Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2020, Síða 32

Víkurfréttir - 16.12.2020, Síða 32
k r a F tav e r k AÐ HANN LIFÐI AF Árið 2014 líður líklega seint úr minni Sigurðar Vignis og fjölskyldu en hann lenti í tveimur vinnuslysum þetta ár og aðeins með nokkurra mánaða millibili. Hið fyrra í byrjun apríl og hið seinna í byrjun nóvember. Víkurfréttir kíktu í spjall einn fallegan morgun í lok nóvember til að ræða við Sigurð Vigni um þetta örlagaríka ár. Þennan morgun var hann nýkominn heim úr skriflegu prófi hjá Flugakademíu Keilis en Sigurður býr í foreldrahúsum. Sigurður Vignir Guðmundsson er fæddur rétt fyrir jólin árið 1992, skírður í höfuðið á afa sínum sem margir Keflvíkingar þekkja undir nafninu Siggi tíví. Sigurður Vignir er ósköp glaðlegur ungur maður og ber þess engin merki að hafa lent í erf- iðum höfuðmeiðslum fyrir nokkrum árum eða fingurmeiðslum. Hann er frískur og hress og hefur náð sér að fullu, svo vel að læknarnir stóðu agndofa yfir því hversu fljótt dreng- urinn náði sér eftir fyrra slysið sem var lífshættulegt. Sigurður Vignir var farinn að æfa aftur körfubolta aðeins nokkrum mánuðum eftir fyrra slysið en eftir seinna slysið átti hann erfiðara með að æfa því tveir fingur flæktust í fiskskurðarvél þegar hann var að reyna fyrir sér í körfubolta hjá Þór á Akureyri um haustið. Alltaf stundað íþróttir Sigurður Vignir er alinn upp í kringum íþróttir og byrjaði að æfa fótbolta sex ára gamall hjá Keflavík. Honum gekk vel, fékk verðlaun fyrir rakningu og líkaði vel í boltanum. Þegar Sigurður var kominn í 7. bekk þá vildi þjálfarinn hans setja hann í aðra stöðu á vellinum en það líkaði stráknum ekki og ákvað að hætta að æfa fótbolta. Eldri systur hans æfðu körfubolta, þær Guðrún Harpa og sú elsta í systkinahópnum, María Anna. „Ég var ekki sáttur við það að láta færa mig í aðra stöðu á vellinum og ákvað að hætta. Þá fór ég leika mér á hjólabretti og gerði það í nokkur ár. Ég spilaði samt nokkra leiki á sumrin í fótbolta en byrjaði að æfa körfu- bolta í 9. bekk þegar bekkjarfélagi minn spurði hvort ég vildi koma á æfingu hjá Keflavík. Ég fór og fannst gaman og ákvað að halda áfram í körfunni. Ég hafði verið í kringum körfuboltann í nokkur ár því báðar systur mínar æfðu körfu en elsta systir mín, María Anna, bæði æfði og þjálfaði yngri flokka hjá Keflavík. Ég fór oft með henni að horfa á en langaði samt ekkert að spila fyrr en þarna í 9. bekk. Eftir fyrstu æfinguna mína elskaði ég að æfa körfubolta, fannst það ótrúlega gaman. Ég endaði í meistaraflokki hjá Keflavík og komst í landsliðsúrtak. Daginn sem ég fékk bílprófið sautján ára keyrði ég á landsliðsæfingu inn í Grafarvog, alveg skíthræddur að keyra aleinn í Reykjavík en það tókst. Samkeppnin var hörð í körfunni og með árunum var erfiðara að komast í lið því mig vantaði hæðina. Það voru fleiri hærri og sterkari í liðinu en ég gafst ekki upp og þegar ég fékk beiðni frá þjálfara um að koma og spila með Breiðabliki í Kópavogi þá stökk ég á það. Þetta gerði ég um tíma en svo þreyttist ég á að keyra inn eftir á æfingu og vildi einnig fá fleiri tækifæri þar inni á vellinum og færði mig til Reynis í Sandgerði. Þar fékk ég að spila fullt og það var rosa skemmtilegur tími. Við vorum fleiri úr Keflavík sem þráðum að spila og þarna fengum við útrás. Þó að liðið væri ekki í úrvalsdeild þá var mjög gaman hjá okkur. Það var aðalatriðið. Á tímabili var körfubolti númer eitt og skólinn númer tvö en ég var á félagsfræðibraut í FS. Ég var alltaf í körfu, í öllum frítíma. Körfu- boltinn var nánast fastur við lófann minn. Mér tókst að útskrifast sem stúdent frá Fjölbrautaskóla Suður- nesja en ég segi tókst því það er allt mömmu að þakka sem hvatti mig áfram og sagði að ég myndi sjá eftir því að klára ekki stúdentinn,“ segir Sigurður Vignir og horfir sposkur á móður sína, Ásdísi Elvu Sigurðar- dóttur, sem blaðamaður bað um að vera viðstadda spjallið okkar til að fá hennar hlið og föðurins, Guðmundar Þórs Ármannssonar, á slysinu mikla þegar Sigurður Vignir vann hjá IGS í hlaðdeild. Hann man lítið sem ekkert sjálfur frá þessum degi eða eftir vik- unni á sjúkrahúsinu. Örlagaríkur dagur Þau unnu öll þrjú sömu vaktdaga í Leifsstöð og voru því öll á vakt þennan örlagaríka dag þegar son- urinn slasaðist alvarlega. Ásdís Elva og Sigurður Vignir störfuðu bæði hjá IGS, hún á Saga biðstofunni en hann í hlaðdeild flugvéla, og Guð- mundur Þór vann sem flugvirki hjá Icelandair. „Nei, það er svo skrítið að ég man ekkert of vel atburðina frá hádegi þennan dag sem ég lendi í slysinu og næstu viku á eftir. Það er bara næstum tómt minnið en ég lenti í slysinu eftir kaffipásu klukkan fjögur um daginn. Ég man eitthvað slitrótt eftir því að ég var uppi í farangurs- lest á flugvél sem var nýlent en þá er oft frost og bleyta inni í lest. Ég er að ná í cargo-trébretti og er að draga það út með mér og ætla að stíga út á færibandið og hlýt að hafa dottið vegna hálkunnar. Ég datt aftur fyrir mig og skall beint niður á jörðina en man ekkert þegar þetta gerðist og þar til ég vakna næsta dag á sjúkra- húsi í Reykjavík. Þar situr mamma við rúmið mitt og hún segir mér þegar ég spyr hana hvað hafi gerst að ég hafi lent í vinnuslysi. Ég svona hálfbrosi til hennar og svo loka ég augunum aftur og steinsofna. Ég fékk svo að vita að ég hafði fengið þriðja stigs heilahristing, einnig heilablæðingu og mar á heilann.“ Kraftaverk að ekki fór verr Sigurður Vignir var í raun ótrúlega heppinn hversu vel fór því hann hefði jú getað lamast eða orðið heila- skaddaður eftir slysið en strákurinn Sigurður Vignir ásamt foreldrum sínum, Ásdísi Elvu Sigurðardóttur og Guðmundi Þór Ármannssyni. Ég var alltaf í körfu, í öllum frítíma. Körfu- boltinn var nánast fastur við lófann minn ... Jólatré - norðmannsþinur - fura - greni - leiðiskrossar - skreyttar greinar Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála Jólatréssala Kiwanis er í porti Húsasmiðjunnar á Fitjum í Njarðvík Virka daga fram að jólum kl. 17–20 Föstudaginn 18. des. kl. 16–20 Laugardaginn 19. des. kl. 12–18 Sunnudaginn 20. des. kl. 13–18 Opið: 32 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.