Morgunblaðið - 11.05.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.05.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2020 Þetta er skrítinn tími til að eiga stórafmæli. Öll plön um afmælis- fagnað hafa verið sett á salt og sömu- leiðis ævintýraferð fjölskyldunnar um Ítalíu en í mörg ár var það planið að keyra eftir strandlengjunni og bruna um Flórens á vespum á þess- um tímamótum. Tónleikaferð sum- arsins um Bandaríkin og Kanada og jú allir tónleikar, ferðir, ráðstefnur og námskeið hafa fallið niður. Þá þakkar maður fyrir að hafa heilsu til að njóta sinnar yndislegu fjölskyldu, eiga heimili og líka von um að það birti upp um síðir.“ Fjölskylda Eiginmaður Sunnu er Scott Ashley McLemore, f. 1.2. 1973, tónlistar- maður. Þau eru búsett í Kópavogi. Foreldrar Scotts eru Ronald Nelson McLemore, f. 1.10. 1941, fv. yfir- maður borgarstarfsmanna í Virginia Beach, Virginíu-ríki, BNA, og Marsha Thornton Hirschler, f. 1.7. 1945, fv. námsráðgjafi, búsett í Virg- inia Beach. Börn Sunnu og Scott eru Elsa Lóa McLemore, f. 28.8. 2005, og Isabella Huld McLemore, f. 6.11. 2007. „Ekki má gleyma yngsta yndinu, Penny labrador, f. 29.1. 2018.“ Systkini Sunnu eru Eiður Thor- arensen Gunnlaugsson, f. 30.11. 1959, eigandi og framkvæmdastóri Bindi- vír ehf., búsettur í Reykjanesbæ; Örn Gunnlaugsson, f. 23.6. 1962, atvinnu- rekandi með innflutnings og fram- leiðslufyrirtæki, búsettur í Kópavogi. Foreldrar Sunnu voru hjónin Sofía Jóna Thorarensen, f. 4.7. 1939, d. 17.3. 2019, húsmóðir, verslunarkona, læknaritari, og Gunnlaugur Arnórs- son, f. 26.6. 1930, d. 26.9. 2007, aðal- endurskoðandi Seðlabanka Íslands. Þau voru búsett á Seltjarnarnesi. Sunna Gunnlaugsdóttir Sofía Jóna Thorarensen læknaritari, bjó á Seltjarnarnesi Eiður Thorarensen trésmiður í Reykjavík Sofía Jakobína Jenssen húsfreyja á Akureyri Valdimar Jakobsson Thorarensen málaflutningsmaður á Akureyri Jónína Margrét Gísladóttir húsfreyja í Þrastastaðagerði Hjörtur Ólafsson bóndi í Þrastastaðagerði á Höfðaströnd, Skag. Guðlaug María Hjartardóttir húsfreyja í Reykjavík Anna Hjartardóttir húsfreyja á Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð, Skag. Geirmundur Valtýsson tónlistarmaður á Sauðárkróki Þorbjörg Gísladóttir vinnukona á Grafarbakka í Hrunamannahr. Gunnlaugur Gunnarsson bóndi í Dalbæ í Hrunamannahreppi, síðar vinnumaður á Grafarbakka Kristín Gunnlaugsdóttir húsfreyja í Gröf Arnór Gíslason söðlasmiður og bóndi í Gröf í Hrunamannahreppi, Árn. Sigríður Eyjólfsdóttir vinnukona í Hrunamannahr. Gísli Jónsson bóndi á Snússu í Hrunamannahreppi Úr frændgarði Sunnu Gunnlaugsdóttur Gunnlaugur Arnórsson aðalendurskoðandi Seðlabanka Íslands, bjó á Seltjarnarnesi Ólafur Stefánsson yrkir:Kona á rútínu róli rennir sér létt fram úr bóli sturtuvatn blandar stríðsmálun vandar og sér vippar í vinnu á hjóli. Helgi R. Einarsson og þau hjónin lögðu í hann til Vopnafjarðar á þeim merkisdegi 4. maí og því varð þessi limra til: Í brók mig nú galvaskur girði, (þó Víðisreglurnar virði). Á lömbin skal líta, í lófana spýta hjá vinum á Vopnafirði. Og á þeim degi 4. maí orti Indriði á Skjaldfönn: Nú er völlur okkur á ósköp létt um sporið, eins og kúnum, er þær fá, úti að hitta vorið. Á Boðnarmiði birti Atli Harð- arson þá sorgarfregn að kisan Jós- efína Meulengracht Dietrich væri dáin: „Undanfarna mánuði fór heilsu hennar mjög hrakandi. Fyrir skömmu gekkst hún undir rann- sókn á dýraspítalanum í Mosfells- bæ. Athugun á blóðsýnum sem þar voru tekin bentu til að hún væri með krabbamein í lifur. Þótt Jósef- ína hafi verið máttfarin undir það síðasta malaði hún fyrir fólkið sitt til hinsta dags. Hennar er sárt saknað. Skúli Pálsson orti í minningu Jósefínu: Harmafregn að farin sé nú frúin gula, hún mun ekki oftar mala, ekki lengur þulur gala. Skelegg var hún skynsöm, prúð og skörp sem Alma, ekki mun hún yrkja sálma, ekki fleiri vísur mjálma. Skáldin munu minnast hinnar mætu læðu, horfin brott af Boðnarmiði, blessuð hvíli hún í friði. Pétur Stefánsson skrapp út á sól- pall til að njóta kvöldkyrrðarinnar og heyrði þá til lóunnar í fjarska: Kætir geðið kvöldið bjarta, koðnar streð og angur dvín. Löngum gleður lúið hjarta er lóan kveður stefin sín. Hagyrðingar bjóða góðan dag og yrkja um vorið – Pétur Stefánsson: Ljóðið glæðir lífsins hag, linar skæða tregann. Nóttin fæðir nýjan dag, nokkuð gæðalegan. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Kona á rútínu og dánarfregn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.