Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2020, Page 58

Víkurfréttir - 16.12.2020, Page 58
Í upphafi aðventunnar fóru elstu nemendurnir af leikskólastigi í ævintýraferð í Aðventugarðinn þar sem þau skreyttu sinn reit með jólaskrauti sem þau höfðu búið til sjálf. Höfðu nemendur virkilega gaman af þessari ferð og voru stolt af því að geta sýnt bæjarbúum sín verk. Stapaskóli er fremur nýr skóli og erum við að skapa okkar hefðir saman tengdar aðventunni. Ein þeirra er að vera með samkeppni um best skreytta jólagluggann. Í nýju og glæsilegu skólabyggingunni okkar eru gluggar á göngunum þar sem sjá má inn í tvenndirnar (kennslu- stofurnar). Við ákváðum að nýta okkur þessa glugga þannig að allir geta notið þess að sjá skreytingar ár- ganganna þegar gengið er um ganga skólans. Vegna takmarkanna á skóla- starfi eru tveir árgangar staðsettir í bráðabirgðahúsnæði Stapaskóla og skreyttu þeir því glugga þar að þessu sinni. Til að dæma um sigur- vegara í keppninni voru fengnir fjórir einstaklingar frá ólíkum stofnunum bæjarins auk eins fulltrúa foreldra og höfðu þeir allir á orði að þetta væri skemmtileg hefð og vel að verki staðið hjá nemendum. Fór svo að sigurvegarar í jólaglugga Stapaskóla árið 2020 var 5. bekkur og fengu þau afhentan glæsilegan farandbikar sem að Haukur, smíðakennari, bjó til í laserprentara skólans. Aðventan í Stapaskóla Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári! Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða! 58 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.