Morgunblaðið - 12.05.2020, Qupperneq 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2020
Regnbogagatan í
Norðurgötunni er
eitt þekktasta kenni-
leitið í kaupstaðnum.
Vinsældirnar aukast
stöðugt og myndir
birtast í þekktum
ferðatímaritum um
allan heim. Ferða-
fólk, sem kemur í
þúsundatali til
Seyðisfjarðar, lætur
taka myndir af sér í
götunni. Bláa kirkjan, sem er við
norðurenda götunnar, hefur einn-
ig fengið mikla umfjöllun enda
þekkt m.a. fyrir sínar árlegu
sumartónleikaraðir. Pör og brúð-
hjón víða að sækjast eftir að gifta
sig þar og eru þá kirkjan og gat-
an umgjörðin sem sótt er í. Fyrir
kemur á vetrum að moka þarf
snjó burt svo að sjá megi í sjálfa
götuna þar sem brúðhjónin stilla
sér svo upp og skarta sínu feg-
ursta til myndatöku.
En hvert er þá upphafið og af
hverju hefur þessi gata, með
gömlum brotnum máluðum
gangstéttarhellum orðið svona
vinsæl og þekkt?
Það mun hafa verið snemma á
níunda áratug síðustu aldar að
vinnu vantaði tímabundið fyrir
verkamenn í áhaldahúsi bæjarins
Til að bæta úr því voru keypt
notuð gangstéttarhellusteypumót
hjá þeim í efra á Héraði. Stefnt
var á að tveir til þrír verkamenn
ynnu við að steypa hellur í verk-
efnaleysi að vetrinum. Efni í hell-
urnar var að mestu sótt í lónið,
sem á þeim tíma tók við mest-
öllum úrgangi bæjarbúa, lausum
og föstum, sem til féll á leið sinni
út fjörðinn til sjávar. Hellur voru
steyptar í að minnsta kosti tvo
vetur í helluhúsinu á Haföldunni
sem enn stendur. Ekki reyndist
mikil eftirspurn eftir hellum
þessum. Gekk því lítið hjá bæn-
um að koma þeim út, jafnvel þótt
gefins væru. Þær þóttu illa
standast mál, vera ósléttar og
brothættar. Engar sögur eru til
um að þær hafi verið illa lykt-
andi. Allnokkurt
magn af þessum
hellum hlóðst því upp
við helluhúsið og sátu
þær þar sem fastast í
nokkur ár. Haft er
fyrir satt að þær
megi þó víða finna í
görðum og gróður-
húsum í kaup-
staðnum. Lónsleiru-
hellurnar kallaði einn
starfsmaður áhalda-
hússins þessa afurð
þeirra félaga.
Um miðjan tíunda
áratuginn, skömmu fyrir 100 ára
kaupstaðarafmælið, var ákveðið
að gera Norðurgötuna að vist/
göngugötu. Miðja hennar var
grafin upp frá enda til enda, fyllt
upp, þjöppuð vel og búin undir
hellulögn. Lónsleiruhellurnar
voru enn á sínum stað við hellu-
húsið. Það þótti því tilvalið að slá
tvær flugur í einu höggi; leggja
þær í göngugötuna og spara með
því skattpeninga bæjarbúa. Það
var gert. Í götuna fóru hellurnar
og hafa setið þar síðan. Fljótlega
fór að bera á því að þeir sem við
götuna bjuggu og aðrir virtu ekki
friðhelgi gangandi umferðar.
Ökutækjum var ekið inn í götuna
báðum megin frá. Hellurnar
brugðust þannig við þessum
óboðna átroðningi að þær létu
margar undan þunganum, brotn-
uðu, sigu og gliðnuðu í sundur.
Brotnar línur og mynstur komu
víða fram í hrjúfu yfirborðinu.
Settur var upp hestasteinn mikill
og traustur við suðurenda göt-
unnar, skammt frá Restaurant
Frú Láru/El Grillo, til að hefta
innkeyrslu í götuna þeim megin
frá. Engin miskunn. Steinninn
hvarf eina nóttina. Honum var
stolið. Brotnu hellunum fjölgaði
því hægt og rólega með árunum.
Af og til kom til tals að taka göt-
una upp, laga og leggja nýjar
hellur. Allt slíkt tal var jafn-
harðan snarlega þaggað niður.
„Á Seyðisfirði um nótt – léttir
á fæti – máluðu nokkrir strákar
Regnbogans stræti,“ segir í text-
anum hans Bubba. Hinsegin dag-
ar hafa verið haldnir í kaup-
staðnum með skrúðgöngum í
nokkur ár. Aðstandendur hennar
hafa frá upphafi haft skemmti-
legar uppákomur í götunni. Þeir
máluðu hana í regnbogalitunum
sem tákn dagsins Nágrannar
hafa nú tekið við árlegri málun
og heyrst hefur að til standi að
friða götuna og fá hana skráða á
heimsminjaskrá. Sagt er að sum-
arið sé komið í fjörðinn þegar
regnbogans litir eru komnir á
sinn stað. Lónsleiruhellurnar eru
því komnar til að vera og prýða
því áfram Regnbogans stræti.
P.s.: Stutt er síðan, eða í vetur
sem leið, að erlent par/brúðhjón
á leið til Seyðisfjarðar yfir
Fjarðarheiði lentu í hremmingum
miklum á leið til myndatöku í
Regnbogagötunni. Fjarðarheiði
var kolófær, mikil blinda og snjó-
koma. Uppábúin festu þau bíl
sinn í norðurfjallinu Egilsstaða-
megin. Snjóblásarinn hafði gefist
upp við snjómokstur neðar í fjall-
inu, slík var ófærðin. Bílstjórinn
skildi því blásarann eftir. Fór
hann í Egilsstaði og beið þar fær-
is. Þegar veður lægði fór hann
upp eftir að skoða aðstæður.
Heldur brá honum í brún er hann
ætlaði að stíga um borð í snjó-
blásarann er þar sat maður inni,
uppáklæddur vel í brúðarskarti.
Þar var brúðguminn illa kaldur.
Hann hafði snúið til baka fót-
gangandi niður fjallið og fann sér
skjól um borð í snjóblásaranum.
Brúðarmærin sat hins vegar og
beið í bíl þeirra ofar í heiðinni.
Til að gera langa sögu stutta
fóru þeir félagar á blásaranum,
sóttu brúðina og saman sneru
þau öll til baka í Egilsstaði.
Hellurnar í Regnboga-
götunni á Seyðisfirði
Eftir Þorvald
Jóhannsson »Engar sögur eru til
um að þær hafi verið
illa lyktandi. En spurt
er: Hvaðan koma þær,
hverjar eru þær, hvert
fara þær?
Þorvaldur
Jóhannsson
Höfundur er fv. bæjarstjóri og nú
eldri borgari á Seyðisfirði.
brattahlid10@simnet.is
Vágesturinn kór-
ónuveiran flæddi inn í
landið í mars og gjör-
breytti lífi starfsfólks
og íbúa á hjúkrunar-
heimilum. Þangað
vildu menn ekki fá vá-
gestinn, þar sem há-
aldraðir íbúarnir búa
við fjölþættan heilsu-
farsvanda og færnis-
skerðingu. Kraftur
þeirra til að berjast gegn Covid er
viðkvæmari en ella og aðbúnaður
hjúkrunarheimila mismunandi til að
viðhafa sóttvarnir sem skyldi, sér-
staklega þar sem þarf að deila sam-
an herbergi og salernisaðstöðu.
Starfsfólk tók niður giftingar-
hringinn í bókstaflegri merkingu,
og líf þess snerist um að verja
íbúana á hjúkrunarheimilunum.
Fjölskyldur starfsfólks tóku við
heimilishaldi, sáu um útréttingar og
sumir makar breyttu eigin vinnu-
tilhögun til að sjá til þess að sá sem
vann á hjúkrunarheimilinu gæti
umgengist sem fæsta utan vinnu.
Starfsfólk hitti jafnvel ekki börn sín
eða barnabörn, það fór í sjálfskip-
aða sóttkví milli þess sem það stóð
vaktina. Fjöldi starfsfólks var skip-
aður í sóttkví heima hjá sér strax í
upphafi, flest vegna þess að það var
að koma úr vetrar-
fríum erlendis. Þá
vantaði starfsfólk á
hjúkrunarheimilin,
starfsemin var mun
viðkvæmari en ella og
ekki varð það betra
þegar heimsóknabann
hafði verið sett á 6.
mars. Mörgum íbúum
varð um og ó, enda
samvera með fjöl-
skyldu það dýrmætasta
í lífinu. Reyndi þá enn
frekar á starfsfólk að
hlúa sem best að þeim og umvefja
ásamt því að hjúkra, líkna, þjálfa og
hjálpa til við umönnun tengda at-
höfnum daglegs lífs allan sólar-
hringinn.
Bjargvættir komu, bakvarða-
sveitir mynduðust úr hópi fyrrver-
andi starfsmanna og nemenda sem
höfðu ráðið sig til sumarstarfa.
Stjórnendur og starfsfólk hjúkr-
unarheimila breyttu verkferlum,
endurskipulögðu vaktaáætlanir og
skipulögðu sóttvarnarhólf eftir að-
stæðum á hverjum stað. Heil-
brigðisstarfsfólk yfirfór sýkinga-
varnaráætlanir og undirbjó upp-
setningu á Covid-stofu/deild þar
sem því varð viðkomið. Stöðug
kennsla fór fram, gerð voru mynd-
bönd og haldnir fjarfundir innan
heimilanna. Víða var hægt að sjón-
varpa eða útvarpa efni og nota
samskiptaforrit til að deila þekk-
ingu og æft var að klæða sig í og úr
sérhæfðum hlífðarbúnaði. Starfs-
fólk í eldhúsum endurskipulagði
verkferla og ræstingarfólk sótt-
hreinsaði og sprittaði sem aldrei
fyrr.
Engir ættingjar fengu að koma í
heimsókn nema í undantekningar-
tilvikum. Reyndi það mikið á ætt-
ingja og jukust samskipti hjúkr-
unarfræðinga í síma til að gefa
upplýsingar um heilsufar og líðan.
Samskipti milli íbúa og ættingja
fóru gegnum spjaldtölvur og síma
þar sem það var hægt og hjálpaði
það töluvert.
Þá fóru að greinast smit hjá
starfsfólki eða ættingjum þeirra.
Flest af þeim höfðu verið í hópi
þeirra sem sett voru í sóttkví í upp-
hafi, og það endaði síðan með smiti
hjá sumum. Í hvert skipti sem
grunur var um smit hjá starfs-
manni var beðið með öndina í háls-
inum og vonað að það reyndist nei-
kvætt. Ef það var jákvætt fór
smitrakning í gang og sum hjúkr-
unarheimili þurftu að setja upp
sóttkví hjá fjölda íbúa. Fleiri starfs-
menn voru þá sendir heim í sóttkví.
Aðrir starfsmenn settir inn í stað-
inn, sóttvarnahólfið einangrað í 14
daga með tilheyrandi sóttvarnabún-
aði og forvörnum. Fylgst var
grannt með því hvort smit var í
uppsiglingu hjá íbúum sem voru í
sóttkví og sýni tekin. Sem betur fer
greindust ekki smit hjá íbúum enn
sem komið er nema á einu heimili í
Bolungarvík. Þar hefur starfsfólk
staðið sig mjög vel í að takmarka
alvarlegar afleiðingar sýkingar-
innar.
Á þessum tíma hafa dunið yfir
Íslendinga fréttir af mannfalli hjá
íbúum hjúkrunarheimila erlendis,
allt að 30-50% ef smit hefur náð að
festa rætur. Þakka má samstilltu
átaki starfsfólks hjúkrunarheimila á
Íslandi og samvinnu þess við íbúa
og ættingja þeirra hvernig til hefur
tekist hér á landi enn sem komið
er. Íbúar hafa sýnt æðruleysi og
þakklæti og stappað stálið í ætt-
ingja sína með því að bera sig vel.
Stuðningur sóttvarnayfirvalda við
tillögu Samtaka fyrirtækja í vel-
ferðarþjónustu við að koma á fót
starfshópi til að gera Leiðbeiningar
til dagdvala og hjúkrunarheimila
vegna Covid hefur reynst ómetan-
legur. Íris Marelsdóttir, verkefnis-
stjóri hjá Embætti landlæknis, hef-
ur haldið vel utan um þetta
krefjandi verkefni og haldnir hafa
verið fjarfundir vikulega þar sem
starfsfólk hjúkrunarheimila og
dagdvala hefur haft aðgang. Fagráð
hjúkrunar innan Samtaka fyrir-
tækja í velferðarþjónustu hefur
reglulega haft samráð um mál sem
komið hafa upp hér og hvar á land-
inu og deilt ráðum sín á milli. Þann-
ig hefur skýr upplýsingagjöf, skipu-
lögð samræmd vinnubrögð þar sem
allir eru í sama liðinu styrkt starfið
á vettvangi og skilað ríkulegum ár-
angri.
Starfsfólk hjúkrunarheimila hef-
ur staðið sig afburðavel á þessum
erfiðu og krefjandi tímum, helgað
sig framlínustörfum í heilbrigðis-
þjónusta svo eftir er tekið víða um
heim. Það og fjölskyldur þess eiga
mikið þakklæti skilið fyrir þá virð-
ingu sem það hefur sýnt með þátt-
töku sinni í að starfsfólk heilbrigð-
isþjónustunnar hafi getað helgað
sig íbúum þegar mest á reyndi. Nú
birtir til og hringarnir verða settir
upp á ný. Mikilvægt er að við öll
höldum þolinmóð áfram vöku
okkar.
Tóku niður hringana og helguðu sig starfinu
Eftir Önnu Birnu
Jensdóttur
Anna Birna Jensdóttir
» Starfsfólk hjúkr-
unarheimila hefur
staðið sig afburðavel,
helgað sig framlínu-
störfum í heilbrigðis-
þjónustu svo eftir er
tekið víða um heim.
Höfundur er formaður Fagráðs
hjúkrunar innan Samtaka fyrirtækja
í velferðarþjónustu og fram-
kvæmdastjóri Sóltúns.
annabirna@soltun.is
Hvað tekur við að
sigri loknum á þessari
veiru? Það verður
margt breytt í þjóð-
félagi okkar og margs
að gæta við uppbygg-
ingu þjóðfélagsins á
komandi árum.
Mig langar til að
benda á nokkur atriði
sem ég tel verða að
vera í forgangi þegar
ríkisvaldið fer að deila
fjármunum (sameignarsjóði þjóðar-
innar) út í þjóðfélagið til endur-
reisnar og uppbyggingar á ný.
Fyrst af öllu á ríkið að stórefla
fjárframlög til heilbrigðiskerfisins
þannig að öll heilsugæsla verði á
höndum þess, ekki aðeins sérhæfð-
ustu læknisstörf á háskólasjúkra-
húsum, heldur einnig til allrar ann-
arrar heilsugæslu, heimilislækna,
barnalækna, geðlækna, öldrunar-
lækna og annarra sérhæfðra lækna.
Þetta þarf að vera þannig að hvert
heilsugæsluumdæmi á landinu hafi
heimild til að hafa alla skilgreinda
sérfræðilækna innan síns umdæmis.
Vilji læknar og annað heilsugæslu-
fólk starfa utan ríkisrekna heil-
brigðiskerfisins þá er það á eigin
forsendum og á engar kröfur á
ríkisvaldið svipað og er um aðra
sjálfstæða atvinnurekendur.
Annað sem ég vil benda á þegar
farið verður að úthluta fjármunum
úr ríkissjóði (sameignarsjóði þjóð-
arinnar) að vanda þar vel til verka.
Tryggt verði að Atvinnumálastofn-
un fái alltaf nægilegt fjármagn til
atvinnuleysisbóta, þannig að allir
hafi til hnífs og skeiðar, og að bætur
til allra bótaþega verði þær sömu
óháð mismunandi tekjumissi.
Þriðja atriðið er vandamest og
veldur efalaust mestum deilum um
styrki til atvinnugreina. Þar er
fremst í flokki ferðamannavett-
vangurinn. Það er
öruggt að ferða-
mannastraumur á milli
landa verður á næstu
árum mikið minni en
hann var á síðustu ár-
um vegna áhrifa kór-
ónuveirufaraldursins.
Þess vegna tel ég óráð-
legt að setja fé í at-
vinnugrein sem á enga
möguleika til sjálfbærs
reksturs í náinni fram-
tíð. Kyrrstæðar rútur
eða auð hótelherbergi
þurfa enga peninga.
Besta nýting þess fjármagns sem
eftir verður þegar búið er að
tryggja fjármagn til þeirra tveggja
þátta er að framan greinir er mann-
aflafrekar framkvæmdir.
Mannaflafrekar framkvæmdir
eru t.d. að allt sjávarfang tekið úr
ísenskri lögsögu skuli fullunnið á Ís-
landi (fjöldi fiskvinnslustöðva er illa
nýttur, t.d. á Akranesi og víðar). Og
garðyrkjuframkvæmdir, t.d. með
því að skylda Landsvirkjun til að
láta þær hafa raforku (ljósorku) á
því verði að hægt væri að framleiða
hér á landi allar tegundir græn-
metis.
Allt eru þetta efnislegir þættir,
grunnþættir lífs í hverju þjóðfélagi
til sjálfbærni. Huglægir þættir sem
ég kalla svo eru t.d. lögfræði, við-
skiptafræði o.fl. sem skila engu
brauði til borðs.
Að sjálfsögðu eru öll nútímavædd
þjóðfélög flóknari en svo að hægt sé
komast hjá þjónustugeiranum, en
hann má aldrei vera ráðandi í þjóð-
félaginu.
Framtíðin
Eftir Hafstein
Sigurbjörnsson
»Um tillögur við út-
hlutun fjármagns
ríkisins til uppbygg-
ingar eftir faraldurinn
Hafsteinn
Sigurbjörnsson
Höfundur er eldri borgari.
Atvinna