Morgunblaðið - 12.05.2020, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2020
SAMNINGAR VIÐ
ÖLL TRYGGINGAFÉLÖG
Hvaleyrabraut 2, 220 Hafnarfirði | Sími: 547 0330 | hsretting@hsretting.is | hsretting.is
Hægt er að bóka tjónaskoðun hj
LÁTTU OKKUR
UM MÁLIÐ
• BÍLARÉTTINGAR
• PLASTVIÐGERÐIR
• SPRAUTUN
á okkur á net n
• Fagleg þjónusta
• Vönduð vinnubrögð
• Frítt tjónamat
HSRETTING.IS
547 0330
SVIÐSLJÓS
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Ég sendi borgarstjóra bréfið og
ræddi við hann í síma. Hann tók já-
kvætt í erindi mitt og sagðist myndu
láta sitt fólk fara yfir það,“ segir
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri
á Seltjarnarnesi, í samtali við Morg-
unblaðið og vísar í máli sínu til bréfs,
dagsett 7. maí, sem sent var Degi B.
Eggertssyni borgarstjóra.
Í bréfinu mótmælir Ásgerður fyrir
hönd Seltjarnarnesbæjar fram-
kvæmdum Reykjavíkurborgar á
Geirsgötu í miðbænum. En eins og
greint hefur verið frá hér í Morgun-
blaðinu er þar verið að setja upp nýja
stoppistöð Strætó og verður hún án
útskots. Þetta veldur því að strætis-
vagnar munu þurfa að stoppa á miðri
akbraut til að hleypa farþegum sínum
inn og út úr vagninum, með fyrir-
séðum töfum á umferð. Ásgerður
segir framkvæmdir þessar ekki í
samræmi við samkomulag Reykja-
víkurborgar og Seltjarnarness um
skipulag svæðisins, sem undirritað
var 12. nóvember 2013, þar sem þær
þrengi að umferð að Seltjarnarnesi.
Hindrar eðlilegan akstur
„Samkomulagið var gert í
tengslum við að Seltjarnarnesbær
féllst á niðurfellingu Holtsgangna úr
svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðis-
ins, en þeim hafði verið ætlað að auð-
velda umferð gegnum miðbæinn og
Þingholtin. Var á breytinguna fallist
fyrir mjög eindregna ósk Reykja-
víkurborgar því bæjaryfirvöld á Sel-
tjarnarnesi höfðu þá um nokkurt
skeið ítrekað lýst áhyggjum af þróun
samgöngumála vesturhluta höfuð-
borgarsvæðisins til framtíðar litið og
lagt áherslu á að tryggð verði bæði
hversdagslega og í hugsanlegum
neyðartilvikum greið og örugg um-
ferð bifreiða um borgarhlutana, enda
sé það jafnt í þágu íbúa á Seltjarn-
arnesi og í Reykjavík,“ segir í bréfi til
borgarstjóra sem Morgunblaðið hef-
ur undir höndum.
Bent er á í bréfinu að þótt ekki sé
ráðgerð niðurfelling akreinar á
Geirsgötu í bókstaflegri merkingu sé
„fullljóst að reglubundnar stöðvanir
strætisvagna með tilheyrandi bið eft-
ir að farþegar fari í og út úr vögnum
mun koma í veg fyrir eðlilegan akstur
um götuna sem nú þegar er iðulega
þungur“. Mun stoppistöðin, að mati
Seltjarnarnesbæjar, valda svo mikilli
truflun að það samrýmist engan veg-
inn tilgangi og texta samkomulagsins
og þeim skuldbindingum sem
Reykjavíkurborg tók á sig með gerð
þess. Er því óskað eftir því að núver-
andi framkvæmd verði endurskoðuð
og/eða horfið með öllu frá biðstöð
strætisvagna á þessum stað.
„Við erum með skýr markmið“
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir,
borgarfulltrúi Pírata og formaður
skipulags- og samgönguráðs, segir
stoppistöð ekki vera eitt af „stóru
málunum“ um þessar mundir.
„Við hljótum að geta leyst úr
þessu. Það eru sameiginlegir hags-
munir sveitarfélaga að breyta ferða-
venjum og skapa góða aðstöðu fyrir
hjólandi og almenningssamgöngur.
[...] Þetta er ekki stórt mál, hér er
verið að gera úlfalda úr mýflugu. Að
strætó stoppi í örskamma stund get-
ur ekki verið eitt af stóru málunum í
samfélagi okkar,“ segir hún.
Spurð hvort framkvæmdin sé brot
á samkomulagi milli sveitarfélaganna
segir Sigurborg Ósk þörf á að kanna
það. „Þetta er ekki þrenging, það er í
raun verið að bæta flæði og bæta
flutningsgetu með því að hafa tvö-
faldan hjólreiðastíg eftir Miðbakkan-
um. Þó að einkabíllinn þurfi að stoppa
í örskamma stund er það fullkomlega
sjálfsagður hlutur.“
Komi aftur á móti í ljós að fram-
kvæmdin sé brot á samkomulaginu
segir Sigurborg Ósk sveitarfélögin þá
þurfa að ræða lausnir.
„Við erum með skýr markmið um
hvað við viljum gera og hverju við
viljum ná fram. Við teljum okkur vera
að gera það með framkvæmdinni eins
og hún er,“ segir hún.
Nánar má lesa um þetta mál á
mbl.is í vefútgáfu Morgunblaðsins.
Hindrar eðlilegan akstur
Borgarstjóri fékk fyrir helgi mótmælabréf vegna framkvæmdar við Geirsgötu
Verið að gera úlfalda úr mýflugu, segir formaður skipulags- og samgönguráðs
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ágreiningur Seltjarnarnes vill að Reykjavíkurborg breyti framkvæmdinni án tafar og segir hana samningsbrot.
Ásgerður
Halldórsdóttir
Sigurborg Ósk
Haraldsdóttir
Skannaðu kóðann
til að lesa meira
um þetta á mbl.is
„Samningurinn byggist á lífskjara-
samningnum sem Samband ís-
lenskra sveitarfélaga hefur gert við
47 stéttarfélög með 7.000 félags-
menn, en það er farið inn í lægstu
tekjuhópana og þeir hækkaðir að-
eins umfram hina, enda held ég að
það sé sátt í samfélaginu um að
leggja sérstaklega á þá tekjuhópa
sem verst eru settir,“ segir Ármann
Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópa-
vogi.
Skrifað var undir kjarasamning
Eflingar og samninganefndar Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga undir
miðnætti á sunnudagskvöld. Þar
með var verkfalli um 270 félags-
manna sem starfa hjá Kópavogsbæ,
Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Ölfusi
aflýst. Verkfallið hafði staðið frá 5.
maí.
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga,
tekur undir orð bæjarstjórans. „Við
erum auðvitað mjög ánægð með að
hafa náð þessari lendingu og að
verkföll skuli hafa verið blásin af.
Það er auðvitað gott og ég vona bara
að allir geti gengið sáttir frá þessu
borði.“
„Þetta var frábær stund fyrir okk-
ur í samninganefndinni þegar við
skrifuðum undir,“ sagði Sólveig
Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar,
í gær.
„Auðvitað er það mikill léttir fyrir
fólk. Við þurftum náttúrlega að fara
tvisvar í verkfall og það er ekkert
grín,“ segir Sólveig Anna. „Fólk var
ótrúlega einbeitt og staðfast og eina
ferðina enn sjáum við að það sem
skilar árangri fyrir láglaunafólk – að
mestu leyti láglaunakonur – er að
fara fram með samstöðuna að
vopni.“
Samningur Eflingar og SÍS er
afturvirkur til 1. janúar, auk þess
sem félagsfólk fær sérstaka auka-
greiðslu. Samningurinn gildir fram í
mars 2023 en niðurstaða atkvæða-
greiðslu um hann verður að vera
komin fram 23. maí.
Telur sátt um að
hækka lægstu laun
Ánægja með kjarasamning Eflingar
Sólveig Anna
Jónsdóttir
Ármann Kr.
Ólafsson
Erlendir gestir afbóka seint gistingu í
smáhýsunum á tjaldsvæðinu á Höfn í
Hornafirði. Enn er mikið bókað í júlí
og ágúst. Framkvæmdastjórinn
dregur þá ályktun að gestirnir séu til-
búnir að nýta þjónustuna um leið og
þeir komast til landsins.
Þjónustumiðstöð SKG er með ell-
efu smáhýsi og rekur tjaldsvæðið.
Smáhýsin hafa verið vel nýtt síðustu
árin og erlendir gestir hafa pantað
stóran hluta þeirra fyrirfram.
Vel var bókað fyrir sumarið og
margir bókuðu í janúar og febrúar og
fram í mars. Það eru mest Evrópu-
búar. Tryggvi Árnason, sem annast
reksturinn, segir að fólk bíði í lengstu
lög með að afbóka. Enn séu bókanir í
húsin síðustu níu dagana í maí og þótt
búið sé að afpanta einhverjar nætur
fyrrihluta júnímánaðar sé vel bókað í
mánuðinum og enn frekar í júlí og
ágúst. Þá er enn verið að bóka eitt og
eitt hús í sumar.
Vonast eftir ágætis ferðasumri
„Þetta segir manni að gestirnir eru
að verða svartsýnir á að komast hing-
að í maí og fyrrihluta júní. Þetta gef-
ur manni einnig vísbendingar um að
fólkið sé til í að koma um leið og hægt
verður að ferðast,“ segir Tryggvi og
segist bjartsýnn á ágætis ferðasumar
um leið og opnast fyrir ferðir. Segist
hann ekki sjá annað en hægt verði að
bjóða eitthvert flug undir lok júní eða
í byrjun júlí. helgi@mbl.is
Ljósmynd/Aðsend
Smáhýsi Eigendur vonast eftir
góðu ferðasumri, þrátt fyrir allt.
Koma
um leið
og opnast
Enn mikið bókað
í smáhýsin á Höfn