Morgunblaðið - 11.05.2020, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.05.2020, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2020 ✝ Guðni Guðna-son fæddist í Reykjavík 14. febr- úar 1960. Hann lést 20. apríl 2020. Foreldrar hans voru Guðni Jónsson skipstjóri, f. 15. nóvember 1915, d. 15. ágúst 1979, og Guðrún Péturs- dóttir, f. 30. apríl 1921, d. 20. maí 2011. Guðni var yngstur fimm systk- ina, eldri voru Jón, f. 1944, d. 2018, Ásdís Erna, f. 1946, Guðný Sigrún, f. 1948, og Guðrún Petra, f. 1953. Guðni kvæntist Rósu Sólrúnu Jónsdóttur, f. 21. júní 1960, 27. desember 1984. Synir þeirra eru Þórir Már, f. 1992, maki Elísa Arnarsdóttir, og eiga þau dóttur- ina Vöku Rós, og Svavar Leó, f. 1994, maki Lotta Kaarina Nyk- änen. Eftir hefðbundna skólagöngu í Mela- og Hagaskóla lá leiðin í Vélskóla Íslands. Guðni lauk 4. stigs prófi þar vorið 1981. Sjó- mennska á far- skipum var sam- hliða námi. Guðni og Rósa hófu sambúð í Helsingør sumarið 1982, þar sem hann lagði stund á vél- tæknifræði við Hels- ingør Teknikum. Að námi loknu starfaði Guðni um tíma hjá Meka og Nesskipum. Árið 1991 hóf hann störf hjá Det norske Veri- tas og starfaði þar í 23 ár, á Ís- landi, í Englandi og Afríku. Eftir eitt ár hjá Siglingastofnun varð hann framkvæmdastjóri Lloyd’s Register á Íslandi og starfaði þar til dauðadags. Útför Guðna verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag, 11. maí 2020, klukkan 13. Í ljósi að- stæðna verða aðeins nánustu að- standendur viðstaddir. Það ríkti stríðsástand. Spurst hafði út í hverfinu að við strák- arnir á Ægisíðu hefðum lýst yfir stríði á hendur strákunum á Tómasarhaga. Þetta var á vor- dögum bernskunnar áður en ung- lingsárin tóku við. Við varla orðn- ir 10 ára. Herforingjaráðið á Ægisíðu vissi reyndar ekki hver hafði lýst yfir stríði, við hvern eða hvers vegna. Þá var og ekki ljóst með hvaða vopnum ætti að berj- ast, hvernig og hvar. Það eina sem við vissum að eftir að stríðs- fréttin barst út væri okkur Ægi- síðuguttum ekki vært á Tómasar- haga. Þá kom babb í bátinn. Við nefnilega styttum okkur alltaf leið í skólann upp sundið framhjá húsinu sem Guðni bjó í við Tóm- asarhaga. Og með því að við bár- um óttablandna virðingu fyrir Guðna, þessum stóra og sterka strák, þá varð sundið ófært, sem og Tómasarhaginn. Þeir tveir, Guðni og Keli vinur hans, óvinn- andi vígi. Við sáum því okkar óvænna, blésum stríðið af og boð- uðum til brennibolta á Gamla róló við Tómasarhagann. Styrjöldinni lauk því áður en hún byrjaði. Það var á þessum árum og unglings- árunum sem fylgdu í kjölfarið að með okkur Guðna þróaðist djúp og einlæg vinátta, hrukkulaus vinátta sem aldrei hefur borið skugga á. Það helgast ekki síst af þeim eiginleikum og mannkost- um sem í Guðna bjuggu og gerðu hann að þeim heilsteypta einstak- lingi sem við fengu að njóta vin- áttu við. Glaður, heiðarlegur og hrekklaus, ávallt tilbúinn að taka þátt í og búa til skemmtilegar stundir og laus við allan hégóma og prjál. Sannur vinur vina sinna. Sterkt vinaband styrktist enn frekar þegar Rósa kom inn í líf Guðna enda hún sömu kostum gædd. Enda þótt Guðni og Rósa byggju árum saman í útlöndum trosnaði bandið aldrei. Margt hefur verið brasað og brallað í ár- anna rás og gleði, vinátta og ein- lægni ávallt við stjórn. Þegar Kristín hitti Guðna í fyrst sinn í 6 ára bekk í Melaskóla óraði hana ekki fyrir því vináttusambandi sem fram undan var. Vinahópur- inn lýtur nú höfði. Höggvið hefur verið stórt skarð í hópinn sem ekki er hægt að sætta sig við. Við söknum vinar í stað. Ásgeir og Kristín. Í dag kveð ég góðan vin minn, Guðna Guðnason, sem ótímabært var kallaður til verka á æðri stöðum. Ég minnist þess dags eins og hann hafi verið í gær þegar við hittumst í fyrsta skipti einn góð- an sumardag ’84 á stéttinni fyrir framan kollegíið á Guldgravervej í Helsingör en þú varst á hækjum eftir að hafa verið í aðgerð á fæti. Ég var að koma út með fjöl- skylduna og byrja í tækniskólan- um en þú varst þá þegar kominn með tveggja ára forskot. Það átti reyndar eftir að reynast mér vel því ég get vart hugsað mér betri læriföður en þú varst. Það var sama hvað ég skildi ekki af þessu á köflum tormelta námsefni; alltaf tókst þér að útskýra hlutina þann- ig að þeir komust inn í hausinn á manni. Þú áttir reyndar eftir að þurfa að endurtaka leikinn eftir að ég hóf störf hjá DNV þar sem þú varst stöðvarstjóri á þeim tíma. Það var margt nýtt sem maður þurfti að setja sig inn í og kom það í þinn hlut að sjá til þess. Raunar varst þú yfirleitt ekki að mikla hlutina fyrir þér, sam- anber þegar þú grófst út kjallar- ann á húsinu ykkar og innréttaðir eða þegar þið Rósa máluðuð húsið með okkur Hjördísi um hvíta- sunnuna ’96. Ég tel vandfundinn mann sem þig, ávallt boðinn og búinn að að- stoða aðra. Þær eru ljúfar ferðaminning- arnar með ykkur Rósu, fyrst voru ferðalögin til Þýskalands og Sví- þjóðar á námsárunum og síðar að heimsækja ykkur og strákana í Liverpool þar sem við áttum yndislega daga með fjölskyldum okkar, tala ekki um hittingana á Laugarbakka með spilamennsku, rjúpnaveiði og meiru. Þær áttu eftir að verða margar fleiri ferðirnar okkar, aðallega til Evrópu en einnig til Ameríku og Afríku, því miður náðum við ekki að endurtaka Ameríkuferðina eins og til stóð lengi en það kennir manni kannski að einn daginn hefur maður beðið einum degi of lengi, tækifærið er farið. Minningin lifir um góðan dreng og frábæran vin. Rósa, Þórir Már, Svavar Leó og fjölskyldur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Samúðarkveðja, Sighvatur og Hjördís. Ég er enn að átta mig á því að góður vinur minn Guðni Guðna- son sé látinn. Andlát hans bar brátt að og segir okkur hvað framtíðin er óráðin. Það er ekki svo að við Guðni höfum verið í daglegum samskiptum, heldur myndaðist sterk vinnátta með okkur, það var svo margt sem tengdi okkur saman. Ég hitti Guðna síðast í Sjávarklasanum í febrúar á þessu ári þar sem Lloyd’s Register er með skrif- stofu, en Guðni var eini starfs- maður þess á Íslandi. Hann sagði mér frá fyrirhugðum starfslokum, hann var búinn að ákveða fyrir nokkru að hætta að vinna í lok maí á þessu ári. Guðni var nýorðinn 60 ára og ég sagði við hann: er ekki fullsnemmt að hætta að vinna, en hann brosti bara og sagði: ég finn mér eitthvað að gera. Ég kynnist Guðna fyrst árið 1989, þá vann hann hjá fyrirtæki sem hét Meka. Við fórum það ár saman ásamt fleirum til Dan- merkur, Svíþjóðar og Ítalíu til að skoða sérhæfðan kæli- og frysti- búnað, þetta var mjög góð ferð og eftir hana höfum við verið góðir vinir. Seinna þegar Guðni var kominn til Det Norske Veri- tas (DNV) og ég var að vinna fyr- ir Granda hf. sem forstöðumaður tæknisviðs leitaði ég til hans vegna fyrirhugaðra kaupa fé- lagsins á nýsmíðuðu skipi frá Noregi, þetta skip var smíðað fyrir rússneskt fyrirtæki sem síðan varð gjaldþrota og skipa- smíðastöð og banki sátu upp með skipið. Það gengu sögur um það að þessi skip væru ekki nógu góð, slegið af kröfum vegna þess að þau væru smíðuð fyrir Rússa. Guðni hafði verið lánaður til DNV í Noregi og hafði fylgst með smíði þessara skipa og sann- færði mig um annað, þ.e.a.s. að þessi skip væru seríusmíðuð und- ir miklu gæðaeftirliti. Það kom síðan á daginn, þetta skip fékk nafnið Þerney og sló ekki feilpúst í 25 ár í rekstri Granda hf. Þegar við nokkrir félagar ákváðum að stofna félag og keyptum verksmiðjuskip sem við skírðum Blue Wave, þá hjálpaði Guðni mér í þeim kaupum og fluttum við skipið úr rússneskum klasa yfir í DNV. Það má segja að Guðni hafi verið mikill áhrifa- valdur í mínu lífi og sérstaklega í seinni tíð þegar hann mælti með mér sem kennara til að kenna í Véltækniskólanum, þetta var ár- ið 2016, ég er enn að kenna og uni hag mínum vel. Ég á mikið eftir að sakna Guðna en með honum er farinn drengur góður. Ég votta fjölskyldu hans mína dýpstu samúð. Gunnar Hörður Sæmundsson. Ég kveiki á kerti. Ég sit frosinn og horfi á kertið sem ég hef kveikt á, um hugann renna ljóslifandi minningar um mann sem nú er fallinn frá, alltaf fljótt. Um mann sem ég hef hlakkað svo til að eyða mörgum stundum með í framtíðinni, allt er eitthvað svo vonlaust í augna- blikinu. Ofan á skápnum við kertið sit- ur bangsi, gamalt tuskudýr frá konunni frá því að hún var barn, í kyrrðinni á þessari stundu er svo margt sem ég tengi við þetta und- arlega tuskudýr. Bangsi sem á sínum tíma var félagi og veitti barni huggun, öryggi, festu, ást og umhyggju og sama hvað á hef- ur dunið hefur bangsinn aldrei kvartað eða sýnt aðra hlið á sér en þá bestu. Undarlegur þessi bangsi sem situr við ljósið og hjálpar mér að minnast og draga fram það sem ég kunni svo vel við í fari Guðna. Hugur minn reikar áfram, til fjöl- skyldu sem tók dóttur okkar og okkur sem væri sín eigin fjöl- skylda. Við aðstæður sem þessar er maður lítilsmáttugur en óska þess eins, að hugsanir mínar rati á rétta leið og veiti styrk. Ég lít upp, mér hlýnar um hjartað, mér verður hugsað til drenganna þeirra Guðna og Rósu. Drengja sem mér finnst líkjast föður sínum bæði í fasi og framkomu og gegnum þá og barnabarn okkar mun ég minnast hans. Það var Guðna eðlislægt að gefa af sér á kærleiksríkan hátt og voru það forréttindi og gæfa að hafa kynnst Guðna og hann mun lifa í minningunni. Við vottum ástvinum og að- standendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Arnar Páll og Guðrún Ólína. Það er þyngra en tárum taki að setjast niður við að skrifa minn- ingargrein um æskuvin minn Guðna Guðnason sem lést skyndilega fyrir nokkrum dög- um, langt um aldur fram. Leiðir okkar lágu saman í æsku þegar við bjuggum á Tómasarhaganum í Vesturbæ Reykjavíkur, vorum sessunautar gegnum barnaskóla, skólabræður í gaggó og miklir vinir alla tíð. Um 12 ára aldur glímdi Guðni við vandamál í mjöðmum sem orsakaði að hann þurfti að vera með hækjur. Í þá daga var börnum strítt ef eitt- hvað var að og fór Guðni ekki var- hluta af því. Ég held að þetta mótlæti hafi mótað Guðna á þann veg að í lífinu tamdi hann sér að leita sátta með öðrum og var sein- þreyttur til deilna. Fjölskylda Guðna var sjó- mannafjölskylda og stefndi hug- ur Guðna snemma á þær brautir. Hann fór í vélskólann og sigldi um hríð. Síðar fór hann til Hels- ingör í Danmörku nam þar skipa- tæknifræði. Guðni starfaði við skip og alls konar vélbúnað alla tíð, lengst af við að skoða skip og búnað. Guðni var góður verk- maður og ekki mikið fyrir að flækja hlutina að óþörfu. Hann starfaði erlendis í nokkur ár, bæði í Liverpool og í Angóla þar sem hann skoðaði olíuborpalla. Guðni lýsti því stundum að þegar hann var að skoða skip eða olíu- borpall þurfti hann að skríða inn í alls konar manhol og tanka sem sumir hverjir voru ekki mjög stórir eða klifra upp háa stiga oft við mjög erfiðar aðstæður. Þetta fór Guðni allt á seiglunni enda ekki til í dæminu að klára ekki hafið verk. Guðni hafði alla tíð gaman af útveru. Hann eignaðist snemma bíl og við fórum ýmsar ferðir saman. Á menntaskólaárunum fórum við á skíði á vetrum og í veiði á sumrin. Í seinni tíð háði Guðna stirðleiki. Hann lét það ekki stoppa sig frá því að fara á rjúpu eða lifa lífinu almennt. Guðni og Rósa buðu árlega til rjúpnaveiðiferðar í óðalið sitt í Hátúni. Þar mættum við fé- lagarnir ár eftir ár, veiddum á svæðinu og skemmtum okkur vel. Ómissandi hluti þessara ferða var að alltaf var eldað salt- kjöt og baunir í stórum stíl. Gjarnan var ættingjum úr sveit- inni boðið og mjög glatt á hjalla. Í þessu veiðiboði endurspeglað- ist gestrisni og félagslyndi Guðna þar sem allir skemmtu sér vel á eigin forsendum í þessu vinalega og óþvingaða umhverfi. Leiðir Guðna og Rósu lágu snemma saman. Þau eignuðust saman drengina Þóri Má og Svavar Leó. Við hjónin eigum börn á svipuðum aldri og var greiður samgangur á milli fjöl- skyldnanna, t.d. í sumarferðum eða þegar hist var og við gerðum okkur glaðan dag saman. Þegar horft er um öxl og hugsað hvað situr eftir kemur upp í hugann þakklæti fyrir frá- bæra vináttu, traustan og heið- arlegan vin sem hafði gaman af lífinu. Guðni stóð á krossgötum í lífinu þegar hann lést. Hann hugðist láta af störfum innan tíð- ar og fara að gíra aðeins niður. Þetta minnir okkur óþyrmilega á að enginn veit hvað morgundag- urinn ber í skauti sér. Sendi Rósu, Þóri Má, Svavari Leó og fjölskyldum þeirra inni- legar samúðarkveðjur. Guð geymi ykkur öll á þessum erfiðu tímum. Hrafnkell Gíslason. Það var í búningsklefa íþrótta- hússins við Verzlunarskóla Ís- lands sem síðasta samtal okkar Guðna átti sér stað. Nýafstaðinn var æsispennandi körfuboltaleik- ur karla á móti strákum þar sem karlarnir mörðu nauman sigur. Guðni hafði boðið okkur, vini hans Þóris, velkomna í körfu- knattleik vina sinna og áttum við þar saman margar sprenghlægi- legar stundir, enda var færni flestra meðlima hópsins mjög takmörkuð en leikgleði mikil. Boð um aðkomu okkar að körfu- boltaleikjum hópsins var dæmi- gerð fyrir Guðna, þar sem hann hafði alltaf gaman af umgengni við okkur, vini Þóris. Guðna og Rósu hef ég þekkt síðan ég var 8 ára gutti sem heimsótti Þóri eftir skóla og hef síðan alltaf komið að opnum dyr- um í Lambastekknum. Seinna, þrátt fyrir hávaðasamar hljóm- sveitaæfingar og tölvuleikjaspil, síendurteknar beiðnir um skutl hingað og þangað og síðar par- týstand, mættu Guðni og Rósa mér og strákunum ávallt með hlýju og velvild. Ég fann fyrir mína parta vel hvernig þau spjölluðu við mig af raunveruleg- um áhuga um líf mitt og af virð- ingu, en það viðmót af hálfu full- orðinna gagnvart unglingum er ekki sjálfgefið. Mér kemur í hug fjöldi augnablika þar sem við hlógum saman sem vinir frekar en kunningjar, t.d. þegar við hlýddum á Eurovision-söngva- keppnina eitt árið undir lýsingu Graham Norton. Ekki er um að villast að umhyggja Guðna og Rósu gagnvart vinahópi Þóris var límið sem hélt honum saman, enda hafði hópurinn alltaf vísan samastað í kjallaranum hjá þeim. Guðni, við þig vil ég segja að ég verð þér eilíflega þakklátur fyrir hlýjuna gagnvart mér og vinahópnum, fyrir heimboðin og bústaðaferðirnar í Miðfjörðinn. Helst vil ég tjá þér þakklæti mitt fyrir að búa svo um að við vin- irnir máttum halda í þau sterku tengsl sem við eigum saman. Við munum launa þér þá umhyggju með því að vera Þóri innan handar, eins og þú varst okkur þegar við vorum að alast upp. Fyrir hönd vinahópsins alls votta ég fjölskyldu Guðna Guðnasonar mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Megi minningin um hjartahlýju hans og gæsku verða ljós í lífi okkar allra. Matthías Ólafsson. Guðni Guðnason Fallinn er frá, langt um aldur fram, Jón Gunnar Sveins- son, ötull stjórnar- maður í starfi Blak- sambands Íslands. Ég starfaði með Jóni Gunnari um árabil í stjórn Blaksambands Íslands, jafnt sem varaformaður sam- bandsins og framkvæmdastjóri. Jón Gunnar var virkur í starfi sambandsins á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og fram á 21. öldina. Það var gefandi að fá að starfa með Jóni Gunnari. Hann var hamhleypa til verka og leysti mörg erfið mál án þess að krefjast nokkurs í staðinn. Lítillæti og æðruleysi og jákvæðni yfir því að fá að leysa verkefni var aðal- atriðið. Það má segja að hann hafi verið hugsjónamaður fram í fingur- góma og sjálfboðaliði sem innti störf vel af hendi og gekk í það sem gera þurfti. Hann var um- fram allt trúr og traustur störf- Jón Gunnar Sveinsson ✝ Jón GunnarSveinsson fæddist 10. júlí 1959. Hann lést 28. mars 2020. Útför fór fram í kyrrþey. unum sem honum voru falin, gilti þá einu hvort um var að ræða stjórnastörf, dómgæslu, þjálfun eða aðkomu að öðr- um viðburðum er áttu sér stað. Hann spurði aldrei um endurgjald og alltaf tilbúinn að taka túr austur í Neskaup- stað í dómgæslu eða sinna því kalli sem kom. Þetta átti ekki síst við þegar aðrir höfðu for- fallast, þá var Jón Gunnar mað- urinn sem bjargaði deginum og fyrir framkvæmdastjóra í lítilli hreyfingu var ómetanlegt að hafa slíkan mann sér við hlið. Jón Gunnar var um árabil ritari stjórnar Blaksambands Íslands og leikmaður með hinu litríka blakliði Fram sem setti svip sinn á blakstarfið. Hann var ötull lands- dómari og dæmdi margan frægan leikinn í rimmum félaga á Íslandi og var farsæll í sínum störfum. Það var klárt mál hver réð þegar Jón hélt um flautuna og túlkun á leikreglunum. Í þá daga þurftu menn að setja upp marga hatta; vera þjálfarar, leikmenn eða dóm- arar eins og venjan var í starfinu í þá daga. Undir handleiðslu og þjálfun Jóns Gunnars urðu til margir góð- ir blakmenn og skemmst er minn- ast meistaraliðs Stjörnunnar í Garðabæ þar sem hann þjálfaði um árabil, starf sem hann hafði unun af að sinna. Þegar litið er um öxl skynjar maður að meistaratitl- ar Garðabæjarliðsins voru afurð langtímavinnu og hugsjóna manns sem gaf allt sem hægt var að gefa í leikinn innan vallar sem utan svo árangur gæti náðst. Oft við erfiðar aðstæður, án nauðsynlegs stuðn- ings og baklands eins og er í dag. Jón Gunnar var forystumaður og leiðtogi af gamla skólanum, trúr sinni sannfæringu og umfram allt hollur þeim sem hann starfaði með og nutu orku hans og krafta án nokkurra skilyrða. Þrátt fyrir að leiðir okkar hafi ekki legið mik- ið saman síðustu árin, sér í lagi á meðan ég var búsettur erlendis, fylgdist maður alltaf með honum í gegnum sameiginlega vini og skynjar í dag að vegferð Jóns Gunnars markaði djúp og áhrifa- mikil spor í samfélag blakhreyf- ingarinnar hér á landi. Við félagarnir úr blakhreyfing- unni minnumst fallins félaga okk- ar með velvilja og umfram allt hlýju, og sendum aðstandendum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guðmundur Helgi Þor- steinsson, stjórnarmaður í CEV, Evrópublaksamband- inu og fyrrverandi fram- kvæmdastjóri og varafor- maður BLÍ. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota innsendi- kerfi blaðsins. Smellt á Morgun- blaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.