Skessuhorn


Skessuhorn - 12.02.2020, Side 30

Skessuhorn - 12.02.2020, Side 30
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRúAR 202030 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvað er jákvætt við þennan dag hjá þér? Spurni g vikunnar (Spurt í gær á Akranesi) Margrét Sigurðardóttir „Sólin“ Guðjón Sveinbjörnsson „Sólin“ Steinn Sindrason „Að fara í klifur“ Harpa Gunnarsdóttir „Heilsa barnanna minna“ Sigurður Ananíasson „Sólin“ Dansparið Demi van den Berg frá Akranesi og Aldas Zgirskis dans- herra hennar áttu góðu gengi að fagna um síðustu helgi. Á föstu- daginn lentu þau í fyrsta sætið ball- roomdönsum í bikarkeppninni í dansi. Þau héldu uppteknum hætti á Íslandsmeistaramótinu daginn eftir og fögnuðu Íslandsmeistara- titlinum í latindönsum í flokki 16 ára og yngri. kgk Skallagrímskonur unnu sterk- an endurkomusigur á Breiðabliki, 75-73, þegar liðin mættust í Dom- inos‘ deild kvenna í Borgarnesi á laugardaginn. Blikakonur voru öflugri í upp- hafsfjórðungnum. Þegar langt var liðið á hann leiddu þær 8-22, en Skallagrímskonur minnkuðu mun- inn í sjö stig áður en leikhlutinn var úti, 17-24. Þær voru sterkara liðið í öðrum leikhluta og færðust stöðugt nær gestunum. Þegar stutt var til hálfleiks komust þær yfir, en Blikar áttu lokaorðið í fyrri hálfleik og leiddu með einu stigi í hléinu, 36-37. Skallagrímskonur voru lengi í gang í síðari hálfleik og það voru gestirnir sem réðu ferðinni í þriðja leikhluta. Breiðablik náði tólf stiga forskoti seint í leikhlutanum en Borgnesingar minnkuðu mun- inn í átta stig fyrir lokafjórðung- inn, 52-60. Þar lögðu Skallagríms- konur allt í sölurnar. Þær komu sér fljótlega upp að hlið gestanna, komust síðan yfir og lokamínút- urnar voru æsispennandi. Þegar mínúta lifði leiks jöfnuðu gestirn- ir metin í 73-73 með þriggja stiga skoti og fengu víti að auki. En Blikar brenndu af og Skallagríms- konur skoruðu úr tveimur víta- skotum í næstu sókn. Borgnesingar stálu síðan boltanum en brenndu af lokaskoti leiksins en það kom ekki að sök. Gestirnir náðu ekki að koma skoti af síðustu sekúndurnar og Skallagrímskonur fóru því með sigur af hólmi, 75-73. Keira Robinson átti stórleik í liði Borgnesinga, skoraði 32 stig, tók ellefu fráköst og gaf sex stoðsend- ingar. Emilie Hesseldal skoraði 22 stig, tók 16 fráköst og stal fimm boltum. Sigrún Sjöfn Ámunda- dóttir var með átta stig, sjö fráköst og sex stoðsendingar, Maja Mic- halska skoraði sex stig, Mathilde Colding-Poulsen var með þrjú stig, Gunnhildur Lind Hansdóttir skoraði tvö og tók fimm fráköst og Árnína Lena Rúnarsdóttir skoraði tvö stig einnig. Danni Williams var iðin við kol- ann í liði Blika, skoraði 26 stig og tók tólf fráköst. Fanney Lind Tho- mas skoraði 15 stig og tók níu frá- köst en aðrar höfðu minna. Eftir umferðina lyftu Skalla- grímskonur sér upp í fjórða sæti deildarinnar. Þær hafa 24 stig, jaf mörg og Keflavík í sætinu fyrir neðan en tveimur stigum á eftir Haukum í sætinu fyrir ofan. Næsti leikur Borgnesinga í deildinni er útileikur gegn Íslandsmeisturum Vals, miðvikudaginn 19. febrúar. Í millitíðinni leika Skallagríms- konur hins vegar í undanúrslitum bikarkeppninnar gegn Haukum í Laugardalshöllinni annað kvöld, fimmtudaginn 13. febrúar. kgk/ Ljósm. úr safni/ Skallagrímur. Knattspyrnufréttavefurinn Fót- bolti.net valdi Ívar Orra Kristjáns- son úr ÍA dómara ársins 2019. Var Ívari veitt viðurkenning þess efnis eftir úrslitaleik Reykjavíkurmóts- ins á mánudagskvöld. „Ívar, sem er fæddur árið 1989, hefur undanfarin ár verið að klifra hratt og örugglega upp dómarastigann og er í hópi al- þjóðlegra dómara hér á landi. Í dag er hann einn okkar besti dómari og var að mati Fótbolta.net besti dóm- arinn á síðasta tímabili,“ segir í frétt Fótbolta.net um málið, en frétta- vefurinn hefur staðið fyrir valinu allar götur síðan 2011. Ívar Orri byrjaði að dæma 2010 og varð alþjóðadómari FIFA árið 2018. Hann var valinn besti dómari Pepsi deildar kvenna 2013 og 2014 og besti dómari ÍA 2016, 2017 og 2018. kgk ÍA og Fjölnir B áttust við í 2. deild karla í körfuknattleik á laugar- daginn. Leikið var í Dalhúsum í Grafarvogi. Ekki munaði miklu á liðunum þegar öll kurl voru kom- in til grafar, því tíu stig skildu lið- in að í leikslok. Fjölnismenn sigr- uðu með sléttum 100 stigum gegn 90 stigum Skagamanna. ÍA situr eftir leikinn í tíunda sæti deildarinnar með átta stig, fjórum stigum á eftir Stál-úlfi og Njarðvík í sætunum fyrir ofan en með tveggja stiga forskot á Leikni R. í sætinu fyrir neð- an. Næsti leikur ÍA er gegn liði Hrunamanna föstudaginn 21. febrúar. Sá leikur verður spilaður á Akranesi. kgk/ Ljósm. úr safni/ jho. Dansararnir Demi van den Berg og Aldas Zgirskis. Dönsuðu til sigurs Skagamenn töpuðu Ívar Orri Kristjánsson heldur á bolt­ anum fyrir bikarúrslitaleik á Laugar­ dalsvelli. Ljósm. úr safni. Ívar Orri dómari ársins að mati Fótbolta.net Endurkomusigur Skallagríms

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.