Morgunblaðið - 11.05.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.05.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Viðræðurnarum við-skipta- samband Breta við Evrópusambandið í kjölfar útgöngu Breta úr samband- inu hófust á nýjan leik í síðasta mánuði, en óumflýjanlegt var að fresta þeim eftir að for- ystumenn beggja samninga- nefnda veiktust af kórónuveir- unni. Þeir hafa nú báðir jafnað sig, sem betur fer, en eftir situr að um tveir mánuðir hafa farið til spillis vegna faraldursins. Var tíminn þó knappur fyrir, þar sem Bretar ætla sér að ljúka viðræðunum með eða án samnings fyrir lok þessa árs, en þá renna úr gildi þær undan- þágur sem Bretar hafa vegna útgöngunnar. Ekki kemur til greina af hálfu Breta að sæta þeim stundinni lengur, og hefur kórónuveirufaraldurinn frekar hvatt breska ráðamenn áfram í þeim fyrirætlunum. Þriðja viðræðulotan á að hefjast í dag, mánudag, en eng- in ástæða er til bjartsýni um að Bretar og Evrópusambandið færist nær samningi í þessari lotu frekar en þeim fyrri. Leið- togar Evrópusambandsríkj- anna höfðu vonast til að þeir gætu farið yfir árangur þessara viðræðna í næsta mánuði og um leið metið hvort ástæða væri til að halda þeim til streitu. En jafnvel þó að leiðtogarnir meti það svo virðist það fjar- lægur möguleiki að hægt verði að ná saman um samning sem öll aðildarríki ESB muni geta samþykkt áður en tímafrestur- inn rennur út við næstu ára- mót, en slíkur samningur þarf helst að liggja á borðinu fyrir 26. nóvember. Samningsmarkmið Evrópu- sambandsins hafa heldur ekki verið til að létta verkið fyrir mönnum, þar sem nokkur aðildarríkjanna virtust líta á þessa samninga sem tækifæri til þess að ná sér niðri á Bret- um fyrir meintar gamlar syndir breska heimsveldisins, allt frá marmarastyttunum sem Grikk- ir segja að tilheyri sér til Gíbr- altarskagans sem Spánverjar ágirnast. Þá eru fráleitar kröf- ur um áframhaldandi óbreyttan aðgang Evrópusambandsríkj- anna að breskum fiskimiðum ekki líklegar til að stuðla að samningi, enda hafa Bretar þvertekið fyrir að samþykkja nokkuð af því tagi. Michel Barnier, aðalsamn- ingamaður Evrópusambands- ins, hefur staðið á því fastar en fótunum, að Bretar yrðu að gangast undir þessar og ýmsar aðrar leikreglur ESB, sem engu öðru fullvalda ríki yrði gert að gangast undir, þar sem „nálægðin“ gæti annars veitt Bretum betri sam- keppnisstöðu en ríkjum sambands- ins. Um leið yrði Bretum gert að hlíta dómum Evr- ópudómstólsins, sem meira að segja þýski stjórnlagadómstóllinn hefur nú sett ofan í við. Kórónuveirufaraldurinn og viðbrögð ríkja við honum hafa hins vegar grafið undan þessari afstöðu Barniers. Öllum reglum sambandsins um ríkis- styrki hefur verið ýtt til hliðar vegna kórónuveirunnar, og faraldurinn hefur enn og aftur ýtt undir bresti milli „norðurs“ og „suðurs“ innan sambands- ins. Sú spurning hefur því eðli- lega vaknað á Bretlandseyjum hvers vegna Bretar utan Evr- ópusambandsins ættu að kok- gleypa reglur sem Evrópusam- bandsríkin sjálf vilja ekki hlíta nema þegar það hentar þeim? Svarið ætti að liggja í augum uppi. Um helgina bárust svo nýjar hótanir frá Heiko Maas, utan- ríkisráðherra Þýskalands, í við- tali við Augsburger Allgemeine Zeitung um að svokallað hart Brexit, það er að segja Brexit án samnings, sé orðið líklegra en áður vegna lítils árangurs viðræðnanna. Maas er spurður út í Brexit í ljósi þess að Þýska- land tekur um mitt ár forystu innan Evrópusambandsins – sem eru auðvitað fyrst og fremst formlegheit, Þýskaland er alltaf í forystu innan sam- bandsins. Maas segir það áhyggjuefni að Bretland fjar- lægist það sem hann telur vera sameiginlega pólitíska yfir- lýsingu og nefnir það, réttilega, að bresk stjórnvöld hafi alfarið hafnað því að framlengja það millibilsástand sem nú ríkir. Margir vilja nýta sér kórónu- veirufaraldurinn til að fresta því að millibilsástandinu vegna Brexit ljúki um næstu áramót, vafalaust í þeirri von að síðar megi ná samningi sem spillir áhrifunum af Brexit þannig að Bretlandi yfirgefi Evrópusam- bandið aðeins að nafninu til. Núverandi ríkisstjórn Bret- lands er ekki líkleg til að sam- þykkja nokkuð af þessu tagi, og ætti ekki að gera það. Vilji ríki ESB reyna að refsa Bretum eiga þeir aðra kosti og einhvers konar refsiaðgerðir myndu ekki síður hitta Evrópusam- bandsríkin sjálf fyrir. En hvernig sem fer er nokkuð ljóst að samningaþrefið heldur áfram fram á elleftu stundu og eflaust með næturfundum á lokasprettinum. Það er hin þaulæfða samningatækni Evr- ópusambandsins sem litlar lík- ur eru á að kórónuveirunni hafi tekist að breyta. Það fjarar hratt undan samnings- markmiðum Evrópusambandsins } Viðræður í skugga veirunnar M argir halda að ógn steðji að ís- lenskum landbúnaði ef þjóðin fær fulla aðild að Evrópusam- bandinu. Um það er ekki deilt að búskaparhættir munu breytast. Oft virðist samt gleymast að sú þróun hefur staðið býsna lengi og orðið til bóta. Vilhjálmur Bjarnason skrifaði í Morgun- blaðið síðastliðinn föstudag: „Stjórnmálaflokkar kunna að vera í afleitri stöðu þegar þeir hafa byggt tilveru sína á sérhagsmunum og úthlutun gæða. Þegar almennar reglur eru innleiddar verður sértæk úthlutun næsta lítils virði. … Alla liðna öld var reynt að viðhalda óbreyttu ástandi í sveitum, með nýbýlalögum og Marsh- allaðstoð, með dráttarvélum og sérúthlutun á jeppum. Hver er árangurinn? Beingreiðslur og fátækt. Aðlögun sem aðeins hefur skilað eymd.“ Þór heitinn Vigfússon, skólameistari á Selfossi, var alinn upp í sveit og lærði í Austur-Berlín. Varaþingmaður og borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins [sem var þjóðernis- sinnaður íhaldsflokkur með sósíalísku yfirvarpi, líkt og VG nú] og trauðla einn af forkólfum nýfrjálshyggjunnar. Í þættinum Út og suður í sjónvarpinu 28. júní 2009 talaði hann um mjólkurframleiðslu í Ölfusi: „Ölfusið er einhver besta sveit til hefðbundins búskapar á Íslandi. Feikilega landmikil jörð, grasgefin og það er nóg af heitu vatni og köldu vatni. Þegar Jarðabókin fræga var gerð árið 1707 voru 90 býli í Ölfusinu, fleiri en í nokkrum öðrum hreppi. Árið 1960 eru í Ölfusinu 62 mjólkurframleiðendur og hafa aldrei verið fleiri í nokkrum hreppi á Ís- landi. Svo hefur framþróunin verið hraðari en nokkru sinni fyrr og fyrir ellefu árum gerði ég sérstaka könnun á því hvað það væru margir mjólkurframleiðendur í Ölfusinu. Þá voru þeir fjórir. Þá var komið mjög til siðs að koma upp gistihúsum allskyns með alls konar veitingum og það vildi svo til að í Ölfusinu voru fjórir barir. Núna er einn mjólkurframleiðandi í Ölfusinu, raunar með margar kýr og framleiðir mikið af mjólk, bar á öllum öðrum bæjum og margir barir á sumum. Svona er þetta. Afkoma Ölfusinga hef- ur aldrei verið betri. Þetta er svolítið merkilegt.“ Íslendingar mikla oft fyrir sér breytingar, en gleyma að hugsa hvort það sem við tekur sé kannski miklu betra. Á sínum tíma greiddu sum- ir þingmenn atkvæði á móti litasjónvarpi. Sala á bjór var margfelld í þinginu. Þúfnabaninn var tæki sem sléttaði tún. Margir bændur voru mikið á móti honum vegna þess að yfirborð þýfðra túna væri stærra en sléttra. Sá sem hefði sagt Ölfusingum það árið 1960 að afkoma þeirra yrði miklu betri ef mjólkurbúskapur legðist nánast af hefði verið talinn geggjaður. Vilhjálmur segir undir lok greinar sinnar: „Stjórnmála- flokkar sérhagsmunanna deyja þegar þeir hafa ekki gæði til úthlutunar. Stjórnmálaflokkar með leiðtoga sem hafa óljós- ar hugsjónir deyja líka.“ Benedikt Jóhannesson Pistill Hvaða flokkar eru það? Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Afar óvenjuleg staða er kom-in upp á vinnumarkaði, þarsem viðsemjendum berekki saman um hvort ný- undirritaður kjarasamningur hafi verið felldur eða samþykktur í at- kvæðagreiðslu. Félag íslenskra náttúrufræð- inga (FÍN) var meðal 10 BHM-félaga sem undirrituðu nýjan kjarasamning við samninganefnd ríkisins (SNR) í byrjun apríl. Samningur FÍN var borinn undir atkvæði félagsmanna og 17. apríl birti félagið tilkynningu um að samningurinn hefði verið felldur. 564, eða 68,4% félagsmanna, kusu og urðu úrslitin þau að já sögðu 265 eða 48,8%, nei sögðu 278 eða 51,2% en 21 skilaði auðu. SNR leit úrslitin öðrum augum og tilkynnti fjármálaráðuneytið stétt- arfélaginu að það liti svo á að kjara- samningurinn hefði í reynd verið samþykktur í atkvæðagreiðslunni og færði rök fyrir því. FÍN stendur aft- ur á móti fast á því að samningurinn hafi verið felldur. Hefur ráðuneytið nú ákveðið að bera þennan ágreining undir Félagsdóm og fá úr því skorið hvor túlkunin er rétt, skv. upplýs- ingum Morgunblaðsins. Ríkið færir þau rök fyrir máli sínu að við talningu atkvæða í kosn- ingu um gildi kjarasamning beri að telja auð atkvæði þegar heildarfjöldi atkvæða er tilgreindur. Þegar hlut- fall þeirra sem kusu gegn samþykkt samningsins sé vegið á móti heildar- fjölda greiddra atkvæða nemi það einungis 49,3% og nái ekki því hlut- falli sem tilskilið er í ákvæði laganna um stéttarfélög og vinnudeilur (nr.80/1938), en í því segir m.a. að kjarasamningur gildi ,,nema hann sé felldur í leynilegri atkvæðagreiðslu með meirihluta greiddra atkvæða [...]“. Forsvarsmenn FÍN hafna þess- ari túlkun og segja lögin frá 1938 gilda um samninga á almenna vinnu- markaðinum en lög nr. 94/1986 gildi um kjarasamninga sem gerðir eru á opinbera vinnumarkaðinum. ,,Rök hníga að því að tilvitnuð ákvæði laga nr. 80/1938, sbr. 3. mgr. 5. gr. þeirra, eigi ekki við um samþykkt/höfnun kjarasamninga opinberra starfs- manna. Eigi ákvæði laga nr. 80/1938 við þá hvíla rík rök þess efnis að raunveralega hafi verið um að ræða póstatkvæðagreiðslu í skilningi 2. málsl. ákvæðisins og því eigi niður- staða atkvæðagreiðslunnar að gilda, þ.e. atkvæðavægi,“ segir m.a. í ít- arlegu svarbréfi FÍN. Skv. upplýsingum blaðsins reyndi ekki á það um nýliðin mán- aðamót hvort ríkið myndi greiða laun til félagsmanna FÍN eftir nýju samn- ingunum eða þeim gamla, þar sem niðurstaðan var ekki komin nógu snemma til að tæknilega væri unnt að framkvæma það. Tvær aðferðir Stjórn FÍN vísar líka til þess í rökstuðningi sínum að í vinnulöggjöf- inni sé að finna tvær meginaðferðir til að kjósa um kjarasamning, annar vegar með leynilegri kosningu og hins vegar með póstatkvæðagreiðslu. Þegar um póstatkvæðagreiðslu sé að ræða fari hún fram meðal allra at- kvæðisbærra félagsmanna á kjörskrá og ef sú aðferð sé notuð þegar kosið sé um kjarasamning sé ekki gerð krafa um að ákveðið hlutfall mót- atkvæða gegn samningsniðurstöðu sé til staðar eða að tiltekinni þátttöku sé náð. Með nútíma tækni megi leggja að jöfnu að rafræn kosning, eins og FÍN stóð að um nýja samn- inginn, sé í eðli sínu sú sama og póst- atkvæðagreiðsla. Niðurstaða hennar gildi óháð þátttöku og óháð hlutfalli mótatkvæða. Deila um hvort FÍN felldi eða samþykkti Morgunblaðið/Þorkell Arnarhváll Samninganefnd ríkisins heldur því fram að samningurinn við FÍN hafi verið samþykktur. Félagsdómur sker væntanlega úr um það. Þó að deila samninganefndar ríkisins og Félags íslenskra náttúrufræðinga um hvort kjarasamningurinn hafi verið samþykktur eða felldur sé af- ar óvenjuleg er hún ekki eins- dæmi. Atkvæðagreiðslu meðal lögreglumanna um nýgerðan kjarasamning við ríkið á árinu 2015 svipar um margt til þessa ágreinings. Þá varð nið- urstaðan sú að 48,58% lög- reglumanna sögðu já en hærra hlutfall eða 49,68% sögðu nei. 11 skiluðu auðu í þeirri atkvæðagreiðslu. Þar sem ekki var ljóst hvort lög- reglumenn hefðu fellt eða samþykkt samninginn var leit- að álits lögfræðinga m.a. hjá BSRB og varð niðurstaðan sú að samningurinn hefði ekki verið felldur með tilskildum meirihluta greiddra atkvæða og því yrði að líta svo á að samkomulagið hefði verið samþykkt. Úrslit ekki á hreinu 2015 EKKI EINSDÆMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.