Japan.“ Diskurinn Fagra veröld kom út 2002, Live in Europe kom út 2003 og náði inn á topp 10 á djassútvarps- stöðvum í Kanada og Bandaríkj- unum, Songs from Iceland kom út 2009, The Dream 2010 og náði í 2. sæti á útvarpsstöðum í Kanada og top 20 í Bandaríkjunum. Hið íslenska listarskóla Reykjanesbæjar, Lista- skóla Mosfellsbæjar, Tónlistarskóla Kópavogs og Tónskóla Garðabæjar þar sem hún kennir enn. Á meðan Sunna bjó í New York gerði hún þættina Jazz Gallery New York fyrir RUV og tók viðtöl við þekkta djass- leikara í borginni. Virk í að efla senuna Sunna settist í stjórn Jazzhátíðar Reykjavíkur 2015 og tók sæti í Jazz- deild FÍH. „Ég ákvað að leggja mitt af mörkum til að efla senuna. Ég hafði reyndar strax við heimkomu 2005 gefið Jazzklúbbnum Múlanum nýtt lógó og hannaði kynningarefni Múlans um tíma í sjálfboðavinnu.“ Í Jazzdeild FÍH hafði Sunna frum- kvæði að því að fagna alþjóðlega djassdeginum 30. apríl í núverandi mynd og að gefinn yrði út á geisla- disk sampler með íslenskum sam- tímadjassi sem dreift var á ráðstefnu Europe Jazz Network, JazzAhead ráðstefnunni og fór til 7.000 áskrif- enda djasstímaritsins Jazzthetik í Þýskalandi. Í gegnum Jazzhátíð Reykjavíkur kynntist Sunna starfi Europe Jazz Network og hefur sótt árlegar ráðstefnur samtakanna frá 2015. Árið 2018 var hún kosin í stjórn Europe Jazz Network og er virk í starfi samtakanna um að efla djass- senuna um alla Evrópu. Sunna dró sig í hlé frá Jazzdeild FÍH 2018 og Jazzhátíð Reykjavíkur 2019. Hún stofnaði Freyjujazz 2017 með það markmið að gera konur í djassi sýnilegri. Freyjujazz hefur hlotið tilnefningu sem viðburður árs- ins á Íslensku tónlistarverðlaununum sín þrjú starfsár og tók verðlaunin heim fyrsta árið. Sunna og Scott ýttu tónleikaröðinni Jazz í Salnum úr vör haustið 2018. Sunna hefur einnig skrifað tónlist fyrir kvikmyndirnar Reykjavík, 2016 og Pity the Lovers, 2019 og sjón- varpsþættina Dagur í lífi þjóðar, 2016 og Jól í lífi þjóðar, 2018. „Ég hef mikinn áhuga á ferðalög- um og hef því notið þess að sækja heim á tónleikaferðalögum staði sem hinn dæmigerði ferðamaður kemur ekki endilega á, upplifa matarmenn- ingu og náttúru. Sunna Gunnlaugsdóttir tónlistarkona – 50 ára Fjölskyldan Sunna, Scott, Elsa og Isabella stödd í Kaupmannahöfn 2019. Mikilsvirtur píanóleikari Tríóið Þorgrímur Jónsson, Scott og Sunna í Moskvu 2018. 30 ára Ingunn ólst upp í Kópavogi og Ohio en býr í Kópa- vogi. Hún er með BS- gráðu í umhverfis- fræði frá Furman Uni- versity og var á golfstyrk þar og lauk MPA-námi í umhverfisstjórnsýslu frá Col- umbia University. Ingunn er í doktors- námi í sjálfbærri orkuþróun við HÍ. Maki: Mikael Dubik, f. 1990, tölvunar- fræðingur hjá NetApp. Foreldrar: Kristín Þórisdóttir, f. 1961, húðlæknir, búsett í Garðabæ, og Gunnar Jónsson, f. 1960, hæstaréttarlögmaður hjá Mörkinni, búsettur í Kópavogi. Ingunn Gunnarsdóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.