Skessuhorn - 19.02.2020, Qupperneq 18
MIÐVIKUDAGUR 19. febRúAR 202018
Hann var kjötiðnaðarmaður að ævi-
starfi en hefur unnið við fjölmargt á
lífsins leið. Lauk þátttöku á vinnu-
markaði í árslok 2018 og nýtti það
sem kallað er snemmtækan lífeyri.
flutti við starfslok heim í litla gula
húsið sitt á Akranesi, minnsta skráða
íbúðarhúsið á Vesturlandi, einung-
is tæpir 25 fermetrar að grunnfleti.
Sævar Þór Magnússon hefur búið
einn frá því hann flutti úr foreldra-
húsum, kom úr stórum systkina-
hópi. Vegna áhrifa af vægðarlausu
einelti sem hann varð fyrir allt frá
barnsaldri segist hann aldrei hafa
náð eða þorað að mynda félagsleg
tengsl og stofnaði því aldrei til fjöl-
skyldu. „Ég einfaldlega kunni það
ekki, kunni ekki samskiptin við kon-
ur. Því lét ég slíkt einfaldlega vera,“
segir hann. engu að síður kveðst
hann vera mikill barnakarl og nýtur
þess að fylgjast með frændsystkinum
sínum vaxa úr grasi í leik og starfi.
Hann kveðst búinn að vinna sig út
úr þeim áhrifum sem eineltið hafði
á sig, það hafi gerst eins og krafta-
verk á fallegum síðsumarsmorgni
þegar hann var 61 árs. „Ég stóð í
eldhúsinu heima hjá mér og var að
búa mig undir að mæta til vinnu.
Þarna í útjaðri Húsavíkur horfði ég
yfir miðbæinn. Þá rann upp fyrir
mér að ég hafði aldrei verið í miðj-
unni nokkursstaðar, sífellt á kant-
inum og utan við eðlileg samskipti.
Jafnvel þótt ég hafi tekið virkan þátt
í íþróttum, var ég baktalaður um
leið og ég sneri mér við. Svo gerð-
ist það bara, á þessum fallega síð-
sumarsmorgni norður við Skjálf-
andaflóa, að ég náði sátt við sjálfan
mig. Skömmin var ekki mín, hafði
aldrei verið. Það rann upp fyrir mér
að eineltið var ekki mér að kenna.
Ég var vissulega fórnarlambið, en
gerendurnir voru þeir sem þurftu
og þurfa aðstoðar við,“ segir Sævar
Þór. Í dag segist hann gjarnan vilja
tala um þetta, slíkt geri ekkert ann-
að en hjálpa. Segir að einelti sé böl
sem ekkert samfélag, lítið sem stórt,
eigi eða megi sætta sig við. Orðið
einelti hafi hins vegar ekki verið til
í orðabókinni þegar hann var ungur
á sjötta og sjöunda áratugnum. Því
var ekkert gert í því þá. Hann kveðst
hins vegar gruna að slíkt grasseri
enn á vissum stöðum og ekki sé ver-
ið að kveða það niður, þótt orðið sé
vissulega fyrir löngu komið í orða-
bókina. fólk þurfi því kannski að
kynna sér hvað það stendur fyrir.
Erfið ár
Sævar Þór byrjar að rifja upp fyrstu
árin. Hann ólst upp í nágrenni við
Andakílsárvirkjun í borgarfirði þar
sem faðir hans starfaði. „foreldr-
ar mínir höfðu kynnst í Andakíln-
um. Pabbi minn hét Magnús Sigur-
jón Guðmundsson. Hann kom ung-
ur austan af Reyðarfirði til náms í
bændaskólanum á Hvanneyri. Þar
kynntist hann mömmu, Sigurbjörgu
Oddsdóttur, sem ættuð var vestan
af fjörðum. Hún hafði flust ásamt
foreldrum sínum frá Álfadal á Ingj-
aldssandi við Önundarfjörð. Afi var
vélstjóri við virkjunina og hafði að
mér skilst hrökklast að vestan vegna
hegðunar sinnar,“ rifjar Sævar Þór
upp. Hann segir að afi sinn hafi gert
hluti sem bæði þá og nú eru ófor-
svaranlegir, en þá var ekki tekið á
slíku eins og gert væri í dag. „Hann
var pervert, gerði hluti sem ekki
eru réttlætanlegir,“ segir Sævar, en
kveðst ekki vilja fara nánar út í þá
sálma hér og nú. „enn eru nokk-
ur barna hans á lífi,“ segir hann til
nánari útskýringar. en hegðun afans
spurðist út og hafði áhrif á fjölskyld-
una og það viðhorf sem í garð henn-
ar ríkti. „Þegar við flytjum úr Anda-
kílsvirkjun árið 1958 var ég fimm
ára og við orðin nokkur systkinin.
Ég man það eins og það hefði gerst
í gær að þá, aðeins fimm ára gamall,
fannst mér að litið hafi verið á mig
og fjölskylduna mína eins og þriðja
flokks þegna í samfélaginu. Ég er
ekki í nokkrum vafa um að hegðun
afa míns hafði mótað þá skoðun sem
samfélagið gerði sér upp um okkur.
Þetta orðspor afa var látið yfir okkur
skyldfólk hans ganga; foreldra mína,
systkini mömmu og okkur börn-
in. eineltið varð hins vegar miklu
meira eftir því sem árin liðu og í
raun versnaði það eftir að við flutt-
um á Akranes.“
Aulinn fékk tíu!
Sævar Þór á sjö alsystkini auk hálf-
bróðir sem nýlega er látinn. „ein-
eltið fylgdi okkur á Skagann, en við
systkinin fóru misjafnlega illa út úr
þessu og vorum misgóð að standa
þessa ágjöf af okkur. Í mínu tilfelli
var einhvern veginn stöðugt reynt
að innprenta það í mig að ég væri
vitleysingur. Þetta gekk svo langt að
ég var farinn að trúa því sjálfur. Því
var það sumum jafnöldrum mínum
svolítið áfall þegar ég var eitt sinn
færður upp um bekk í gagnfræða-
skóla. Þegar þangað var komið tók
hins vegar ekkert betra við; það
tók holskefla á móti manni. Mér er
minnisstætt að eitt sinn vorum við
látin taka skyndipróf í stærðfræði.
Þegar kennarinn kynnti niður-
stöðu úr prófinu sagði hann að einn
hefði fengið tíu. „Það var einn ykk-
ar sem kom skemmtilega á óvart,“
sagði kennarinn. Þegar hann svo
nafngreindi mig, heyrðist undrun-
ar „HA!“ í bekknum, þetta átti ekki
að geta átt sér stað. Vitleysingurinn
átti ekki að geta fengið fullt hús fyr-
ir próf, en aðrir lægri einkunn. Þetta
var að ég held það hræðilegasta sem
gat gerst fyrir mig. Að finna hvern-
ig bekkjarfélagarnir voru sannfærð-
ir um að ég væri hreinræktaður asni,
þessi tía mín í stærðfræði gæti ein-
faldlega ekki staðist. en engu að síð-
ur: Í kjölfarið komu tveir drengir til
mín sem höfðu verið þátttakend-
ur í stríðninni og buðu mér að vera
með í árgangakeppni í handbolta.
Mér fannst það dálítil uppreist æru.
Ákveðin upphefð og lét því til leið-
ast að vera með. Þetta var leið þess-
ara tveggja stráka til að biðja mig af-
sökunar þó aldrei hafi þeir gert það
berum orðum.“
Sævar segir að þar með hafi þátt-
taka hans í íþróttum byrjað og náði
hann árangri í þeim, keppti í hand-
bolta fyrir Knattspyrnufélag Akra-
ness. „Mér leið vel í íþróttum og
fann mína fjöl ef svo má segja.
Um svipað leiti ákvað ég einnig að
hvorki áfengi né tóbak yrðu mínir
lífsförunautar. Var sautján ára þeg-
ar ég tók þá ákvörðun og lærði auk
þess að vinna gegn matarfíkn sem ég
óttaðist. fannst eins og hún byggði
á sömu genunum og gera fólk háð
áfengi og tóbaki. Ég hafði átt fyrir-
myndir í lífinu sem voru svona víti
til að varast,“ segir Sævar.
Fann sig í old boys
Þrátt fyrir að taka virkan þátt í
handboltanum fannst Sævari hann
þó áfram vera utan gátta í hópnum.
„Þótt ég æfði og spilaði með lið-
inu á unglingsárum var ég þó allt-
af á kantinum. Var aldrei einn af
hópnum og baktalið hófst um leið
og ég sneri mér undan. Það hef-
ur mér oft verið sagt. Þess vegna á
ég enga vini frá þessum tíma, ein-
ungis kunningja, fólk sem ég heilsa
á götu, en lítið meira. Á síðari árum
fór ég að æfa og spila handbolta með
old boys hópi, b-liði Vals í Reykja-
vík. Þar var mér tekið sem jafningja
og fékk að kynnast þeirri tilfinningu
að vera einn af hópnum, fullgild-
ur félagi. Þar ríkti allt annar and-
blær. Þarna var ég kominn yfir þrí-
tugt og spilaði með öðrum roskn-
um íþróttamönnum, meðal annarra
Hermanni Gunnarssyni. Kynnt-
ist hinni blíðu manneskju sem hann
hafði að geyma, þrátt fyrir alla sína
breiskleika. Mér finnst vænt um að
hafa kynnst persónunni Hemma,
sem var allt önnur en fígúran sem
hann spilaði þegar hann var á sjón-
varpsskjánum.“
Eðlileg samskipti
fjarri heimahögum
Sævar segist vera í eðli sínu félags-
lyndur og glaðlyndur er hann vissu-
lega í spjalli við blaðamann, þótt
umræðuefnið sé alvöruþrungið.
„Vegna þessa endalausa eineltis fékk
ég aldrei að umgangast fólk á mín-
um forsendum. Góð samskipti þurfa
nefnilega að virka á báða bóga. ef
ég reyndi að kynnast fólki, kannski á
dansleik eða í gleðskap, rakst ég sí-
fellt á veggi. Náði því ekki að mynda
vináttu við fólk af hvoru kyninu sem
var. Ég stundaði íþróttir, en fékk
ekki að vera þátttakandi í þeim
félagslega hluta sem því á að fylgja,
myndaði því aldrei vinatengsl. eðli-
legum samskiptum við fólk kynnt-
ist ég því ekki fyrr en ég var flutt-
ur í burtu. Held að ég geti sagt að
það hafi fyrst gerst sumarið 1976 á
Húsavík. Var að vinna þar í tvö sum-
ur og var m.a. fenginn ásamt fleirum
til að mála appelsínugult hús í bæn-
um, sem heitir bjarnahús. Þá var
fólk sem stoppaði, sneri sér að mér
og fór að spjalla á eðlilegum nótum.
Þarna fékk ég í fyrsta skipti að kynn-
ast heilbrigðum þorpsbrag, þar sem
fólk sýndi mannlega gæsku í sam-
skiptum við ungan mann sunnan
af landi. Ég man þetta eins og það
hefði gerst í gær.“
Bitur reynsla
Sævar vann við ýmis störf á sínum
yngri árum, einkum á Akranesi, en
um tíma í Svíþjóð. „Ungur var ég
sendur í sveit og var meðal annars
í Neðri-Hrepp hjá einari og Jó-
hönnu. Mér hefur alltaf líkað sveita-
lífið vel og hefði örugglega keypt
mér jörð og farið að búa hefði ég
átt á því tök. Ég hef einnig haldið
góðum tengslum við frændfólk mitt
á Sigmundarstöðum í Þverárhlíð og
reyni að hjálpa til við verkin þar á
vorin og haustin þegar ég hef getað
komið því við.“
Kjötiðn varð ævistarf Sævars. „Ég
lærði þá iðn árin 1981-85 þegar ég
starfaði fyrir Sláturfélag Suðurlands
sem þá var með rekstur hér á Akra-
nesi. Vann auk þess ýmis tilfallandi
„Ætla mér að ganga keikur inn í sólarlagið“
Sævar Þór var þolandi áralangs eineltis en hefur náð sátt í dag
Sævar Þór Magnússon.
Framan við litla húsið sitt við Suðurgötu á Akranesi.
Meistaraflokkur ÍA í handknattleik karla veturinn 1979-1980. Sævar í markmannstreyjunni fyrir miðri mynd.