Morgunblaðið - 11.05.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.05.2020, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2020 Í síðasta pistli sagði ég frá baráttu Grikkja við kórónuveiruna og þeim góða árangri sem hefur unnist vegna þátttöku allrar þjóðarinnar í þessu ójafna stríði. Ég ber því ekkert nema virðingu fyrir þessari þjóð sem hef- ur þurft að ganga í gegnum eld og brennistein í gegnum tíðina. Ef við lítum á 20. öldina þá erum við að horfa á Balkanskagastríðin, fyrri heimsstyrjöldina, stríð við Tyrki, seinni heimsstyrjöldina, stjórn- arkreppur, tvær herforingjastjórnir og gjaldþrot. Og þetta er bara það sem ég man í fljótu bragði. 21. öldin hélt síðan innreið sína með 10 ára fjármálakreppu, innflytjendavanda- málinu og núna síðast með árás Tyrkja á austurlandamærin í Evros og kórónuveirunni. Fjármálakreppan lamaði atvinnulíf í landinu, laun og eftir- laun voru skorin niður um helming, á meðan skattar hækkuðu og lán féllu. Grikkland var kallað svarti sauðurinn í Evrópu og þurfti að þola þunga refsingu fyrir fjármálasvall sem að mestu leyti, en ekki öllu, var þess eigin sök. Innflytjendur hafa verið að koma úr austri og frá Afríku í 20 ár, þótt það hafi ekki orðið fréttnæmt fyrr en fyrir nokkrum árum þegar Sýrlendingar flýðu heimaland sitt. Grikkir þurftu því að taka á þessu vandamáli á sama tíma og margir landsmenn voru að lepja dauðann úr skel. Í dag eru hundruð þúsunda flóttamanna í landinu og Grikkir eru að reyna að leysa vandamál sem þeir höfðu í rauninni engan þátt í að skapa sjálfir. Önnur lönd í Evrópusam- bandinu, og þá sérstaklega Þýska- land, friða samviskuna með pen- ingastyrkjum en vilja ekki taka á móti fleiri flóttamönnum. Allir gagnrýna Grikkland en finnst samt ágætt að nota það sem geymslu sálna þar sem fólki er pakkað sam- an í yfirfullar flóttamannabúðir. Fjármálakreppan er að mestu leyti yfirstaðin með hjálp ferðamanna sem hafa hópast til Grikklands síð- ustu árin, en innflytjendakreppan mun því miður halda áfram um ókomin ár. Ofan á þetta kemur svo innrás Tyrkja á austurlandamæri Grikk- lands og Evrópu í Evros. Einræðis- herra Tyrklands, Tayyip Erdogan, hóf áróður gegn Grikklandi þar sem hann notaði flóttamenn frá hinum og þessum löndum til þess að þrýsta á Grikkland og þar með Evrópu. Ástæðan fyrir þessu var sú að hann vildi fá meiri hjálp frá Evrópu á austurlandamærum landsins þar sem Tyrkir eru í stríði við Kúrda í Sýrlandi. Allar fréttir sem komu og koma frá Tyrklandi um samskipti Tyrkja og Grikkja eru falsfréttir. Einungis hótanirnar eru sannar og síðast í gær tilkynnti utanríkis- ráðherra Tyrklands að flóttamenn- irnir yrðu sendir aftur til landa- mæra Grikklands þegar kórónu- veiran væri yfirstaðin. Þessi þrýstingur frá Tyrklandi er ekki nýr af nálinni. Frá barnsaldri verða Grikkir að venjast þessari ógn frá nágrannanum í austri. Tyrkir brjóta alþjóðalög með því að senda herskip og herflugvélar inn fyrir lögsögu Grikklands á hverjum einasta degi, á meðan NATO og Evrópusambandið horfa í hina átt- ina eins og venjulega. Sem betur fer virðist nýja ríkis- stjórnin sem vann kosningarnar í fyrra vera að reyna að taka öll þau vandamál sem upp koma föstum tökum og loksins er Grikklandi stjórnað af verðugum leiðtoga, ung- um manni að nafni Kyriakos Mitso- takis. Hann tók við ríki sem var að skríða út úr 10 ára fjármálakreppu, en bretti strax upp ermarnar og hóf strax baráttuna við að styrkja fjár- hag ríkisins og létta hag fólksins í landinu. En þá skall veiran á og hún er í rauninni aðeins nýjasta áfallið í langri röð áfalla í Grikk- landi. Í þetta skipti virðist nýja ríkisstjórnin vera að taka vel á mál- unum ásamt góðri hjálp vísinda- manna og fólksins í landinu. Fram- tíðin mun svo sýna hvert áframhaldið verður. Góður árangur Grikkja Eftir Þóru Björk Valsteinsdóttur Þóra Björk Valsteinsdóttir »Hér er fjallað um Grikkland nútímans og gríska þjóðarsál. Við- brögð Grikkja við kór- ónuveirunni en einnig um þau áföll sem gríska þjóðin hefur þurft að takast á við á 21. öld- inni. Höfundur er sagnfræðingur og leiðsögukona. Bókmenntahluti Kiljunnar hjá RUV í síðustu viku fjallaði m.a. um bókina Stjörn- ur og stórveldi eftir Jón Viðar Jónsson og ræddu tveir gagnrýn- endur hana ásamt um- sjónarmanni. Bókin fékk í vetur verðlaun sem besta bók í flokki fræðibóka og rita al- menns eðlis og útgef- andi hennar tók við verðlaununum úr hendi forseta Íslands við hátíð- lega athöfn að Bessastöðum. Gagnrýnendur Kiljunnar fóru fögrum orðum um bókina, efnistök, ritstíl og vinnubrögð höfundarins og sögðu hana varpa nýju ljósi á ýmis- legt í leikhúsheiminum og ekki síst hvað gerðist á bak við tjöldin, á ár- unum 1925–1965, sem er tímabilið sem fjallað er um í bókinni. Og ann- ar gagnrýnendanna sagði svo orð- rétt: „Myndirnar í bókinni eru dásamlegar“. Þessi orð ýttu við mér og ég tel rétt að vekja athygli á leiðindavillum varð- andi myndirnar í bók- inni. Ég benti útgef- anda bókarinnar á villurnar í samtali ný- lega og hann harmaði þær, þegar hann áttaði sig á þeim, en um þær hefur samt ekkert ver- ið fjallað frekar af hon- um eða höfundi bókar- innar. Samkvæmt myndaskrá eru alls 164 myndir og teikningar í bókinni. Ég tek undir orð gagnrýnandans um myndirnar og þær gefa bókinni auk- ið gildi, enda frásagnir af leiksýn- ingum frekar þurrar án mynda. Í myndaskránni er við hverja mynd getið um nöfn leikara, leiksýningar, ljósmyndara og hver sé eigandi myndanna. Eins og gefur að skilja er þar að finna mikinn fjölda nafna. Af þessum 164 myndum eru 34 myndir, eða rúmlega 1/5 hluti, merktar ljósmyndara sem í bókinni heitir Vignir Sigurgeirsson. En eng- inn ljósmyndari var til með því nafni. Af einhverjum óskiljanlegum ástæð- um er þarna steypt saman nöfnum tveggja vel þekktra ljósmyndara sem starfandi voru á þessum árum þeirra; Sigurhans Vignir og Vigfús- ar Sigurgeirssonar. Eftirnöfn þeirra eru notuð til að búa til nafn það sem birt er sem höfundarnafn í mynda- skránni. Þegar myndirnar eru skoðaðar sést glöggt að margar þeirra eru áritaðar með nafni höfundar, þannig að ekki fer milli mála hver ljós- myndarinn er. Ég hlakkaði til að sjá myndirnar í bókinni þegar ég náði mér í hana fyrr í vetur, auk þess sem efni hennar er áhugavert og bókin verðlaunuð. Sigurhans Vignir var afi minn, ég þekki ljósmyndasafn hans og handbragð nokkuð vel og átti von á að sjá margar myndir hans í bók- inni. Eftir að hafa skoðað bókina rækilega sé ég að hann tók mikinn meirihluta þeirra 34 mynda sem eru ranglega merktar. Hans er hins veg- ar hvergi getið sem höfundar ljós- mynda í bókinni. Sigurhans notaði Vignir sem höf- undarnafn og áritaði myndir sínar þannig. Hann ljósmyndaði mikið fyr- ir Leikfélag Reykjavíkur fyrir 1950 en var síðan aðalljósmyndari Þjóð- leikhússins á fyrsta áratug starfsemi þess og myndaði nánast allar sýn- ingar í húsinu, auk þess að taka aðr- ar myndir fyrir Þjóðleikhúsið. Myndir hans frá þessum tíma hafa mikið gildi fyrir leiklistarsöguna, hafa ætíð vakið verðskuldaða athygli og stórar eftirtökur þeirra oft verið til sýnis á vegum leikhúsanna. Því miður þekki ég hins vegar ekki myndatökur Vigfúsar Sigur- geirssonar fyrir leikhúsin á þessum árum. Mér finnst verkum beggja þess- ara ágætu ljósmyndara sýnd mikil óvirðing með þeim vinnubrögðum sem birtast í bókinni og því sé rétt að vekja athygli á þeim hér. Það er líka umhugsunarefni hvernig vill- urnar gátu farið framhjá öllum sem að gerð bókarinnar komu, jafnt höf- undi, útgefanda sem öðrum. Bókin hefur svo væntanlega fengið mikla skoðun hjá dómnefnd þeirri sem valdi hana besta í sínum flokki eins og getið var um hér að ofan. Gagnrýnendur bókarinnar hafa heldur ekki bent á þessar villur og þar af leiðandi hefur hvergi opin- berlega verið vakin athygli á þeim eða leiðréttingum komið á framfæri. Ég reikna með að fleiri en ættingjar ljósmyndaranna geti gert kröfur um meiri vandvirkni við útgáfu bókar sem skilgreind er að hluta sem fræðirit. Villur í verðlaunabók Eftir Reyni Vignir Reynir Vignir »Mér finnst verkum beggja þessara ágætu ljósmyndara sýnd mikil óvirðing með þeim vinnubrögðum sem birtast í bókinni. Höfundur er viðskiptafræðingur og leikhúsáhugamaður. Þegar fjallað er um sjálfbærni pappírs og prentiðnaðar er mikil- vægt að skilja að stað- reyndir og sleggju- dóma. Pappírsiðnaður er leiðandi á heims- vísu í sjálfbærum að- föngum, endurnýjan- legri orku og hlutfalli endurvinnslu. Þrátt fyrir það eru mýtur um pappír lífseigar á meðal neytenda. Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra, var nýverið afhent fræðslurit um sjálfbærni pappírs í lýðveldisgarð- inum. Í ritinu er farið yfir sleggjudóma og staðreyndir sem varða vinnslu pappírs. Til dæmis þá staðreynd að pappírs- og prentiðnaður á norður- hveli jarðar tryggir heilbrigða og vaxandi nytjaskóga og notar virt vottunarkerfi sem tryggja að pappírinn sé unninn úr sjálfbærum skógi. Fræðsluritið er gefið út í sam- starfi Iðunnar fræðsluseturs, Sam- taka iðnaðarins, Grafíu og pappírs- innflytjenda og stuðst við rann- sóknir Alþjóðaefnahagsþingsins og kynningarefni frá alþjóðlegu sam- tökunum Two Sides, sem hafa það að mark- miði að upplýsa um sjálfbærni pappírs- og prentiðnaðar og styðj- ast eingöngu við vís- indalegar rannsóknir. Frá árinu 2005-2015 uxu evrópskir nytja- skógar um 44.000 fer- kílómetra, sem er stærra landsvæði en Sviss og sem nemur vexti á stærð við 1.500 fótboltavelli á hverjum degi. Á einu ári mun þroskað tré taka til sín um það bil 22 kg af koltvísýringi úr andrúms- loftinu og gefa frá sér súrefni í staðinn. Af því að pappír er unninn úr trjám geymir hann kolefni allan sinn líftíma. 78% bókatitla eru prentuð erlendis Það er full þörf á upplýsingu um sjálfbærni þessa iðnaðar, sem hefur átt undir högg að sækja og er oft stillt upp að ósekju sem óum- hverfisvænum kosti. Prentun færist einnig í auknum mæli út fyrir land- steinana. Nú er til dæmis svo kom- ið að 78% bókatitla eru prentuð er- lendis. „Mig minnir að Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur hafi sagt að ef bókin hefði verið fundin upp í gær myndi hún þykja hin besta snilld. Það þarf ekki að hlaða hana, 100% endurvinnanleg, meðfærileg og síð- ast en ekki síst, fallegur gripur.“ Þetta segir Andri Snær Magnason í pistli um bækur í nýjustu útgáfu Prentarans og veltir því upp hvort prentöryggi sé atriði sem þurfi að íhuga nú þegar prentun sé að miklu að færast út fyrir landsteinana. Vangaveltur Andra Snæs fela í sér mikilvæga spurningu. Viljum við prenta bækur á Íslandi í fram- tíðinni? Stuðningur okkar við íslenskan prentiðnað, sem er nátengdur menningarsögu okkar og bókelsku, fer sífellt minnkandi. Atvinna fjölda fólks er í hættu og sé maður veru- lega svartsýnn og búist ekki við auknum stuðningi stjórnvalda og almennings gæti maður ímyndað sér að það verði ekki prentað hér á landi í framtíðinni. Sumir segja að prentun sé hvort sem er deyjandi iðngrein og slíka grein eigi ekki að styðja. En miklar tæknibreytingar eru enginn dauði heldur fela í sér annars konar líf, þar sem minna er meira og gæði og sjálfbærni eru í fyrirrúmi. Merkileg menningarstoð Sú þróun að prentverk sé að flytjast úr landi er sorgleg og óum- hverfisvæn, kolefnissporið við að prenta bækur og annað efni erlend- is er nokkuð dýpra en að prenta það hér heima. Og jafnvel þótt við þurfum að flytja inn pappír til verksins. Prentverkið fléttast saman við myndmáls- og bókmenntasögu okk- ar Íslendinga og er reyndar merki- leg stoð í menningu okkar. Þessi sterka tenging gerir það að verkum að það væri hryggilegt ef iðnaður- inn legðist af vegna andvaraleysis. Með því að velja pappír og styðja við íslenskan prentiðnað ertu ekki í vonlausri baráttu fyrir deyjandi iðngrein heldur ertu að velja um- hverfisvænan og sjálfbæran kost, styðja íslenskt atvinnulíf og iðnað og að auki að leggja rækt við menningararf okkar. Ef bókin hefði verið fundin upp í gær Eftir Kristjönu Björgu Guðbrandsdóttur » Pappírsiðnaður er leiðandi á heimsvísu í sjálfbærum aðföngum, endurnýjanlegri orku og hlutfalli endur- vinnslu. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir Höfundur er sviðsstjóri prent- og miðlunarsviðs hjá Iðunni fræðslu- setri. Ljósmynd/hag Prentiðnaður Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir, Kristjana Guðbrands- dóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.