Skessuhorn - 12.02.2020, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRúAR 202012
Ryk í Hvalfjarðargöngum má að
mestu rekja til fylliefna í malbiki
og eðlilegt að líta svo á að bindi-
efni malbiks slitni í réttu hlutfalli
við hluta þess á móti hluta fylliefna.
„Því má segja að malbikið í göng-
unum sé langstærsti þáttur í upp-
runa fallryks í Hvalfjarðargöng-
um,“ segir í skýrslu Nýsköpunar-
miðstöðvar Íslands um samsetn-
ingu og uppruna svifryks í göng-
unum. Skýrslan byggir á rannsókn
á ryki í göngunum frá 17. janúar
2017 til 13. júní 2018.
Ryk sem myndast vegna útblást-
urs frá ökutækjum, sem og vegna
slits bremsuborða og dekkjaslits
á einnig sinn þátt í rykmyndun í
göngunum. Töluverðar líkur eru á
að verulegur hluti ryksins eigi upp-
runa sinn til dekkjaslits, að því er
fram kemur í skýrslunni. Áætlað er
að um eitt sett af dekkjum eyðist
upp á sólarhring í göngunum, m.v.
umferð 5.600 bíla á sólarhring.
Meira ryk á veturna
Verulegur munur er á svifryks-
myndun að vetri og sumri. Með-
alsvifryksmyndun fyrir árið
2017 var um 116 míkrógrömm á
hvern rúmmetra. Fyrir tímabil-
ið frá áramótum til 1. maí mæld-
ist styrkurinn 186 míkrógrömm
en 128 míkrógrömm frá frá 1.
nóv. til áramóta. Frá 1. júní til 1.
október var meðaltalið hins veg-
ar 43 míkrógrömm á rúmmetra,
en á því tímabili er notkun nagla-
dekkja óheimil. „Af þessum nið-
urstöðum er ljóst að notkun
nagladekkja hefur veruleg áhrif
á svifryksmyndun í göngunum,“
segir í skýrslunni. „Það er athygl-
isvert að enda þótt magn svifryks
minnki verulega yfir sumarmán-
uðina þá er ekki að sjá að sam-
setning ryksins breytist að neinu
ráði samfara því,“ segir þar enn
fremur.
kgk
Laugardaginn 14. mars næstkom-
andi ætlar Rótarýklúbbur Borgarness
að standa fyrir fyrirtækjakynningu í
Hjálmakletti í Borgarnesi. Þetta er í
þriðja skipti sem klúbburinn stend-
ur fyrir slíkri kynningu en þær hafa
áður verið haldnar 2012 og 2014. Að
sögn Margrétar Vagnsdóttur forseta
klúbbsins er markmiðið með verk-
efninu að gefa öllum rekstraraðilum
á starfssvæðinu tækifæri til að kynna
starfsemi sína á heimavettvangi og
vekja um leið athygli samfélagsins á
viðkomandi starfsemi. Þetta er ekki
síður hugsað til þess að efla sam-
stöðu rekstraraðila á heimavettvangi.
Dreifibréf hefur nú verið sent á skráð
fyrirtæki í Borgarbyggð, en Margrét
vekur athygli á að ekki sé tryggt að öll
fyrirtæki séu á þeim lista sem klúbb-
urinn hefur undir höndum. Engu að
síður eru öll fyrirtæki, líka þau sem
skráð eru á kennitölu eigenda, vel-
komin til þátttöku.
„Skipulag kynningarinnar verður
með þeim hætti að fyrirtækin leigja
rými undir starfsemi sína og leggja
sjálf til allt kynningarefni sem í boði
verður. Kostnaði við þátttöku verður
stillt í hóf, minnstu rýmin verða leigð
á 10.000 krónur, miðrýmin á 20.000
krónur og þau stærstu á 40 þúsund
krónur. Uppsetning kynningarefnis
fer fram í Hjálmakletti föstudaginn
13. mars, en við munum kynna allar
nánari upplýsingar þegar nær dregur
og ljóst er hversu mörg fyrirtæki skrá
þátttöku sína,“ segir Margrét.
Stefnt er að því að halda málstofu
áður en kynningar á Fyrirtækjadegin-
um hefjast og verður hún sömuleiðis
kynnt síðar. Rótarýklúbburinn mun
svo sjá um allar auglýsingar vegna
þessa m.a. í Íbúanum og Skessu-
horni.
Rótaryklúbburinn leitar nú til
fyrirtækja á starfssvæðinu um þátt-
töku í þessu verkefni. Unnt er að
skrá þátttöku með því að senda
tölvupóst á margretv@bifrost.is
eða magnusfjeldsted73@gmail.
com Skráningu lýkur 29. febrúar
nk.
mm
Sigurður Páll Jónsson, þingmað-
ur Miðflokksins í Norðvesturkjör-
dæmi, gerði Skógarstrandarveg að
umtalsefni sínu í ræðu á Alþingi
þriðjudaginn 4. febrúar. Hann
byrjaði á að tala um að Siglufjörður
hefði gengið í endunýjun lífdaga.
Eftir mögur ár upp úr 1970 væri
bærinn aftur kominn á kortið. „Í
mínum huga er þar aðallega hægt
að benda á góðar samgöngur,“ sagði
Sigurður Páll og vék sér síðan að
veginum um Skógarströnd. „Hví er
ég að tala um þetta? Jú, það er veg-
ur fyrir vestan, á Vesturlandi, Skóg-
arstrandarvegur fyrir austan Stykk-
ishólm og inn í Búðardal, sem er í
mínum huga sorglegt að skuli ekki
vera inni á samgönguáætlun. Hann
var tekinn út af samgönguáætlun
nú síðast,“ sagði Sigurður Páll.
Fulltrúar Samtaka sveitarfélaga
á Vesturlandi, ásamt bæjarstjóra
Stykkishólmsbæjar, fóru til fundar
við umhverfis- og samgöngunefnd
þennan sama morgun. Sigurður
Páll segir að þar hafi þeir brýnt fyr-
ir nefndarmönnum að gera allt til
að fá þennan veg aftur inn á sam-
gönguáætlun.
Stjórnendur Stykkishólmsbæjar
og Dalabyggðar hafa áður gagn-
rýnt harðlega að Skógarstrandar-
vegur sé ekki á áætlun, sem og SSV,
eins og fram hefur komið í Skessu-
horni. Tók Sigurður Páll undir þá
gagnrýni í ræðu sinni. „Þetta er
malarvegur þar sem slysatíðni er
mjög há og er mikill flöskuháls í
samgöngum fyrir austan Stykkis-
hólm og inn í Dali. Ferðamenn fara
þennan veg vegna þess að GPS-
tækið þeirra leiðir þá á þennan veg,
en þarna er alltof mikið um slys.
Þungaflutningar eru þarna of mik-
ir og vegurinn ber þá bara alls ekki
uppi. Þannig að samgöngur skipta
gríðarlegu máli og því verðum við
að koma þessum vegi í stand alveg
eins og öllum öðrum vegum sem
eru í niðurníðslu,“ sagði Sigurður
Páll Jónsson í ræðustól Alþingis.
kgk
Mest af ryki
úr malbikinu
Hvalfjarðargöng hreinsuð. Áætlað er að jafnaði einn dekkjagangur spænist upp
á hverjum degi í göngunum og skilji eftir tilheyrandi svifryksmengun. Ljósm. úr
safni.
Svipmyndir frá fyrirtækjadegi Rótarýklúbbs Borgarness 2014.
Ljósm. úr safni Skessuhorns.
Rótarýklúbburinn stefnir á
fyrirtækjadag í Borgarbyggð
Sigurður Páll Jónsson, þingmaður
Miðflokksins.
„Verðum að koma þessum vegi í stand“
Frá Skógarstrandarvegi. Ljósm. bj.