Morgunblaðið - 11.05.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.05.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2020 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Húsviðhald Hreinsa þakrennur, laga ryðbletti á þökum og tek að mér ýmis smærri verk. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Við höfum opið alla daga frá kl. 9-15, með takmörkunum þó. Þar sem enn eru hópatakmarkanir þarf að skrá sig í alla viðburði hjá okkur. Lögð er rík áhersla á handþvott og sprittun og biðjum við alla að huga að því bæði við komu og brottför. Skráning og allar upplýsingar í síma 411 2701 og 411 2702. Hlökkum til að sjá ykkur. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Höfum opnað smá rifu á félagsmiðstöðina. Ákveðnar takmarkanir eru í gildi. Misjafnt eftir svæðum hve margir komast inn í einu. Áfram þarf að huga vel að handþvotti og sprittun bæði þegar komið er inn og þegar gengið er út. Í suma viðburði þarf að skrá sig í síma 411 2790. Nánari upplýsingar í síma 411 2790. Hlökkum til að sjá ykkur. Seltjarnarnes Bókband á Skólabraut í samráði við leiðbeinanda. Billjard Selinu kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Jóga með Öldu i salnum eingöngu fyrir þá sem ekki búa á Skólabraut. Á morgun föstudag verður leikfimi með Evu kl. 11 eingöngu fyrir íbúa á Skólabraut og kl. 13 fyrir aðra íbúa Seltjarnarness. Munið að þvo og spritta og haldið 2 metra reglunni. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 12. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga stjórnar um að aðalfundurinn staðfesti samruna við Útgerðarfélagið Glófaxa ehf. 3. Önnur mál löglega upp borin. Tillögur og önnur fundargögn liggja frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfundinn. Framboð til stjórnarkjörs skal berast stjórn félagsins eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Þau framboð sem þegar hafa borist halda fullu gildi nema viðkomandi dragi framboð sitt til baka. STJÓRN VINNSLUSTÖÐVARINNAR HF. Fundir/Mannfagnaðir með morgun- nu ✝ Gunnar Niku-lásson var fæddur á Sól- mundarhöfða í Innri-Akranes- hreppi 10. ágúst 1929. Hann lést 27. apríl 2020. Foreldrar Gunnars voru Nikulás Páls- son, fæddur 2. nóvember 1911 á Sólmundarhöfða og Guðbjörg Helgadóttir, fædd á Krossi í Innri-Akraneshreppi 29. september 1884. Eiginkona Gunnars var Guðrún Ágústsdóttir, f. 25.9. 1926, d. 20.10. 1993. Fyrir átti Guðrún tvíbura- dæturnar Helgu Gísladóttur, f. 18. júní 1948 og Margréti Gísladóttur, f. 19. júní 1948. Helga er gift Katli Baldri Bjarnasyni og eiga þau tvo syni, Bjarna Skúla og Baldur Þór. Barnabörnin eru 6 og barnabarnabörnin 2. Margrét er gift Axel Jóns- syni og eiga þau þrjú börn, Jón Gunnar, Guð- rúnu Jóhönnu og Evu Björk. Barna- börnin eru 10 og barnabarnabörnin 3. Gunnar og Guð- rún eignuðust þrjú börn. Guð- mund Ágúst, f. 22. júlí 1959, Guð- björgu, f. 15. maí 1964 og Gísla Rúnar Má, f. 5. desember 1966. Guðmundur Ágúst er giftur Guðmundu Úrsúlu Árnadóttur og eiga þau 3 dætur, Örnu Dan, Úrsúlu og Margréti Helgu. Barnabörnin eru 3. Guðbjörg er gift Sigurði Jónssyni og eiga þau 6 börn, Gunni, Jón Benedikts, Nikulás Rúnar, Valgerði Álfheiði, Þórð Má og Eyvind Enok. Barna- börnin eru 4. Gísli Rúnar Már á soninn Gunnar Inga. Útför Gunnars fór fram 8. maí 2020 í kyrrþey. Elsku afi. Minningarnar okkar saman eru margar, alltof margar til að tala um hér. Mikið er ég þakklát fyrir allt sem við áttum saman. Nú hafið þið amma sameinast á ný eftir 23 ára aðskilnað. Nú verður heldur betur sungið og dansað dátt þegar þið hittist. Takk fyrir allt elsku afi minn. Sjáumst seinna vinur. Sumarnótt Undir bláhimni blíðsumars nætur barstu’ í arma mér rósfagra mey. Þar sem döggin í grasinu grætur, gárast tjörnin í suðrænum þey. Ég var snortinn af yndisleik þínum ástarþráin er vonunum felld. Þú ert ljósblik á lífshimni mínum þú ert ljóð mitt og stjarna í kveld. Ég vil dansa við þig, meðan dunar þetta draumblíða lag, sem ég ann. Meðan fjörið í æðunum funar og af fögnuði hjartans, er brann. Að dansa dátt, það er gaman uns dagur í austrinu rís. Þá leiðumst við syngjandi saman út í sumarsins paradís. (Joe Llyons, Sam C. Hart. / Magnús Kr. Gíslason frá Vöglum) Þín Gunnur. Elsku langafi. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Mér fannst mjög gaman að eiga þær stundir með þér þegar við horfðum t.d á Emil í Katt- holti. Ég mun alltaf vera þakklát fyrir að fá að þekkja þig og búa hjá þér. Létt er að stíga lífsins spor, ljúf er gleðin sanna, þegar eilíft æsku vor, er í hugum manna. (R.G.) Kær kveðja Guðrún (Gunna). Mikill öðlingur, Gunnar Niku- lásson, er fallinn frá. Hann hefur verið ástvinur mömmu minnar, Unnar Leifsdóttur, undanfarin 24 ár. Það var mikil gæfa fyrir þau bæði að hafa kynnst, því sam- band þeirra var óvenju fallegt og bar aldrei skugga á. Þau höfðu bæði misst maka sína mjög skyndilega í blóma lífsins. Þau áttu hvort um sig sínar fjölskyld- ur, börn og barnabörn og höfðu aldrei í huga að rugla saman reytum, heldur voru samvistum hvort við annað þegar þau lang- aði til. Þau ferðuðust mikið saman innanlands á ferðabílnum (gamla rúbbanum) og fóru víða í styttri og lengri ferðir, m.a. hringinn um landið nokkrum sinnum. Þau fóru líka um Suðurlandið og voru t.d. stödd í Hveragerði á tjald- stæðinu, þegar Eden brann. Þau sváfu vært þar og urðu einskis vör þótt allt væri vitlaust í kring- um þau og er mikið búið að grín- ast með þetta. Þau voru líka mikið í sumarbú- stað í Ölveri undir Hafnarfjalli og þar dundaði gamli bóndinn sér við að slá og raka og dyttaði að ýmsu smálegu auk göngu- ferða sem þau voru dugleg að fara í. Í öllum þessum ferðum voru hundarnir hennar mömmu með í för, fyrst Fífa svo Tinna. Þeim þótti mikið til Gunnars koma og hændust mjög að honum. Það segir margt um mann ef dýr lað- ast að honum. Gunnar og mamma fóru í nokkrar sólarlandaferðir eftir að mamma fékk hann til að fá sér vegabréf, því hann hafði aldrei farið til útlanda. Hann naut þess og þau skemmtu sér vel. Gunnar laðaði fólk að sér vegna sinnar rólegu og elsku- legu framkomu við alla, hann var kátur og skemmtilegur og fannst gaman að grínast og sprella. Ef fólk var að þrasa um pólitík eða annað, brosti hann bara blíðlega og beið þolinmóður þar til storm- inn lægði. Okkur Hlyn bróður þótti mjög vænt um hann og sömu sögu er að segja um aðra fjölskyldumeð- limi. Það var mömmu mikið áfall þegar Gunnar hennar veiktist og var seinna fluttur á Dvalarheim- ilið Höfða. Hún heimsótti hann nánast daglega og stundum kom hann með okkur í bíltúr um bæ- inn og var þá kátur og hress. Það var falleg sjón að sjá mömmu svo leiða hann inn á Höfða eftir bíl- túrinn. Svo datt á heimsóknarbann og var það mikil sorg fyrir þau að geta ekki hist aftur en mamma náði aðeins að tala við hann í síma, svo hvarf hann á braut hægt og hljótt mánudaginn 27. apríl. Börnin hans fengu sem betur fer að vera hjá honum uns yfir lauk. Fallegu sambandi var lokið, sambandi sem ungt fólk gæti lært margt af, þar sem var gagn- kvæm virðing hvors fyrir öðru og góðar og skemmtilegar sam- verustundir voru alla tíð viðhafð- ar og fyrir það ber að þakka! Elsku mamma mín, þú hefur sannarlega fengið þinn skerf af sorginni í lífinu en þú átt okkur að, alltaf þegar þú vilt. Fjölskyldu Gunnars votta ég mína dýpstu samúð og bið Guð um að blessa minningu hans. Hrönn Eggertsdóttir. Gunnar Nikulásson Föðursystir mín hún Júlíana Sigurð- ardóttir er fallin frá á 98. aldursári. Í minningunni er margt sem tengist Júllu frænku hluti af mínu lífi og uppvexti. Júlla hafði sterkan persónuleika sem skyggði svolítið á aðra í kringum hana, hún var alltaf áhugasöm um að eiga í sam- skiptum og hitta frændfólkið og fólk almennt og fylgdist hún vel með hvernig fólkinu sínu reiddi af. Júlla sýndi sínum nánustu, systkinum og foreldrum um- hyggju og sinnti hún foreldrum sínum af mikilli alúð eftir að þau komust á efri ár og annaðist um þau. Svo ég vitni í móður mína Sigríði Margeirsdóttur sem bar henni vel söguna og lýsti henni sem einstaklega góðri mann- eskju sem reyndist henni vel. Júlla var skynsöm og reglusöm kona sem vildi ávallt hafa snyrti- legt í kringum sig og miðlaði því óhikað til annarra sem það áttu skilið. Hún er af þeirri kynslóð sem lagði grunninn að því hvernig þjóðfélagið er í dag þar sem fólk vann hörðum höndum frá blautu barnsbeini þar sem lífsbaráttan gat verið strembin. Hún var vel liðin af vinnuveit- endum sínum en vinabönd sem þar áttu sér rætur héldust ávallt og reyndust henni dýrmæt. Frá æskuárum mínum minnist ég Júlíana Sigurðardóttir ✝ Júlíana Sigurð-ardóttir fædd- ist 9. október 1922. Hún lést 26. apríl 2020. Útför Júlíönu fór fram 7. maí 2020. heimsókna í Steina- gerði 14, en þar gat maður átt von á ýmsu góðgæti á borðum sem Júlla var meistari í að út- búa hvort heldur sem var bakkelsi eða eldaður matur. Páskaeggjaleitin er ein skemmtileg minning en Júlla faldi páskaeggin sem hún gaf okkur bræðrum litlum og lét okkur pjakkana leita að þeim. Þessa hefð tók ég upp síðar sjálfur hjá minni eigin fjölskyldu enda gaman af þessu. Það má segja að hún frænka mín hafi haft sín áhrif á að við bræður fórum að fá áhuga á knattspyrnuiðkun en hún sagði okkur á stundum frá syni sínum Ólafi Frey sem var efnilegur fót- boltamaður hjá Víkingum á sín- um tíma. Þessum frænda mínum kynntist ég því miður aldrei en hann var hrifinn burt úr þessum heimi þegar ég hef verið um tveggja og hálfs árs gamall árið 1968. Ég gerði mér ekki grein fyrir því sem barn hvað Júlla hafði þurfti að upplifa og lifa við í kjölfar þess að sonur hennar lést ungur að árum en löngu síð- ar fékk ég vitneskju um aðdrag- anda og aðstæður sem lýsti þessum hörmulega atburði. Júlla var sannkristin og trúuð mann- eskja sem hjálpaði henni að rísa upp og halda lífinu áfram eftir þetta mikla áfall og sagði hún oftar en einu sinni frá atviki sem hún upplifði í sorginni sem var vitrun og hún lýsti sem guðlegri björgun. Nú þegar hún er ekki lengur í þessum heimi trúir maður því að hún sé komin á betri stað og þau mæðgin séu í góðum hópi ættingja og vina. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst þér, kæra Júlla, þakk- látur fyrir allt sem þú gerðir fyr- ir mig og mína og vona að mér séu fyrirgefnar stopular heim- sóknir nú í seinni tíð. Óskar Þorsteinsson og fjölskylda. Þegar ég rifja upp minningar um Júllu föðursystur mína, þá hugsa ég ekki fyrst um það hve óaðfinnanlega hún var ætíð til fara að öllu leyti. Mér kemur heldur ekki fyrst í hug hve tigin- mannlega hún bar sig ævinlega, hve skýrt hún mælti í samræð- um og hve skörp hún var í hugs- un þótt hún væri orðin háöldruð. Nei, það sem ég hugsa fyrst um er sú viðkvæma hlið á henni sem ég kynntist síðustu árin í lífi hennar. Þegar ég heimsótti hana þessi síðustu ár rifjaði hún stundum upp hve erfitt það var fyrir sig að lifa með þeirri óbærilegu sorg sem hún varð fyrir þegar einkasonur hennar, Ólafur Freyr Hjaltason, veiktist og lést aðeins 18 ára að aldri úr bráðahvítblæði. Hún varð jafnan klökk við að rifja þetta upp. Öllum ber saman um að Ólaf- ur Freyr hefði verið einstaklega efnilegur ungur maður sem hafði allt til að bera sem prýða mátti einn mann. Missir Júllu var svo sár og mikill að þótt hún bæri sig yfirleitt vel út á við var samt jafnan grunnt á sársauk- anum sem fráfall hans skildi eft- ir í huga hennar. Það hjálpaði henni án efa að eiga trygg systk- ini og vini sem stóðu með henni í gegnum þessa erfiðleika. Í því sambandi verður að nefna Ingu systur hennar sem reyndist Júllu einstaklega vel alla tíð. Júlla var heiðarleg, dugleg, sómakær, skörp og sjálfstæð og vildi ekki láta neinn segja sér fyrir verkum. Hún var ekki vel efnum búin enda gafst henni ekki kostur á að mennta sig til frama og tækifæra í lífinu. Hún þurfti snemma að byrja að vinna fyrir sér enda ólst hún upp á fyrri hluta síðustu aldar, á tíma- bili þegar íslenska þjóðin var meðal hinna fátækustu í Evrópu. Hún var engu að síður stórlát þrátt fyrir rýran hag og skar aldrei við nögl sér þegar hún færði gjafir. Æðruleysi hennar og áræði var mikið eins og kom fram þegar hún var greind með lungnakrabbamein á efri árum. Það er m.a. til marks um and- legan styrk hennar að henni skyldi auðnast að yfirvinna krabbameinið en það var alls ekki sjálfgefið því slík mein eru í flestum tilvikum banvæn. All- mörgum árum áður hafði henni tekist að hætta að reykja og lýsti því svo að guðleg forsjón hefði tekið löngunina frá sér fyr- ir bænir föðurömmu minnar, Ólafar Halldórsdóttur. Þrátt fyrir allt mótlætið sem Júlla mætti í lífinu bar hún það ekki utan á sér. Hún gat verið glettin og hún var einstaklega góður sögumaður. Hvar sem hún fór þá skar hún sig líklega svolítið úr því hún var tignarleg í fasi og með sterkan persónu- leika. Júlla var staðfastlega trúuð. Hún lýsti því fyrir mér oftar en einu sinni hvernig nánast him- neskur friður hefði skyndilega færst yfir sig dag nokkurn eftir lát sonar síns. Það þakkaði hún guði enda hafði hún ákallað guð um hjálp. Þetta gerðist eftir afar erfitt tímabil þar sem hún var nær frávita af sorg eftir Lát hans. Ég vona af heilum hug, þótt sjálfur sé ég ekki trúmaður mikill, að Júlla sé nú sameinuð syni sínum í annarri veraldar- vídd. Ólafur Freyr Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.