Skessuhorn - 19.02.2020, Síða 4
MIÐVIKUDAGUR 19. febRúAR 20204
Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 3.280 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.840. Rafræn áskrift kostar 2.570 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.370 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Rok og raforka
Liðin vika var langt frá því tíðindalaus. Yfir landið gekk venju fremur djúp
lægð sem setti allt atvinnulíf úr skorðum heilan föstudag. Því tóku nátt-
úrlega margir fagnandi, skelltu sér í matvörubúðina á fimmtudaginn og
birgðu sig rækilega upp fyrir „station“ helgina sem framundan var. Hill-
ur verslana voru sem eyðimörk á að líta enda voru kaupmenn engan veg-
inn búnir undir hamstur líkt og væri Þorláksmessa. Svo þegar tók að birta
á föstudagsmorgninum var ljóst að veðurfræðingar gerðu rétt í að lýsa yfir
rauðu viðbúnaðarstigi. Veður varð dýrvitlaust eins og veðurfæðingurinn
spáði réttilega fyrir um fyrr í vikunni. Að vísu var afar mismunandi hvern-
ig veðrinu sló niður. Til að mynda varð bálhvasst í Svínadal og við Hafn-
arfjall í borgarfirði meðan aðrir staðir sluppu öllu betur. Orðið „dýrvit-
laust“ á býsna vel við þegar vindur náði að taka heilt hús upp af stalli sín-
um og feykja því út um alla hlíð, eins og gerðist á Þórisstöðum. Þá hefur
aldrei mælst eins mikill vindur á vesalings vindmælinum við Hafnarfjall,
sem aldrei hefur náð að mæla 71 metra á sekúndu áður, án þess að fjúka
sjálfur á haf út.
en sem betur fer urðu fá slys í þessu óveðri. Sennilega má þakka það
bráðsnjöllu viðvörunarkerfi sem landsmenn hafa komið sér upp og Veður-
stofa Íslands á heiðurinn af. Þegar viðbúnaðarstig er rautt, þá skal fólk ein-
faldlega vera heima. Þá verða slysin síður. frábær og löngu tímabær ráð-
stöfun í okkar harðbýla landi.
enn og aftur kom í ljós að gamlir innviðir stóðust ekki álagið. Jafnvel
þótt tjón Landsnets á dreifikerfi raforku hafi verið minna nú en í óveðrinu
í desember, urðu gamlir og fausknir rafmagnsstaurar undan að láta í veðr-
inu. Töluvert margir á Suðurlandi, en einnig hér um vestanvert landið.
Svo hvasst var framan af degi í uppsveitum borgarfjarðar að jafnvel þótt
búið væri að finna biluðu staurana var ekki hægt að athafna sig til við-
gerða. Kýrnar á bæjunum voru því orðnar býsna troðjúgra þegar loks fékkst
straumur til mjalta. ekki var betra ástand á brennimel í Hvalfirði þar sem
spennivirki vegna stóriðjunnar eru staðsett. Þau mannvirki standa opin fyr-
ir veðri og vindum og því þurfti ekkert minna en tvö fullvaxin slökkvilið til
að hreinsa seltu á föstudagskvöldið til að landsmenn hefðu áfram rafmagn.
Þá hafði bókstaflega allt landið staðið blikkandi því gegnumstreymi raf-
magns er ekkert lítið á þessum stað.
Sömu helgi og við urðum vitni að fúnum rafmagnsstaurum og berskjöld-
uðum spennivirkjum fer af stað umræða um hversu eitursnjallt það væri
að selja íslenska raforku um sæstreng til útlanda. Umræðan kviknaði sök-
um þess að elsta álverið vill ekki borga uppsett verð Landsvirkjunar fyrir
strauminn. Nú vill svo til að umrædd Landsvirkjun er í eigu íslenska ríkis-
ins. Að sjálfsögðu á verðlagning rafmagns að miðast við að kaupandinn geti
borgað fyrir þjónustuna. Því þarf ríkið að sýna þann sveigjanleika sem þarf
í viðræðum við kaupendur orkunnar. Íslendingar eiga Landsvirkjun og við
megum ekki undir nokkrum kringumstæðum koma okkur í þá skelfilegu
stöðu að fyrirtækið í skjóli þess að vera skilgreint sem opinbert hlutafélag
(ohf.) geti hagað sér í líkingu við t.d. hegðun forsvarsmanna Íslandspósts
ohf. gagnvart sínum viðskiptavinum. Opinber hlutafélög eru nefnilega
versta mögulega birtingarmynd fyrirtækjaforms hér á landi. Stór opinber
félög sem stýrt er af pólitískt kjörnum stjórnum, fólki sem hefur nákvæm-
lega enga hagsmuni aðra en að þiggja drjúg stjórnarlaun. Mér sýnist nefni-
lega enginn munur á framkomu Landsvirkjunar ohf. í garð íslenskrar stór-
iðju og Íslandspósts ohf. í garð fjölmiðla sem neyðast til að eiga við hann
viðskipti. Í báðum tilfellum er þeim sem á málum halda slétt sama um við-
skiptavini sína.
Magnús Magnússon
Í huga margra innfæddra borg-
nesinga er Skallagrímsgarður sem
helgur reitur. Þangað hefur fólk al-
ist upp við að vera ekið fyrstu ferð-
unum í barnavagni, leikið sér á
mannamótum, haldið upp á komu
jólanna og notið skjóls af trjánum
í garðinum. Þekkt er að innfæddir
hafa tekið til varna þegar til hefur
staðið að grisja trén í garðinum og
vilja að farið sé varlega með sögina.
Grisjun hófst í síðustu viku og voru
forsvarsmenn borgarbyggðar um-
svifalaust krafðir svara.
Ragnar frank Kristjánsson,
sviðsstjóri skipulagssviðs, svar-
ar aðspurður að í gangi sé grisjun
á stórum grenitrjám og að verk-
ið sé unnið af fagmönnum und-
ir hans umsjón. „Meðfram Skalla-
grímsgötu var nauðsynlegt að fella
nokkur tré og taka greinar af neðsta
hluta þeirra til að rútur gætu ekið
um götuna. Grenitré sem gróður-
sett voru fyrir 50 árum síðan með
1-1½ metra millibili eiga sér ekki
langa framtíð og því er nauðsyn-
legt að grisja svo önnur tré geti
haldið áfram að stækka og verða
myndarlegir einstaklingar eftir 50
ár. Ragnar frank segir að Skalla-
grímsgarður verði 90 ára á þessu
ári og sé það markmið forsvars-
manna sveitarfélagsins að hafa
garðinn sem glæsilegastan á afmæl-
isári. „Á sínum tíma voru tré gróð-
ursett í Skallagrímsgarði mjög þétt
og hefði átt að vera búið að grisja
þau fyrir 20-30 árum síðan, til að
gefa garðinum meiri birtu. Greni-
tré geta orðið yfir hundrað ára og
náð 25-30 metra hæð. Undanfarin
ár hafa verið gróðursett tré í garð-
inum, en mörg þeirra hafa ekki náð
að dafna. Það er eðli allra skrúð-
garða að það þarf að endurnýja
trjágróður og skipuleggja garðana
til tugi ára,“ segir Ragnar frank í
skriflegu svari til Þorleifs Geirs-
sonar garðsvinar og borgnesings.
„Maðurinn með sögina hefur far-
ið hamförum um garðinn. Skyldi
þetta vera búið núna,“ spurði Þor-
leifur í skriflegri fyrirspurn.
mm
forvarnaverðlaun tryggingafélags-
ins VÍS voru afhent í Reykjavík á
miðvikudaginn. Verðlaunin hlýt-
ur það fyrirtæki sem þykir skara
fram úr í öryggismálum og er öðr-
um fyrirtækjum góð fyrirmynd. Að
þessu sinni hlaut sjávarútvegsfyrir-
tækið Guðmundur Runólfsson hf.
í Grundarfirði forvarnarverðlaun-
in. G.Run er rótgróið fjölskyldu-
fyrirtæki sem sérhæfir sig í veið-
um og vinnslu á bolfiski. Í upphafi
árs 2019 opnaði fyrirtækið nýja og
vel útbúna fiskvinnslu þar sem ör-
yggismálin voru sett í fyrsta sæti.
fiskvinnslan er ein sú tæknilegasta
á landinu og er með eitt öflugasta
brunavarnarkerfi sem völ er á. Að
auki er fiskvinnslan útbúin tækni-
legum öryggis- og forvarnarbún-
aði. Aðbúnaður og öryggi starfs-
manna er til mikillar fyrirmynd-
ar og endurspeglar umhyggju fyrir
starfsfólkinu. ,,Það er okkur mikill
heiður að verðlauna viðskiptavini
okkar sem standa sig framúrskar-
andi vel í öryggismálum. G. Run á
heiður skilinn fyrir áherslur sínar á
forvarnir og öryggismál og er svo
sannarlega öðrum fyrirtækjum góð
fyrirmynd,“ sagði Helgi bjarnason,
forstjóri VÍS, við þetta tilefni.
Öryggismál og forvarnir voru til
umræðu á forvarnarráðstefnu VÍS.
Yfirskriftin var ,,Hvað brennur á
þínu fyrirtæki? Ráðstefnan, sem var
fyrst haldin árið 2010, hefur skap-
að sér sess sem einn fjölsóttasti við-
burður sinnar tegundar á Íslandi.
fjölmennt var á ráðstefnunni en
yfir 300 manns hlýddu á erindi sér-
fræðinga og stjórnenda sem deildu
reynslu sinni af forvörnum og ör-
yggismálum.
mm
Bræðurnir Unnsteinn og Runólfur Guðmundssynir tóku við verðlaununum fyrir
hönd G.Run hf. Með þeim á myndinni eru Helgi Bjarnason forstjóri og Hafdís
Hansdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu VÍS, við afhendingu verðlaunanna.
G.Run hlaut forvarnaverðlaun VÍS
Meðfram Skallagrímsgötu var nauðsynlegt að grisja og snyrta grenitrén, segir
Ragnar Frank Kristjánsson í skriflegu svari til Þorleifs Geirssonar sem tók með-
fylgjandi mynd.
Grisja Skallagrímsgarð til
snyrtingar á afmælisári