Morgunblaðið - 11.05.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.05.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2020 38 Glanstímaritin halda okkur stöð- ugt við efnið hvað líður líkama frægra kvenna og því betur gengur að stjórna okkur. Fylgst er með þyngdarbreytingum frægra kvenna eins og verðbréfum því í þeirra at- vinnugrein eru líkamar þeirra persónulegu verðbréf, lík- amnað markaðs- gildi. Þegar fræg manneskja grennist er oft sagt að hún „flíki“ nýja lík- amanum sem í raun er eini líkaminn sem hún hefur nokkurn tíma átt. Hann er bara núna kominn í viðunandi stærð sam- kvæmt æsifréttablöðunum. Þegar frægar konur eignast börn er fylgst gaumgæfilega með líkömum þeirra fyrir og eftir fæðingu – frá fyrir- bumbu til eftir-bumbu. Þegar fræg kona hefur eignast barn er fylgst vandlega með stærð hennar og hún skrásett þangað til hún líkist aftur ótrúlega grönnu konunni sem við eitt sinn þekktum. Líkamar frægra sjá okkur fyrir óframkvæmanlegum stöðlum sem við þurfum engu að síður að keppa að. Þeir eru megrunarhvatning – stöðug áminning um fjarlægðina á milli okkar og þessa sem líkamar okkar gætu verið með viðeigandi aga. Frægt fólk skilur efnahag grann- leika og flest tekur það fúslega þátt í honum á samfélagsmiðlum þar sem það tekur sjálfur af sér með innsognar kinnar til að láta líta út fyrir að það sé jafnvel enn horaðra. Því minna rými sem það tekur, því meira máli skiptir það. 39 Til er flokkunarfræði fyrir óstýri- láta, mannlega líkamann og sú flokkunarfræði er jafnvel enn sér- tækari fyrir óstýriláta kvenlíkama í yfirstærð. Sem feit kona er ég inni- lega kunnug þessari flokkunarfræði því hún er hluti orðræðunnar sem alltof mikið af fólki notar til að tala um líkama minn og ákveðna hluta hans. Í menningu okkar geta feitar konur verið alls konar á kurteis- legan máta – stór falleg kona eða mjög stór falleg kona. Hún getur verið ávöl, íturvaxin, þétt, bústin, notalega þybbin, „heilbrigð,“ þung, sterkbyggð, digur, kraftaleg eða þykk. Á dónalega vegu getur feit kona verið svín, feitt svín, belja, hvalur, kýr, feitabolla, fituhlunkur, átvagl, skepna, hlussa, fíll, tveggja tonna gaman og aragrúi orða sem ég hef ekki hjarta í mér til að deila. Þegar kemur að fataskápnum þá getum við valið um föt í yfirstærð eða stærri yfirstærðum eða drottn- ingastærðum eða „kvenna“-klæði. Sérstakir líkamspartar, „vanda- málasvæðin,“ fá líka sína merkimiða – sökklar, þrumumjaðmir, vængir, kotasælumjaðmir, múffutoppar, hliðarbrjóst, bakfita, ástarhöld, söðultöskur, aukadekk, tvöfaldar kinnar, karlbrjóst, bjórbumbur. Þessi orð – þessi læknisfræðilegu, þessi venjulegu, slangrið, móðgan- irnar – eru öll gerð til þess að minna feitt fólk á að líkamar okkar eru ekki eðlilegir. Líkamar okkar eru svo mikið vandamál að þeir þurfa sérstakar merkingar. Það er and- skoti sárt að líkamar okkar séu svona miskunnarlaust, opinberlega krufnir, skilgreindir og rægðir. 40 Partur af því að aga líkamann er afneitun. Okkur langar en dirfumst ekki til að fá okkur. Við neitum okk- ur um tiltekinn mat. Við neitum okkur um hvíld með því að stunda líkamsrækt. Við neitum okkur um hugarró með því að vera ávallt á verði yfir líkama okkar. Við höldum aftur af okkur uns við náum markmiðinu og þá höldum við aftur af okkur til þess að viðhalda markmiðinu. Líkami minn er yfirmáta óagaður og samt sem áður neita ég mér um hér um bil allt sem ég þrái. Ég neita mér um réttinn á rými þegar ég er úti við, reyni að brjóta mig saman, gera líkama minn ósýnilegan jafnvel þótt hann sé í raun afar sýnilegur. Ég neita mér um réttinn til þess að deila stólbrík því hvernig dirfist ég að trana mér fram? Ég neita mér um að fara á tiltekna staði sem ég gef mér að séu óviðeigandi fyrir lík- ama sem mína – flest rými sem ann- að fólk hefst við í, almennings- samgöngur, hver sá staður þar sem ég sést eða þar sem ég gæti í raun- inni verið fyrir. Ég neita mér um að klæðast skærum litum, held mig við einkennisbúning sem samanstendur af gallabuxum og dökkum skyrtum jafnvel þótt innihald klæðaskápsins sé mun fjölbreyttara. Ég neita mér um tiltekinn hefðbundinn kvenleika eins og ég eigi ekki rétt á þess kon- ar tjáningarmáta því líkami minn fylgir ekki boðum samfélagsins um hvernig kvenlíkaminn eigi að vera. Ég neita mér um blíð atlot – að njóta snertingar eða ástaratlota – eins og ef líkami minn eigi ekki þess konar þrá skilið. Refsingin er í raun eitt af því fáa sem ég leyfi mér. Ég neita mér um að vilja. Ég þrái, já, ég þrái svo margt, en ég dirfist ekki til að tjá það, því hvernig dirfist ég til að þrá? Hvernig dirfist ég til að tjá þrá mína? Hvernig dirfist ég til að sýna í verki hvað ég þrái? Ég neita mér um svo margt og samt sem áður ólgar svo mikil þrá undir niðri. Afneitun rétt nær að orða þessa löngun okkar en við vitum að hún er til staðar. Besta vinkona mín og ég fengum okkur í glas uppi á hótelherbergi í Los Angeles þar sem ég var í heim- sókn í borginni. Þegar hlé kom á góðar samræður okkar tók hún í hönd mína til þess að lakka nöglina á þumalfingrinum. Hún hafði verið að hóta mér þessu um tíma og ég streittist á móti af ástæðum sem ég gat ekki útskýrt. Á endanum gafst ég upp og hönd mín hvíldi létt í hennar á meðan hún þakti nöglina með fallega bleikum lit. Hún blés á, lét þorna og bætti svo við annarri umferð. Kvöldið leið áfram. Ég starði á fingurinn á mér daginn eftir þegar ég sat um borð í flugvél á leið þvert yfir landið. Ég gat ómögulega munað hvenær ég hafði síðast leyft mér þann einfalda munað að vera með naglalakk. Mér fannst gott að sjá fingurinn svona, sérstaklega vegna þess að nöglin var löng og vel mótuð og ég hafði ekki nagað hana eins og ég er vön að gera. Svo varð ég meðvituð um sjálfa mig og tróð þumlinum inn í lófann eins og ég ætti að fela hann, eins og ég ætti ekki rétt á að finnast ég vera sæt, til að líða vel í eigin skinni, til að viður- kenna mig sem konu þegar ég er augljóslega ekki að fylgja settum reglum að hvernig eigi að vera kona – að vera smá, taka minna rými. Áður en ég fór í vélina bauð vin- kona mín mér poka af kartöflu- flögum til þess að eiga í vélinni en ég neitaði mér um það. Ég sagði henni; „fólk eins og ég fær ekki að éta svona mat á almannafæri,“ og ég hef sjaldan verið jafn nálægt sannleikanum. Aðeins dýptin í sambandinu okk- ar leyfði mér að uppljóstra þessu og svo skammaðist ég mín fyrir að láta glepjast af þessum hræðilegu stöðl- um sem við mátum okkur við og ég skammaðist mín fyrir að vera svona hræðileg í að aga líkama minn og ég skammaðist mín fyrir að neita mér um svo margt og engu að síður nægir það ekki. 41 Ég hata sjálfa mig. Eða sam- félagið segir mér að ég eigi að hata sjálfa mig svo ég býst við að það sé að minnsta kosti eitthvað sem ég geri rétt. Eða ætti ég að segja, ég hata lík- ama minn. Ég hata þennan breysk- leika minn að vera ófær um að stjórna líkama mínum. Ég hata hvernig mér líður í lík- ama mínum. Ég hata hvernig fólk sér líkama minn. Ég hata hvernig fólk starir á líkama minn, fer með líkama minn, talar um líkama minn. Ég hata að leggja sjálfsvirði mitt að jöfnu við líkamsástand mitt og hversu erfitt það er að komast yfir samanburðinn. Ég hata hversu erf- itt það er að viðurkenna mannlega veikleika mína. Ég hata að ég bregðist svona mörgum konum þeg- ar ég get ekki tekið mínum eigin lík- ama opnum örmum, hvernig sem hann er. En mér líkar vel við sjálfa mig, persónuleika minn, skringilegheit mín, skopskyn mitt, villta og djúpa rómantíkina, hvernig ég elska, hvernig ég skrifa, gæsku mína og illkvittnina. Það er bara núna þegar ég er á fimmtugsaldri að ég er fær um að viðurkenna að mér líkar vel við sjálfa mig, jafnvel þó að grun- urinn um að ég eigi ekki að gera það tæri mig að innan. Ég lét undan sjálfshatri svo lengi. Ég leyfði mér ekki þann einfalda munað að viður- kenna hver ég væri og hvernig ég lifi og elska og hugsa og sé heiminn. En svo varð ég eldri og hugsanir annarra skiptu mig minna máli. Ég varð eldri og gerði mér grein fyrir því að ég var komin með nóg af öllu þessu sjálfshatri. Ég gerði mér grein fyrir því að að hluta til hataði ég mig vegna þess að ég gerði ráð fyrir að annað fólk ætlaðist til þess af mér, eins og ef sjálfshatrið væri það verð sem ég þyrfti að borga fyr- ir að lifa í yfirvigt. Það var miklu, miklu auðveldara að loka á allan þennan hávaða og reyna að fyrir- gefa sjálfri mér fyrir mistökin sem ég gerði í framhaldsskóla og há- skóla og á þrítugsaldri, finna snert af hluttekningu yfir því hvers vegna ég gerði þessi mistök. Ég vil ekki breyta því hver ég er. Ég vil breyta því hvernig ég lít út. Þegar ég á góða daga, þegar ég er tilbúin í slaginn, þá vil ég breyta viðbrögðum þessa heims við því hvernig ég lít út því vitsmunalega veit ég að líkami minn er ekki vandamálið. Á slæmum dögum gleymi ég að skilja persónuleika minn, kjarna þess hver ég er frá líkama mínum. Ég gleymi að verja mig gegn mis- kunnarleysi heimsins. Minning um líkama (minn) Bókarkafli Í bókinni Hungur lýsir rithöfundurinn Roxane Gay glímu sinni við líkama sinn eftir ofbeldisverk sem markaði þáttaskil í lífi hennar. Hungur hlaut Lambda-bókmenntaverðlaunin og var valin ævisaga ársins hjá Guardian og Goodread. Katrín Harðardóttir þýddi, Bergmál gefur út. Orðræða „Sem feit kona er ég innilega kunnug þessari flokkunarfræði,“ skrifar Roxane Gay og vísar þar til orðræðunnar um óstýriláta kvenlíkama. SCREEN RÚLLUGARDÍNUR Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.