Skessuhorn


Skessuhorn - 12.02.2020, Síða 31

Skessuhorn - 12.02.2020, Síða 31
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRúAR 2020 31 Skallagrímskonur mæta Haukum í undanúrslitum Geysisbikars kvenna í körfuknattleik á morgun, fimmtu- daginn 13. febrúar. Leikið verður í Laugardalshöllinni og hefst leikur- inn kl. 20:15. Báðir undanúrslitaleikirnir fara fram sama kvöld, og er viðureign Skallagríms og Hauka sú síðari af tveimur. Í hinni fyrri mætast KR og Valur. Sigurvegararnir úr undanúr- slitaviðureignunum mætast síðan í bikarúrslitaleiknum í Laugardals- höll laugardaginn 15. febrúar næst- komandi. kgk Skallagrímsmenn máttu játa sig sigraða gegn toppliði Breiðabliks þegar liðin mættust í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöld. Eftir jafnan leik framan af tóku Blikar að síga fram úr í síðari hálf- leik og sigruðu að lokum með 14 stigum, 80-94. Mikið jafnræði var með liðunum í upphafsfjórðungnum þar sem þau fylgdust að nær allan leikhlutann. Að honum loknum voru gestirn- ir stigi yfir, 20-21. Annar leikhluti var heldur kaflaskiptari en sá fyrsti. Eftir að hafa skipst á forystunni náðu gestirnir yfirhöndinni og leiddu leikinn. Borgnesingar voru þó aldrei langt undan og náðu að minnka muninn í eitt stig áður en flautað var til hálfleiks, 38-39. Leikurinn virtist ætla að verða æsispennadi áfram eftir hléið. Stað- an var jöfn , 44-44, snemma í síðari hálfleik þegar Blikar náðu undir- tökunum. Þeim tókst með góðum kafla að slíta sig aðeins frá Borg- nesingum og höfðu tíu stiga for- skot fyrir lokafjórðunginn, 58-68. Þar héldu þeir Skallagrímsmönn- um í skefjum, bættu lítið eitt við forskot sitt og sigruðu að lokum með 94 stigum gegn 80 stigum Borgnesinga. Hjalti Ásberg Þorleifsson var stigahæstur í liði Skallagríms með 16 stig, en hann tók fimm fráköst að auki. Kenneth Simms skoraði 14 stig og tók ellefu fráköst, Dav- íð Guðmundsson var með tíu stig, Marinó Þór Pálmason var með átta stig og sex stoðsendingar, Berg- þór Ægir Ríkharðsson átta stig og fimm fráköst, Isaiah Coddon og Kristján Örn Ómarsson skoruðu báðir átta stig, Kristófer Gíslason var með sex stig og Davíð Ásgeirs- son skoraði tvö. Larry Thomas skoraði 21 stig, tók níu fráköst og gaf átta stoð- sendingar í liði Breiðabliks. Svein- björn Jóhannesson var með 21 stig einnig og ellefu fráköst, Árni Elm- ar Hrafnsson skoraði 16 stig og gaf sjö stoðsendingar, Sigurður Sölvi Sigurðsson var með 14 stig og Hilmar Pétursson skoraði tíu stig, tók sjö fráköst og gaf fimm stoð- sendingar. Borgnesingar sitja á botni deild- arinnar með fjögur stig, jafn mörg og Snæfell og Sindri í sætunum fyrir ofan. Næsti leikur liðsins er Vesturlandsslagur gegn Snæfelli í Stykkishólmi. Sá leikur fer fram mánudaginn 17. febrúar. kgk Snæfellskonur mættu ofjörlum sín- um þegar þær fengu KR í heim- sókn í Stykkishólm á laugardag- inn. Gestirnir réðu ferðinni frá fyrstu mínútu og sigruðu að lokum örugglega, 56-83. Snæfellskonur áttu afleitan upp- hafsfjórðung, þar sem þær skoruðu aðeins fimm stig gegn 26 stigum KR-inga. Annað var uppi á ten- ingnum í öðrum leikhluta, þar sem jafnt var á með liðunum. En það þýddi aðeins að forysta KR hélst að kalla óbreytt til hálfleiks. Gestirnir leiddu með 21 stigi í hléinu, 44-23. Það sama var uppi á teningnum í þriðja leikhluta. KR-ingar héldu um það bil 20 stiga öruggu for- skoti allan leikhlutann en Snæfells- liðið náði aldrei að svara fyrir sig og minnka muninn að neinu ráði. Gestirnir voru mun sterkari í loka- fjórðungnum, komust mest 32 stig- um yfir, en Snæfellskonur náðu að- eins að laga stöðuna undir lokin. Að endingu fór svo að KR sigraði með 26 stigum, 56-82. Emese Vida var stigahæst í liði Snæfels með 15 stig og hún tók 15 fráköst að auki. Amarah Colem- an var með tíu stig og níu fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir skoraði átta stig og tók fimm fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoraði sjö stig, Gunnhildur Gunnarsdóttir var með fimm stig, Veera Pirttinen skoraði þrjú stig og þær Björg Guð- rún Einarsdóttir, Helga Hjördís Björgvinsdóttir og Rebekka Rán Karlsdóttir skoruðu tvö stig hver. Sanja Oranzovic var atkvæða- mest í liði KR með 16 stig og sjö fráköst, Hildur Björg Kjartans- dóttir skoraði 15 stig og tók sex fráköst, Danielle Rodriguez var með tólf stig, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir skoraði ellefu og Sóllilja Bjarnadóttir skoraði tíu stig. Snæfell siglir nokkuð lygnan sjó í sjötta sæti deildarinnar með tólf stig, átta stigum fyrir ofan Grindavík en tólf stigum á eftir Keflavík í sætinu fyrir ofan.Næsti leikur Hólmara er útileikur gegn Keflvíkingum miðvikudaginn 19. febrúar næstkomandi. kgk/ Ljósm. úr safni/ sá. Snæfellingar riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni við Selfyssinga þegar liðin mættust í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöld. Selfyssingar, sem léku á heimavelli, höfðu yfirhöndina allan tímann og sigruðu að lokum örugglega, 96-77. Heimamenn voru öflugri í upp- hafi leiks og leiddu með tólf stig- um eftir fyrsta leikhlutann, 90-18. Þeir juku forskot sitt í öðrum fjórð- ungi, komust mest 21 stigi yfir en Hólmarar náðu aðeins að laga stöð- una áður en hálfleiksflautan gall. Þá leiddu Selfyssingar með 18 stigum, 49-31. Snæfellingar komu mjög ákveðn- ir til síðari hálfleiks. Þeir skor- uðu fyrstu ellefu stigin og minnk- uðu muninn í sjö stig, 49-42 þeg- ar aðeins tvær mínútur voru liðn- ar af þriðja leikhluta. En þetta var eina alvöru atlaga Hólmara að for- ystu heimamanna. Selfyssingar tóku stjórnina á nýjan leik og höfðu 16 stiga forskot fyrir lokafjórðunginn, 70-54. Með góðum leik framan af fjórða leikhluta, þar sem þeir kom- ust mest 28 stigum yfir, gerðu þeir út um leikinn. Snæfellingar lög- uðu stöðuna aðeins undir lok leiks en sigur heimamanna var aldrei í hættu. Lokatölur urðu 96-77, heimamönnum í vil. Aron Ingi Hinriksson var stiga- hæstur Snæfellinga með 23 stig, Brandon Cataldo skoraði 13 stig og tók níu fráköst, Benjamin Kil skor- aði 13 stig einnig, Anders Gabriel Andersteg var með ellefu stig og ell- efu fráköst, Benjamín Ómar Krist- jánsson skoraði átta stig, Guðni Sumarliðason var með fjögur stig og fimm fráköst, Ísak Örn Baldurs- son skoraði þrjú stig og Eiríkur Már Sævarsson var með tvö. Arnór Bjarki Eyþórsson var stiga- hæstur Selfyssinga með 27 stig en Christian Cunningham var að öðr- um ólöstuðum besti maður vallar- ins. Hann skorði 25 stig, reif niður 23 fráköst og varði fimm skot. Ma- ciek Klimaszewski skoraði 18 stig fyrir Selfoss en aðrir höfðu minna. Snæfellingar hafa fjögur stig í næstneðsta sæti deildarinnar, jafn mörg og Sindri í sætinu fyrir ofan og Skallagrímur í sætinu fyrir neð- an. Síðarnefnda liðið er einmitt næsti andstæðingur Hólmara. Snæ- fell og Skallagrímur mætast í Vest- urlandsslag í Stykkishólmi mánu- daginn 17. febrúar. kgk/ Ljósm. úr safni/ sá. Búast má við harðri baráttu þegar Skallagrímur og Haukar mætast í undanúrslit­ um bikarsins á morgun. Ljósm. Skallagrímur. Bikarslagur á morgun Tap á Selfossi Borgnesingar misstu Breiðablik fram úr sér eftir góðan fyrri hálfleik. Ljósm. Skallagrímur. Gestirnir sterkari í síðari hálfleik Mættu ofjörlum sínum

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.