Fréttablaðið - 06.01.2021, Page 4

Fréttablaðið - 06.01.2021, Page 4
Finndu rétta starfskra inn með því að auglýsa í MEST LESNA ATVINNUBLAÐI LANDSINS!* Job.isMest lesna atvinnublað Íslands* Atvinnublaðið Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Viðar Ingi Pétursson, vip@frettabladid.is 550 5626 *Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára www.intellecta.is Framkvæmdastjóri Traust þjónustu- og framleiðslufyrirtæki leitar að öflugum og framsýnum aðila í starf framkvæmdastjóra. Fyrirtækið er staðsett á höfuðborgarsvæðinu og starfa þar u.þ.b. 40 manns. Áhugavert tækifæri í boði hjá fyrirtæki með mikla vaxtarmöguleika. Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólamenntun sem nýtist í starfi Farsæl stjórnunar- og rekstrarreynsla Árangursrík reynsla af markaðs- og sölustarfi á fyrirtækjamarkaði Tengsl og reynsla í sjávarútvegi er kostur Hæfni í samningagerð, öguð vinnubrögð og frumkvæði í starfi Helstu viðfangsefni: Umsjón með daglegum rekstri Stjórnun og leiðtogahlutverk Markaðs- og sölumál Samskipti við stjórn og eftirfylgni með stefnumótun stjórnar Umsóknarfrestur er til og með 19. ágúst 2019. Nánari upplýsingar um starfið veita Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. SNILLINGUR Í BÓKHALDI 80 - 100% starfshlutfall Við óskum eftir liðsauka í að e a ármálasvið fyrirtækisins auk þess sem viðkomandi mun taka að sér önnur tengd verkefni í rekstri fyrirtækisins. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af störfum af þessum toga auk þess að hafa ríka þjónustulund gagnvart samstarfsfólki og viðskiptavinum. Góð reynsla af ármálum, bókhaldi og rekstri almennt Menntun sem nýtist í star nu Framúrskarandi tölvuþekking Góð enskukunnátta ásamt einu Norðurlandatungumáli er kostur. Lindex er ölskyldufyrirtæki stofnað 2011 og rekur 7 verslanir á Íslandi auk vefverslun lindex.is. Til viðbótar er stefnt að opnun fyrstu verslunarinnar í Danmörku í haust. Umsóknir með ferilskrá berist á atvinna@ldx.is merktar „Snillingur í bókhaldi“ Umsóknarfrestur er til og með 20. ágúst nk. Hæfniskröfur eru: VINNUMARKAÐUR „Stór hluti okkar félagsmanna kom af fjöllum þegar við könnuðum notkun þeirra á ráðningarstyrkjum,“ segir Guð- mundur Heiðar Guðmundsson, lögmaður hjá Samtökum atvinnu- lífsins, en ráðningarstyrkir frá Vinnumálastofnun hafa staðið atvinnurekendum til boða um langt árabil en í september voru skilyrðin fyrir styrk rýmkuð mikið. „Atvinnurekendur eru ekki nægi- lega upplýstir um þetta úrræði,“ segir Guðmundur Heiðar. Hann segir að í því felist mikið sóknarfæri til viðspyrnu á meðan hlutabóta- leiðin sé fyrst og fremst varnarað- gerð. „Þetta getur verið með stærri efnahagsaðgerðunum ef hún er nýtt sem skyldi,“ segir hann. Með r áðninga r st y rk get u r atvinnurekandi ráðið einstakling sem hefur verið á atvinnuleysis- skrá í að minnsta kosti mánuð og fær með honum grunnatvinnu- leysisbætur, tæplega 343 þúsund krónur, auk 11,5 prósenta framlags í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði og engin takmörk eru fyrir því hve marga má ráða á styrk. Úrræðið má þó ekki nota með hlutabótaleiðinni sem gæti skýrt að ekki f leiri fyrir- tæki en raun ber vitni nýti úrræðið, segir Guðmundur. Árið 2019 voru gerðir 209 samn- ingar um ráðningarstyrk og í fyrra 440 samningar. Á móti voru 17 þúsund samningar um hlutabætur í gildi í vor. Hjá Vinnumálastofnun fást þær upplýsingar að slíkum styrkjum hafi þó fjölgað þegar reglurnar voru rýmkaðar. „Við vonum að stórsókn verði því í nýta úrræðið til að örva atvinnulífið og draga úr atvinnu- leysi,“ segir Guðmundur. – lb Hvetja atvinnurekendur til stórsóknar í nýtingu ráðningarstyrkja Meira á frettabladid.is COVID-19 Lyfjastofnun, ásamt land- lækni og sóttvarnalækni, efnir til óháðrar rannsóknar á fimm tilvik- um alvarlegra aukaverkana, þar af fjórum andlátum, sem gætu tengst bólusetningu við COVID-19. Meta á hvort líklegt sé að atvikin tengist bólusetningunni eða undir- liggjandi sjúkdómum. Eins og sakir standa bendi ekkert til þess að beint orsakasamhengi sé við bóluefnið. Rannsóknin verður gerð af tveim- ur sérfróðum læknum á sviði öldr- unar. Stefnan er að frumniðurstöð- ur liggi fyrir innan tíu daga. Skoðað verði hvort breyta þurfi nálgun við bólusetningar eldra fólks. – hó Óháðir aðilar rannsaka andlát Atvinnurekendur eru ekki nægilega upplýstir um þetta úrræði. Guðmundur Heiðar Guð- mundsson, lögmaður hjá SA DÓMSMÁL Hátt á annan tug mála, af sömu rót og Landsréttarmálið, hafa nú verið sett í sérstakt sátta- ferli hjá Mannréttindadómstól Evrópu (MDE), áður en til skriflegs málflutnings kemur. Í erindum sem ríkislögmanni og kærendum málanna bárust frá MDE rétt fyrir jól er vísað til þess að skýrt dómafordæmi liggi nú fyrir og nái málsaðilar ekki sáttum fyrir 16. mars fari málið til hefðbundinnar dómsmeðferðar. Hún muni hefjast á því að ríkinu verði veittur 12 vikna frestur til að skila skriflegum mál- flutningi; með yfirliti um atvik máls og afstöðu ríkisins til kærunnar að öðru leyti. Með vísan til hins skýra fordæmis kunni umræddum málum að verða vísað til dómsálagningar hjá nefnd þriggja dómara í stað sjö dómara deildar. Í erindum dómsins er óskað eftir afstöðu íslenska ríkisins til dóm- sáttar í hverju máli fyrir sig, en um minnst sextán mál mun vera að ræða. Ríkinu er gefinn tími til 16. mars næstkomandi til að svara erindum dómsins um sáttatilboð til kærenda, einkum varðandi fjárhæð boðinna miskabóta og málskostnað. Með erindunum fylgir staðlað form yfirlýsinga um sáttatilboð með eyðum fyrir málsheiti og fjárhæð bóta. Sams konar form um samþykki tilboðs fylgir einnig fyrir kæranda. Í því fordæmi sem vísað er til í umræddum erindum, máli Guð- mundar Andra Ástráðssonar, sem dæmt var 1. desember, er ekki kveðið á um bætur, en ríkinu gert að greiða Guðmundi 20 þúsund evrur vegna kostnaðar við málsóknina. Af erindunum að dæma mun ríkið því eiga þann kost að bjóða kærendum málanna sátt í formi bóta, en að öðrum kosti fá á sig fjölda áfellisdóma byggðra á nýleg- um fordæmisgefandi dómi yfir- deildar MDE í Landsréttarmálinu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Guðmundar Andra Ást- ráðssonar kæranda Landsréttar- málsins, gagnrýndi opinberlega þá afstöðu sem kom fram af hálfu ráðamanna, eftir að dómur yfir- deildar MDE féll, að niðurstaðan kalli ekki á neinar sérstakar ráð- stafanir. Vilhjálmur segir ljóst af þessari framvindu mála sem eru til með- ferðar hjá MDE í dag að boltinn sé hjá íslenska ríkinu. Verði ekki sæst á þessi mál sé ekki útilokað að gerð verði krafa um að MDE dæmi um endurupptöku þeirra. Þá segir Vilhjálmur að afstaða til þeirra endurupptökubeiðna sem lagðar hafa verið fram skipti líka miklu fyrir framhaldið. Ekki sé um játningarmál að ræða eins og í máli Guðmundar Andra. Þar á meðal séu dómar um þunga fang- elsisrefsingu sem hafi jafnvel þegar verið afplánuð. Þeir ráðherrar í ríkisstjórn sem tjáðu sig um niðurstöðu yfirdeildar MDE, voru almennt þeirrar skoð- unar að dómurinn kallaði ekki á nein sérstök viðbrögð eða ráðstaf- anir af hálfu ríkisins. Í svari Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn Fréttablaðsins vegna þeirra mála sem hér um ræðir segir að niður- staða þeirrar skoðunar sem farið hafi fram hjá embættinu sé sú að ekki séu efni til sérstakra við- bragða af hálfu ríkissaksóknara hvað þessi mál varði. adalheidur@frettabladid.is MDE veitir Íslandi frest til að bjóða dómsátt í fjölda mála Á annan tug mála gegn íslenska ríkinu hafa verið sett í sérstakt sáttaferli hjá Mannréttindadómstól Evr- ópu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður segir ljóst að dómur MDE í Landsréttarmálinu kalli á viðbrögð og ráðstafanir af hálfu hins opinbera. Ríkissaksóknari segir ekki tilefni til að embættið bregðist við. Sigríður Á. Andersen sagði sér af í mars 2019 eftir fyrri dóm MDE í Landsréttarmálinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK SLYSAVARNIR Herdís Storgaard, verk- efnastjóri hjá Miðstöð slysavarna, mun senda erindi á staðlanefnd vegna öryggisstaðla leiktækis sem sex ára drengur datt úr og hrygg- brotnaði á skólalóð í Kópavogi. Herdís segir að farið hafi verið eftir stöðlum við uppsetningu leik- tækisins en greinilegt sé að það sé hættulegt. Endurskoða þurfi stað- alinn. Nánar er fjallað um málið á frettabladid.is. – hó Staðlar tryggja ekki öryggi Bólusett er fyrir COVID-19 þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK LEIÐRÉTTING Í viðtali við Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, framkvæmda- stjóra Almannaróms, í gær, misritaðist fjöldi raddsýna sem tekin hafa verið á Íslandi, þau eru yfir 300.000. 6 . J A N Ú A R 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.