Skessuhorn


Skessuhorn - 12.02.2020, Qupperneq 16

Skessuhorn - 12.02.2020, Qupperneq 16
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRúAR 202016 Hann hefur búið og starfað í Hol- landi frá árinu 1996 en þrátt fyrir það hafa heimahagarnir aldrei ver- ið langt undan í listsköpun hans. Hann málar myndir og minning- ar frá heimabænum og reynir að draga fram fegurðina í hinu hvers- dagslega. Við það segist listamað- urinn fá einhvers konar útrás fyr- ir heimþrána. Hana ber hann allt- af í brjósti sér, þrátt fyrir að hann langi ekkert endilega að flytja aft- ur á æskuslóðirnar. Minningarnar hlýja honum, þær eru honum kærar og ræturnar á Skaganum sterkar þó tréð sjálft laufgist nú á öðrum stað á jarðkúlunni. Hann var útnefnd- ur Bæjarlistamaður Akraness 2019 og kemur reglulega í heimsókn á Skagann. Þar dvelur hann einmitt um þessar mundir. Myndlistarnám- skeið undir handleiðslu hans hófst í gamla Iðnskólanum í gærkvöldi og seinna í mánuðinum ætlar hann að halda myndlistarsýningu á sama stað. Húsið þykir honum fagurt og telur að vel færi á því að finna því hlutverk sem nokkurs konar menn- ingarhús. Skessuhorn hitti Baska að máli fyrir helgi og ræddi við hann um leik og starf, listina sjálfa og minningarnar frá Akranesi, sem hafa verið honum óþrjótandi upp- spretta hugmynda í áranna rás. Heimþrá og væntumþykja Bjarni Skúli Ketilsson fæddist á Akranesi árið 1966. Þar sleit hann barnsskónum og hefur aldrei sagt skilið við Skagann þó hann hafi búið og starfað í Hollandi frá árinu 1996. „Skagablóðið rennur enn í mínum æðum,“ segir Baski. Heima- bærinn er enda viðfangsefni margra listaverka hans. En hvað veldur því að Bæjarlistamaður Akraness 2019 ver dögum sínum í Hollandi við að mála myndir af Akranesi? „Það er náttúrulega heimþrá í þessu, en samt með væntumþykjutón. Ég er ekki að fara að flytja heim til að búa hér. En mér þykir vænt um þenn- an bæ, ber ofboðslega virðingu fyr- ir honum og hef áhyggjur af öllu sem er að gerast hérna og skipti mér af öllu sem við kemur honum þó ég búi ekki hérna,“ segir hann og brosir. „Ég hef til dæmis áhyggj- ur af því að hér sé enginn sýning- arstaður fyrir listamenn. Ég hef ekki áhyggjur fyrir mig heldur fyr- ir aðra. Það verður að gera vel við listamennina. Skagamenn eiga svo marga góða listamenn, nægir að nefna tónlistarmennina. Tónlist- arhúsið er reyndar nokkuð gott og tónleikastaðir en myndlistarmenn- irnir eru svolítið heimilislausir. Mér finnst vanta stað þar sem ung- ir og upprennandi lókal listamenn geta haldið sýningar,“ segir Baski. Iðnskólahúsið verði menningarstaður Hann langar að leggja sín lóð á vog- arskálina til að breyta því. Baski tel- ur að gamli Iðnskólinn við Skóla- braut 9 gæti orðið kjörið menning- ar- og sýningarhús. Þar ætlar hann einmitt að halda myndlistarnám- skeið, sem hófst í gær, þriðjudag- inn 11. febrúar og síðan sýningu eigin verka dagana 22.-23. febrúar næstkomandi. „Gamli Iðnskólinn er fallegt hús á flottum stað með góðu aðgengi fyrir alla og nægi- lega stórt og rúmgott hús til að þar megi halda myndlistarsýning- ar,“ segir hann. „Ef til vill þyrfti að taka húsið í gegn og breyta því eitt- hvað að innan. Það gæti kostað ein- hvern pening ef á að gera það al- mennilega, en það yrði alltaf ódýr- ara en að byggja nýtt,“ bætir hann við. „Mig langar bara að sjá hér á Akranesi góðan menningarstað, með sýningarrými og kaffistofu, fyrir unga og upprennandi mynd- listarmenn í bænum. Hver veit, þarna mætti jafnvel halda tónleika líka. Þess vegna ætla ég að prófa að sýna í gamla Iðnskólanum núna. Mig langar að sýna fram á að það sé hægt og að húsið henti í þetta,“ segir Baski, sem greinilega er hlýtt til hússins. „Minn árgangur lenti í því að ganga þarna í skóla skömmu eftir 1980. Við lentum á smá ver- gangi því það vantaði húsnæði og fengum að fara í gamla Iðnskólann. Þar var bara sópað gólfið og hent upp borðum og byrjað að kenna, en hann hafði þá staðið auður í ein- hvern tíma. Mér fannst þetta mjög fínt og á margar góðar minningar þaðan,“ segir Baski. „Þá var Harð- arbakarí þarna rétt við hliðina á. Það var alltaf svolítið gaman hjá okkur krökkunum þegar brauðin í bakaríinu voru sett út til að kæla þau. Það vildi stundum rýrna svo- lítið hjá þeim þegar við vorum ná- lægt,“ segir hann og hlær við end- urminninguna. Listhneigður sem barn Undanfarna þrjá áratugi hefur myndlistin átt hug Baska og hjarta. En hvað varð til þess að hann tók upp pensilinn í upphafi? „Mér gekk illa í skóla. Ég er lesblindur og átti erfitt með bóknámið, eins og reynd- ar fleiri listamenn. Það sást fljótlega að bóknámið ætti ekki fyrir mér að liggja. Gömlu stærðfræðibækurnar eru ekki mikið reiknaðar, en tölu- vert teiknaðar,“ segir listamaðurinn og brosir. „En ég hef alltaf litið á les- blinduna og þessa námsörðugleika frekar sem kost en galla. Ef fólk er með dyslexíu eða reikniblindu eða hvað eina þá er bara meira rými í heilanum fyrir þetta kreatífa,“ seg- ir hann. „Enda þurfti ekki annað en að snúa við einkunnaspjaldinu hjá mér. Ég var verstur í reikningi og stafsetningu en bestur í skapandi greinunum,“ bætir hann við. „Svo man ég að í barnaskóla var ég bú- inn að þjálfa með mér mjög fallega skrift, með fögrum línum þó staf- irnir lentu ekki alltaf á réttum stöð- um,“ segir hann og hær við. „En maður á ekkert að láta neitt stoppa sig. Ég hef gefið út bækur þó ég sé lesblindur og slakur í stafsetningu. Það er allt hægt og alltaf hægt að fá hjálp. Sem betur fer fá börn sem eiga í námsörðugleikum meiri að- stoð í dag en þegar ég var ung- ur og menn þóttu bara vitlausir ef þeir gátu ekki lært stafsetningu eða gekk illa að lesa,“ segir Baski. „En alltaf náði ég athyglinni með því að teikna. Þar var ég bestur og var hrósað fyrir það. Kannski varð það til þess að ég lagði þetta á endan- um fyrir mig, maður keppist jú við að gera það sem maður er bestur í,“ segir hann og rifjar upp sýningu sem hann tók þátt í þegar hann var ellefu ára gamall. „Mér hlotnað- ist mikill heiður í ellefu ára bekk. Þá fékk ég að gera jólaskreytingar í nývígt íþróttahús á Vesturgötunni. Þar voru allir jólasveinarnir gerðir úr stórum korkflekum og ég fékk að gera Gáttaþef. Þetta hefur lík- lega verið fyrsta opinbera listasýn- ingin sem ég tók þátt í,“ segir hann og brosir. Frábærar vondar fréttir Þrátt fyrir að hafa verið listhneigð- ur ungur piltur segir Baski að hann hafi ekki fyrr en seinna ákveðið að reyna fyrir sér í myndlistinni. „Ég var alltaf að berjast í námi, gekk aldrei vel í því bóklega og flosn- aði á endanum frá því. Þá lærði ég rafsuðu en fór að sækja námskeið í Myndlista- og handíðaskólanum þegar ég bjó í Reykjavík, fór svo í Lýðháskóla í Noregi og lærði leik- myndahönnun og leiktjaldamálun. Þegar ég sneri heim til Íslands á ný fór ég aftur í Myndlista- og hand- íðaskólann, lærði módelteikning- ar og tók myndlistaráfanga í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti,“ segir hann. Eftir á að hyggja má því lík- lega álykta sem svo að myndlistar- maðurinn hafi á þessum tíma ver- ið að reyna að brjótast út í hon- um. „Ég var enn ekki ákveðinn í að láta verða af því að fara í mynd- listarnám. Það gerði ég ekki fyrr en ég fékk óvæntar fréttir, sem ég vil meina að séu bestu fréttir lífs míns, þó þær hafi í eðli sínu verið slæm- ar. Ég fór til heimilislæknis og í ljós kom að ég er með ofnæmi fyrir krómi og nikkel. Heimilislæknirinn sagði við mig; „ef þú ætlar að vinna við rafsuðu og járn, þá gef ég þér tíma þangað til þú verður svona 35 ára. Þú ættir að velja þér eitthvað annað,“ sagði hann við mig.“ Lengi að finna sig Þessar fregnir, sem Baski fannst svo gott að heyra, urðu til þess að fljótlega lét hann verða af því að „Það sem kemur innan úr listamanninum er það sem verður eftir á striganum“ - rætt við myndlistarmanninn Baska um listina og lífið Bjarni Skúli Ketilsson, jafnan þekktur sem Baski. Hér í gamla Iðnskólanum á Akranesi, þar sem hann heldur sýningu á verkum sínum síðar í mánuðinum. Ljósm. kgk. Baski leggur lokahönd á olíumálverk á vinnustofu sinni í Hollandi. Ljósm. Vincent Tollenaar.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.