Morgunblaðið - 11.05.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.05.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2020 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt F yrir nokkrum árum kom kór Mennta- skólans við Hamra- hlíð til Víkur og söng með okkur messu í Víkurkirkju á 4. sunnudegi eftir páska. Það var ógleymanleg stund. Þar kom fram að sá sunnudagur hefur latneska yfirskrift sem vísar til þess sem fjöldi fólks hefur haft svo mikla ánægju af á meðan sjúk- dómur af völdum lítillar veiru fer hamförum um heiminn. Við þurfum ekki lengi að skoða dagskrá ljós- vakamiðlanna um þessar mundir til að finna í dagskrá þeirra þetta sem hefur glatt fólk um allan heim í einsemdinni sem fylgir veiruvörnunum. Yfirskrift þessa um- rædda sunnudags á latínu er: Cantate, sem útleggst á ís- lensku: Syngið! Fögur orð á tveimur tungu- málum, í boðhætti, sem svo ótal margir hafa tekið bókstaflega á öllum öldum. Orðið „cantate“ er m.a. að finna í 98. Davíðs- sálmi þar sem segir: „Syngið Drottni nýj- an söng, því að hann hefir gjört dásemdar- verk.“ Johann Sebastian Bach líkt og svo margir höfundar kirkjutónlistar tók þetta alvarlega og bókstaflega og samdi dásamlegar kantötur sem ég veit að margir þekkja vel. Hann eins og svo margir snillingar á sviði tónlistarinnar skildi hvernig tónar og hljómar geta myndað fagra og heilsteypta lofgjörð og þökk til Guðs sem kristnir menn trúa að hafi lagt grunn að lífinu, hafi mótað því farveg frá öndverðu eftir eilífri og ótrúlega nákvæmri reglu, sem um aldir og eilífð mun hafa sigur yfir hvers kyns óreiðu líkt og tilburðir litlu veirunnar hef- ur haft í för með sér. Og skáldið í Davíðssálmum bætir við: „Látið gleðióp gjalla fyrir Drottni, öll lönd, hefjið gleðisöng, hrópið fagnaðaróp og lofsyngið. Leikið fyrir Drottni á gígju, á gígju með lofsöngshljómi, með lúðraþyt og básúnuhljómi, látið gleðióp gjalla fyrir konunginum, Drottni. Hafið drynji og allt sem í því er, heimurinn og þeir sem í honum búa. Fljótin skulu klappa lof í lófa, fjöllin fagna öll saman fyrir augliti Drottins því að hann kemur til að ríkja yfir jörðinni, ríkja yfir heim- inum með réttlæti, yfir þjóðunum með réttvísi.“ Kristin kirkja hefur sem betur fer skilið orð skáldsins í Davíðs- sálminum og auðgað helgihald sitt með tónlist frá öndverðu, vitandi vits að orðin ein nægja ekki þegar vegsama á Guð. Túlkunin á þeim veruleika sem við nefnum Guð hef- ur frá ómunatíð fundið sér ótal far- vegi í lífi og listum mannkynsins og mun gera áfram. Stundum heyrum við að kirkjan sé þreytt stofnun og stöðnuð. Syngi eldgamla texta við leiðinleg lög. Sumir vilja breyta og taka upp létt- ari kirkjusöng og kannski er það málið, en þá þarf að hafa í huga að nútíminn er aðeins mínútan sem nú er að líða. Hvernig sem við högum söngn- um í kirkjunni, hvort hann er gam- all eða nýr skiptir kannski ekki öllu, heldur hitt að kirkjuhúsið sé staður þar sem við eigum athvarf og get- um hvílst í lofgjörðinni til Guðs. Ég hef oft fundið hvað það er gott að geta gengið að ein- hverju vísu í lífinu, jafnvel eins og það var í gamla daga, því þá finn ég ró og nota- kennd fylla hugann. Ég kann raunar ekki að lýsa þessari tilfinn- ingu en ég þykist vita að þú kannist líka við þetta. Sá sem ann og skil- ur tónlist finnur vel hvernig hún snertir streng í brjóstinu sem ekkert annað nær að gera á sama hátt. Þannig vitnar Guð um sjálfan sig að mínum dómi. Þannig vinnur andi sannleikans innra með okkur, svo oft án þess að við ger- um okkur grein fyrir því. Það er gott að íhuga stundum hvers vegna við förum í kirkju eða þá hvers vegna við gerum það ekki sé sú reyndin. Það verður aldrei þannig að allt sem fram fer í kirkjunni nái eyrum allra. Stundum skiljum við ekki textana og predikunin fer stundum fyrir ofan garð og neðan, stundum eru sálmarnir þungir og dapurlegir. Það er engin trygging til fyrir því að messur séu skemmtilegar. Þær eru bara eins og þær eru og mér líður svo ljómandi vel með það. Í þessu sambandi segi ég stund- um sögu sem ég heyrði eitt sinn og ætla að leyfa ykkur að heyra: Ung- ur maður hitti eitt sinn gamla konu og sagði við hana eitthvað á þessa leið: Því miður gat ég ekki farið í kirkju í gær. Hvað sagði presturinn í ræðu sinni? - Æ, það man ég ekki en ræðan var góð, sagði sú gamla. - Til hvers ertu að fara í kirkju ef þú manst ekki hvað presturinn segir? Gamla konan horfði á hann um stund og sagði svo: - Gerðu mér svolítinn greiða. Skrepptu með tágakörfuna þá arna út í læk og komdu með hana fulla af vatni. - Ertu galin, það tollir ekki dropi af vatni í körfunni. - Það er sjálfsagt satt, mælti gamla konan og brosti, - en karfan kemur hreinni aftur. Elsku vinir. Ég man vel hvað tá- gakarfan mín hreinsaðist við að hlusta á kórinn úr Reykjavík hér fyrir nokkrum árum. Verum dugleg að hlusta á söng- inn sem streymt er frá kirkjum landsins í fjölbreyttu helgihaldi þessara óvenjulegu tíma, frá heim- ilum fólks, gegnum ljósvakamiðl- ana og svo víða, og ég er viss um að tágakörfurnar okkar hreinsast svo- lítið á meðan. Gleðin og birtan munu aftur ná völdum í landinu okkar fallega og hingað mun brátt hópast fólk úr öll- um heiminum til að virða fyrir sér dýrð Guðs og sköpun. Kirkjan til fólksins Ljósmynd/HMK Víkurkirkja að sumri. Cantate – Syngið! Hugvekja Haraldur M. Kristjánsson Höfundur er sóknarprestur og fyrrverandi prófastur í Vík. srhmk@simnet.is Haraldur M. Kristjánsson Orðið „cantate“ er m.a. að finna í 98. Davíðs- sálmi þar sem segir: „Syngið Drottni nýjan söng, því að hann hefir gjört dásemdarverk.“ Í október nk. verða 22 ár frá því að Skjár 1 fór með formlegum hætti í loftið á þáver- andi örbylgjukerfi, sem náði yfir Faxa- flóasvæðið með ein- hverjum holum. Stöð- in þótti marka ákveðin tímamót í sjónvarps- sögu landsmanna. Það hefur staðið til í langan tíma að endurvekja þessa stöð eins og hún var hugsuð þá, en önnur verkefni á þessum langa tíma hafa ávallt ýtt þessu verkefni til hliðar. Hug- myndin var ávallt sú að ná beint til notenda, en tæknin sem þarf til við að miðla efni beint um snjalltæki og tölvur er í raun bara nokkuð ný- tilkomin, hvað varðar aðgengi al- mennings að slíku allavega. Í svona útsendingu þarf gíf- urlega bandbreidd þar sem þús- undir geta horft í einu án þess að allt hökti eða hljóð fari úr sam- bandi við mynd, auk þess að geta endurvarpað mynd í stærri við- tæki. Þetta verkefni er nú loksins komið aftur í gang á eigin vef- svæði. Mér hugnast ekki að notast við IPTV-dreifileiðir símafyrirtækj- anna um myndlykla vegna þess þröskulds sem felst í endurgjaldinu sem krafist er, sem hleypur á mörg hundruð þúsundum króna á hvert símafyrirtæki. Þeir sjá ekki það sem ég sé, ókeypis aðgengi al- mennings, heldur reka heildsölu fyrir aðrar stöðvar á dreifikerfum sínum og selja því aðgengi að við- skiptavinum sínum. Sé þessi leið þó farin kallar hún á aðra nálgun, nefnilega sölu auglýsinga á milli dagskrárliða, jafnvel inni í dagskrá eins og þekkist; það er annað og erfiðara viðfangsefni. Frístöð ber það varla nema með miklu manna- haldi. Í fyrra þóttist ég hafa klárað þetta verkefni með því að nota app sem var sérstaklega smíðað erlend- is fyrir Android og Apple, en metn- aðurinn yfirtók skynsemina og úr varð hálfgerður bastarður sem átti að vera samnefnari fyrir stóra al- hliða streymisveitu með fjölbreytt stöð- vaúrval. Það dæmi endaði með tapi á alla vegu en er um leið dýrmæt reynsla sem nýtist vonandi inn í næstu ár. Gömul saga og ný, kannski hefði það dæmi gengið í dag á tímum Covid, hver veit, en ég ber gæfu til að geta hætt ef dæmið er ekki að virka. Sjónvarp árið 2020 Hvað varðar svona dæmi í dag er hreinlega best að setja sig á sér hillu sem er tóm fyrir. Opið og ókeypis sjónvarp í línulegri dag- skrá á fyrir fram ákveðnum tímum er alls ekki normið í dag og ein- hver myndi eflaust telja mig brjál- aðan að reyna þessa nálgun, en Stan Lee orðaði þetta svo sem ágætlega þegar hann sagði: Ekki hlusta á skoðanir úrtölumanna, ef þú ert með góða hugmynd, fram- kvæmdu hana. Og Spiderman varð til. Að fara í bíó á ákveðnum sýningartímum er að sjálfsögðu vel þekkt, bíósalurinn bíður ekki eftir að þú mætir, heldur þarftu að vera kominn tímanlega til að geta notið myndarinnar frá upphafi. Skjáflakk er ekki í boði svo þú getir notið myndarinnar þegar þér hentar, af- hverju? Jú, þetta er ekki Vod-leiga. Ef þú vilt njóta myndar þegar þér hentar, farðu þá í Vod-leiguna hjá Vodafone og leigðu myndirnar mín- ar, það er rétti markaðurinn fyrir hliðrænt áhorf. Hvernig er svo hægt að láta dæmið ganga upp peningalega gæti einhver verið að spyrja sig? Jú, vefstiklur og „smell-auglýsingar“ eru allsráðandi þegar kemur að spilun efnis á netinu, Skjár 1 þarf jú að reka sig, þetta kostar allt saman peninga, en þú færð stiklu þegar þú smellir á spilarann á næstunni, ég er bara að byggja upp smá þekkingu og reynslu við framsetningu og útsendinguna, enda sit ég einn og stýri þessu beint úr „bílskúrnum“ heima. Ég þýði og texta myndina, smelli henni í Vod-leiguna og nokkru síð- ar er hún svo komin í keyrslu á Skjá 1 sem er einmitt eins og ég var að útskýra að ofan, að setja sig á öðruvísi hillu í búðarglugganum, hillu þar sem frítt er í bíó á fyrir fram ákveðnum sýningartímum. Hillu þar sem enginn er fyrir, hvort þetta er hinn eini sanni „dis- ruptor“ á sjónvarpsmarkaði árið 2020 skal ósagt látið, það kemur væntanlega í ljós, en mér finnst hugmyndin góð. AVOD er þekkt dreifileið á efnis- rétti erlendis, hún er ekki til staðar hér, enn sem komið er, hvað svo sem síðar verður, þetta er kannski ein birtingarmynd hennar, en alla- vega er staðan þessi að þegar ein- hver fjárfestir í kvikmynd þarf að vera grundvöllur til að sýna hana og fá þann aur til baka. Símafyr- irtækin taka veglega stóran hluta leigutekna til sín fyrir að veita að- gengi að viðskiptavinum um Vod- leigurnar, kvikmyndahúsin vilja ekki sýna myndir frá öðrum en sjálfum sér, Stöð 2 og RÚV kaupa ekki eina einustu mynd og eftir standa smáir aðilar á markaði sem koma sínu efni hvergi að og þá er ekki um annað að ræða en að spýta í lófana og redda sér sjálfur. Á næstunni mun sjónvarpsmark- aðurinn hér taka verulegum breyt- ingum, Disney Plus er væntanlegt, þá hverfa fjölskyldur þangað í breiðan faðm Mikka, HBO Go er að hugsa sér til hreyfings, Viaplay er komið og nokkrar aðrar norræn- ar streymisveitur eru væntanlegar. Íslenskir efnisrétthafar þurfa að draga línuna í sandinn og marka sér sérstöðu. Skjár 1 er að því og ætlar sér að standa vaktina með frítt bíó á gömlu sýningartímum kvikmyndahúsanna frá því fyrir aldamót, 5, 7, 9, og 11 á netinu og jafnvel einstaka sinnum á Face- book. 22 ár eru fljót að líða en eitt breytist ekki, Skjár 1 er alltaf ókeypis, þá og nú. Ný nálgun sjónvarps 2020 Eftir Hólmgeir Baldursson » Ýmislegt hefur breyst á síðustu 22 árum. Hólmgeir Baldursson Höfundur er áhugamaður um sjónvarp. Holmgeir@skjar1.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.