Morgunblaðið - 12.05.2020, Side 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2020
Opið virka daga frá 8:30–16:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
FERÐAFRELSI
Hjá okkur fást rafskutlur í úrvali sem
koma þér á áfangastað.
Hringdu í síma
580 3900
og pantaðu tíma í ráðgjöf.
Söluráðgjafar okkar
aðstoða þig við að finna
skutlu sem hentar
þínum þörfum.
„NÆSTA VÖGGUVÍSA ER AF NÝJUSTU
PLÖTUNNI MINNI „VEKTU MIG ÞEGAR
ÞETTA ER BÚIД.”
„SKO, MÉR ER SAMA ÞÓTT ÞÚ LESIR YFIR
ÖXLINA Á MÉR EN ÞÚ MÁTT EKKI RÁÐA
KROSSGÁTUNA.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... koss á móti.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÍGOR, MÉR
TÓKST ÞAÐ!
HVAÐ TÓKST
ÞÉR, DOKTOR?
ÉG GRÆDDI
SVÍNSHEILA Í HUND!
OG HVAÐ ER
ÞETTA?
FULLKOMINN
TRUFFLUHUNDUR!
ÉG VIL PANTA
EFTIRRÉTT!
ÞAÐ ER ÓÞARFI! ÞEIR
KOMA MEÐ SPÁDÓMSKÖKUR
ÞEGAR ÞEIR KOMA MEÐ
REIKNINGINN!!
HEI! KOMDU AFTUR, KÖKURNAR ERU
KOMNAR!!
Björn Eysteinsson, f. 26.8. 1920, d. 5.5.
2014, yfirbókari Kaupfélags Héraðs-
búa og endurskoðandi hjá SÍS. Þau
bjuggu á Reyðarfirði, en eftir andlát
Sigrúnar flutti Björn til Hafnarfjarðar.
Börn Ellerts og Ernu eru: 1) Sig-
rún, f. 1.10. 1963, starfandi lyfjafræð-
ingur. Eiginmaður hennar er Ágúst
Leósson, f. 19.1. 1962, viðskiptafræð-
ingur. Sonur þeirra er Arnar Leó, f.
6.1. 1995. 2) Kristín, f. 4.6. 1965, starf-
andi leikskólakennari. Sambýlismaður
hennar er Garðar Grétarsson, f. 9.7
1968. Börn Kristínar eru þrjú: Ellert
Scheving Pálsson, f. 28.5. 1988. Eigin-
kona hans er Sólveig Rut Magnús-
dóttir, f. 19.8. 1988. Sonur þeirra er
Daníel Gauti, f. 7.5. 2013; Daníel
Scheving Pálsson og Erna Scheving
Pálsdóttir, tvíburar, f. 11.5. 2000. 3)
Björn Valur, f. 18. júní 1973. Dóttir
hans er Aníta Sól, f. 4.3. 2003. Móðir
hennar og fv. eiginkona Björns var
Harpa Geirsdóttir, f. 8.9. 1976, d. 25.2.
2016.
Systkini Ellerts eru Haukur Helgi
Pétursson Þorvaldsson, f. 30.9. 1943,
netagerðarmaður í Hornafirði, Þór-
hallur Valdimar Þorvaldsson, f. 12.9.
1950, kennari; Friðrik Guðmann Þor-
valdsson, f. 6.5. 1955, kennari; Friðrik
Árnason Þorvaldsson, f. 13.12. 1959,
aðstoðarskólastjóri, og Elínborg
Kristín Þorvaldsdóttir, f. 15.6. 1962,
tryggingarfulltrúi. Fjögur systkin-
anna hafa búið sér heimili á Eskifirði.
Kristín og Þorvaldur misstu að auki
tvo drengi barnunga.
Foreldrar Ellerts Borgars voru
hjónin Kristín Pétursdóttir, f. 21.5.
1924, 8.2. 2015, húsmóðir, og Þorvald-
ur Friðriksson, f. 11.7. 1923, d. 7. októ-
ber 1996, verkamaður til lands og
sjávar og tónlistar- og söngmaður.
Kristín og Þorvaldur bjuggu alla tíð á
Sigurðarhúsi á Eskifirði.
Ellert Borgar
Þorvaldsson
Ingigerður Ingibjörg Helgadóttir
húsfreyja í Giljárseli
Þorlákur Oddsson
bóndi í Giljárseli í Þingi,
A-Hún.
Elínborg Þorláksdóttir
húsfreyja í Odda/Sigurðarhúsi
Þorvaldur Friðriksson
Verka- og tónlistarmaður í Odda/Sigurðarhúsi
Friðrik Árnason
hreppstjóri og verkamaður í
Odda/Sigurðarhúsi
Guðný Sigurðardóttir
húsfreyja á Hlíðarenda
Árni Halldórsson
útgerðarmaður á Hlíðarenda í Eskifi rði
Skapti Pétursson bókari Kaupf. A-Skaftfellinga
Kristinn Pétursson
matsveinn á Eskifi rði og
í Kefl avík
Helgi Gretar Kristinsson
málarameistari og
kennari
Helgi Seljan skólastjóri og alþingismaður
Margrét Þuríður Friðriksdóttir
póstfulltrúi í Kefl avík
Davíð Baldursson fv.
prófastur á Eskifi rði
Ragnhildur Árnadóttir
húsfreyja í Flatey
Eiríkur Bjarnason
bóndi í Flatey á
Mýrum, A-Skaft.
Ragnhildur Eiríksdóttir
húsfreyja á Rannveigarstöðum
Pétur Helgi Pétursson
bóndi og barnakennari á Rannveigarstöðum í Álftafi rði eystri
Ragnhildur Sigurðardóttir
húsfreyja í Bessastaðagerði
Pétur Sveinsson
landpóstur í
Bessastaðagerði
á Héraði
Úr frændgarði Ellerts Borgars Þorvaldssonar
Kristín Pétursdóttir
húsmóðir í Odda/Sigurðarhúsi á Eskifi rði
Sigurlín Hermannsdóttir setti íBoðnarmjöð: „Fyrir maí-fund
Iðunnar (sem var rafrænn) var ort
um samkomubann og sóttkví:
Hún Líneik er laglegur svanni
sem leitaði ákaft að manni.
En ástin jú blind er
og allir á Tinder
sýndust í samkomubanni.
Ragnhildi var ekki rótt því
í rökkri þeir sótt’ hana ótt í
Kiddi og Geiri
og Gunni og fleiri
svo sjálfviljug fór hún í sóttkví.
Einnig var ort um veiru:
Þótt kórónu frá Kína beri krúttleg veira
kvikindið mun engu eira.
Á Leirnum gerði Helgi Zimsen
þennan fund að umtalsefni og sagði
m.a.: „Á fundum Iðunnar er ort í
vísnaveiðiskútuna Skáldu. Að þessu
sinni var siglt á öldum ljósvakans.
Eitthvað á þessa leið synti frá mér í
net hennar:
Fjar- má yrkja á –fund við skjá,
flímið sjá og gaman.
Tölvu- virkjum –tækni þá
tíma náum saman.
Eitthvað annað synti frá mér síð-
ar um kvöldið en festist ekki í net-
inu. Líklega var þá búið að vitja
neta, eða möskvarnir of stórir fyrir
eftirfarandi á miðunum læt það þó
sprikla hér á leirum leirs.
Handvirkt Skálda á skaki var
skilvirk kjöts í veröld,
inter-neti nú að bar.
Næst þar óðs í keröld?
og svo einn fimmaurabrandari
sem ég heyrði og þótti efni í gull-
fisk þótt einhverjir gætu trompast
yfir skorti á pólitískri rétttrún-
aðarháttsemi:
Veiran þó að veiki gengi
og vilji gleði ræna
endist varla eymdin lengi,
– enda „made in China“.“
Á Boðnarmiði kastaði Óli Haukur
fram fyrriparti og spurði: „Fæ ég
seinnipart?“
Vorsins vindar ylja svörð
vekja jörð úr dvala.
Sigurjóna Björgvinsdóttir brást
skjótt við:
út á græna, gróna jörð,
gantast kýr með hala,
Og enn orti hún:
Úti núna ansi kalt
yfir hellast skýin;
þau eru víst útum allt
ætti ég að flý’inn!
Gömul vísa að lokum:
Sigla um víði súðahæng
segja lýðir yndi,
blakk að ríða og búa í sæng,
baugahlíðar undir væng.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af sóttkví og kú með hala