Morgunblaðið - 11.05.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.05.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2020 Elsku afi. Mér hefur alltaf fundist svo magnað að í hópi ellefu barna- barna hefur okkur öllum liðið eins og við séum alltaf í algjöru uppá- haldi hjá þér. En þannig var það. Þú hafðir alltaf tíma og ánægju af því að vera með okkur og þess vegna hlakkaði ég alltaf svo mik- ið til að koma norður í næstu heimsókn. Ég hlakka enn til, þó að allt sé breytt. Ég hlakka til að hitta alla fjölskylduna og minn- ast þín og hugsa til þess að þú naust þín best þegar þú hafðir fólkið þitt hjá þér. Ég er þér þakklátur fyrir svo margt. Ég man eftir okkur sam- an að spila kasínu í Klappar- stígnum, að vinna í hesthúsinu og hossast um í Land Róvernum. Í minningunni var mikið gagn af mér en á seinni árum hef ég að- eins byrjað að efast um það, en alltaf fékk ég samt Brynjuís að launum. Eftir að ég mátti byrja að keyra (og áður) sagðir þú mér jafnan að ég keyrði eins og engill í olíubrók og þó ég hafi aldrei áttað mig á því hvað olíubrók er, þá er þetta líklega besta hrós sem ég hef fengið. Ég ætla að halda áfram að kíkja eftir tappanum fyrir þig þegar ég fer Tappaskarðið og mig langar að biðja þig, eins og þú baðst mig í hvert sinn sem við hittumst, að vera ævinlega marg- blessaður, þríkrossaður og ber- rassaður. Þinn Baldur Brynjarsson. Elsku Ingi afi minn er farinn frá okkur. Hann var alveg ein- stakur maður. Í hvert einasta skipti sem ég kom til hans mætti hann mér með einlægri hlýju og var alltaf jafn glaður að sjá mig. Ég er óskaplega þakklát að hafa fengið að hafa hann afa minn hjá mér svona lengi. Þegar ég var barn fannst mér alveg ómissandi að fá að vera hjá afa og ömmu á Akureyri, helst allt sumarið ef hægt var. Í minn- ingunni eru þessi sumur full af sólskini, útiveru, hestum, spilum, og bílaleikjum á teppinu í Vana- byggðinni sem var kassamynstr- að þannig að hentaði frábærlega fyrir bílaleiki. Afi keyrði um á Land Róver og í minningunni var hann alltaf syngjandi hástöf- um „Sólskin, sólskin, sólskin í hverri laut…“ og sveiflaði oft hendinni með eins og hljómsveit- arstjóri. Ég fékk oft að fara með afa í hesthúsið í Gilinu að gefa hest- unum en man þó ekki eftir að hafa verið sett í nein erfiðisverk, ekki einu sinni að moka skít. Afastelpunni var hlíft við öllu svoleiðis. En ég fékk þó að hjálpa aðeins til við heyskap og lærði að snúa heyi með hrífu. Heimsóknir í Tjarnargerði voru ævintýra- ferðir, sérstaklega þegar hest- arnir voru með í för. Ég var líka svo heppin að fá að fara með afa og ömmu í hestaferð austur í Kelduhverfi þó ég hafi nú ekki verið mikið á baki, ég var mest í Land Róvernum að spila við Stebba, enda nýstigin upp úr lungnabólgu. Afi var alltaf til í að spila við mig og kenndi mér að spila marí- as. Það var líka mikil upplifun fyrir lítið stelpuskott að spila vist í eldhúskróknum í Vanabyggð- inni með afa, ömmu og Gumma. Í þeirri vist mátti segja t.d. grand, nóló, heilu og hálfu og stundum var sögð hólmfríður, en merk- Ingólfur Magnússon ✝ Ingólfur Magn-ússon fæddist 10. apríl 1928. Hann lést 16. apríl 2020. Útförin fór fram 8. maí 2020. ingu þeirrar sagnar verður ekki ljóstrað upp hér. Seinna spilaði hann svo oft við börnin mín, helst lönguvitleysu enda er það besta spilið sem hægt er að spila við langafa. Afi umvafði alla í kringum sig með hlýju og umhyggju og ég er óendan- lega heppin að hafa átt hann sem afa minn. Jenný Brynjarsdóttir. Hræddist ég, fákur, bleika brá, er beizlislaus forðum gekkstu hjá. Hljóður spurði ég hófspor þín: Hvenær skyldi hann vitja mín? Loks þegar hlíð fær hrím á kinn hneggjar þú á mig, fákur minn. Stíg ég á bak og brott ég held, beint inn í sólarlagsins eld. (Ólafur Jóh. Sigurðsson) Fákurinn kom með friði þetta vorið. Langri og gæfuríkri ævi lauk skammt þaðan sem hún hófst. Endir á viðburðaríku og farsælu ævistarfi sem líta mátti til, stoltur og sáttur. Ingólfur Magnússon fæddist inn í samfélag bænda, verka- manna og erfiðisvinnu en í hon- um bjó ríkur vilji til sjálfstæðis og frelsis. Að eiga ekki sitt undir öðrum komið. Stór, kraftmikill skapmaður, ávallt stutt í hlátur- inn og góðlátlega stríðni. Hann var náttúrubarn og gæfumaður sem naut sín til hins ýtrasta í samvistum við aðra. Fjölskyldan var í fyrirrúmi, vinnan og þá áhugamálin – hestamennskan og ferðalögin um landið sem hann unni. Ábyrgð, skyldur og lífs- gleði. Hann var athugull, minn- ugur, íhugull, ættrækinn og vildi öllum mönnum vel. Hann gerði ekki mikið úr sjálfum sér, var hógvær, en þeim mun meiri var gleðin yfir velgengni annarra. Skyldurækinn og tryggur vinur sem ræktaði vináttuna allar stundir sem guð gaf. Sönggleðin var honum í blóð borin. Hann söng í bílnum, við dagleg störf, á hestbaki. Hestarnir voru líf hans og yndi. Hestaferðalögin oft há- punktur sumarsins, milli fyrri og seinni sláttar. Vinir og kunningj- ar voru á hverju strái hvar sem hann kom. Hann naut lífsins. Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur. Og knapinn á hestbaki er kóngur um stund, kórónulaus á hann ríki og álfur. (Einar Benediktsson) Ingi var stór þáttur í lífi okkar. Fjölskyldurnar tengdust traustum böndum og á erfiðum tímum var stuðningur Inga og fjölskyldu hans okkur ómetan- legur. Ferðalögin, hestar og heyskapur, ærnar og já, meira að segja kartöflurnar styrktu böndin þótt á stundum þætti mörgum kannski nóg um þrjósk- una sem hélt okkur öllum að verki í hávaðaroki, rigningu eða kulda í Gilinu, á Höfðanum, úti á Túni og uppi í Landi. Enginn gafst upp. Verkinu skyldi lokið. Eftir stóð gleðin sem fylgir góðu dagsverki. Á kveðjustund hvarflar hug- urinn yfir liðna tíð með söknuði og hlýju. Við þökkum þá gæfu að hafa átt Inga að. Minning hans lifir með okkur. Jennýju, Önnu Þorbjörgu, Bjargeyju, Magnúsi, Karli, Dag- björtu og fjölskyldum þeirra vottum við einlæga samúð okk- ar. Helga Maggý, Jóhann Magnús, Haukur Berg og Lena Kristín. Þrautseigja, dugnaður, traustur vinur. Þessu kynnt- ist ég og fann í fyrsta skipti sem við Eymundur hittumst og töl- uðumst við. Mikið til vegna þess- ara þriggja orða varð hann mikill örlagavaldur í mínu lífi. Að gef- ast upp var ekki til í orðabók Ey- mundar. Hann sótti hart að mér að fá mig í vinnu við að temja hesta hjá sér í Saurbæ vorið 2007. Ég hafði þá verið að vinna um veturinn hjá Sólveigu Stef- ánsdóttur og Jóhanni Þorsteins- syni á Sauðárkróki. Hann hætti ekki fyrr en ég kom í heimsókn í Saurbæ og skoðaði með honum fjósið sem hann hafði sjálfur inn- réttað upp á nýtt og gert hest- hús, sem og annan húsakost. Þetta fannst mér ótrúlega magn- að. Þessi elja, dugnaður og að vera ánægður og stoltur með sitt hreif mig. Eymundur var hörku- góður sölumaður og seldi hann mér hugmyndina að koma og vinna fyrir hann. Ég og Heiðrún höfðum kynnst töluvert áður og var ég efins um að fara að vinna á hennar heimaslóðum. Heiðrún bjó og var við vinnu á Suðurlandi á þessum tíma. Ég var viss um að Heiðrún héldi að ég væri al- gerlega brjálaður maður að elt- ast við hana, að ganga svona langt! Þetta vissi Eymundur náttúrlega ekki, en Eymundur sannfærði mig eftir smá um- hugsunartíma. Eymundur gaf mér ekki langan tíma í að hugsa því hann sagði alltaf „að hika er sama og að tapa!“, því lét ég á þetta reyna. Þessi tími „að láta á þetta reyna“ er ennþá. Við Heið- rún tókum við búinu í Saurbæ á nýju ári 2014. Giftum okkur tveim árum seinna og eignuð- umst sólargeislann okkar, Árdísi Heklu, í framhaldi af því. Þó að Eymundur færi yfirleitt hratt yfir, þá gat hann alltaf hægt á sér og verið löngum stundum með Árdísi Heklu, sem var einnig sólargeislinn hans afa síns. Allur tími þeirra saman er ómetanlegur, styrkti hann og dreifði huganum á erfiðum tím- um með glettnu brosi sínu, glað- værð og grallaraskap eins og hún á kyn til í báðar ættir. Eymundur Þórarinsson ✝ EymundurÞórarinsson fæddist 26. ágúst 1951. Hann lést 30. apríl 2020. Útförin fór fram 8. maí 2020. Eymundur hafði mikinn áhuga á öll- um dýrum og bú- skap, þó sérstak- lega hestum. Undi hann sér best í frjálsum reiðtúrum og fór í hestaferðir og göngur upp á fjöll og firnindi þeg- ar tími gafst til. Ey- mundur var svo sannarlega kóngur um stund á hestbaki og hann vissi alveg upp á hár hvernig hestarnir áttu að vera. Hestarnir hans Eymundar urðu eins og hann kappsfullir, fótvissir og duglegir. Minningarnar lifa. Minning- arnar eru margar og mjög eft- irminnilegar með Eymundi, hann var bara þannig maður. Hvatvís, einstaklega duglegur og gat verið glettilega framhleyp- inn. En oftar en ekki hittu hug- myndir hans beint í mark og hann kenndi manni að hugsa til framtíðar og hafa háleit mark- mið því annars næði maður ekki almennilega settum markmiðum í lífinu. Þora að prófa hin ýmsu viðfangsefni og láta vaða! Blessuð sé minning þín, minn kæri vinur og tengdapabbi. Þín verður mjög sárt saknað. Pétur Örn. Elsku Eymundur, nú er komið að kveðjustund eftir mikla bar- áttu við krabbamein, sem þú ætl- aðir ekki að láta sigra þig en svona fór það. Við kveðjum þig með miklum söknuði en með þakklæti í huga fyrir að hafa fengið að njóta þeirra forréttinda að eiga þig að allan þennan tíma. Þú lést sjúkdóminn ekki stoppa þig, heldur hélst ótrauður áfram í vinnu og öðru sem þú tókst þér fyrir hendur enda afburða dug- legur og hjálpsamur góður drengur og vinmargur. Ég á góðar minningar frá uppvaxtar- árum okkar, þar sem þú varst stóri bróðir og fyrirmynd. Á æskuheimili okkar í Saurbæ ól- umst við systkinin upp í mikilli ást, kærleika og hjálpsemi af for- eldum okkar og á heimilinu voru líka Ástríður amma og Jóhann föðurbróðir. Kærleika og hjálp- semi höfum við systkinin haft að leiðarljósi í okkar lífi og ekki borið skugga á. Það er stórt skarð í okkar systkinahóp frá Saurbæ með frá- falli Eymundar bróður. Minning- arnar eru margar sem við eigum. Við gerðum svo margt saman og hjálpuðumst að. Þegar við systur og makar byggðum sumarbú- staðinn Systrasel var gott að eiga góða að og Eymundur var einn af þeim, tilbúinn að koma og hjálpa okkur. Við hjálpuðum honum við heyskap og annað sem hann vantaði aðstoð við. Í bústaðnum heyrðist í dráttarvél koma og þá kölluðu börnin okkar með bros á vör að bóndinn væri að koma í kaffi, því þau fengu að fara með honum í dráttarvélina. Eymundur var barngóður mað- ur. Allt eru þetta minningar sem við eigum frá fjölskyldustaðnum Systraseli þar sem við hittumst, mamma með börnin sín, fjöl- skyldur þeirra og vini síðustu ár um verslunarmannahelgi. Þá var hafður veislumatur, varðeldur og mikið gaman, sérlega hjá yngri kynslóðinni. Þegar Eymundur flutti til Sauðárkróks keypti hann sér íbúð í Víðigrund 24 og kom oft til okkar Steina í Raftahlíðina. Síð- asta góða minning okkar með honum, mömmu og fleirum var hinn 23. febrúar síðastliðinn. Stutt í sprengidag og saltkjöt og baunir á borðum en það fannst honum gott, hann naut þess að kroppa af beinum. Eymundur keyrði mömmu heim til sín á dvalarheimilið, eins og hann gerði oftast, en það var þeirra stund. Elsku Eymundur, það eru mörg tár búin að falla og sökn- uðinn er mikill. Erfiðast var að fá ekki að vera hjá þér og kveðja þig með faðmlagi og knúsi. Kæri bróðir, mágur og frændi, góða ferð í sumarlandið til pabba. Með þökk fyrir allt. Við vottum mömmu, börnum hans og fjöl- skyldum þeirra innilega samúð, missirinn er mikill. Hrefna, Þorsteinn (Steini), börn og fjölskyldur. Það vorar, gott ef vorið er ekki komið í Skagafirði. Það er kærkomið eftir strangan vetur. Jörðin er farin að taka á sig lit og farfuglarnir flestir komnir; helsinginn og gæsin staldra við á leið sinni vestur um haf, lóan er farin að syngja sinn söng, spóinn vellur í móanum og maríuerlan sækir í gamla hreiðurstæðið í útihúsum. Aðeins krían er ókom- in en hún skilar sér þann fjór- tánda, það stendur í blöðunum eins og konan sagði í frægri bók. En djúpan skugga ber á vorið, fráfall góðs nágranna, Eymund- ar í Saurbæ. Til sveita þekkir fólk hvað gott nágrenni skiptir miklu. Til- efni til árekstra eru fjölmörg; ágangur skepna, umferð og um- gengni. Á milli fólksins í Saurbæ og á Vindheimum hefur verið einstaklega gott mann fram af manni. Eymundur á sinn þátt í því. Sama verður sagt um for- eldra hans og ættmenni sem lengi hafa búið í Saurbæ. Í góðu nágrenni felst hjálpsemi án þess að eftir sé talin, á erfiðum stund- um jafnt og þegar glaðst er. Ósjaldan reyndi t.d. á greiðvikni og kunnugleika Saurbæjarfólks um ferðir yfir Svartá fyrr á ár- um. Stundum er líkast því að gott nágrenni gangi í erfðir. Starfsferill Eymundar er far- sæll. Hann lærði til bónda af for- eldrum sínum og frændum í skóla lífsins. Í því starfi er þarft að vera menntaður smiður og kunna skil á hamri og sög. Með reynsluna og þekkinguna að vopni tókst honum og hans fólki með dugnaði að stunda ábata- saman búskap. Kappsemi Ey- mundar var við brugðið. Þegar hvín í Reykjafossi boðar það sunnanátt og þurrk á heyi. Iðu- lega mátti þá heyra vélagný í kvöldkyrrðinni. Flestir hvíla þá lúin bein en sami gnýr hljómaði oft þegar vaknað var til nýs dags. Bóndinn í Saurbæ var enn að. Fjölbreyttur búskapur, kind- ur, kýr og hross, auðgar lífið. Kynbætur búfjár og tamning og þjálfun hrossa var í senn áhuga- og kappsmál Eymundar. Börn hans bera þess best vitni. Í öllu þessu skilaði hann afbragðs- verki. Lífið er meira en að komast af. Það þarf að gefast stund til að njóta þess með öðru fólki. Það þarf að gefa tíma fyrir börnin og mæta þeirra þörfum og áhuga- málum. Sigríður, fyrrverandi kona Eymundar, á einnig sinn stóra þátt í góðri umsjá og upp- eldi þeirra. Til þeirra sem félags- lyndir eru er gjarnan leitað um forystu. Hann var í forystu í hreppstjórn, byggingarmálum hreppsbúa og málefnum fatl- aðra. Þá var hann leiðandi í mál- efnum hestamanna í Skagafirði. Honum fórst þetta allt vel úr hendi. Eymundur hafði skoðanir á málum, var skeleggur og fylginn sér. Jafn eftirsóknarvert og það er, er það kostur hvers manns að sýna sveigjanleika í samskiptum og vera gæddur vel- vilja í garð náungans og við- fangsefnanna hverju sinni. Þetta einkenndi hann ríkulega. Að leiðarlokum minnumst við Eymundar með sérstakri hlýu og þökkum honum samfylgdina. Vindheimafólk hefur ávallt notið góðra samskipta við hann, for- eldra hans og ættmenni í Saurbæ. Nú hafa börn hans tek- ið við því keflinu. Við vottum móður, börnum, tengdabörnum og öðrum ættmennum og vinum okkar dýpstu hluttekningu við fráfall góðs nágranna og vinar. Magnús Pétursson. Valborg, móður- systir mín, Valla frænka, var mann- þekkjarinn vitri og lífsreyndi gleðigjaf- inn; það var hlýtt í návist hennar hljóðlátri og þar var gott að vera. En þótt Valla þyrfti ekki á því að halda að tjá kærleika sinn og skiln- ing á mannfólkinu með orðafjöld var frásagnarlistin henni í blóð borin, ekki síður en list gjafmildu handanna hennar, líkt og öllum systkinunum samrýndu í Sand- gerði á Raufarhöfn. Hún var næm á hið broslega í tilverunni og hló jafnfallega og hún gerði allt annað. Atvik og aðstæður og hið óvið- Valborg Sigurðardóttir ✝ Valborg Sig-urðardóttir fæddist 27. ágúst 1926. Hún lést 18. apríl 2020. Útför hennar hefur farið fram. jafnanlega tungutak átthaganna, allt glóði það og lifði í andránni, en gaman- semin var alltaf græskulaus og glöð og tær, aldrei á kostnað annarra. Allir þessir mann- kostir eru einnig rík- ir í fari afkomenda hennar. Öðru fremur hef- ur Valla frænka þó í huga mínum alltaf verið ímynd mildinnar, þeirr- ar elsku sem börn finna svo vel: hið milda ljós. Og þannig verður minn- ingin um hana. Ég þakka Völlu allt það sem hún gaf og var mér og mín- um. Börnum Völlu, tengdabörnum, barnabörnum, barnabarnabörnum og öðrum þeim sem unnu henni votta ég innilega samúð við fráfall hennar. Blessuð sé minning Val- borgar Sigurðardóttur. Helgi Grímsson. Gunnar Víking Ólafsson var alveg sérstakur maður, sem vildi gera allt rétt, öruggt og fallega. Hann fékk í vöggugjöf allt það besta sem foreldrar óska börnum sínum. Þótt úrræðagóður væri leit- aði hann til mín varðandi fróð- leik er tengdist einkalífi hans, auk þess, í framhaldi, mála- kunnáttu minni. Þar taldi hann mig réttan mann til lausnar, mér til mik- illar ánægju. Seinna meir hafði hann Gunnar Víking Ólafsson ✝ Gunnar VíkingÓlafsson var fæddur 4. mars 1961. Hann lést 6. apríl 2020. Útför Gunnars fór fram 17. apríl 2020. samband út af fróðleik varðandi bifhjól því ég hafði reynslu af því síðan 1974. Hann hafði þá keypt allan pakk- ann, en vantaði fróðleik varðandi stjórntæki hjóls- ins út af nám- skeiði sem til stóð. Ég kynntist einnig foreldr- um hans, sem tóku mér opnum örmum. Þegar faðir hans féll frá breiddi hann út faðminn fyrir móður sína og veitti henni góðan andlegan stuðning eins og fallegu blómi. Ég hitti þau sjaldan öðru- vísi en saman. Ég votta aðstandendum mína dýpstu samúð. Valdimar Elíasson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.