Skessuhorn


Skessuhorn - 12.02.2020, Qupperneq 6

Skessuhorn - 12.02.2020, Qupperneq 6
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRúAR 20206 Þungatakmark- anir í gildi VESTURLAND: Vegagerðin hefur tilkynnt að ásþungi öku- tækja er takmarkaður við 10 tonn á Vestfjarðavegi (60) frá Dalsmynni í Norðurárdal yfir Bröttubrekku og að Bjarkalundi í Reykhólasveit. Sömuleið- is á Laxárdalsvegi (59). Þessar þungatakmarkanir tóku gildi kl. 08:00 síðastliðinn fimmtudag. Þá var frá sama tíma ásþungi takmarkaður við 7 tonn á Snæ- fellsnesvegi (54) frá Bíldhóli að Stykkishólmsvegi. -mm Viðbúnaður þeg- ar skúta strandaði SV-LAND: Mikill viðbúnað- ur viðbragðsaðila var síðast- liðið fimmtudagskvöld þegar farþegaskúta með 18 manns um borð strandaði við Lundey, á sundunum skammt norðan við Reykjavík. Tiltækar sjóbjörgun- arsveitir á höfuðborgarsvæðinu og allt til Akraness voru kallaðar út á hæsta forgangi sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Áhöfn skútunnar tókst skömmu síðar að losa bátinn og var henni fylgt til hafnar í Reykjavík án þess að nokkurn sakaði. Viðbragðaðilar voru því fljótlega kallaðir heim að nýju. Báturinn mun hafa strandað á sandrifi og skemmd- ist ekki. -mm Út af við Fornahvamm BORGARFJ: Bílvelta varð í of- anverðum Norðurárdal á móts við Fornahvamm á mánudags- kvöldið. Bíll hafði þá runnið til á vegi, lent utan vegar og hafn- að á hliðinni. Fólkið úr bílnum var flutt til aðhlynningar, fyrst á Heilsugæslustöð HVE í Borg- arnesi en síðan áfram á Akra- nes. Að sögn lögreglu var ekki talið að um alvarleg meiðsli hafi verið að ræða. -mm Vinna markaðs- stefnumótun BORGARBYGGÐ: Síð- astliðið haust ákvað Borgar- byggð að ganga til samstarfs við markaðsráðgjafafyrirtæk- ið Manhattan við gerð mark- aðsstefnumótunar fyrir sveit- arfélagið. Vinnan hófst í des- ember síðastliðnum og áætlað er að henni ljúki á vormánuð- um 2020. „Verkefnið felst í því að búa til heildstæða markaðs- stefnumótun og aðgerðar- áætlun fyrir Borgarbyggð sem spennandi stað til að búa á, reka fyrirtæki og sækja heim. Í ferlinu er lögð áhersla á að- komu og þátttöku íbúa, fyr- irtækja og hagsmunaaðila í sveitarfélaginu, meðal ann- ars í gegnum einstaklingsvið- töl, rýnihópa og opna fundi sem verða auglýstir síðar. Við lok vinnunnar á að liggja fyr- ir heildstæð markaðsgreining, markaðsleg stefnumótun og markaðs- og aðgerðaráætlun fyrir Borgarbyggð,“ segir í til- kynningu frá Borgarbyggð. -mm Margir teknir á of miklum hraða AKRANES: Lögreglan á Vesturlandi sinnti sem fyrr hefðbundnu eftirliti með öku- hraða í vikunni sem leið. Í há- deginu þriðjudaginn 4. febrúar var hraði 99 ókutækja mældur á Innnesvegi við Grundaskóla á Akranesi og reyndust tíu aka of greitt og fá því sekt í kladd- ann. Vekur lögregla athygli á að mikil umferð gangandi barna er á þessum stað á leið milli skóla og íþróttamann- virkja. Hámarkshraði er því 30 km/klst. Á miðvikudags- morgni fylgdist lögregla með umferð á Þjóðbraut á móts við Bónus á Akranesi. Á klukku- stund eftir 6:30 óku 163 bílar um veginn og voru sex kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var á 70 km hraða en hámarkshraði er 50. -mm Úrrennsli og ófærð HVALFJ: Samhliða asahláku um miðja síðustu viku jókst vatn í ám og lækjum víða í Borgarfirði. Að morgni mið- vikudags var tilkynnt um klaka stíflu í vegræsi á Hval- fjarðarvegi neðan við Miðfell, skammt frá afleggjaranum að Kalastaðakoti. Runnið hafði úr veginum og voru aðstæð- ur hættulegar ef ekki var ekið með gát. Í dagbók lögreglu er ekki getið um meiriháttar tjón á umferðarmannvirkjum í landshlutanum vegna leysing- anna. Sökum veðurs var nokk- uð um útköll lögreglu í síðustu viku. Tilkynnt var um húsþak á túni við Fiskilæk í Melasveit 5. febrúar. Sama dag var grjót- hrun á Snæfellsnesvegi, en stórt grjót og íshröngl hafði fallið á veginn við Búlandsgil. Lögregla fékk Vegagerðina til að hreinsa veginn. Á laug- ardaginn rann flutnignabíll til og þveraði veginn við Há- brekku á Vatnaleið. Síðastlið- inn mánudag var tilkynnt um fasta bíla á Vestfjarðavegi, en að sögn lögreglu berast slík- ar tilkynningar reglulega um þessar mundir. -mm Stefnt er að því að setja upp örygg- ismyndavélar við alla stærri þétt- býliskjarna í landshlutanum. Það er Lögreglan á Vesturlandi, sveitar- félögin í landshlutanum og Neyð- arlínan sem vinna að verkefninu í sameiningu. Að sögn Jóns S. Óla- sonar, yfirlögregluþjóns hjá Lög- reglunni á Vesturlandi, hefur upp- setning slíkra myndavéla verið sam- þykkt á Akranesi, í Borgarbyggð og Stykkishólmi. Þá sé til athugunar að koma slíkum myndavélum fyr- ir víðar í landshlutanum, svo sem í Grundarfirði, Snæfellsbæ og jafn- vel á enn öðrum stöðum. „Um er að ræða myndavélar sem munu fylgjast með allri umferð sem fer framhjá þeim. Þær geta lesið á skráningarnúmer bifreiða og upp- takan gengur bara inn í gagna- banka,“ segir Jón í samtali við Skessuhorn. Hann telur að mynda- vélarnar komi til með að styðja vel við allt almennt eftirlit lögreglu og auðvelda vinnu hennar. Mynda- vélar sem þessar hafi þegar verið settar upp á höfuðborgarsvæðinu og við bæi á Suðurlandi. „Þær hafa reynst mjög vel,“ segir Jón og tekur dæmi: „Ef bíl er stolið í Reykjavík og til hans hefur sést ekið í átt að Selfossi, þá getur lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu haft samband við kollegana sína á Selfossi. Þeir kíkja í myndavélarnar hjá sér og sjá strax hvort bíllinn hefur farið þar í gegn eða ekki,“ segir hann. En verða myndavélarnar þá settar upp við allar inn- og útgönguleiðir stærri þéttbýliskjarna landshlutans? „Það hefur ekki verið endanlega ákveð- ið en hugmyndin er að þær verði við allar leiðir inn og út úr bæjum,“ segir Jón. „Aðeins ef þörf krefur“ Spurður um kostnaðinn sem af þessu mun hljótast segir Jón að áætlanir Neyðarlínu geri ráð fyrir að hver staur með myndavél komi til með að kosta um 1,5 millj- ón króna. Kostnaður við tenging- ar geti þó verið mismunandi eftir stöðum og bætist við stofnkostn- aðinn. Þá sé misjafnt eftir bæjum hve margar vélar þurfi að setja upp á hverjum stað. „Sveitarfélögin kaupa vélarnar og bera kostnað af uppsetningu þeirra. Lögregla kaupir miðlægan búnað sem veit- ir aðgang að upplýsingunum sem myndavélarnar safna og Neyðar- línan annast framkvæmd við verk- efnið,“ útskýrir hann. En hvenær mega íbúar þessarra bæja búast við því að myndavél- arnar verði settar upp? „Málið er lengst komið á Akranesi og styst í að vélarnar verði settar upp þar. En ég get ekki nefnt neina dag- setningu enn, það kemur bara í ljós hversu langan tíma þetta tekur,“ segir Jón og bætir því við að lokum að lögregla muni ekki fylgjast með vélunum frá degi til dags. „En ef eitthvað kemur upp á verður hægt að sækja upplýsingarnar,“ segir hann. „Aðeins lögregla mun hafa aðgang að þessum upplýsingum og einungis ef þörf krefur,“ segir Jón S. Ólason að endingu. kgk Öryggismyndavélar hafa þegar verið settar upp annars staðar á landinu, svo sem á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu. Ljósm. Lögreglan á Suðurlandi. Öryggismyndavélar við alla stærri bæi Spár gera ráð fyrir að sérlega djúp lægð nálgist landið úr suðvestri og skelli á landinu aðfararnótt næsta föstudags. Veður tekur svo að ganga niður á föstudagskvöld. Gul við- vörun er í gild. Þrýstingur í lægð- armiðju gæti orðið 930 hPa sem er með dýpri lægðum. Búist er við austlægum stormi, roki eða ofsa- veðri, og að hvassast verði sunnan- til á landinu framan af degi. Víða auk þess snjókoma eða slydda, úr- komumest sunnan- og austanlands. Hlýnandi veður, rigning á láglendi um landið sunnanvert og við aust- urströndina seinnipartinn með hita 1 til 5 stig, en vægt frost verður fyr- ir norðan. Talsvert hægari vindur á landinu um kvöldið. Þessu munu fylgja víðtækar sam- göngutruflanir, ekkert ferðveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Lík- ur eru á foktjóni, sér í lagi sunn- antil á landinu. „Fólki er bent á að sýna varkárni til að fyrirbyggja slys og festa lausamuni eins og frekast er kostur. Einnig má búast má við hárri sjávarstöðu vegna áhlaðanda,“ segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. mm Ofsaveðri spáð á föstudaginn

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.