Skessuhorn


Skessuhorn - 12.02.2020, Side 13

Skessuhorn - 12.02.2020, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRúAR 2020 13 VÉLAMAÐUR Laust er starf vélamanns á þjónustustöð Vegagerðarinnar í Borgarnesi FAGMENNSKA ÖRYGGI FRAMSÝNI Starfssvið Almenn dagleg þjónusta á vegakerfinu.• Viðhald á t.d. vegstikum, umferðamerkjum og öðrum • vegbúnaði. Vinna á vélum t.d. dráttarvél og veghefli.• Viðhald á tækjum og húsnæði Vegagerðarinnar.• Menntunar- og hæfniskröfur• Almenn menntun.• Vinnuvélaréttindi og meirapróf bifreiða eru skilyrði.• Hæfni í mannlegum samskiptum.• Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp.• Góð kunnátta í íslensku• Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 20. febrúar. Umsóknir berist Vegagerðinni í gegnum vef á www.starfatorg.is . í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt upplýsingum um þá menntun og hæfni sem óskað er. Nánari upplýsingar um starfið veita Valgeir Ingólfsson yfirverkstjóri og Kristinn Gunnar Lyngmo deildarstjóri umsjónardeildr í síma 522 1000 eða í gegnum netföngin valgeir.ingolfsson@vegagerdin.is og kristinn.g.k.lyngmo@vegagerdin.is Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum. SK ES SU H O R N 2 02 0 SUMARSTARFSFÓLK Í SAL OG Í ELDHÚS Grillhúsið í Borgarnesi auglýsir eftir sumarstarfsfólki fyrir sumarið 2020. Viðkomandi þarf að vera orðinn 18. ára. Vera hress, jákvæður og hafa gaman af lífinu• Hafa ríka þjónustulund• Íslensku kunnátta æskileg, ensku kunnátta skilyrði• Vinna vel undir pressu• Frekari upplýsingar veitir rekstrastjóri í síma 4371282 eða á borgarnes@grillhúsið.is Umsóknir fyllist út á https://grillhúsið.is/page/atvinna Samhliða úrhellisrigningu og hláku á þriðjudagskvöld og miðvikudag í liðinni viku um vestanvert land- ið ruddu árnar í landshlutanum sig. Klakastíflur hlóðust í ár, læki og ræsi og víða flæddu ár yfir bakka sína. Ekki er vitað til að vegir hafi skemmst svo neinu nemur af þeim sökum. En dæmi voru um stífluð vegræsi og að grafist hafi úr veg- köntum. Meðfylgjandi myndir eru úr Borgarfirði á miðvikudag. mm Glöggir vegfarendur um Hellis- sand hafa tekið eftir því að búið er að setja að nýju upp kross á mal- arhaug sem stendur á svæðinu þar sem fyrirhugað er að reisa nýja Þjóðgarðsmiðstöð. Er þetta í annað skipti sem krossinn er settur upp en í fyrra skiptið var hann settur upp þar sem framkvæmdir við þjóð- garðsmiðstöðina gengu ekkert. Saga meintra byggingafram- kvæmda er orðin býsna löng. Þjóð- garðurinn Snæfellsjökull var stofn- aður 2001 en fimm árum síðar var efnt til opinnar samkeppni um byggingu þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi. Bankahrunið setti þó strik í reikninginn og það var því ekki fyrr en í ágúst 2016 sem tek- in var fyrsta skóflustungan að þjóð- garðsmiðstöðinni. Það gerði Sigrún Magnúsdóttir þáverandi umhverfis- ráðherra enda stóðu þá vonir til að miðstöðin yrði tilbúin til notkun- ar í byrjun árs 2020. Var þá kross- inn tekinn niður. Þau áform gengu þó ekki eftir og enn er ekki kom- in nein þjóðgarðsmiðstöð, þó jarð- vegsframkvæmdir hafi byrjað 2018 í kjölfar þess að Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók með táknrænum hætti í byrjun apríl á síðasta ári aðra skóflustungu að hinni meintu miðstöð. Var bygg- ing Þjóðgarðsmiðstöðvar svo boðin út um mitt árið og tilboð opnuð í byrjun júní. Reyndust þau öll langt yfir kostnaðaráætlun, ekkert hefur gerst í framhaldinu og krossinn því mættur á sinn stað, yfirvöldum til áminningar. þa Á fundi stjórnar Samtaka sveitar- félaga á Vesturlandi í síðustu viku var rætt um snjómokstur á Vest- urlandi og mikilvægi þess að ekki verði dregið úr mokstri þrátt fyrir að fjárveitingar hafi ekki tekið mið af þeim aðstæðum sem verið hafa í vetur. Stjórn SSV samþykkti bókun þess efnis: „Stjórn SSV skorar á Vegagerð- ina og samgöngu- og sveitarstjórn- arráðuneytið að tryggja að ekki ver- ið dregið úr snjómokstri og annarri vetrarþjónustu þrátt fyrir að að- stæður í vetur hafi leitt til þess að fjárveitingar til verkefnisins hafi ekki tekið mið af þeirri stöðu sem uppi er. Það væri algerlega ófor- svaranlegt að ætla að skerða vetr- arþjónustu þar sem greiðar sam- göngur eru lífæð landsbyggðarinn- ar.“ Á fundi stjórnar SSV var sömu- leiðis lögð fram umsögn SSV um samgönguáætlun 2020-2024, sem nú hefur verið send umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. mm Stjórnvöld tryggi að ekki verði dregið úr snjómokstri Kross þar sem hugsanlega rís Þjóðgarðsmiðstöð Asahláka og ár ruddu sig Klakahraukar á túnum neðan við Brekku í Norðurárdal. Jafnan fylgja klaka­ bunkum sem þessum grjót og jarðvegur og bíður því bænda að hreinsa túnin með vorinu. Ljósm. Þórhildur á Brekku. Á hringveginum skammt frá Dýrastöðum var byrjað að seytla yfir veginn. Ljósm. gb. Ein af klakastíflunum í Norðurá laust eftir hádegi á miðvikudaginn. Ljósm. mg. Giljafoss í Reykjadalsá var óárenni­ legur á miðvikudaginn. Ljósm. jm.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.