Morgunblaðið - 11.05.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.05.2020, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2020 10. maí 1970 Skagamaðurinn Matthías Hallgrímsson skorar þegar Ís- land gerir 1:1 jafntefli gegn áhugamannaliði Englands í vináttulandsleik í Reykjavík. Um sjö þúsund manns sáu leikinn samkvæmt Morgun- blaðinu. Blaðið segir þá Jó- hannes Atlason og Elmar Geirsson vera bestu menn ís- lenska liðsins. 10. maí 1974 Hinn 17 ára gamli Atli Eð- valdsson skorar fyrir Val með fyrstu snertingu sinni í fyrsta meistaraflokksleiknum þegar liðið gerir 2:2 jafntefli gegn KR. Ágúst Ingi Jónsson lýsir markinu með þeim hætti í Morgunblaðinu að Atli hafi sent knöttinn í netið með þrumuskoti af 25 metra færi. Birgir Einarsson skorar einn- ig fyrir Valsmenn en mörk KR skorar Ísfirðingurinn Jóhann Torfason. 11. maí 1985 Sigurður Sveinsson skorar 9 mörk fyrir Lemgo í 22:18 sigri á Hofweier í þýsku bundeslig- unni í handknattleik. Þar með er Sigurður orðinn marka- hæsti maður deildarinnar þeg- ar aðeins ein umferð er eftir og hefur skorað 180 mörk. 11. maí 2000 Katrín Jónsdóttir skorar 8 mörk fyrir Kol- botn gegn Skjet- ten í norsku bikarkeppninni. Væri það býsna gott í hand- knattleik en Katrín er lands- liðskona í knatt- spyrnu. Lék hún á miðjunni í fyrri hálfleik en í sókninni í þeim síðari. Kolbotn vann 18:0. 11. maí 2002 Knattspyrnuþjálfarinn Guðjón Þórðarson kemur Stoke City upp í ensku b- deildina eftir 2:0 sigur gegn Brentford í Cardiff. Arnar Gunnlaugsson, Bjarni Guð- jónsson, Brynjar Björn Gunn- arsson, Pétur Marteinsson og Ríkharður Daðason koma við sögu hjá liðinu á tímabilinu. 11. maí 2008 Ólafur Stefánsson er Evrópu- meistari karla í handknatt- leik með spænska lið- inu Ciudad Real eftir frækinn úti- sigur á Kiel, 31:25, í seinni úrslitaleik liðanna í Þýska- landi. Kiel hafði unnið fyrri leikinn á Spáni, 29:27. Ólafur fer á kostum í Kiel og skorar 12 mörk í 14 skotum hjá þýsku meisturunum, ásamt því að krækja í nokkur vítaköst og eiga fjölda stoðsendinga. Þetta er í þriðja sinn sem Ólaf- ur er Evrópumeistari. 11. maí 2014 Þormóður Árni Jónsson glímir til úrslita á Evrópubikarmóti í júdó í London. Þormóður tap- ar fyrir ítölskum andstæðingi í úrslitum og fær því silfur- verðlaun. Er þetta fyrsta keppni Þormóðs erlendis eftir að hafa slitið vöðvafestingu í upphandlegg ári áður. Á ÞESSUM DEGI fyrir þetta verkefni. Ég hefði ekki tek- ið við liðinu ef kórónuveirufaraldurinn hefði ekki blossað upp. Ég hefði ekki spilað handbolta fram í júní með bæði PSG og landsliðinu og farið svo beint í eitthvert þjálfarastarf í Þýskalandi. Ég er hins vegar búinn að vera í smá fríi núna og fengið nægan tíma til þess að undirbúa mig. Ég hef fengið tíma til að átta mig á stöðunni hjá fé- laginu og þetta er engin draumastaða fjárhagslega séð, líkt og hjá öðrum lið- um. Vonandi tekst mér samt sem áður að búa til ágætis lið og það er mikill vilji til þess að rífa félagið aftur upp á þann stað sem það var eitt sinn á. Hvort það er hægt og hvort ég er rétti maðurinn í starfið þarf svo bara að koma betur í ljós.“ Fá mistök í boði Guðjón hefur spilað fyrir marga þjálfara á ferli sínum, en hann hefur sjö sinnum orðið landsmeistari í fjór- um löndum. Hann varð danskur meistari með AG Kaupmannahöfn 2012, Þýskalandsmeistari með Kiel 2013 og 2014 og með Rhein-Neckar Löwen 2017. Þá varð hann spænskur meistari með Barcelona 2015 og 2016 og loks Frakklandsmeistari með PSG 2020. „Það er hægt að læra eitthvað af öllum þjálfurum, bæði góðum og lé- legum. Það poppa líka upp augna- blik, þegar maður horfir til baka, þar sem maður hugsar að það hefði kannski verið hægt að gera hlutina öðruvísi en þjálfarinn bað mann um að gera þá. Það er því hægt að læra eitthvað af flestum augnablikum þótt maður læri auðvitað mest í mót- læti og af þeim mistökum sem maður gerir á lífsleiðinni. Stóra vandamál þjálfarans er hins vegar að það er ekki í boði að gera neitt svakalega mörg mistök því þá missir maður starfið. Það hefur komið oft fram að ég hef haft frá- bæra þjálfara í gegnum tíðina. Sem leikmaður hef ég setið fundi þeirra og séð hvernig þeir haga sér á æfing- um en það er sjaldan sem maður fær að skyggnast á bakvið tjöldin í und- irbúningsvinnu þeirra. Núna er ég þess vegna að vinna það upp með því að hringja í þá og bögga þá aðeins,“ útskýrði Guðjón. Fullur ábyrgðar Guðjón varð markakóngur þýsku 1. deildarinnar á fyrsta tímabili sínu með Gummersbach árið 2006, en hann er annar Íslendingurinn til þess að þjálfa liðið á eftir Alfreð Gíslasyni, sem stýrði liðinu á ár- unum 2006 til 2008. Hornamaðurinn fyrrverandi er hins vegar óviss um það hvort það hjálpi honum hversu stutt það er síðan skórnir fóru á hill- una þegar kemur að nálægð við leik- menn og annað. „Satt best að segja veit ég það hreinlega ekki. Það gæti alveg hjálpað mér en svo gæti líka verið að ég sé hreinlega of mikill leikmaður ennþá og ekki kominn með nægilega mikla fjarlægð. Þetta fer allt eftir því hvernig maður snýr hlutunum og lítur á þá. Það er með þetta eins og allt ann- að í lífinu, ég fer inn í þetta verkefni fullur ábyrgðar og mun ekki kenna neinum nema sjálfum mér um þau mistök sem ég mun gera. Það er ekki hægt að horfa of mikið á aðra og hvernig þeir hafa gert hlutina. Ég er óreyndur þjálfari, burtséð frá því hvar ég hef spilað sem leik- maður, þannig að ég mun fara til Gummersbach og gefa allt mitt í verkefnið. Vonandi dugar það og það er óskandi að ég kolfalli fyrir þjálfarastarfinu í leiðinni,“ bætti Guðjón Valur við í samtali við Morgunblaðið. Þarf að læra sund- tökin á mettíma  Guðjón Valur Sigurðsson snýr aftur á fornar slóðir hjá Gummersbach Morgunblaðið/Golli Kollegar Guðjón Valur Sigurðsson og Guðmundur Þórður Guðmundsson ræða leikskipulag í aðdraganda hinnar sögulegu keppni, EM 2010. Þeir verða í Þýskalandi næsta vetur sem þjálfarar Gummersbach og Melsungen. HANDBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Fyrrverandi landsliðsfyrirliði Ís- lands í handknattleik, Guðjón Valur Sigurðsson, kveðst vera að hoppa út í djúpu laugina með því að taka við B-deildarfélagi Gummersbach. Guðjón, sem verður 41 árs gamall í ágúst, lagði skóna nokkuð óvænt á hilluna í lok apríl og var ráðinn þjálf- ari þýska liðsins fjórum dögum síðar, 3. maí, en hann skrifaði undir tveggja ára samning í Þýskalandi. Guðjón þekkir vel til hjá félaginu eftir að hafa leikið með liðinu á ár- unum 2005 til 2008, en liðið, sem er það næstsigursælasta í Þýskalandi á eftir Kiel, féll úr efstu deild í fyrsta sinn vorið 2019. „Ég er fyrst og fremst spenntur fyrir þessu verkefni og ég hlakka mikið til,“ sagði Guðjón í samtali við Morgunblaðið. „Maður er að fara að- eins út fyrir þægindarammann og reyna að fóta sig á nýjum slóðum. Ég er í raun bara að hoppa út í djúpu laugina og vonandi kann maður að synda. Ef ekki, þá þarf maður að læra það ansi fljótt. Það eru gerðar væntingar til mín þarna en það hefur líka fylgt hand- boltaferli mínum að ég hef spilað með liðum þar sem kröfurnar hafa verið ansi miklar. Ef maður hefði ekki viljað hafa hlutina þannig hefði maður að öllum líkindum bara endað í einhverjum þægilegheitum í bumbubolta. Ég vil standa mig sem allra best en ég geri mér líka grein fyrir því að ég er með stórt skot- mark á bakinu. Ég er að koma inn í þjálfaraheim- inn með litla sem enga reynslu, frá liðum þar sem væntingarnar hafa verið miklar, og það er ekkert öruggt að ég muni ná árangri sem þjálfari. Ég er gríðarlega stoltur og ánægður með það traust sem mér hefur verið sýnt hjá Gummersbach og ef ég get ekki staðið undir því þarf ég einfaldlega að finna mér eitt- hvað annað að gera.“ Kórónuveiran áhrifavaldur Atvinnumannaferill Guðjóns Vals spannar tæplega tuttugu ár, en hann lék síðast með meistaraliði PSG í Frakklandi. Liðið var krýnt meistari þar í landi eftir að tímabilinu var af- lýst vegna kórónuveirunnar en Guð- jón Valur hefur fengið góðan tíma til þess að taka ákvörðun um næstu skref á ferli sínum vegna heimsfar- aldursins. „Það sem spilar mest inn í þá ákvörðun mína að taka við liðinu á þessum tímapunkti er tíminn sem ég hef haft til þess að undirbúa mig Ónefndur leikmaður spænska körfuknattleiksliðsins Zaragoza greindist með kórónuveiruna á dögunum samkvæmt fjölmiðlum á Spáni. Tryggvi Snær Hlinason er leikmaður Zaragoza en ekkert hef- ur verið leikið á Spáni síðan 8. mars síðastliðinn vegna kórónuveiru- faraldursins. Kórónuveirusmitið í herbúðum Zaragoza gæti gert það að verkum að tímabilið á Spáni verði endan- lega blásið af, en Zaragoza er í þriðja sæti spænsku úrvalsdeildar- innar með 32 stig. Smit í herbúðum Zaragoza Ljósmynd/FIBA Spánn Tryggvi Snær Hlinason í kunnuglegri stöðu með Zaragoza. Ónefndur leikmaður enska knatt- spyrnufélagsins Brighton greindist með kórónuveiruna um helgina samkvæmt enskum fjölmiðlum. Leikmaðurinn er sá þriðji hjá úr- valsdeildarliðinu sem greinist með veiruna á stuttum tíma. Á morgun, mánudag, munu fé- lögin í ensku úrvalsdeildinni funda um framtíð deildarinnar, en vonir standa til þess að keppni í deildinni geti hafist á nýjan leik í júní. Brighton er sem stendur í fimm- tánda sæti ensku úrvalsdeildar- innar með 29 stig. sport@mbl.is Þriðja smitið hjá Brighton AFP Brighton Tony Bloom, stjórnar- formaður félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.