Skessuhorn - 12.02.2020, Page 17
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRúAR 2020 17
elta myndlistardrauminn. „Einu ári
síðar eða svo ákvað ég að láta slag
standa og kýla á myndlistina,“ segir
hann. „Í millitíðinni fór ég að vísu
til Bolungarvíkur og var við ýmis
störf. Ég var í fiski, vann í hús-
gagnaverslun og prófaði allt mögu-
legt. Bara aðeins að kynnast lífinu
í litlu þorpi, það var alveg meiri-
háttar,“ segir Baski. Eftir stutta við-
dvöl heima á Akranesi lá leiðin í
myndlistarskólann og svo fljótlega
eftir það í listaakademíuna í Ensc-
hede í Hollandi. Hann hafði þá
kynnst eiginkonu sinni, hinni hol-
lensku Arianne Bos. Þau kynntust
á Íslandi, en það var Baski sem átti
frumkvæðið að því að þau flyttust
til heimalands hennar þegar hann
hóf nám í akademíunni. Árið var
1996 og Baski þá að verða þrítug-
ur. „Ég var seinþroska, við erum
allir svo seinþroska þessir lista-
menn,“ segir hann og hlær við. En
hann er bara einn þeirra sem þurftu
að fá tíma til að átta sig á hvað þeir
raunverulega vildu fá út úr lífinu.
Baski lítur svo á að það hafi alls
ekki verið ókostur að byrja seinna
en flestir að leggja stund á listina.
„Ég var þroskaðri fyrir vikið, búinn
að prófa ýmislegt, vinna í fiski og
öllu öðru sem mér fannst frábært.
Það má ekki gera lítið úr því og ég
hef notfært mér það í myndlistinni.
Það er bara skóli lífsins, sem má alls
ekki líta á sem slæman skóla. Það er
þroskandi að kynnast lífinu í harð-
geru þorpi eins og Bolungarvík, þar
sem menn þurfa að hafa fyrir því að
komast af. Slík lífsbarátta er virð-
ingarverð,“ segir Baski.
Harður heimur
Hann segir að hið sama hafi gilt
á Akranesi þegar hann var ungur
piltur að alast upp. „Það þurfti að
hafa fyrir hlutunum. Ég man eftir
því þegar við vorum 13 ára, einmitt
í Iðnskólanum. Við fórum stundum
að hlaða niður mjöli í Síldarverk-
smiðjunni fyrir skóla, til að ná okk-
ur í auka aur og það fannst öllum al-
veg sjálfsagt,“ segir hann. „En síðan
vorum við hálfpartinn reknir heim
úr skólanum til að fara í bað. Þó við
hefðum skipt um föt þá var lykt-
in föst í hárinu og á höndunum á
okkur. Við vorum orðnir samdauna
óþefnum en þetta var auðvitað ekki
boðlegt fyrir aðra nemendur og
kennara,“ segir hann og hlær við.
„Þetta var hluti af því að alast upp
og bara gaman af því. Maður þurfti
að hafa fyrir þessu,“ segir Baski. Er
slíkt gott veganesti inn í heim list-
arinnar? „Já, það held ég. Að vera
myndlistarmaður er ekkert „gef
mér.“ Þetta er harður heimur og
gengur misjafnlega vel. Ég held að
enginn listamaður hafi sömu sögu
að segja af því hvernig hann kemst
áfram,“ segir Baski. Sjálfur er hann
iðinn við vinnu sína. „Ég hef valið
mér það að vinna alltaf og er alveg
harður á því. Kannski lærði ég það
af hörkunni á Íslandi að mæta alltaf
snemma til vinnu og alltaf að gera
eitthvað. Auðvitað gengur misjafn-
lega vel, það koma slæmir dagar inn
á milli, en maður getur alltaf tekið
eitthvað út úr vinnu hvers einasta
dags, þó það séu ekki nema strok-
urnar eða mjög gróft uppkast. Það
er alltaf eitthvað,“ segir hann. „Það
sama gildir nú bara um flesta hluti
í lífinu. Það gengur ekkert alltaf
vel en ekkert er unnið algerlega til
einskis,“ bætir Baski við.
Pensillinn hefur
eitthvað að segja
List Baska hefur verið flokkuð und-
ir hatt raunsæs expressjónisma.
Blaðamaður gerist hér helst til
ósanngjarn og spyr listamanninn
hvort hann geti tekið undir þessa
flokkun. Hann segir erfitt að ætla
að fella sjálfan sig undir einhverja
listastefnu, en segir þetta þó í gróf-
um dráttum rétt. „Já, ég er einhvers
konar fígúratífur, raunsæis express-
jónisti sem sækir efnivið úr lífinu.
Mér finnst gaman að mála sterk-
ar sögur og sögutengd verk. Ég
mála ekki alveg hárin á kinnunum
á fólki. Ég vil leyfa pensilstrokun-
um að tala, grófleikanum, ljósinu
og birtunni. En ég er líka raunsær
listamaður og fer strundum ansi
nálægt því sem augað sér, en aldrei
alveg,“ segir hann. „Versta gagn-
rýni sem ég hef nokkurn tímann
fengið var þegar einu sinni kom
maður til mín og sagði; „djöfull er
þetta gott hjá þér, þetta er bara al-
veg eins og ljósmynd.“ Það tók ég
til mín, þó hann hafi meint vel með
þessu,“ segir Baski. Skyldi kannski
engan undra, svona þegar út í það
er hugsað. Baski er nefnilega ekki
ljósmyndari heldur myndlistar-
maður. „Ég forðast þetta algjöra
raunsæi, það verður að vera mun-
ur á milli málverka og ljósmynda.
Þetta er allt annað listform,“ segir
hann. Pensillinn hefur þannig eitt-
hvað að segja, til viðbótar við fyr-
irmyndina og strokur listamanns-
ins á striganum endurspegla túlk-
un hans á því sem fyrir augum ber.
Hann gæti málað hárnákvæma eft-
irmynd af sjómanninum á Akra-
torgi sem horfir út á hafið í slag-
veðursrigningu en hann vill það
ekki. Hann vill túlka og tjá sig með
öðrum hætti.
Misjafn er
smekkur manna
Þegar kemur að myndlist vilja
sumir ekkert annað en ljósmynd úr
akrýlmálningu en aðrir helst bara
nakin form og nokkra liti. Þegar
öllu er á botninn hvolt snýst mynd-
listin nefnilega að stóru leyti um
smekk augans sem á hana horfir.
„Ég hitti Erró einu sinni í mynd-
listarskólanum og hann sagði,
sem mér fannst alltaf gott vega-
nesti; „ef þú ert með málverk sem
þú ert að sýna tíu manns og allir
segja „þetta er frábært hjá þér“, þá
skaltu hætta sem myndlistarmaður
því þetta er ekki að gefa þér neitt.
En ef það eru tveir, þrír, sem finnst
ekkert varið í þetta en aðrir nokk-
uð ánægðir, þá ertu á réttum stað,“
segir Baski. „Heimurinn er bara
þannig að það hafa ekki allir sama
smekk,“ bætir hann við. Ef til vill
má túlka orð Errós einnig á þá leið
að listamaðurinn þurfi fyrst og síð-
ast að vera trúr sjálfum sér. Hann
eigi að mála fyrir sig, fyrst og síð-
ast, en ekki aðra. „Mér fannst þetta
gott hjá Erró og það er ekkert end-
anlegt svar við þessari ráðleggingu
hans,“ segir Baski. Þú, lesandi góð-
ur, getur ef til vill túlkað ráð Er-
rós á enn annan hátt og er hér með
hvattur til þess að gera það.
„Ég er bara Baski“
Og svarið við hinni ósanngjörnu
spurningu um hvernig myndlistar-
maður Baski er verður að fá að vera
einfalt en í senn flókið. „Ég er bara
Baski,“ segir listamaðurinn. Eðli-
lega er ekki hægt að ætla honum að
dæma sjálfan sig. Til þess eru list-
fræðingarnir. Listamaðurinn hefur
hann öðrum hnöppum að hneppa.
„Ég held ég sé bara þokkalegur
listamaður. Ég get lifað á listinni
og þykir það bara býsna gott,“ segir
hann, enda er það meira en marg-
ir geta státað sig af. „Þetta er ekki
alltaf dans á rósum og margir þyrn-
ar sem þarf að stíga á líka á leið-
inni. Það þarf að hafa fyrir þessu.
Ég get lifað á listinni í dag en hef
oft í gegnum tíðina fengið hjálp frá
mínum nánustu. Listamaður þarf
að eiga góða að og ég skammast
mín ekki vitund að segja frá því að
ég hef oft þurft að sækja aðra vinnu
með til að komast af. Ég vann með
þegar ég var að stíga mín fyrstu
skref og reyna að koma mér áfram
í listinni. Það er engin skömm af
því,“ segir hann.
Mikill hugmyndabanki
Utan þess að kenna á námskeiði
og halda sýningu á Akranesi nú
í febrúar, hvað er listamaðurinn
helst að fást við þessi misserin? „Ég
er með ákveðið þema í gangi núna.
Ég fer til Reykjavíkur og mála hús-
in í kringum þar sem amma mín
bjó þegar ég var lítill. Ég að fara
með Akraborginni í heimsókn til
ömmu,“ segir hann. Vonandi verð-
ur hann ekki sjóveikur á sigling-
unni. „Ég var reyndar alltaf sjó-
veikur á leiðinni þegar ég var lít-
ill,“ segir Baski og hlær við. Þarna
komum við aftur að minningunum.
Eru þær endalaus uppspretta hug-
mynda? „Ég held það, já. Þær eru
mikill hugmyndabanki. Ég hef ver-
ið mikið fyrir það í gegnum tíðina
að mála minningar og hef svolítið
gert af því að taka þessa sjálfsögðu
hluti í umhverfinu og draga þá fram
í dagsljósið. Þessa hluti sem fólk sér
á hverjum degi og virðir ekki með
athygli sinni; sama húshornið sem
maður gengur framhjá á hverjum
degi, sprungurnar í glugganum,
garðslönguna sem liggur í garðin-
um eða köttinn sem situr í glugga-
kistunni. Svona hluti,“ segir Baski
um fegurð hins hversdagslega.
„Alls konar sjálfsagðir hlutir sem
verða kannski ekki til eftir 15 ár,“
segir hann.
Listin kemur innan frá
Til þess dýfir hann minningun-
um í málningu og dregur myndir
á strigann. Stíll Baska þykir mörg-
um auðþekkjanlegur og hann sjálf-
ur telur sig hafa náð þeim stað að
fólk þekki myndirnar hans án þess
að vita að hann málaði þær. Stefna
ekki allir listamenn einmitt að því?
„Óvart jú, menn gera þetta bara
óvart. Þú skalt ekki reyna að búa
þetta til, held ég ekki. Ef þú keppist
við að reyna að búa til þinn eigin
stíl þá ertu á villigötum. Þetta þarf
að koma innan frá,“ segir Baski.
„Listamaðurinn á alltaf að vera
hann sjálfur og gera það sem hon-
um líður best með. Það sem kem-
ur innan úr listamanninum er það
sem verður eftir á striganum,“ seg-
ir hann. Slíkt hlýtur þó að vera erf-
itt og á köflum lýjandi. Fyrir mann
sem er búinn að vera lengi í faginu,
hvað er það sem drífur hann áfram
á hverjum degi? Hann svarar í einu
orði; „gaman,“ segir hann. „Þetta er
gaman,“ bætir hann við til áherslu.
„Mér finnst æðislegt að vinna við
svona skapandi starf. Tala nú ekki
um þegar maður selur. Ég sel tölu-
vert mikið af því sem ég mála. Það
gefur mér brauðaurinn og tækifæri
til að halda áfram að gera það sem
ég geri best og finnst skemmtileg-
ast,“ segir Baski að endingu.
kgk/ Ljósm. úr einkasafni.
Vatnslitamynd af Akraneshöfn. Heimabærinn er viðfangsefni í fjölmörgum
verkum Baska.
Þrettándinn á malarvellinum. Baski sækir mikið í minningabankann í listsköpun
sinni.
Í Einarsbúð. Olíumálverk eftir Baska.
Einar Ólafsson afgreiðir á kassa.
Í Bjarnalaug. Merkurtún. Krakkar að leika sér í fótbolta á túninu, einu sinni sem oftar.
Vatnslitamynd af gamla læknishúsinu á horni Vesturgötu og Vitateigs. Baski hefur
málað fjölmargar myndir af húsum á Akranesi.
Í Axelsbúð. Ungur piltur horfir
löngunaraugum á kókkælinn fræga.