Morgunblaðið - 12.05.2020, Side 15

Morgunblaðið - 12.05.2020, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2020 Fyrstu andarnefjuna sem rekið hefur á land í ár rak á fjöru skammt frá Djúpalæk eystra á Langanesströnd. Skáldið Kristján frá Djúpalæk kenndi sig við þennan bæ við Bakkaflóa. Sverrir Daníel Halldórsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að andarnefja sé algeng fyrir austan land og norðan. Þetta sé fyrsta andarnefjan sem rekið hafi í ár. Hræið er illa farið, orðið gamalt. Sverrir segir að reynt verði að fá einhvern til að mæla lengd hvalsins og taka erfðasýni til rannsóknar. Frést hefur af þrettán hvalshræjum það sem af er ári. Mikael Sigurðsson Í kjarasamningi rík- isins við sjúkraliða frá mars síðastliðnum náð- ist fram mjög mikilvæg bókun um fagmenntun sjúkraliða á háskóla- stigi. Í henni felst lang- þráð baráttumál stétt- arinnar, sem þyrstir í aðgang að meiri menntun. Bókunin átti ekki sístan þátt í að samningar náðust á elleftu stundu og verkfalli var aflýst nokkrum mín- útum áður en það átti að hefjast. Fyrir okkur sjúkraliða er afar brýnt að námsleiðin verði opnuð sem fyrst. Miklum undirbúningi að þróun námsleiðarinnar er þegar lokið. Há- skólinn á Akureyri hefur gert ítar- lega skýrslu þar sem námsleiðin er skilgreind og tillögur gerðar um framkvæmd námsins. Sjúkraliðar vilja að hún feli í sér 60 ECTS- eininga nám sem ljúki með grunn- diplómagráðu á háskólastigi, svipað og nám fyrir heilbrigðisgagnafræð- inga sem þegar er komið á rekspöl. Skapalón að nýrri námsleið er því fyrir hendi innan kerfisins. Í aðgerðapakka nr. 3 vegna Co- vid-19 er yfirlýsing sem getur skipt sköpum um að hrinda málinu af stað. Þar er talað skýrt um að gera eigi háskólum kleift að taka á móti mögulegri nemendafjölgun í kjölfar neikvæðra efnahagsáhrifa af völdum veirunnar. Sérstaklega er talað um að bjóða eigi námsleiðir sem dragi úr færnibili á vinnumarkaði og mæti þörfum atvinnulífsins í undirmönn- uðum starfsgreinum. Yfirlýsingin undirstrikar sérstaklega faghá- skólanám í heilbrigðisgeiranum. Aðgerðapakki 3 vegna Covid-19 er því eins og klæðskerasniðinn að því að hrinda í framkvæmd loforði ríkis- stjórnarinnar í kjarasamningnum frá því í mars. Í röðum sjúkraliða er mikið óþol eftir því að námsleiðin verði til, ekki síst vegna þess að eina leið okkar til sérnáms í sjúkraliðun sem vistað var í Fjölbraut í Ár- múla var lagt niður fyr- ir þremur árum. Á sama tíma er vaxandi eftirspurn innan heil- brigðiskerfisins eftir sjúkraliðum með sér- nám. Sjúkraliðar voru í framlínu í bar- áttunni við kórónuveiruna. Þeir eiga skilið að staðið verði við gefin fyrir- heit um aukna menntun. Það yrði vegsauki fyrir stjórnina að nota að- gerðapakka 3 til að setja á stofn námsleið á háskólastigi fyrir sjúkra- liða sem eru dæmigerð láglauna- stétt. Þess vegna er mikilvægt að ríkis- stjórnin taki ákvörðun sem fyrst. Hún verður að liggja fyrir í maí eða júní, til að hægt sé að opna námsleið- ina strax í haust. Allt er til reiðu nema fjármagn. Aðgerðapakki nr. 3 vegna Covid-19 felur í sér lausn á því. Við megum engan tíma missa. Hér er sameiginlegt dauðafæri fyrir ríkisstjórnina og sjúkraliða. Eftir Söndru B. Franks » Það yrði vegsauki fyrir stjórnina að nota aðgerðapakka 3 til að setja á stofn námsleið á háskólastigi fyrir sjúkraliða sem eru dæmigerð láglaunastétt. Sandra B. Franks Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. sandra@slfi.is Dauðafæri fyrir ríkisstjórnina Nýsköpun og hvatn- ing til að hrinda nýjum hugmyndum í fram- kvæmd með bjartsýni og hugrekki að leið- arljósi hafa aldrei verið mikilvægari en í núver- andi stöðu á Íslandi. Mikilvægi þess að hugsa stórt og hafa fleiri undirstöður undir íslensku atvinnulífi eru verkefni næstu vikna og mánaða með stefnumörkun og framtíðarsýn sem leiðarvísi. Hvatning til að taka áhættu getur skilað miklum ávinn- ingi ef þolinmæði og áræði er til stað- ar. Það tekur yfirleitt um ellefu ár að skapa öflugt fyrirtæki og þarf oft að sýna mikla þolinmæði. Nýsköpun felst í nýjum hugmyndum, umbótum í nýrri og betri vöru, þjónustu, tækni sem mætir nýjum þörfum og lausn- um á markaði og breytir hug- myndum í verðmæti. Skattalegir hvatar geta flýtt fyrir nýsköpun. Framtíðarsýn í nýsköpun er mikil- vægasti hluti atvinnustefnu þjóðríkja og leggur grunninn að sköpun verð- mætra starfa. Friðheimar í Reyk- holti sem stunda ylrækt er frábært dæmi um fyrirtæki sem hugsar stórt og hefur hugrekki til að framkvæma en framkvæmdir eru nú hafnar við stækkun á gróðurhúsi um fimm þús- und fermetra sem er tvöföldun á starfseminni en verið er að auka framleiðsluna um meira en helming. Eigendur fyrirtækisins ætla að leggja áherslu á tómatarækt til að bregðast við fækkun erlendra ferða- manna. Í nærri aldarfjórðung hafa verið ræktaðir tómatar í Frið- heimum þar sem hópar geta séð hvernig ræktun fer fram og fengið að smakka en um tvö hundruð þúsund ferðamenn koma í Friðheima á hverju ári. Tómatar frá Friðheimum eru á heimsmælikvarða, bestu tóm- atar sem undirritaður fær. Tækifæri í íslenskri ylrækt eru fjöldamörg. Flúðasveppir á Flúðum eru annað dæmi um yl- rækt sem framleiðir framúrskarandi vöru sem erfitt er að keppa við í gæðum. Endurnýj- anleg orka til fram- leiðslu á þessum há- gæðavörum í ylrækt þarf að vera á sam- keppnishæfu og sam- bærilegu eða lægra verði en til stóriðju. Ís- lensk stjórnvöld þurfa að taka forystu með skattalegri ívilnun og samkeppn- ishæfu verði á endurnýjanlegri orku. Íslensk grænmetisrækt getur orðið ein mikilvægasta atvinnugrein lands- ins á næstu áratugum þar sem hreint vatn, endurnýjanleg orka og lítil mengun munu leika lykilhlutverk. Íslensk stjórnvöld þurfa að taka stefnumarkandi ákvarðanir á næstu misserum og gera ylrækt á Íslandi að stóriðju á heimsvísu með stór- felldri uppbyggingu í öllum lands- hlutum. Íslenskir tómatar og gúrkur eru 90% vatn og nægt er til af há- gæða vatni á Íslandi þannig að um- hverfi til framleiðslu á grænmeti er framúrskarandi. Íslenskir tómatar, gúrkur, sveppir og paprikur eru dæmi um lífræna framleiðslu á heimsmælikvarða. Hugsum stórt og virkjum hugvitið Ef auka á gjaldeyristekjur og efla lífskjör á Íslandi í framtíðinni þarf að virkja hugvit, nýsköpun og skapa verðmæti með sjálfbærum hætti úr auðlindum Íslands. Framtíðar- tækifæri Íslands felast í nýsköpun í hátæknifyrirtækjum sem geta náð árangri á alþjóðlegum mörkuðum svipað og Marel og Össur hafa gert á undanförnum árum með miklum ár- angri fyrir Ísland og Íslendinga. Við þurfum að búa til fleiri framúrskar- andi fyrirtæki sem byggja á sömu hugmyndarfræði og ástríðu. Ísland þarf fleiri slík fyrirtæki í líftækni, yl- rækt, lyfjaiðnaði, orkutengdri ný- sköpun, sjávarútvegi, tölvuleikjaiðn- aði og almennum þekkingariðnaði sem krefst hugvits. Nú þurfa stjórnvöld að hugsa stórt með því að lækka skatta fyrirtækja og örva fjárfestingu, setja fjármagn í nýjar undirstöður í atvinnulífi lands- ins og skapa þannig framíðarstörf fyrir Íslendinga. Þekkingariðnaður sem verður til vegna auðlinda- hagkerfis er oft á tíðum alþjóðleg fyrirtæki sem verða ótengd hag- sveiflu auðlindahagkerfisins og meira háð sveiflum í alþjóðlega hag- kerfinu. Mikil gróska hefur verið í þekkingariðnaði í kringum sjávar- útveg og ferðamannaiðnað sem hefur þýtt meiri áhættudreifingu og meiri áherslu á hátækniiðnað sem vegur á móti sveiflum í auðlindahagkerfinu. Nýsköpun er einnig lykill að lausn á mörgum áskorunum sem eru fram- undan í opinberum rekstri og hjá fyrirtækjum á einkamarkaði. Kjör- aðstæður eru á Íslandi fyrir ný- sköpunarstarfsemi sem skilar arði og verðmætum með vaxtarfjármagni og skattalegum hvötum en hátækni- fyrirtæki munu drífa hagvöxt á nú- verandi öld snjallra hugmynda. Nú þarf að henda baksýnisspeglinum og bretta upp ermar og setja nýsköp- unarvélina í gang á Íslandi og fjölga verðmætaskapandi störfum til hags- bóta fyrir Ísland og Íslendinga. Eftir Albert Þór Jónsson »Kjöraðstæður eru á Íslandi fyrir nýsköp- unarstarfsemi sem skilar arði og verðmætum með vaxtarfjármagni og skattalegum hvötum en hátæknifyrirtæki munu drífa hagvöxt á núverandi öld snjallra hugmynda. Albert Þór Jónsson Höfundur er viðskiptafræðingur með MCF í fjármálum fyrirtækja og 30 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði. albertj@simnet.is Bjartsýni og hugrekki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.