Morgunblaðið - 12.05.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2020
Dómstólar fundu það upp fyrirfáeinum árum að tilteknar
stéttir, einkum þó lögfræðingar,
ættu eins konar síðbúinn fæð-
ingarrétt á því að fá störf hjá
hinu opinbera og
ættu þeir að fá
miskabætur frá al-
menningi fengju
þeir ekki þau störf
sem þeim hugnað-
ist.
Þetta hefurgengið svo langt að sumir úr
þeirri stétt sækja um öll störf sem
losna og þeir gætu hugsanlega
fallið undir og eru þá í raun að
sækja um miskabæturnar.
Páll Magnússon alþingismaðurbendir á þetta og fleira:
Mér sýnist Hæstiréttur aðal-lega vilja vera að dunda sér
í einhverjum innansveitarkrón-
íkum lögfræðinga.
Meiðyrðamáli eins hæsta-réttardómara gegn öðrum –
fyrrverandi – hæstaréttardómara;
kærumálum um ávítur inni í Lög-
mannafélaginu og nú þetta: lög-
fræðingar sem vilja fá meiri pen-
inga frá almenningi fyrir að fá
ekki störfin sem þeim fannst þeir
eiga að fá þegar þeir vildu fá
þau.
Hafa þessi mál svona gríðar-lega almenna þýðingu og
fordæmisgildi – eða finnst hæsta-
réttardómurunum bara skemmti-
legra að fjalla um mál sem varða
aðra lögfræðinga en önnur og
mikilvægari?
Er hið nýja hlutverk Hæsta-réttar að standa í þessu?“ Er
nema von að spurt sé?
Páll Magnússon
Karl prins ekki
einn um sinn rétt
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Tvö tilboð bárust í dráttarbátinn Jötun sem Faxa-
flóahafnir auglýstu til sölu nýlega. Nýr og öflugur
dráttarbátur, Magni, bættist nýlega við í flotann
og því var ekki lengur þörf fyrir Jötun.
Hafnarsjóður Þorlákshafnar átti hærra boðið,
220,5 milljónir. Hafnarfjarðarhöfn bauð 202 millj-
ónir. Hafnarstjórn samþykkti á fundi sínum á
föstudaginn að fela Gísla Gíslasyni hafnarstjóra að
ganga til samninga við hæstbjóðanda.
Jötunn er tæplega 100 tonna stálbátur sem
smíðaður var í Hollandi árið 2008. Hann hefur 27,8
tonna togkraft. Nú þjónar dráttarbáturinn Ölver
höfninni í Þorlákshöfn, en hann er rúmlega 40
tonn og með 14 tonna togkraft. Hann er úr stáli,
smíðaður í Hollandi 2002 fyrir Faxaflóahafnir og
hét þá Jötunn. Hann var seldur hafnarsjóði Þor-
lákshafnar í september 2007 og fékk sem fyrr seg-
ir nafnið Ölver. Nú er Jötunn sem sagt að fara til
Þorlákshafnar á ný. Vegna stóraukinnar umferðar
vöruflutningaskipa til Þorlákshafnar var talin þörf
á öflugri dráttarbáti. Auglýst var eftir tilboðum í
notaðan bát. Þrjú tilboð bárust, öll nýsmíði. Var
þeim öllum hafnað. sisi@mbl.is
Jötunn fer til Þorlákshafnar
Bátur með sama nafni
til Þorlákshafnar 2007
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Jötunn Báturinn fær bráðlega nýja heimahöfn.
Heiti sækonunga í þulum Snorra-
Eddu verða notuð sem nöfn á nýj-
um götum í Bryggjuhverfi við
Elliðaárvog. Þetta er tillaga nafna-
nefndar Reykjavíkur, sem hefur
verið samþykkt.
Umræddar götur, sem eru á
svæði 1, munu heita Beimabryggja,
Buðlabryggja, Endilsbryggja,
Gjúkabryggja og Leifnisbryggja.
Jafnframt hefur verið lagt fram
erindi nafnanefndar þar sem gerð
er tillaga að nöfnum gatna á svæði
2 í Elliðaárvogi.
Göturnar þar munu heita: Ála-
bryggja, Eitilsbryggja, Gautreks-
bryggja, Geitisbryggja, Haka-
bryggja, Högnabryggja, Lyngva-
bryggja, Mundilsbryggja og
Rökkvabryggja.
Í nafnanefndinni sitja Ármann
Jakobsson, Ásrún Kristjánsdóttir,
Guðrún Kvaran og Nikulás Úlfar
Másson. Að þessu sinni hittist
nefndin ekki á fundi heldur fóru
samskiptin fram með tölvupóstum
vegna COVID-19-faraldursins.
sisi@mbl.is
Nýjar götur nefndar
eftir sækonungum
Morgunblaðið/Ófeigur
Bryggjuhverfið Fleiri götur munu bætast við í hverfinu á næstu árum.