Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2020, Page 52

Víkurfréttir - 16.12.2020, Page 52
nýlega á Markaðsstofu Reykjaness til að gá hvers konar markaðsþjón- ustu þau geta veitt mér varðandi reksturinn. Þar var tekið vel á móti mér og ég er komin í samræður við þau um framhaldið, sé enn fleiri ný tækifæri og hvernig uppbyggingu hægt er að skapa í ferðamennsku á Reykjanesi. Það var virkilega gott að tengjast þeim sem starfa á Mark- aðsstofu Reykjaness, frambærilegt fólk og við erum að skoða saman skemmtilega möguleika. Það væri gaman að sjá ferðaþjónustuaðila hér á svæðinu taka höndum saman og einnig þá sem geta boðið upp á upplifanir. Samvinna er ávinningur fyrir alla og ekki síst fyrir Reykjanes sem við viljum koma betur á kortið.“ Allskonar ferðamenn geta notið sín hér hjá okkur Kata er ekki eingöngu að hugsa um erlenda ferðamenn heldur veit hún að framtíðin í ferðamennsku á Íslandi snýst einnig um fólkið í landinu. Það má ekki gleyma þeim sem búa hér allt árið, þessu fólki langar einnig að njóta lands síns. Það sáum við svo glöggt í sumar þegar fólk komst ekki til útlanda. Íslendingar og aðrir eru að upp- götva Ísland sem áfangastað og nú þarf að kynna Reykjanes fyrir þeim, töfrana sem eru hér í náttúrunni og því kraftmikla fólki sem býr hér á Suðurnesjum. Kata er með ákveðnar hugmyndir. „Við erum ekki bara að tala um er- lenda ferðamenn, heldur einnig fólkið sem býr í landinu. Við viljum fá það til að koma í heimsókn og upplifa magnaða náttúru hér. Náttúruöflin í allri sinni mynd. Það er mjög algengt með erlenda ferðamenn að þeir eyði fyrstu og síðustu nóttinni hér hjá okkur en við þurfum að fá þau til að stoppa lengur, sjá meira af svæðinu. Fólk gerir sé oft ekki grein fyrir hvað svæðið hefur upp á margt að bjóða. Ég veit að landfræðingar og jarð- eðlisfræðingar sjá Reykjanesskagann sem hafsjó tækifæra til rannsókna og skoðunar en svæðið er einnig svo dul- magnað. Það er þessi dulúð sem hvílir yfir svæðinu sem getur leitt gesti til okkar, bæði innlenda og erlenda. Það er nóg í boði af upplifunum hér og ef við tökum okkur saman þá getum við skapað öflugan segul á Reykjanesi og haldið ferðamönnum lengur. Þar sé ég tækifæri. Mig langar að gestir sem leita til mín í Nátthaga geti fundið innri frið og ró, tengingu við náttúruna og upplifi ákveðna heilun í náttúrunni. Húsin mín gefa möguleika á alls- Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári! Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða! Borg Gistiheimili Leikskólinn Völlur Tannlæknastofan Skólavegi 10 Ég ásamt Signe Skriver frá Kaupmannahöfn við búddahof á Tælandi. Í dag er hún ein af mínum bestu vinkonum, heimsflakkari eins og ég. Í Mið-Ameríku mátti sjá mikið af hermönnum. Hér kynntist ég og Anja, belgískur ferðafélagi minn, tveimur slíkum og fengum við að forvitnast um hugarheim þeirra. 52 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.