Morgunblaðið - 12.05.2020, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.05.2020, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Flugmenn og flugvirkjar spyrjast nú í talsverðum mæli fyrir um iðn- greinar í Tækniskólanum – skóla atvinnulífsins. Sem kunnugt er var þorra fólks í þessum störfum hjá Icelandair sagt upp störfum á dög- unum og mikill samdráttur er í fluginu nú. „Þegar aðstæður breytast er eðli- legt að fólk rói á ný mið og leiti nýrra tækifæra,“ segir Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækni- skólans. „Í dag fer fólk á öllum aldri í nám, margir gjarnan sam- hliða vinnu og sækja þá oft í kvöld- nám. Það sem er eftirtektarvert núna er áhugi fólks úr fluginu sem spyr meðal annars um nám í raf- virkjun, pípulögnum og húsasmíði. Þá hafa einhverjir kynnt sér nám í skipstjórn, en gjarnan er þetta fólk milli þrítugs og fertugs. Já, þetta er nokkur fjöldi fyrirspurna og svo er bara að sjá hvað skilar sér áður en umsóknarfrestur rennur út í lok maí.“ Leiðsöguskólinn er starfræktur á vegum Menntaskólans í Kópavogi og umsóknarfrestur um nám þar næsta vetur er til 15. júní. „Við auðvitað vitum ekkert um aðsókn- ina næsta vetur en mér þykir lík- legt að hún verði annaðhvort sára- lítil eða að allt fyllist,“ segir Guðríður Eldey Arnardóttir, skóla- meistari MK. „Núna erum við á vordögum að brautskrá 39 nem- endur úr leiðsögunámi en gætum tekið á móti helmingi fleiri. Í raun væri snjall leikur fyrir fólk að skella sér í leiðsöguskólann núna meðan allt er stopp og vera svo tilbúið þegar fjörið byrjar og ferða- mennirnir mæta aftur næsta vor.“ sbs@mbl.is Áhugasamir um iðnnám  Flugmenn leita á nýjar slóðir  Spyrja um rafvirkjun, smíði og pípulagnir  Leiðsöguskólinn er snjall leikur Hildur Ingvarsdóttir Guðríður Arnardóttir Tvö stéttarfélög framlínustarfsfólks, Landssamband lögreglumanna (LL) og Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga (Fíh), hafa átt í óformlegum samræðum við samninganefnd ríkis- ins síðustu daga vegna kjarasamn- inga. Fundur Fíh og nefndarinnar fer fram á miðvikudag og fundur LL og nefndarinnar á fimmtudag. Snorri Magnússon, formaður LL, segir að samninganefnd ríkisins hafi ekki tekið vel í kröfu félagsins um launaleiðréttingu, en ætlunin með henni er að „útkljá atriði sem ná yfir ansi mörg ár,“ að sögn Snorra. Hann segir að það yrði afar erfitt að leggja samning fyrir lögreglumenn sem ekki fæli í sér þessa leiðréttingu. Hjúkrunarfræðingar felldu kjara- samning sem þeim var boðinn fyrir skemmstu. Guðbjörg Pálsdóttir, for- maður Fíh, segir að nú hafi félagið leitað eftir upplýsingum um það hvað félagsmenn vilji sjá að sé gert með öðrum hætti í samningnum. „Við teljum okkur núna vera kom- in með mjög greinargóða mynd af því til að geta haldið glaðbeitt áfram,“ segir Guðbjörg. Bæði lögreglumenn og hjúkrunar- fræðingar hafa verið samningslausir í rúmt ár og segja Guðbjörg og Snorri að félagsmenn sínir séu orðn- ir þreyttir á samningsleysinu. ragn- hildur@mbl.is Framlínan ræðir kjör- in áfram  Félagsmenn þreyttir á ástandinu Áhöfnin á Bárði SH-81 kom til Ólafsvíkur í gær með um 20 tonn, en lokadagur vetrarvertíðar samkvæmt gömlu viðmiði var í gær, 11. maí. Þar með er afli Bárðar á vetrarvertíðinni frá áramót- um orðinn 2.311 tonn af óslægðum afla upp úr sjó og er líklegt að um Íslandsmet sé að ræða hjá netabáti. „Stanslaus fiskgengd, stöðugir stormar og hörkumannskapur,“ segir Pétur Pétursson, út- gerðarmaður og skipstjóri, þegar hann er spurð- ur hvað hafi einkennt vertíðina. Aflinn í mars- mánuði var einstakur, alls 1.091 tonn. Bárður SH-81 kom nýr til landsins frá Danmörku í lok síðasta árs og er 23,6 metra plastbátur. Pétur eldri rær ýmist á nýja Bárði eða eldri báti með sama nafni, en sonur hans og nafni rær þá á nýja skipinu. Samkvæmt upplýsingum sem skipverjar á Bárði höfðu aflað var mesti afli netabáts á vetr- arvertíð til þessa 1.917 tonn hjá Þórunni Sveins- dóttur VE árið 1989. Á myndinni eru, frá vinstri, Pétur Pétursson yngri, Eiríkur Gautsson, Guðjón Arnarson, Sveinbjörn Benediktsson, Pétur Pétursson eldri, Jóhann Eiríksson, Helgi Bjarnason, Sæbjörn Ágústson, Kristján Helgason og Höskuldur Árnason. aij@mbl.is Stormar og stöðug fiskgengd í allan vetur Morgunblaðið/Alfons Finnsson Aflamet á vetrarvertíð hjá Pétri og félögum á Bárði SH-81 Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Horft verður til þess að ná fram 30- 40% betri nýtingu á flugáhöfnum Icelandair í nýjum kjarasamning- um. Þetta herma heimildir Morg- unblaðsins innan úr flugfélaginu. Ekki verður endilega farið fram á launalækkanir heldur verður samn- ingurinn skoðaður heildstætt. Verð- ur áhersla lögð á að ná eininga- kostnaði fyrirtækisins niður til að gera fyrirtækið betur samkeppnis- hæft á alþjóðavísu. Eru framangreindar tölur aðeins innan þeirra launalækkana sem ráð- gjafi eins af stóru hluthöfum fyrir- tækisins hefur sagt nauðsynlegar. Hefur hann jafnframt sagt að með 30-40% betri nýtingu sé einfaldlega ekki gengið nógu langt. Meira þurfi til ætli félagið sér að vera í stakk búið til að mæta samkeppni er- lendra lággjaldaflugfélaga. Flugfreyjurnar of dýrar Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær var haft eftir áður- nefndum ráðgjafa að launalækkun á bilinu 50-60% væri nauðsynleg til að gera Icelandair samkeppnishæft til næstu ára. Hefur sami ráðgjafi lýst yfir áhyggjum af nýgerðum kjara- samningi Icelandair við flugvirkja. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins innan úr flugfélaginu hafa forsvarsmenn þess ekki farið fram á 50-60% launalækkun í samningavið- ræðum við flugmenn og flugfreyjur. Þess í stað hefur fremur verið ein- blínt á aukna nýtingu, sem jafn- framt á að skila sér í lægri ein- ingakostnaði. Mestu máli er talið skipta að ná betri nýtingu á flugfreyjur félags- ins, sem eru umtalsvert dýrari hlut- fallslega en stöllur þeirra erlendis. Verða allar hliðar teningsins skoð- aðar í því samhengi. Þá verður kannað hvaða takmarkandi ákvæð- um í samningum flugáhafnanna er hægt að breyta og endurskoða. Staðsetningin breytist ekki Að því er heimildir blaðsins herma stefna forsvarsmenn Ice- landair enn að því að safna fjár- magni með hlutafjárútboði. Hafa forsvarsmenn hluthafa viðrað þá hugmynd að útgáfa breytanlegra skuldabréfa kunni að vera skynsam- legri leið. Sem stendur er þó áfram stefnt að hlutafjárútboði þótt ekki sé útilokað að það kunni að breytast í ferlinu. Í áætlunum Icelandair er ekki gert ráð fyrir að staðsetning þess á markaði breytist. Flugfélagið muni þannig ekki horfa til þess að skil- greina sig sem lággjaldaflugfélag. Þess í stað verði rekstrarmódel þess óbreytt auk þess sem áfram verði lögð áhersla á farþegaflutninga milli Evrópu og Bandaríkjanna. Vilja betri nýtingu flugáhafna  Einingakostnaður Icelandair þarf að lækka  Verður ekki lággjaldaflugfélag  Útboð enn á dagskrá

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.